Þjóðviljinn - 28.12.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN - (a Frakkar lögðu til atlögu af mikilli hörku gegn serkjum í Algeirsborg sem fóru í kröfugöngu með fána Þjóðfrelsislireyfingar Alsírbúa, er de Gauíle var í hcimsókn í Alsír fyrir skemmslu. Skriðdrekum var beitt gegn serkjum, eins og myndin sýnir. Það ótrúle.ga hefur gerzt að í Bretlandi, landi aðals og nafnbó'a, hefur risið upp mað- ur sem berst með od Ti egg gegn því að taka við lávarð artign sera liann erfði eftir föður sinn. Þetta er einn af umsvifa- meiri þingmönnum Verka- mannaf lokksins,-1 - Anthony Wedgwond Benn, sonur Sfans- gate lávarðar, sem lézt fyrir skcmmu, en hann var áðlaður í stjómartíð Attlees. Stansgate lávarður vissi vel að somir hans var ,því alger- lega mótfailinn að erfn aðals- tignina, enda myndi hað þýða að hann yrði að bindn. endi á stjórnrnálaferil sinn,. en margir hafa spáð honnm mik- ils frfima. Lávarðar mep-a sem kunnugt er ekki sitja ’ neðri málstofu brezka h’ngsins. Stansgo+e lávarður •Iwfffii því meðan hann var á h'fí revnt að fá samhvkki N1,'cohetar drottnirgar til hess >ð nðals- tignin gengi ekki í erf til sonar hans, heldnr í fvrsta lagi til sonajrsonar. Vn við það var ekki komandi. Saud, kóngur í Saudi-Arabíu, hefur t.ilkynnt að hann muni sjálfur taka að sér að mynda nýja ríkisstjórn í landinu, eft- ir að brcðir hans, Feisal krón- prins, sagði af sér forsætisráð- herraembætti. Engin ástæða hefur verið látin uppi fyrir þessari um- hreytni, en vitað er að ósam- lyndi og va’dakeppni hefur ver- ið milli þeirra bræðra, ætíð síð- an kóngur var neyddur til að afsala sér hluta alræðisvalds síns t’l forsætisráðherra fyrir tveim árum. Kóngurinn hefur orðið uppvís að þvi að hafa ætlað með mútum og morðum að koma í veg fyrir sameiningu Egyptalands og Sýrlands. Kóngur hefur tilkynnt að hann muni sjálfur verða forsætisráð- herra. Wedgwood Benn er þó enn ekki af baki dottinn. Hánn sendi aðalsbréf föður síns vandlega innpakkað til drottn- ingar, 'en það hafa margir synir aðalsmanna áður gert sem kærðu sig ekki um að láta grafa sig lifandi í lá- varðadeildinni. En langt er liðið síðan, því að árið 1678 samþykkti lávarðadeildin að enginn gæti afsalað sér arf- gengri aðalsnafnbót. Nú er eft- ir að vita hvort Wedgwood Benn getur lirundið þessari í augum flestra IBreta fornhelgu og óhnekkjanlegu samþykkt. Sósíaldeinókraíar unnu mjög verulega á í fylkiskosningun um sera fram fóru í Saar í Vestur-Þýzkalandi nýlega. Úrslita kosninganna hafði verið beðið með allmikilli eft- irvæntingu vegna þess að telja má að þau gefi nokkuð til kynna hvert straumurinn ligg- ur í vesturþýzkum stjórnmál- um og hvernig fara muni í liinum almennu þingkosningum næsta haust. Þrátt fyrir fylgisaukningu scsíaldemókrata tókst þeim ekki að taka meirihlutann af Kristilega lýðræðisflokki Aden- auers. . Þegar nær öll 540.000 at- kvæðin höfðu verið talin hafði flokkur Adenauers fengið 37 prósent atkvæða, en sósíal- demókratar 30. I síðustu fylk- iskosningum fyrir fimm árum fékk Kristilegi lýðræðisflokk- urinn. og bandamenn hans 47 prósent atkvæða, en sósíal- demókratar aðeins 20, og við þingkosningar 1957 voru hlut- föllin 54 og 25. Af 50 þing- mönnum á þingi í Saar verða 19 úr flokki Adenauers, voru 22, en 16 sósíaldemókratar, Köfnuðu eftir 1é d&qm Þrír bandarískir sjóliðar lifðu í 1G daga innilokaðir á hafs- botni í flaki orustuskipsins „West Virginia“, sem Japanir .sökktu, er þeir gerðu árásina á Pearl Harbor. Enginn sjór llomst inn í »ými það, er sjóliðarnir voru tepptir í, en þeir köfnuðu eftir 16 daga. Bandaríska flotastjórnin hef-1 ur tilkynnt þetta eftir að flak skipsins hafði verið rannsakað. voru 8. Minni flokkar skipta hinum á milli s'ín. Ssraelsmenn eiga kjarnorkaefn ísraelsmenn hafa á laun smíð- að kjarnaofn, og er hann í Negev-eyðimörkinni. Hafa ísra- elsmenn unnið að kjarnorku- rannsóknum leynilega undanfar- ið, og er kjarnaofninn árangur þeirrar þróunar. Talið er að ísraelsmenn hafi -’áð það langt í atómvísindum, að þeir geti af eigin rammieik smíðað kjarnorkuvopn innan 5 ára. Talsmaður sendiráðs ísraels í London hefur