Þjóðviljinn - 23.06.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1960, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 23. júní 1960 Fylkingarfélagar í Breiðafjarðareyjum Fyrir framan skólaliúsið í Flatey. Hinn óþreytandi fræðari ferðarinnar — Jón Böðvarsson — rifjar upp sögu Flateyjar. um. Og fyrir sjálfstæði ís- lands. Frá aðstandendum þessa félags fékk Jón Sigurðsson for- seti öflugan stuðning, þegar aðrir brugðust honum í hinni langvinnu og erfiðu baráttu fyrir endurheimt sjálfstæðisins. • FRAMFARIR — AFTURIIALD En Fylkingarfélagar kymt- ust líka Flatey eins og þar er umhorfs í dag: mannlaus hús, sum nýbyggð, og nýtízku atvinnutæki, sem drafna niður og eyðileggjast. Á þessari öld hefur Flateyingum fækkað um rúrnlega helming og fækkar enn ört, og er engu um að kenna nema dugleysi og ræfildómi þess afturhalds, sem hér hefur setið að völdum og ekki hugsað um að efla byggðir landsins og atvinnuvegi, heldur smalað landsbúum suður á Miðnesheiði til að sópa gólf fyrir amer- íska soldáta. Frystihúsið í Flatey hefur ekki verið sett í gang í sex ár. Þessi milljónafjárfesting, gerð til að festa Gísla Jónsson, þingmann íhaldsins í Barða- strandarsýslu, í sessi. stendur sem ömurlegur minnisvarði um fæfildóm íslenzka íhaldsins fyrr og síðar. • HERGILSEY — SVEFNEYJAR Um hádegisbil var Flatey kvödd og stigið um borð í Straumnesið, en svo hét bátur- inn, sem fenginn var { Stykk- ishólmi og var aðalfarkostur hópsins þennan ógleymanlega dag. Rignt hafði daginn áður, en nú var komin glampandi sól og hiti og hélzt svo allan daginn. Fyrst var fanð til Hergils- ej'jar. Var ekki géngið á land, en lagzt skammt undan bjarg- inu, þar sem Ingjaldur stóð, þá er þeir kölluðust á, hann og Börkur hinn digri, svo sem frá er sagt i Gísla sögu Súrssonar. Rakti Jón Böðvarsson stuttlega þennan kafla Gísla sögu, þátt- takendum til fróðleiks og ánægju. Síðan var haldið til Svefn- eyja. Þar tók á móti hópnum Jens bóndi Nikulásson og ferj- aði hann í land með aðstoð Nikulásar sonar s:ns. Var fólk- Jens Nikulásson, bóndi í Svefneyjum. — Höfðingi heim að sækja. ið sett í sfóran héyflutninga- bát, sem dreginn var af litlum mótorbát og höfðu menn gaman af þessu. í Svefneyjum var litið á æð- arvarp og annað fuglalíf. Þá rifjaði Jón Böðvarsson, hinn ó- þreytandi fræðari ferðarinnar, upp það helzta um Eggert Ól- afsson, en hann fæddist í Svefneyjum eins og kunnugt er. Einnig rakti Jens bóndi ýmsan Framhald á 10. síðu. Eystrasaltsvikan 1960 örfá sœti enn laus Þarna vorum við sniðug! Héðan er gott útsýni yfir sund og eyjar. Um hvítasunnuna efndu ÆF- deildirnar í Reykjavík og Kópa- vogi til hópferðar í Breiðafjarð- areyjar. Þátttakendur voru yf- ir 60 og var farið á laugardag í tveim stórum langferðabifreið- um til Stykkishólms, eri þar var íenginn bátur til að flytja ferðalangana út í Fiatey. Þang- að var komið laust í'yrir mið- nætti, en lagt var af stað úr Reykjavík um kl. hálf þrjú. • í FLATEY Ætlunin var að slá upp tjöld- um í Flatey, en gestrisni er aðalsmerki Breiðfirðinga. Fyrir því áttu hópurinn raunar eftir að fá enn áþreifanlegri sönnur síðar. í Flatey buðu húsbændur hópnum að búa um sig í skóla- húsinu og var það þegið með þökkum. Daginn eftir, hvítasunnudag, var Flatey skoðuð. Um kl. 10 um morguninn söfnuðust allir þátttakendur saman í brekk- unni fyrir framan skólahúsið, en þar sagði Jón Böðvarsson stud. mag., sem var með