Þjóðviljinn - 08.07.1960, Síða 12
::|!!|||
MpBB—m
..; •
Kongðher vlll ekki hafa
belgíska menn yfir sér
Hermenn og lögreqla heíur gert uppreisn
gegn þeim og rekið þá aí höndum sér
A ytri höfninni JJJJJ
I Vika er nú liðin síðan skot-
færaflutningar bandaríska |
hernámsliðsins hófust um =
Reyk.javíkurhöfn og: í gær —
= var cnn unnið að útskipun —
5 herbúnaðarins í bandariska
= flutning-askipið Lt. James =
= E. Robinson á ytri höfnínni.
= Myndin var tekin einn ;
= daginn og sést á henni, ;
i auk skotfæraflutningsins og ;
s íslenzku bátanna sem ann- ;
JJJJ azt hafa flutninga út í það, ;
annað stórt flutningaskip, ;
S sem hingað kom fyrir i
jjjjj skemmstu á vegum banda- ;
jjjj ríska liernámsliðsins. i
EE (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 5
. 1111111111111111111111111111111111111111111111
Fidel Castro
svarar árás USA
Fidel Castro réðst í gær
heiftarlega á ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar að hætta við
frekari sykurkaup frá Kúbu á
þessu ári. Hann gerði Iþað í
sjónvarpsræðu sem hann hélt
á ráðstefnu málmverkamanna.
Hann sagði að ákvörðunin væri
Ihemskuleg og vitfirringsleg.
Óbreyttir hermenn í lier
Kongó hafa gert uppreisn
gegn belgískum yfirmönnum
sínum, en ætlunin hafði verið
að hinir belgísku liðsforingjar
gengdu áfram störfuin í her
Kongó þar til Kongómenn
liefðu verið þjálfaðir til að
taka við af þeim.
Óeirðir hafa hlotizt af þess-
ari uppreisn hermanna, mestar
í höfuðborginni Leopoldville og
í borginni Thysville, um 130
km fyrir suðvestan hana. 1
gær var þó allt aftur með
kyrrum kjörum í Leopoldviile,
en hermennirnir héldu áfram
að óhlýðnast fyrirmælum frá
hinum belgísku foringjum
sínum.
Hins vegar var enn ófriðlegt
í Thysville, enda þótt bæði
Lúmúmba forsætisráðherra og
Kasavúbú forseti færu þangað
í fyrradag til að reyna að
stilla til friðar. Börn og konur
hvítra manna þar í borginni
hafa verið flutt til Leopold-
ville ,en liðsforingjarnir voru
lokaðir inni í herbúðum sínum.
Hermenn gerðu leit að vopnum
i húsum hvítra manna.
Belgiska þingið frestaði í
gær umræðum um fullgildingu
á vináttusamningnum sem
Belgíustjórn hefur gert við
Kongó.
Útför Bevans
Bálför Aneurins Bevans
verður gerð á sunnudaginn í
þorpi því í Suður-Wales sem
hann var fæddur i. Ekkju
hans bárust í gær mörg sam-
úðarskeyti, m.a. frá Krústjoff,
Tító og Nehru, en foringjar
brezku þingflokkanna létu í
ljós harm sinn yfir fráfalli
hans.
þlÓÐVIUINN
Fös'íiudagur 8. júlí 1960 — 25. árgangur — 148. tölublað"
Altarisgripir á tjá og
tundrí og fiðlu stolið
Brotizt inn í Selíosskirkju á sunnudagsnótt
Á sunnudagsnóttina var brotizt inn í kirkjuna á Sel-
fossi, framin þar helgispjöll og hljóðfæri stolið.
Umferð er mikil um Selfoss
eins og kunnugt er og þó
aldrei eins og um helgar, þeg-
111111111111111111111111111111111111111111111111
fSovézk eldflaugf
f yfir Kyrrahaf |
= Sovétríkin skutu í gær =
= annarri eldflaug yfir =
= Kyrrahaf, um 13.000 km =
= leið. Eldflaugin hitti beint =
= í marlc. Tassfréttastofan =
= sagði að með þessari til- =
= raun og hinni sem gerð =
= var á þriðjudag liefði feng- =
= izt öll sú vitneskja sem =
= ætlunin liefði verið að afla =
= og myndu frekari tilraunir =
s því ekki gerðar að sinni. —
iillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Sovétríkin og
Austurríki semja
Krústjoff sagði í sjónvarps-
ræðu til austurrísku þjóðar-
innar í gærkvöld að Sovétríkin
væru reiðubúin að undirrita
þegar í stað alþjóðasamning
um afvopnun með ströngu eft-
irliti. Slikur samningur væri
eina ráðið til að tryggja var-
anlegan frið í heiminum.