neitað því, að ísraelsmenn hafi í hyggju að framleiða kjarnorkuvopn. Kvað hann hafa verið unnið að kjarn- orkurannsóknum í ísrael um nokkurra ára skeið. Talsmaður ísraelska sendiráðs- ins í Washington hefur sagt að ísraelsmenn hafi notið banda- riskrar aðstoðar við kjamorku- rannsóknir sínar, en þeir haii í hyggju að nota þekkingu sína í þeim eínum eingöngu í „frið- samlegum tilgangi”. Fækkar í flóttamannabúðuin í Hundruð þúsunda ílóttafóÍkií frá ÁÍsír í Túnis, og þar er ástandið alvarlegast Ein af nefndum AHsherjar- þingsins tóli flóttamannavanda- nrálið til meðferðar á dögun- um og þar var samþykkt ályktun þess efnis, áð nauð- syn væri á sameiginíegu átaki allra þjófa í ua-fni mannúðar — til lijálpar flóttafólki. Full- trúar 64 ríkja greiddu ályktun- inui atkvæði engin á móti, en fulltrúar 12 ríkja sátu hjá. í umræðunum kom margt fróðlegt fram um núverandi ástand þessara mála, Þessi eru aðalatriðin: AusturríM: Hægt verður að leggja flóttamannabúðimar þar niður á þrem næstu árum, en starfræksla þeirra þann tíma mun kcsta 13 miþjónir dollara. Austurrlki mun greiða 10 millj. af upphæðinni. Samtals hefur hálf önnur millj. flóttamanna leitað til Austurríkis, en aðeins 52 þúsundir eru enn í landinu og þar af 15 þúsundir Ung- verja. Frakkland: Enn eru 300 þús- und flóttamenn þar, og er það meira en í nokkru öðru Ev- rópulandi. ftalíá: Fýrir fjórum árum voru samtals 250 þusundir fióttamanna þar í landi, en nú hefur 175 þiús. þeifra verið gert kleyft að bjarga sér sjálfir. aðeins 10 þús. eru enn í flótta- mannabúðum. Túnis: Yfir 150 þús. flótta- menn frá Alsír hafa leitað á náðir Túnisatjórnar og hún ver nú árlega hálfri annarri millj. dollara þeim til lijálpar. Kanada: Yfir 250 þús. flóttamenn hafa fengið voga- bréfsáritun þangað frá styrj- aldarlokum. Bandaríkm: Síðan heims- styrjö’dinni lauk hafa Banda- ríkin tekið við 750 þús. 'flót.ta- mönnum og varið 1.000 millj. dollara til flóttamannahjáipar. (frá upplýsingaskrifstofu sam- einuðu þjóðanna). Þeir Bakkabræður hafa nú síðast gert vart við sig' í Bret- landi. Þar hófu verkamenn búnir öllum fullkomnustu tækj- um, múrbrjótum og jarðýtum, í síðustu viku að hrjóta niður mikla raforkustöð í ensku borginni Chesterfield. Bygging stöðvarinnar hafði kostað sem næst 50 milljónum ísl. króna, en hún hafði aðeins verið í gangi í sex vikur. Stöðina byggði National Coal Board, nefhd sú sem stjórnar hinum þjóðnýttu brezku kolanámum. Nefndin segist 'hafa látið reisa stöðina í þeim tilgangi emum að gera tilraun með nýja gerð kola- kyntra rafstöðva, og hafi til- raunin gefist yel. Hins vegar hafi aldrei verið ætlunin að ganga inn á athafnasvið einka- rafstöðva. Því hafi verið á- kveðið að rífa stöðina aftur að tilrauninni lokinni. 1 Æfe ; d ihtii Arnalia Panvini, 47 ára gömul ítölsk kona, hefur verið dæmd í 8 mánaða fangelsi íyrir að i'alsa dagbækur, sem hún sagði síðan að skrifaðar hefðu verið of Mussolini, fyrrverandi einræðis- herra. Þar að auki var Amalia dæmd í tveggja mánaða fangelsi og 35000 líra sekt fyrir að hafa prangað handritinu inn á nýfas- istaflokkinn fyrir níu og hálfa milljón líra (ca. 600.000 ísl. kr.i. I Hermenn Mobutus, valdaraen- ingja í Kongó, hafa myrt 13 íbúa þorpsins Kikwit og sært 22 í viðbót hættulega. Hér var um að ræða grimmilega hefnd ofbeldismanna fyrir ]iað, að í- búar þorpsins liöfðu hýst Lum- uinba forsætisráðherra eftir að hann fór frá Léopoldville. Kikwit er um 400 kílómetra fyrir austan Léopoldville. Hér- aðsstjórinn skoraði á Mobutu að koma í veg íyrir morðher- ferð liðsmanna sinni, en allt kom fyrir ekki. Barinn og hlckkjaður. Fréttastofur í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum skýra i'rá frá- sögnum sjónarvotta að fangels- un Lumumba forsætisróðherra í herbúðum Mobutus í Thysville. Ber þeim saman um að þegar komið var með íorsætisráðherr- ann til herbúðanna haíi hann verið hlekkjaður á höndum og fótum. Hermenn Mobutus hafi barið hann og misþyrmt á alla lund þar til hann missti með- vitund. Drógu þeir hann þannig' á sig kominn á hárinu inn í íangaklefann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.