Þjóðviljinn - 25.11.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1960, Blaðsíða 4
íl) —{ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. nóvember 1960 - ó Sigur- hœðum opnað nœsta vor Akureyri. Frá írétta- \ ritara Þjóðviljans. Matthíasaríélagið á Akureyri hefur um þriggja ára skeið! starfað að því að koma upp safni til minningar um þjóð- skáldið Matthías Jochumsson. í því skyni keypti félagið ncðri hæð íbúðarhúss þess sem skáldið reisti á sínum tíma og bjó í,; Sig'urhæðir. Síðan hefur verið i unnið að þvi, að safna saman sem flcsfum munum úr búi Matthíasar og koma þeim fyrir í þessum húsakynnum sem lík- ast því, sem var á meðan skáid- ið lifði. Hinn H. þ.m. vo.ru 125 ár lið- in frá fæðingu Matthíasar. og þann dag bauð Matthíasarfélag- ið íréttamönnum að líta á safn- ið, eins og það er í dag. En ennþá hefur það ekki verið opn- að almenningi og verður það sennilega ekki gert fyrr en á næsta vcri, og þá væntanlega búið að fá til safnsins enn fleiri muni en ennþú er orðið. Hús- IMattliías Jochumsson það verður að fullu frágengið, og það mun gera sitt til að halda- uppi á verðugan hátt minningu þjóðskáldsins, þó að ljóð þess muni auðvitað alltaf og aila tíð gera það öllu öðru betur, Það hefur verið áhugamál Matthiasaríélagsins að eignast allt húsið að Sigurhæðum til af- gögn flest og stærri gripir er1 ncta fyrir safnið, en samningar þó þegar komið á sinn stað, eða sömu staði og áður var í íbúð- inni. Flest af húsgögnunum hafa börn Matthíasar eða aðrir af- komendur hans gefið til safns- ins. Aí þvi hefur mest komið frá frú Þóru - Matthíasdóttur, en einnig frá Guðmundi Matthías- syni, frú Guðrúnu Figved og Braga Steingrímssyni. Frá Menntaskólanum á Akureyri fékk safnið bókaskáp ásamt nokkru af bókum. Bækur og fleiri smáhlutir hefur einnig ver- ið keypt annarsstaðar að, en ennþá vantar mikið af bókum og eitthvað af myndum, sem voru í eigu Matthíasar. Gert hefur verið við þá múni, sem eitthvað vo.ru úr lagi gengnir. svo að allt er nú vel útlítandi. Einnig hefur húsnæðið verið endurbætt og frá því gengið sem líkast því, sem var á dögum Matthíasar. Er ekki vafi á því, að mörgum verður ánægja að því, að skoða safn þetta, þegar hafa til þessa ekki tekizt um kaupvcrð. hvað sem síðar verð- ur. í Matthiasárfélaginu eru nú 173 félagar, og fram til síðasta aðalíundar, sem haldinn var snemma á s,l. sumri hafði. félag- ið lagt í kostnað við safnið 321 þúsund krónur, en þar af er styrkur írá Akureyrarbæ alls kr. 150 þús. og frá ríkissjóði kr. 65 þúsund. Þá er ennfremur gert ráð fyrir, að á fjárlögum næsta árs verði veittar til safnsins kr. 40 þús.., og von íélagsstjórnar- innar er, að framlag ríkisins verði áður en lýkur ekki minna en framlag Akureyrarbæjar. Enn er ekki ákveðið, hvaða aðili annist um rekstur safnsins, þegar það er fullfrágengið, hvort það verður félagið, sem unnið hefur að því að koma því upp eða opinberir aðilar. Formaður Matthíasarfélagsins er Marteinn Sigurðsson, kaupmaður. Fulikomið pípuorgel seff upp í Sauðárkróks-kirkju verksmiðjanna á íslandi sér- stakar