Þjóðviljinn - 20.11.1960, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1960, Síða 5
Suiinudagur 20. nóvember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Á mánudagiim fylgdu lög- regluþjónar í New Orleans í Bandaríkjunum fjóruin sex ára gömlu sverti ngjate! p u m í Skóla, en múgur manns gerði óp að börnunum sem hágrétu. Þetta var í fyrsta sinn sem þeldökk börn fóru í skóla sem hvít börn sækja í Louisiana- fylki. Kvöld:ð áður hafði fylk- isþingið verið kvatt saman í skyndi og var ætlunin að reyna að koma í veg fyrir sameigin- lega skólagöngu hvítra barna og þeldökkra. Þingið samþykkti að fylkið skyldi þegar taka í sínar hendur stjóm allra skóla sem annars lúta stjóminni í Washington. Með þsssum lög- um átti að sniðganga úrskurði dómstóla sem fyrirskipa að þegar í stað sky'di hefjast sameiginleg skólaganga hvítra barna og þelcökkra. Pylkisstjóri Louisiana undir- ritaði þó ekki lögin, en beygði sig á síðustu stundu, fyrir úr- skurðum dómstóianna. Fjórir lögregluþjónar fylgdu litlu stúlkunum í tvo skóla, en lögreglumenn voru á verði alLs staðar umhverfis skólana. Eng- in handalögmál urðu en fjöldi hvitra karla og kvenna, for- eldrar þeirra barna sem fyrir voru í skólunum, létu óspart Lagafrumvarp á méti „Eiskhuga“ Einn af þingmönnum íhalds- fl&kksins brezka, sir Charles Taylor, vill ekki sætta sig við þann dómsúrskurð að „Elsk- hugi lafði Chatterley1' eftir D. H. Lawrencé sé ekki ósiðsam- leg og ekkert því til fyrirstöðu útgáfu hennar. Hann hefur bor- ið fram fmmvarp á þingi • um að banna útgáfu bókarinnar, sem hefur þegar verið dreift í hundmðum þúsunda eintaka. Grjétkast á sendiherra USA Sendiherra Bandaríkjanna í Bolmu, Carl Strom, hélt fyrir- lestur á þriðjuídaginn í Coc- hama-háskólamun í höfuðborg- inni La Paz. Hann varð þó að hætta í miðju kafi vegna þess að orð hans dmkknuðu í há- vaða sem stúdentar gerðu. Þegar sendiherrann var á leið heim til sin rigndi grjóti yfir hann. í ljós óánægju sína þegar litlu stúlkurnar, allar hvítklæddar og með slaufur í hárinu, gengu inn í kennslustofurnar. I báð- um skólunum fóm mörg hvítu börnin úr skóla að boði for- eldra sinna þegar litlu svert- ingjatelpumar komu. Þær fóm að grála þegar skólasyst- kini þeirra æptu aí þeim, en kennsla fór fram eins og venju- lega. Fullorðna fólkið hagaði sér ekki betur en börnin. Móðir eins af hvítu börrunum hróp- aði: Svona svertingjasvín! Börnin m’n skulu a.m.k. ekki sitja á beklc með j eim! Fyrir skömmu fór fram í London ein hinna alþjóðlegu kvennasýninga og var þar kjörin „Ungfrú heimur“. Arg- entísk stúlka, Norma G. Cappagli, hlaut þá miklu nafnbót. Hér er hún. Óeirðir Síðan hefur verið ófriðlegt í New Orleans. Á miðvikudag- inn safnaðist mikill fjöidi svertingjahatara fyrir framan skólana sem litlu telpumar em í til að mótmæla setu þeirra í skólanum. Lögreglan varð að dæla vatni á mann- fjöldann til að dreifa honum. Fyrr um daginn hafði stór hópur unglinga reynt að brjót- ast inn í skrifstofur fræðslu- málastjómarinnar. beitti kylfum sínum gegn þeim og urðu þeir að flýja, en söfn- uðust síðan saman annars ar í borginni. Þegar litlu þeldökku telpura- ar fjórar komu í skóla þá um morguninn reyndust þær vera einu nemendumir í þeirra bekkjum sem mættu. Fylkií-I'ingið á bak við Það em ekki afvegaleiddir einstaklingar sem standa að baki óeirðunum heldur sjálft fylkisþingið í Louisiana. Á þriðjudaginn samþykkti það áskomn til allra hvítra for- e'dra að senda börn sín ekki í skóla í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjómarvaldanna i Washington sem stnld er úr- skurðum dómstóla að allir op- inberir skólar í Louisiana skuli opnaðir þeldökkum bömum. Svo til allir foreldrar hlýddu áskoruninni. Lillum dreng misj'j-mit Lögreglan átti fullt í fangi með að halda mannfjöldanum í skefjum á miðvikudaginn. L'Ull svertingjadrengur sem álpaðist úm í mannþvöguna var laminn til óbóta og lögreglu- maður sem kom honum tíl hjálpar hlaut mikil me'.ðsl. Honum tókst þó að bjarga hinu misþj'rmda bami. Á mjndinni sjást tveir þeirra nazista unglinga sem gerðu aðsúg að brúðhjcnunum Sammy Davis og May Britt í Hollj’wood. Það er í hópi þeirra og félaga þeirra sem inorðingja blaða- mannsins myndi vera að finna. , Myrtur fyrir að vita of inikið um samtök bandarískra uazista Bandirfskir og sovézkir mmnímem ræðast við I New York er nýloldð tveggja vikna ráðstefnu sjav- ézkra og bandar'skra v'ísinda- . manna og listamanna, en þar var f jaliað um aukna samvinnu Bandarikjamanna og Sovétríkj- anna um menningarmál. