Þjóðviljinn - 21.06.1960, Síða 7
I) L>
Þriðjudagur 21 juiií 1960 — ÞJÓÐVÍLJINN — (7
Ávarp Einars Braga oð upphafi Keflavikurgöngunnar
Góðir samherjar.
Haft er eftir einum þeirra
mörgu yfirgangsseggja, sem
sagan kann frá að greina, að
engiu borg sé óvinnandi, ef
asni klyfjaður gulli komist
gegnum borgarhliðin.
Því miður hefur margsann-
azt, að hann hafði allt of rétt
fyrir sér, þrællinn.
Þau eru mörg hliðin á Is-
landi.
Eitt' þeirra hefur þó algjöra
sérstöðu: hliðið sem nú stönd-
um við hjá.
Öðrum megin við það hafa
erlendir vígamenn hreiðrað
um sig í umboði auðugasta
hervéldis heims, og enginn ís-
lendingur veit hvaða vopnum
þeir eru búnir.
Hinum megin tekur við
þjóðvegurinn heim í traðir á
Ingólfsbæ hinum foma, þar
sem helmingur þjóðar okkar
á nú heimili sín.
Um hliðið atarna kæmust
hæglega f jórir asnar fullklyf j-
aðir samtímis. Það getum
við sannfærzt um af eigin
sjón, nú þegar við hccum það
fyrir augum, mörg í fyrsta
sinn.
Við vitum líka vel, að gegn-
um þetta hlið hefur hátt á
annan á.ratug gengið óslitin
lest gullklyfjaðra burðarjálka,
misjafrlega margfættra, frá
aðalbækistöð bandarískra á
Islandi til liöfuðborgar lýð-
veldisins — og síðan áfram
út um alla landsbyggðina.
Ekki hefur vantað viðtak-
endur, því er verr. Við þekkj-
um hvert og eitt ófá dæmi
um íslenzka karla og konur,
sem virtust efni í nýta menn,
en urðu »f aurum apgr, eins
og segir í fornu kvæði. Og nú
á þjoðin öll t— að undanskild-
um örfáum hrconum — að
súpa se’vðið af þeirri botn-
lausu spiliinau og fjármála-
óreiðu sem hermangsgróðinn
innleiddi í íslenzkt þjóðlíf: h’ð
beiska seyði sárustu fátæktar
og ncprustu smánar.
he.ga. Minnumst þá komm-
unistans Árna lögmanns sem
grét i nauðvörninni gegn her
Friðriks þriðja. Mmnumst þá
kommúnistans Jóns forseta
sem fastast stóð þegar ber-
legast ógnaði her Friðriks
sjöunda.
í dag hafa liðnar kynslóð-
ir með þessa ódauðlegu ís-
* lendinga í fylkingarbrjósti
stigið fram úr djúpi aldanna
og sv'fið á uhdan Keflavikur-
göngunni — aðvarandi, tár-
fellandi, eggjandi benda þær
á krabbamein landsins, hinn
erlenda her, 6g hrópa með
oss: .
Vér mótmælum allir.
Við höfum margan ósigur
beðið í viðureign við h'ð er-
lenda vald og skósveina þess,
sa.tt er það.
En borgin er ekki uhnin.
Það sannið þið, borgarbú-
ar sem hér standið í morguns-
ári þessa júnídags, brjózkir
og viliafastir, staðráðnir að
ganga brautina frarn i friðar-
ins nafni, en neita þif-instu'
við vopnavaldið sem búvzt
hefur um bak við þessa girð-
ingu.
Borgin er ekki unnm.
Það munu sanna þúsundir
samheria ykkar, sem koma til
móts við gönguna á ýmsum
skeiðum.
Það sannar eirnig ctalinn
fjöldi í öllum bvggðum landu-
ins, sem fylgist af fögnuði
með þessari göngu.
Og enn vfleiri eru með ykk-
ur i för.
Þið munuð á þessum degi
heyra þungt fótatak horfinna
ættliða sem á þrautagöngu um
myrkar aldir gáfu aldrei upp
vonina um óskert frelsi sinn-
ar þjóðar.
Þið muruð heyra fótatak
óborinna kynslóða, sem for-
dæmi ykkar verður til örvun-
? m
% j
% rt |ÍIÍÉg|
íI^'Vv '•
Einar Bragi ávarpar hépinn áður en Iagt er af stað í gönguna til Reykjavíkur. (Ljósm. Þjéðv,
ar þegar íslenzk þjóð á í
vanda á ókomnum tímum.
Það voru fáir ónafngreindir
einstaklingar, sem fyrstir
tóku ákvörðun um að þreyta
þessa göngu til að vekja þjóð-
ina af háskalegum sinnuleys-
issvefni. En við hlið hvers
eins þeirra fylkja margir tug-
ir liði þegar í dögun, og þeir
verða þúsundir að kvcldi.
Forvígismenn göngunnar
hafa orðið ásáttir um sam-
eiginlega yfirlýsingu, einkunn-
arorð þeirrar baráttu sem
bíður okkar:
Vér viljum ævarandi hlut-
leysi Islands.
Vér viljum engan her hafa
í landi voru, og engar
herstöðvar.