þakkir fyrir mjög höfð inglega gjöf í söfnunina. en Björn gaí umboðslaun s;n og náði þar að auki mjög hag- stæðum samningum við fram- leiðsndur. Að lokum söng‘svo kirkjukórinn nokkur lög. Um kvöldið héldu þau Snæbjörg Snæbjörnsdóttir og dr. Páll ísólfsson hljómleika í kirkjunni og var húsið lull- skipað. ★ ■k * Á myndinni sést hið glæsi- jega hljóðfæri i Sauðárkróks- kirkju; mýndin er tékin stuttu áður en Gerhard Böhm orgel- meistari lauk við uppsetningu orgelsins, en það verk tók unr þrjár vikur. Gerhard Böhm er til hægri á m.vndinni, en til vinstri er Friedrich Hof- mann trésmiður á Sauðár- króki, -sem aðstoðaði við upp- setningu hljóðfærisins. Þess má geta að orgel frá Köhler- verksmiðjunum hafa verið flutt hingað til lands um a, m.k. 3o ára skeið og reynzt mjög vel. Þetta mun þó vera fyrsta pípuorgelið frá verk- smiðjunum, sem sett er upp hér á iandi. (Ljósm.: Stefán Pedersen). Sauðárkróki 22. nóv. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sunnudaginn 20. þ.m. var vígt nýtt pípuorgel í Sauð- árkrókskirkju. Orgel þetta er frá Köhler-verksmiðjunum í Austur-Þýzkalandi, mjög vandað og nýtízkulegt hljóð- færi. Fjársöfnunin til orgelkaup- anna hófst á jólum 1957, en þá gaf kirkjukórinn 10 þús. kr. og var það fyrsta fram- lagið í söfnunina, en fyrir henni hafa staðið Eyþór Stef- ánsson söngstjóri og kórinn, ásamt sérstakri nefnd, sem skipuð var af sóknarnefnd. Einnig hafa margir einstak- lingar lagt málinu iið og hef- ur þessi söfnun verið mikið átak fy.rir ekki stærri söfn- uð, sérstaklega vegna þess að nú fyrir skömmu er lokið mjög kostnaðarsömum breyt- ingum á Sauðárkrókskirkju. Kostnaðarverð orgelsins mun vera nálægt 300 þús. krónum. Vígsla orgelsins hófst með guðsþjónustu í kirkjunni og lék dr. Páll Isólfsson á orgel- ið, en hann var fenginn hing- að til þess að vígja hið nýja hljóðfæri. Kirkjukórinn söng undir stjóm Eyþórs Stefáns- sonar og frú Snæbjörg Snæ7 björnsdóttir söng eínsöng með kórnum. Sr. Þórir Stephen- sen sóknarprestur messaði. Að lokinni guðsþjónustu bauð svo sóknarnefnd til kaffidrykkju í Bifröst. Jón Þ. Björnsson formaður nefndar- ínnar setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Þar voru fluttar margar ræður. Eyþór Stefánsson flutti Birni Kristj- ánssyni umboðsmanni Köhler- Æskuminningar Biöndals eru komnar áf Bókaútgáfan Hlaðbúð hefur gefið út Endurminningar Sig- fúsar Blöndais. í bókinni lýsir Sigfús Reykjavíkurlífinu og Reykvíkingum 1880—1890, ætt- stöðvcun sinunt í Húnavatns- sýslu og ættmennum sínunt, hinuin eldri Blöndælum. HHHHR ÍRHSIS3!SHHHHHHiaHH£ZH9HHHH HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHKHHHHHHHHHHHHH Sanifylgd þökktið. Maður heyrir oft talað um ófæti og vonda framkomu barna í strætisvögnum og því miður er það alltof oft sannleikur, mér þótti því vænt um samfylgdina til R- vikur í Kópavogsvagninum. Eg veit ekki hvar þau k,cmu inn, þessi fimm börn og faðir þeirra, en ég varð þeirra var eirihversstaðar í Fossvoginum, þau voru þá að syngja um hana Maríu. Þetta voru tveir drengir og þrjár stúlkur, virtust