Þjóðviljinn - 21.09.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1960, Blaðsíða 5
Miðvtkudagur 21. september 1960 — í>JÓÐVILJINN (5 SMpstjórinn á norska fiskiskipinu „Jaco“, Trygve And- al, hefur borið þungar sakir á brezka togara fyrir stór- felld sjórán. Af ásettu ráði toga brezku togararnir í stórum stíl yfir línur og dufl norskra fiskibáta. Andal fullyrðir að brezku togaramir liafi á undanförn- Um fáum vikum validið Norð- mönnum á þennan hátt tjóni er nemur 40 þús. sterlings- pundum (ca. 4,2 millj. ísl. kr.). — Ef þeir halda þessum sjó- ránum áfram, verðum við að gera kröftugar gagnráðstafan- ir, t.d. hlaða dufl okkar með eprengiefni sagði Andal. Hann sagði að það væru eingöngu Englendingar sem stunduðu þessi sjórán, — Skötar taka ekki þátt í þeim. Andal setti kæru sína fram í Lenvick. Hann afhenti norska ræðismanninum í bænum kvört- unarbréf og bað hann að koma því áfram til fiskimálastjórn- arinnar í Noregi. 1 bréfi þessu er togari frá Fleetwood sakaður um að hafa togað yfir og eyðilagt 100 bjóð og 30 flotdufl frá „Jaco“. Þetta skeði fyrir vestan Shetl- antseyjar hinn 3. sept. Tjónið af þessu sjóráni nemur yfir 120 sterlingspundum (12720 ísl. kr.). — Ég hef frétt að 20 önn- ur norsk fiskiskip hafi kæru- mál á hendur brezkum togur- um í undirbúningi, sagði Andal. Kongó Framhald af 2. síðu að reyndar væri óvíst hvort hon- um yrði veitt hún. Síðar í gær var frá því sagt að Mobútú hefði sent hóp her- manna til flugvallarins við Leo- poldville og hefðu þeir skipun um að handtaka Lúmúmba og fylgdarlið hans ef hann reyndi að fara úr landi. Mobútú sagðist annars í gær hafa afsalað sér öllum völdum í hendur stjórnarnefndarinnar og ! manns þess í henni sem fer með hermál, Kassadi að nafni. Óstað- { festar fregnir hermdu hins veg- Þessi föngulega stúlka liefur verið ltjörin „Ungfrú ítalía í ar að Kassadi þessi væri fangi liörkuspeunandi fegurðarsamkeppni, sem háð var í Salsomaggi- stuðningsmanna Lúmúmba í ore á Norður-ítalíu. Ungfrúin heitir Lajla Rigazzi og er ífrá Lúlúaborg'. i Mílánó. Rskaflinn í heiminum var 34 milljónir lesta i • * • e BiliS milli þróaðra og vanþróaSra landa eyksf enn í felaöi UNESCO, Mennta- og vísindastofnun Sameinuðu þjóöanna, greinir dr. D. B. Finn, sérfræöingur FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.Þ.) 1 fiskveiöimálum frá ástaoidi í fiskveiðum í heiminum, og frá verkefnunum í næstu framtíð. _ Höfin þekja 70 prósent af yfirborði jarðar. Það er ein- kennilegt í þessu sambandi, að fiskafurðir eru aðeins eitt pró- sent af þeim mat sem jarðar- búar neyta. Eigi að síður eru höfin alveg eins frjósöm nær- ingarliníd eins og hið þurra land, segir dr Finn. VeiSin eykst 1 skýrslu sinni greinir Finn frá því að árið 1959 hafi veiðzt 34 naillj. lesta af fiski í heim- ínum. Árið 1938 veiddust hins- vegar aðeins 20 millj. lesta. Or- sakir aukningarinnar eru bæði betri fiskiskip og fullkomnari Veiðiútbúnaður. Síldveiðin á norðurhveli jarð- ar t.d. tvöfaldaðist síðan 1938. Suður-Afríkumenn veiddu á síðasta ári 400.000 lestir af síldartegund, er nefnist pilc- Hinar fátæku tæknivana þjóðir stunda fiskveiðar við frumsíæð- hards. Árið 1938 höfðu þeir ustu skilyrði. Hér sjást indverskir fiskinienn bjástra við að ekki byrjað slíkar veiðar. Afli Sovétríkjanna 'hefur auldzt úr 1 millj. lesta árið 1938 í 2,6 millj. lesta árið 1956. Fiskveiðifloti Sovétríkjanna hefur allur verið endurnýjaður og .stækkaður. Japanir veiða mest fiskmagn Japanir draga mest fisk- magn á land. Þeir veiíddu 5,5 millj. lesta árið 1958, en sama ár veiddu Rússar og Banda- ríkjamenn 2,7 millj. lesta hvor þjóð. Þær þjóðir aðrar en þess- ar þirjár, sem veiddu meira en milljón lesta eru: Kína, Noreg- ur, Indland, Bretland og Kan- ada. Indverjar eru