í för- inni, stuttlega frá sögu Flat- eyja.r. Síðan var gengið að skoða Flateyjarbókasafn. Flateyjarbókasafn var fyrrum Til þátttakenda í hvítasunnu- ferðinni; MYNDAKVÖLD vcr'- ur í kvöld kl. 9 í Tjarnarsötu 20. Takið allar myndir úr ferð- inni með ykkur. Mætið stnnd- víslega. — Ferðanefnd. hluti úr ,,Flateyjar framfara- stiftun", sem sr. Ólafur Sí- vertsen stofnsetti árið 1836. Er það því 124 ára gamalt og mun vera eitt elzta starfandi bóka- safn landsins. Var það hinum ungu sósíalistum sérstök ánægja að kynnast þessum hlutum, því að „Flateyjar framfarastiftun“ er eitthvert elzta dæmið um róttæk, fram- sækin samtök íslenzkrar al- þýðu, ætluð til að sameina framfarasinnað fólk til sóknar fyrir aukinni tækni, betri al- þýðumenntun og bættum kjör- Er móðurástin óháð tegundaflokkum dýrafræðinnar? Gælt við flateyskan heimalning. Nú er aðeins rúm vika til Eystrasaltsvikunnar 3.—10. júlí nk. Farið verður héðan með flugvél 1. og 2. júlí og komið heim aftur — einnig flugleið- is _ 12. og 13. júlí. Hópurinn, sem fer héðan verður um 80— 90 manns og eru enn örfá sæti laus. Þátttökugjaldið er kr. 7500,— allt innifalið. Þeir, sem vilja fara í ódýra og ógleyman- lega sumarleyfisferð út fyrir landsteinana, ættu ekki að láta þetta einstæða tækifæri fara framlijá sér. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til undirbúnings- nefndarinnar, Tjarnargntu 20, sími 17513. Svipmyndir úr hváfasiinnpferS osturinn • Or vísnasyrpu Þ Bæjarpóstinum hafa borizt allmargar vísur frá manni, sem nokkrum sinnum áður hefur sent bréf og kveðskap. Hann segir, að þetta sé samtíningur, sem birta megi með undir- skriftinni Þ. Vísurnar eju ortar við ýmis tækifæri síðara hluta vetrar og í vor og verða hér birtar nokkrar þeirra. SJÓRÉTTARRÁÐSTEFNAN Söguleg er sóknin enn, söguleg er fréttin. Sögulegan segja menn sögulega réttinn. BJARNI HÆLIR SÉR Bjarni hælir sjálfum sér á sjálfstæðinga fundum. Nýmæli það oftast er og öfugmæli stundum. BJARGRÁÐIN Þjóðinni er þjónkun veitt, þó með brögðum véla. Hún má aldrei eignast neitt, sem ekki er hægt að stela. Sorgleg eru syndagjöld, saurug ráð og vinna. Illindi um auð og völd aldrei skulu linna. UNDRUN MORGUNBLAÐSINS Missögn augljós og myrk í senn mörg var úr þeirra penna hnigin, því kom það flatt upp á þessa menn, þegar Hermanni ofbauð lygin. TYRKLANDSFORIN Guðmundur ís og Bjarni bés bregða sér milli landa, en menntunin hjá Menderes mátti ekki tæpar standa. Hundtyrkjans vitur heillaráð hingað urðu dregin af því þeir gátu í hann náð óskastundarmegin, Söm er þessi sagan öll, sár er óláns kraftur. Báðir fengu þeir boðaföll, báðir komú þeir aftur. EYÐSLULÁNIÐ Það er talin Thórsleg vinna að taka að láni dýran sjóð skipta honum milli sín og sinna, svo skal gjalda félaus þjóð. HEIMKOMAN Eins og hundur upp af sundi ' dreginn Eisenhower fögnuð fann: Fjöldinn sá — og studdi hann. STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐIÐ Stjórnmálanamskeið Neista nú er að kvekli sett, hér má að engu hrapa þó hjörðin sé komin í rétt. En það dr’égúr enginn í efa að afloknum fundi þeim. að rétt verðúr rúið og rfúrrkað og reifunum skilað heim. NJÓSNAFLUGVÉLIN Váleg eru guma geð græðginnar í kífi, etós og’ gétii enginn séð annan mann á lífi. Hór verður látið staðar num- ið að sinni, en vera má, að síð- ar verði birtar fleiri vísur úr syrpu þeirri, er Þ sendi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.