Vér krefjumst þess,
að Island segi upp
varnarsamni.igi við
Bandaríki Ameríku,
að herstöðvar allar
hér á landi séu niður
lagðar og hinn erlendi
her verði á brott úr
landinu,
að Island gar.gi úr
Atlantshafsbandalagi
og lýsi yfir þvi, að
það muni aldrei fram-
ar gerast aðili að
hernaðarsamtökum.
Þessa viljayfirlýsingu gefst
ykkur fyrstum allra kostur
á að staðfesta með undir-
skrift ykkar, og síðan hverj-
um íslendingi sem þess cskar.
Góðir samherjar.
Af viti og seiglu háði ís-
lenzka þjóðin um aldir bar-
áttu fyrir frelsi sínu og’
sjálfstæði.
Viti og seiglu mun húnt
öðru fremur þurfa á að halda
til að varðveita heiður sinn í
framtíðinni.
Af viti og seiglu skulum
við þreyta þessa göngu leið-
ina á enda: Fara hægt af stað
en síga á og ætla okkur þó
jafnan af.
Snúum baki við smáninni
og biðjum hana aldrei þrífast.
Göngum á brott heim —
heim til íslands hins góða.
Elzta konan í göngunni
Sigríður Saeland
Elzta konan í Keflavíkur-
göngunni var Sigríður Sæland
ljósmóðir i Hafnarfirði. Sig-
ríður er komin yfir sjötugt, en
engu að síður lagði hún land
undir fót og gekk alla leið frá
hliði Keflavíkurflugvallar til
Reykjavíkur, til að votta stuðn-
ing sinn við kröfuna um afnám
herstöðva á íslandi.
Daginn fyrir gönguna sendi
Sigríður Þjóðviljanum eftir-
farandi pistil, en . hann barst
ekki fyrr en súnnudagsblaðið
var komið í prentun. Það sem
þessi hafnfirzki kvenskörungur
hefur. að segja hefúr þó sama
gildi úú og fyrir helgi.
Keflavíkurgangan er engin
skemmtiganga eins og sumir
vilja vera láta; á bakvið hana
er mikil og djúp alvara hjá
þeim sem ganga.
Nokkrir landleysingjar eru að
ge.ra mikið grín að þessu fólki.
Senda því tóninn í ýmsum
myndum og kasta til þess
ýmsu sem siðuðu fólki heíði
ekki þótt einhvern fma sæma.
En það fólk er búið að fá of-
birtu í augun af öllu glysinu
sem fengizt hefur af hernám-
inu. En þvi miður er sú of-
birta innantóm og íær ekki
staðizt dóm sögunnar.
Við sem göngum viljum ekki
búa lengur i tvíbýli. Tvíbýlið
mergsýgur æsku þessa lands.
Sviptir hana dómgreind, æsir
hana þangað til hún veit ekki
að hún er það sem á að taka
við þessu landi og bera ábyrgð
á að hér búi íslenzk þjóð við
íslenzka staðþætti, en ekki
jórtrandi eiturlyfjáheytendur.
Því er mikið haldið á lofti,
hvað vferið sé að afkristna þjóð-
ina. Er það að afkristna þjóð-
ina að fá byggð fléiri sjúkra-
hús, gamaímennahæli, barna-
heimili til að liftu börnin géti
fengið aðhlynningu þegar móð-
irin getur ekki hugsað um
barnið sitt? Er það að af-
kristna æskuna að vilja ekki
láta verðandi mæður verða
eiturlyfjum að bráð? Hver hef-
ur flutt bau inn í landið?
Aldrei man ég eftir að ég
heyrði eða sæi svoleiðis móður,
áður en hcrinn kom hér. En
hve margar nú?
Svona mætti lengi telja. Er
ekki komið nóg, íslenzka þjóð?
■ görfo • •
; ' ? I ^ '
Er ekki mælirinn senn fullur?
Hv'dr er guð? spurði heimsk-
ingi nokkur. Ekki í hjarta
þínu, svaraði vitringurinn, þá
muudirðu ekki spyrja hvar
hann væri. Hvers vegna allt
þetta moldviðri um Keflavíkur-
gönguna? Má ekki nefna ósóm-
ann? Þá ærast þeir, sem fleytt
hafa rjómann af öllu þessu,. Nú,
eða öfunda þeir þá sem hafa
ennþá manndóm að þora að
standa við skoðun sína?
Sigríður E. Saéland.
HVERS VEGNA GENGUM VIÐ?
Framhald af 4. síðu.
að fylgja Franco á Spáni sem
brauzt til valda og drap sína
eigin landa með aðstoð þýzkra
nazista.
Við eigum ekki að vera í
bandalagi við franska stjórn,
sem hefur orðið sér það helzt
til frægðar að ætla að drepa
alla Alsírbúa, og við ætlum
okkur ekki að vera í bandalagi
við Bandaríkjastjórn sem
stendur á bak við alla ný-
lendukúgara og styður þá hern-
aðarlega og ætlar sér með því
að vernda dauðadæmt skipu-
lag.
Þjóð vor er of stolt af sögu
sinni og fornum afrekum, bæðí.
bókmenntalegum og líkamleg-
um, til að þola smán erlendra
fjandmanna og innlendra leppa
þeirra mótaðgerðalaust, og' and-
stæðingar hernámsins er afí,
sem á ekki að letja aðgerða.
Tökum höndum saman ogr
notum hvert tækifæri sem
gefst til virkrar baráttu, svo
ísland megi aftur verða al-
frjálst,
Gúimar Bj. Guðmundsson.