Þjóðviljinn - 19.06.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1960, Blaðsíða 12
Metaflaskipið kom nú með fyrstu síldina / gœrmorgun höfSu á fjórSa />ús. mál borszf I brœSslu fil SiglufjarSar ÞlÓÐVILIINN Sunnudagur 19. júní 1960 — 25. árgangur — 137. töiublað Bærinn skipuleggi starfsemi lil hjálpar gömlu fólki Tillaga Alfreðs Gíslasonar í bæjarstjórn Siglufirði 18. júní. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Fréttir af fyrstu veiði síldarskipanna fyrir Norður- landi bárust hingað til Siglufjarðar aöfaranótt þjóðhá- tíðardagsins 17. júní og síðdegis þann dag lagðist fyrsta skipið meö afla aö bryggju hér_ Skipið sem kom með fyrsta síklarafla sumarsins til Siglu- fjarðar er vélbáturinn Freyja ár Garði, en sá bátur er löngu lamlsþekktur undir öðru nafni. Báturinn hét sem sé áður Víð- ir n, sem mör.g undanfarin ár hefúr fengið metafla á síld- veiðunmn hér fyrir Norður- landi. Áhöfn bátsins er ekki sú sama nú og áður. Um 400 mála afli. Venjulega er mikill mann- fjöldi samankominn á bryggj- urtni, þegar fyrsti síldarbátur sumarsins kemur hingað til Siglúfjarðar, Að þessu slnni v'ar tíltölulega fátt um mann- inn við höfnina, enda vissu fá- ir af komu Freyju og þjóðhá- tíðarhöldin í bænum stóðu þá sem hæst. Afli Freyju var á að gizka 400 mál og fóru af honum rúm fega 100 tunnur í frystingu, en afgangurinn í bræðslu. Kémur upp grynnra en áður. Síldin veiddist um 30 mílur jáustur af Horni og það var togskipið Margrét sem varð hennar ifyrst vör. Síldarbátarn- ir, sem til veiða voru komnir, héldu sig allir dýpra en Mar- grét, en síldin hefur nú komið upp grynnra en undanfarin ár. Smiðshús, nýtt safnhús í Árfiæ KI. 2 síðdegis í dag verður Árbæjarsafnið opnað fyrir al- ménning. Verður safnið síðan opið daglega í suraar á tíman- um kl. 2-6 síðdegis, nema á mánudögum. Samkvæmt upplýsingum Lár- usar Sigurbjörnssonar safn- varðar hefur nú verið lokið við endurbyggingu á gamla húsinu í Póst'hússtræti, Smiðs- húsi, sem Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf safninu og flutt var inn í Árbæjartún í vor. Húsið er búið gömlum hús- gögnum og munum, sem bæj- arbúar hafa gefið og verður það til sýnis um helgar. Smíði torfkirkjunnar frá Silfrastöð- um verður haldið áfram í sum- ar. en ekki verður kirkjan full- smíðuð fyrr en í haust. Þá hafa nokkrar breytingar ver- ið gerðar í Árbæ sjálfum til að hagræða sýningarmunum betur, en safninu hafa borizt margir góðir munir að undan- förnu. Aðgangseyrir að safnhúsinu er 5 kr. en ókeypis fyrir börn í fylgd fullorðinna, annars 2 kr. fyrir börn. Síldin sem veiðist er stór en horuð og hefur reynzt í fitu- mælingu 10—11%. Hún er full af rauðátu. Samtals á 4. þús. mál. Sl. nótt, aðfaranótt laugar- dags, var ekki sérlega gott veiðiveður á síldarmiðunum, en með morgninum fór veðrið batnandi. Nokkur skip lönduðu afla sínum í nótt og kl. 9 í morgun, laugardag, var búið að taka á móti rúmlega 3000 málum í bræðslu. Vitað er um allmörg skip, sem fengið hafa einhvern síld- arafla en munu ekki landa hon- um strax, þar eð ekkert er við síldina annað að gera að svo stöddu en setja 'í bræðslu. Þessi skip lönduðu eíld til bræðslu á Siglufirði frá því í fyrrakvöld þar til um miðjan dag í gær: Freyja GK 110, 200 mál, Guðmun.dur á Sveinseyri BA 35 130, Fram AK 430, Heim- ir KE 77 490, Jón Gunnlaugsson GK 444 200, Nýfari FH 8 260, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 204, Blíðfari FH 103 458, Sæ- fari FH 104 50 og Reynir AK 170. Ungir sósíalistar Kópavogi Allir ungir sósíalistar i Kópa- vogi st-yrkja