nýkomnir í þénnan hóp, en þeir hafa undanfarin ár kappkostað að bæta fiskiskip ferðir. draga inn netstnbb, og fleytan er óhrjálegur samanbundinn fleki, sem ekki þolir minnsta sjó. Bilið breikkar Þrátt fyrir þessar framfarir reka menn sig á eina sorglega staðreynd. Bilið milli hinna ríku og fátæku — milli þró- aðra og vanþróaðra landa — heldur áfram að stækka. I Norður-Evrópu jókst fiskaflinn um allt að því helming á tíma- bilinu 1938-1957, en í Asíu jókst hann aðeins um þriðjung á sama tíma. Þetta er þeim mun alvar- legri staðreynd þegar það er haft í huga, að meira en helm- ingur jarðarbúa býr í Asíu. Þar gengur þróunin hægt. Þar sín og veiðiað-iverður meira en helmingur jarð- I arbúa að láta eér nægja minna en þriðjung heimsins. af fiskafurðum Valda norskum íiskibátum milljónatjóni með því að toga yíir línur þeirra Að borða kökur Ýmsir kunna að segja, að líklega geti fólk nú borðað margt annað en fisk þannig að þetta sé ekki svo alvarlegt. 1 því sambandi má minnast ummæla Marie Antoinette, drottningar Lúðviks 16.. Þeg- ar hún heyrði að fólkið í Par- ís byggi við sult og lægi við hungurmorði vegna skorts á brauði, gerði hún þessa ógleymanlegur athugasemd: „Guð minn góður, hvers vegna borðar fólkið ekld kökur?“ Sulturinn er staðreynd í mörgum löndum Asíu. Dr Finn segir að um það bil 1500 millj. manna, eða um hehningur mannkyns, hafi svo litla nær- ingu að heilsa þeirra bíði tjón af. Það er athygiisvert að eigi að síður var framleiðsla mat- væla á hvern íbúa í heiminum meiri árið 1957 heldur en hún var fyrir heimstyrjöldina. Þá voru mun færri sem sultu, þannig að bilið milli ríkra cg íitækra hefur breikkað. Hvaðð er nú til ráða? Dr. Finn segist örugglega geta fullyrt, að hægt sé að auka fiskveiðar í heiminum um helming, án þess að fiskstofn- inum sé hætta búin. Lang- mestur hluti þessarar aukning- ar á að koma á hinar van- þróuðu þjóðir. Takmarkið nú er samt ekki að auka fiskveiðarnar um helming almennt, heldur að auka þær sem mest í þeim hluta heims, þar sem fólk þjá- ist miiljónum saman vegna skorts á eggjahvítuefnum og langvarandi næringarskorti. Þróun fiskveiða hefur verið örari á síðustu 30 árum heldur en á 3000 ára tímabili þar á undan. Þrátt fyrir þetta er mörgu ábótavant. M.a. er nauð- synlegt að vernda örugglega fiskstofnana. Gerðar hafa ver- ið ævintýralegar áætlanir um fiskveiðar og fiskrækt í fram- tíðinni. I dag er fiskurinn í höfuðatriðum veiddur líkt og í fornöid. I framtíðinni verður íisktorfum haldið líkt og fjár- hjörðum á heit, fiskurinn al- Inn þannig vísindalega og veið- arnar auðveldar. Tæknin mun gera þetta kleift. Málfrelsi með skilyrði Félag erlendra fréttdirLtára í New York hefur boðið Krúst- joff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, að tala á fundi í fé- laginu, og tólc hann boðinu. Fyrir þetta hefur félagið sæ't miklu ámæli í bandarískum blöðum. Stjórn þess sagði 'i gær að hún 'héldi fast við boð- ið, en setti þó það skilyrði að félagsmenn mættu að lokinni ræðu Krústjoffs leggja hvaða spumingu sem væri fyrir hann, en. þyrftu ekki að leggja þær fram skriflega fyrir fundinn. Mikið tjón vegna A.m.k. 43 menn hafa beðið ban^ í miklum flóðum sem orðið iiafa á ítaláu vegna lát- lausra rigninga í fimm sólar- hringa I gær stytti upp en flóðin eru iþó ekki farin að réna enn, heldur ixækkar yfir- borð ánna stöðugt og vatn flæðir yfir bæi og sveitir. Ótt- ast er að manntjónið sé enn meira, því að margra er sakn- að enn. Sprenging í kola- nárnu í Japan Sprenging hefur orðið í kola- ixámu í norðurhluta Japans og eru 67 námumenn lokaðir inni. Óttazt er um líf þeirra. Við sprenginguna varð mikið jarð- rask og iflæddi vatn úr ná- lægri á inn í námuna. Uxigfrú Ítalía

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.