á aldr- inum 2—6 ára; elztur var annar drengurinn og var hann forsöngvari, en hin SÖngluou undir lágróma. — Ekki varð á þeim heyrð nein feimni, söngurinn opinskár og eim’ægt alit fas. Þcgar við ókum framhjá kirkju- garðinum, þagnaði úrengur- inn og sagði: „Þarna er litld bróðir“ og systkini hans tóku undir: ,,já þarna er litli brcsi. Nú er mamma bú- in að fá hann aftur“. Barnsleg einlægni þeirra tal- aði beint til hjartnanna á á- hrifameiri hátt en nokkur leikari getur nokkurntíma gert sér vonir um að ná. Þegar við komum upp á Öskjuhlíðina söng drengur- inn vísuna: Göngum, göng- um, göngum upp í gilið, gljúfrabúann til að sjá, o.s. frv. en sem við ókum fram- hjá borgarstjórnarblettinum, sáum við hross á beit. Hætti hann þá í miðju lagi og sagði: „Greyið, honum er kalt“. „Já, greyið“ sögðu systkini hans. Svó skvöldr- uðu þau glöð og eftirvænt- ingarfull, því þau voru að fara í heimsókn. Eg sá síðast til þeirra við Miklatorg, þar sem fað- ir þeirra hélt í hópinn sinn og beið færis að komast yfir götuna. Eg vona svo að heimsókn- in hafi verið verulega á- nægjuieg og beztu þakkir fylgdina. kann fyrir þeim sam- Um geymslu sprengiefna. X.X. skrifar 'eftirfarandi: Það er óhugnanlegt að heyra, hversu tíð slysin eru. Nú hefur enn orðið alvar- legt slys á ungum dreng, sem var að fikta með sþrengiefni. Vegna þess arna þarf að gera alvarlegar ráð- stafanir. Manni virðist að þeir menn, sem hafa með höndum sprengiefni í sam- bandi við byggingar, vega- gerð og þviumlikt, séu sum- ir hverjir ekki starfi sínu váxnir og ætti það að vera stórhegningarvert athæfi að skilja slíkt efni eftir á glámbekk fyrir börnum cg óvitum. Við höfum oft heyrt, að sprengiefni hafi horfið eða verið stolið úr skúr o.s.frv. Lagreglan, eða aðrir ábyrgir aðilar, verða að taka þetta til alvarlegrar athugunar og sjá ivm, að þessi hættulegu efni, séu ekki sett í hend- urnar á neinum hugsunar- lausum angurgöpum. — Sprengiefni ætti aldrei að yfirgefa, nema á svo örugg- um stað, að útilokað sé, að börn og óvitar komist að því, geymslustaðir slíkra efna, ættu meira að segja að vera algjörlega þjófheld- ir. Ertdurminningar þessar rit- aði Sigfús í áföngum .allt frá árinu 1914 en gekk frá hand- riti bókarinnar skömmu fyrir andlát sitt. Hafði hann hugs- að sér að skrifa ævisögu sína, en honum entist ekki aldur til að ljúka öður en æskuminning- um sínum. Hildur Blöndal, ekkja Sig- fúsar, skrifar inngangsorð, en eftirmála skrifar Lárus H. Blöndal bókavörður, og hefur hann annazt útgáíuna. Mnrgar myndir eru í bókinni aí fólki sem kemur við sögu, og henni fylgir nafnaskrá. Hún er 295 blaðsíður, prentuð í Ingólís- prenti. M vlkiuy n da- sýiiiiag Ger- maiiÍM Á morgun, laugardag, verður kvikmyndasýning á vegum fé- lagsins Germaníu í Nýja fo'iói, hin síðasta fyrir áramótin. Sýndar verða að venju frétta- og fræðslumyndir. Fréttamyndirnar, sem sýndar verða, eru frá síðastliðnu sumri og hausti, m.a. frá Vest- ur-Ber’ín, nýbyggingum þar og skipulagningu. Fræðslumyndirnar verða Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.