Krústjoff heldur heimleiðis í
dag, en fyrst mun hann og
Raab forsætisráðherra Aust-
urríkis undirrita samning um
efnahagssamvinnu landanna.
Talsmaður Austurríkisstjórnar
sagði í gær að Austurríkis-
menn gætu vel unað við þann
árangur sem náðst hefði í
samningaviðræðunum.
ar skemmtanir eru í Selfoss-
bíói. Svo var á laugardags-
kvöld.
Einhverrtíma eftir að dans-
leiknum í bíóinu iauk hefur
verið brotizt inn í kjallara
kirkjunnar, þar sem Tónlistar-
félag Áressýslu er til húsa.
Ljóst var af umgengni að þar
hefur verið gleðskapur og að
minnsta kosti tveir menn eða
þrír verið að verki.
Gengið til altaris.
Ekki hefur innbrotsmönnum
nægt að koma í kjallarann,
þeir hafa farið upp í kirkjuna
og lagt leið sína að altarinu,
því að þar var allt á tjá og
tundri þegar að var komið á
sunnudagsmorgun.
Ekki hafði þó verið stolið
kirkjugripum, en gestirnir
hafa haft á brott með sér
fiðlu í kassa ,sem Tónlistarfé-
lagið á og geymdi í herbergi
sínu. Má vera að komumenn
hafi viljað halda áfram tíða-
,söng, þótt þeir yfirgæfu kirkj-
una.
Aðstreynii.
Fólki á Selfossi blöskrar
þessi atburður, og setja margir
hann í samband við þann á-
kafa áróður sem rekinn er í
blöðum og útvarpi, með aug-
lýsingaspjöldum og sætaferð-
um, til að draga fólk um lang-
ar leiðir á dansskemmtanir á
Selfossi. Fer þá ekki hjá að
misjafn sauður er í mörgu fé,
og var all óróasamt í sambandi
við dansleikina í vor, þó að
nokkuð hafi skipazt síðan.
Engin vissa er þó fyrir að
dansleiksgestir hafi verið
þarna að verki, málið er enn í
rannsókn.
Utlendu ferðalangarnir kaupa mesf gœru-
skinn, lopapeysur og muni úr silfri
Það er líflegt um að litast
i henni Reykjavík þessa dag-
ana. Þegar gengið er um mið-
bæinn má heyra annarlegar
tungur á hverju götuhorni og
sjá fólk sem er framandi í
klæða'burði og fasi. Nú stend-
ur yfir aðalheimsóknartími
útlendra ferðalanga; glæsileg
skemmtiferðaskip liggja við
festar úti á sundunum eða við
t>ryggju ef rúm er fyrir þau
þar.
í hinztu för
Og útlendingarnir stíga • á
land til að skoða sig um. Það
er farið með þá í hópferðir
Og þeim gefst tími til að
verzla. Sumir halda sig um
Iborð og hafa ekki löngun eða
'kraft til að skoða sig um því
það mun vera tilfellið að með
þessum glæsilegu skipum
ferðast að mestu leyti gamalt
fólk; fólk sem virðist vera að
líta heiminn í hinzta sinni,
áður en það legst í kör.
Fréttamaður Þjóðviljans
leit inn í minjagripasölubúð
Ferðaskrifstofunnar og spurði
um verzlunarmáta þessa
fólks.
Gæriiskiiinin ódýr
Það eru gæruskinnin, svar-
ar afgreiðslukonan, sem eru
mest keypt, einnig silfur,
keramik, lopavörur, einkum
lopapeysur. — Ferðafólkinu
finnst gæruskinnin ódýr enda
kosta þau ekki nema 200 og
230 krónur. Víravirkið er allt-
af jafnt vinsælt og vinsælla
heldur en ýms nýsmíði úr
silfri og mun 'það einkum
stafa af því að kaupendur
eru gamlir og# víravirkið fell-
ur betur í smekk þeirra.
Við kaupuin dollara
Kaupendur borguðu ýmist
í dollurum eða íslenzkum
krónum. Einhver framtak-
samur bankastjóri -hafði lát-
ið senda menn um borð í
Gripsholm um leið og skipið
kom og þeir létu þau boð
út ganga að allir yrðu að
skipta peningum þar um borð
því ekkert þýddi að komameð
dollara í land! Eða kannske
að þarna hafi verið á ferðinni
bíræfnir svartamarkaðsbrask-
arar ? . . ,
I búðinni er margt eigu-
legra muna og er fjölbreytnin
að aukast ár frá ári.
Að lokum gat afgréiðslu-
konan þess að ekkj virtist
vera um meiri verzlun nú en
undanfarin ár. lJtlendar konur að ganga inn í verzlnn Ferðaskrifstofu ríkisins.