hernámsandstöð- una með því að taka þátt í Keflavikurgöngunni. Þeir, sem ekki geta gengið alla leið, komi sem fyrst inn í gönguna. ÆK Á síðasta bæjarstjórnarfundi var til fyrri umræöu til- laga Alfreös Gíslasonar, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, um skipulagningu starfsemi til hjálpar gömlu fólki, sem á við erfið kjör að búa. ) ÆSKUFÓLK Sambandsstjórn ÆF hvetur allt æskufólk, sem er andsnúið erlendri hersetu á íslandi, til að taka þátt í Keflavíkurgöngu hernámsandstæðinga og sýna þannig andúð sína á hernáminu. Skorar sambandsstjórnin á alla unga sósíalista, sem ekki sjá sér fært að ganga alla leið að koma inn í gönguna einhversstaðar á leið hennar. Sambandsstjórn Æskulýffsfylkingarinnar Ferðir í veg fyrir gönguna Þeir sem komast vilja í veg fyrir göngnna frá Keflavík til Reykjavíkur í dag og slást í hópinn einhversstaðar á leið- inni geta valið um þessar ferðir: Kl. 8.00 Keflavíkurgangan, frá Fríkirkjunni. 9.30 Frá Steindóri. 10.15 Frá Fríkirkjunni 11.00 Frá Steindóri 12.00 Frá Fríkirkjunni 13.15 Frá B S í 14.15 Frá Fríkirkjunni 15.15 Frá B S1 16.00 Frá Fríkirkjunni 17.00 Frá Steindóri 18.00 Frá Fríkirkjunni 19.00 Frá B.S.I. 19.30 Frá Fríkirkjunni 20.15 Frá Fríkirkjunni. Á sunnudagskvöld skulu menn einnig muna eftir Hafn- arfjarðarvögnunum. Tillaga Álfreðs er svohljóð- andi: ..Bæjarséjórn Reykjavíkur felur bæjarráði og borgar- stjóra að skipuleggja starf- semi til hjálpar gömlu íólki. sem á við erfið kjör að búa. Skal í því s'larfi lögð áherzla á að hafa eítirlit með og hlyrna að lasburða gamal- mennum þannig, að þau ge'ii dvalist í heimahúsi svo lengi sem þau sjálf óska 'og fært þykir. SXarfsemi þessa skal heiLsuverndarstöðin hafa með hönduin. ef lienta þykir, ella le"' að samninga \ið einhverja aðra stofnun um framkvæmd- ina. Æskir bæjarstjórn þess að undirbúningi sé hraðað svo sem tök em á.“ ÞÖrfin fyrir hendi. I framsöguræðu sinni minnti Alfreð Gíslason á að hann hefði á árinu 1956 flutt tillögu sem gengið hefði í svipaða átt og þessi. Leitað var þá umsagn- ar borgarlæknis, sem taldi þörf á aðstoð sem þessari við gamalmenni í heimahúsum. I umsögn borgarlæknis var m.a. skýrt frá því að á árinu 1957 hefði bæjarhjúkrunin sinnt á sjöunda þús. vitjunum til 120 sjúklinga yfir 60 ára aldri og væri það 90% af öllum Ungir sósíalistar Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík hvetur félaga sína til að fylkja sér í Keflavíkurgönguna í dag. Þeir sem ekki geta geng- ið alla leið komi inn í gönguna sem íyrst. vitjunum bæjarhjúkrunarinnar á árinu, Alfreð Gíslason benti á að víða erlendis, m.a. í Dan- mörku og Bandaríkjunum, væru menn farnir að gefa rík- ari gaum en áður að gildi hjálpar og aðstoðar við gam- almenni í heimahúsum, þann- ig að unnt yrði að forða þeim frá dvöl á ellilieimilum og hlið- stæðum stofnunum í lengstu lög. Kæmi hér bæði til hagur þjóðfélagsins og gamalmenn- anna sjálfra; nær allt gamalt fólk óskar að búa að sínu eins lengi og kostur er. Ákveðið var að hafa tvær umræður um tillögu Alfreðs og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. Pjoðhatn Þátttaka í þjóffliátíða- höldunum hér í Reykjavík var nijög mikil, enda veður fagurt um miðjan dag; nokkuð hvessti þó er leið að kvöldi og kólnaði í veðri. Hátíðahöldin fóru fram eins og ráðgert liafði vcrið: Hátíðasamkoma við Austur- völl, íþróttamót á Mela- velli, barnasamkoma og kvöldvaka á Arnarhóli, dans í miðbænum. Myndin var tekin meðan stóð á barnaskemmtuninni á Arnarhóli en þá var mannfjöldinn hvað nicst- ur. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.