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Fordstofnunarinnar sem stóð straum af kostnaði við hana. Ætlunin er að önnur slík ráðstefna verði haldin í Moskvu í mai eða júní næsta ár. Chase, prófessor Walt Rcstow frá Tækniháskóla Massashu- setts, George Rennan, fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Frá Sovétríkjunum komu U1 ráðstefnunnar bisk- up baptistakirkjunnar þar, Al- exander Karéff, leikskáldið Al- exander Komeisjúk, tónskáld- ið Vano Múradelí, rithöfundur- inn Boris Polevoj og kvik- myndahöfundurinn Sergei Jút- kevitsj. 1 síðustu viku vom gefin saman í lijónaband í Hollj'- wood sænska kvikmyndaleik- konan May Britt og leikarinn, söngvarinn og dansariim Sanunj' Davis, en hann er bæði af ttum svertíngja og gyðinga. Kj'nþáttahatarar notuðu þetta tækifæri til að sýna inn- ræti sitt, reyndu að ráðast á brúðhjónin og brúðargesti, en meðal þeirra vom margir af kunnustu leikurum í Holly- wood, t.d. Frank Sinatra svo einhver sé nefndur. Öflugur lögregluvörður kom þ-ó í veg fyrir að brúðhjónin og gestir þeirra yrðu fyrir hnjaski. Hótunarbréfum hefur rignt yfir bæði hjónin að undanfömu og kcnvð hefur í ljós að á bak við þau skrif standa bandarísk nýnazistasamtök. Blaðamaður myrtur 1 Bl&ðaÁi'aðúf að nafn', Roby Heard, hafði um skeið viðað að sér efni um þessi samtök og hafði í hyggju að skrifa um þau gremaflokk. En á föstu- daginn í síðustu viku fannst hann liðið lik í íbúð sinni í einu úthverfí Hollywood. Rann- sókn leiddi í ljós að hann hafði verið myrtur á föstudagsmorg- uninn. Allt var brotið og Kimningjar Héanls segja að honum hafi tekizt að afla sér mikilla uppiýsinga um starf- semi nýnaz:sta í Bandaríkjun- um sem fara ekki dult með að fyrirmynd þeirra eru nazistar Hitlers, einkenna sig t.d. með hakakrossmerkinu. Enginn vafi er talinn á því að morðingja Heards er að leita í þeirra hóp, ,en enn liefur lögreglan ekki haft upp á þeim. Nýtt tæki til aS 1 finna krabbamein Tassfréttastofan skýrir frá því að sovézkir vísindamenn hafi smíðað hátíðnishljóð- bylgjutæki sem mun stómm auðvelda að uppgötva krabba- mein á byrjunarstigi. Tæki þetta tekur fram röntgentækjum sem hingað til liafa verið notuð m.a. vegna þess að með því má sjá í gegnum bein og sinar og einn- ig greina aðkomuefni í líkam- anum. David Greenglass látinn laus ! Ofboðslegar kynþáttaóeirðir Sovétríkin bjéða Marokké aðstoð Sovétríkin hafa boðizt til að veita Marokkó hvers konar að- stoð. Frá þessu var skýrt eftir viðræður Moly Hanssans krón- prins og sovézka sendih. í Ra- bat, Pogidaéff. Marokkóstjóm hefur þegar samið um kaup á vopnum handa her sínum frá Sovétríkjunum, þ.á.m. orustu- þotum. Gefin var út skýrsla um störf ráðstefnunnar að henni lokinni og var þar m.a. sagt að hún hefði leitt í lós að samstarf og kynni óbreyttra borgara beggja landanna sem hafa sömu áhugamál geti stuðl- að að betri skilningi milli þjóð- anna. Margir kunnir menn og kon- ur tóku þátt í ráðstefnunni. Af hálfu Bandaríkjanna vom þar t.d. dansskáldið Agnes de | Mille, leikskáldið Russel Crouse, rithöfunidurinn Stuart „Elski Marilyn mann minn, þá hefur hún góðan smekk" iSá orðrómur gengur enn að Marilyn Mcnroe hafi ákveðið að skilja við mann sinn, Arthur Miller, vegna þess að hún sé ástfangin af franska leikaran- um Yves Montand. Montand hefur ekki viljað svara spum- ingum blaðamanna út.af þessu, en kona hans, Simone Signor- et, sagði þegar blaðamenn lögðu spurninguna fyr’r hana í brezka sjónvarpinu: „Ef Mari- lyn er ástfanginn af manni mínum, þá hefur hún sannar- lega góðan smekk. Ég elska hann líka“. Hún sagði að sér hefði þótt mjög leitt að frétta af skilnaði þeirra Mariljm og Millers. Marilyn væri yndisleg kona og Miller ekki siðri. David Greenglass, bróðir Et- hel Rosenberg, sem ásamt manni sínum var tekin af lifi í rafmagnsstólnum í Sing Sing fangelsi í Bandaríkjunum 1953, fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna, hefur verið látinn laus. Greenglass var dæmdur í fang- elsi í sambandi við þetta njósnamál, en dauðadómur yfir systur hans og mági var nær eingöngu byggður á framburði hans og vegna þess framburð- ar slapp hann með væga refs- ingu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.