Þjóðviljinn - 28.12.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.12.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2S. desemtaer 1960 — ÞJÖÐVILJINN (Ö l ■ Það er Bobby Neill er reiðir hnefann til höggs í keppni ]>eirri sem .getið er um í greininni liér fyrir neð- an. Andstæðingur hans, Terry Spinks, sló lian,n rot- högg í 14. lotu. Hrakfallabálkur Fyrrverandi brezkur meistari í hnefaleikum i f.iaðurvigt, Bobby Neill, var nýlega sleginn út í tit- ilkeppni á Wembley. Dag- inn eftir var hann fluttur í flýti á sjúkrahús og skor- inn upp til að fjarlægja blóðtappa í höfði hans. Neill hafði verið sleginn tvisvar niður í 14. lotu. Neill þessi er Skoti, 27 ára gamall, og vanur að keppa bæði í hringnum og eins á sjúkrahúsum fyrir lífi sínu. Þegar hann var 17 ára dreymdi hann um það að verða hnefaleikameistari, en þá -var það bílslys sem orsakaði sjúkrahúslegu. Var hann mikið meiddur og næstum örkumla. Sérfræðingar ..löppuðu'1 uppá hann, og' sendu hann síðan heim með boð um það að hann yrði að gleyma öllum óaetlunum um hnefa- leika. „Þú ert heppinn. ef þú getur gengið aftur“ sögðu læknarnir við hann. Neill dreymdi stöðugt um hnefaleikana og’ ennþá urðu tvö slys til þess að tefja fyrir þessum draumi hans. Þar kom þó loks að hann stóð í „hringnum“ og keppti fyrsta leik sinn með annan fótinn nokkr- um sm styttri en hinn og með stálplötu í öðru hnénu. Allir þessir erf.iðleikar urðu til þess að Neill barð- ist af enn meiri kraíti til að ná toppnum. Hann varð brezkur meistari og fékk tækifæri til þess að berjast um heimsmeistara- titilinn, en tapaði þá. En það er meira en hér hefur verið sagt se’m kom ið 'hefur fyrir Neill, það má segja að allt líf hans hafi verið ein óhappasaga. Fjórtán ára gamall braut hann hægri ristina í há- stökkskeppni: Sex vikur í gipsi. 15 ára gamall: Braut hægra hnéð í lugby-keppni, 8 vikur 1 gipsi. 17 ára gamall: Brákaðist í mjöðm og baki og brotn- aði á vinstra læri. Lá í 18 mónuði með bakið í gipsi. 24 ára gamall: Braut vinstri fótinn og mörg rif í bifreiðarslysi. Margar vik- ur í gipsi. 25 ára gamall: Braut kjálkabeinið í' hnefaleik við Belgíumanninn Eimee Dvitch. Reirður kjálki í 6 vikur. Og nú íiggur Neill á sjúkrahúsi aftur. Læknarn- ir segja að hann hafi það gott, en að hann sé ekki úr hættu. Hvað skyldi Skota þenn- an henda næst?, spyrja menn. Aðalfundur Skíðafélagsins Skíðafélag Reykjavíkur hélt aðaliund sinn í Skíðaskálanum 13. þ.m. Formaður var endur- kjörinn Stefón G. Björnsson og með honum í stjórn eru Lárus G. Jónsson, Sveinn Olafsson, Ragnar Þorsteinsson, Leifur Múller, Jóhannes Kolbeinsson og Brynjólfur Hallgrímsson. Vegna óvenjulegrar fjárfést- ingar varð talsverð skuldaaukn- ing á árinu. Heildarskuldir eru nú 176 þús. og er í ráði að afla fé til að Jækka skuldirnar með því að afla íélaginu sérstakra styrktarmeðlima. Föstum meðlimunr er greiða árgjald hefur farið fækk- andi og er það að sumu leyti að kenna snjóleysi undanfarna vet- ur, en sú kvöð fylgir veitinga- rekstri Skíðaskálans, að allir dvalargestir, á þeim tíma sem skíðasnjór er, verða að vera meðlimir félagsins eða gerast meðlimir um leið. Aðalfnndnr Víkings Aðalfundur Knattspyrnufé- lagsins Víkings var haldinn 11. þ.m. í félagsheimilinu við Hæð- argarð. Fráfarandi formaður Pétur Bjarnason gaf ýtarlega skýrslu um starfsemina á árinu. Félagslífið var fjörugt og fjár- hagur félagsins er góður. í aðalstjórn ;til næsta árs voru kosnir: Clafur Jónsson formaður, Gunnar Már Péturs- son varaformaður. Gunnlaugur Lárusson ritari, Haukur Eyjólfs- son gjaldkeri, Pétur Bjarnason spjaldskrárritari. Formenn deilda eru nú: Ólaf- ur Erlendsson fyrir knattspyrnu- deild, Hjörleifur Þórðarson fyrir handknattleiksdeild og Jónas Þórarinsson fyrir skíðadeild. Aðalfundur KRR Á aðalfundi Knattspyrnuráðs Re.ykjavíkur sem haldinn var fyrir nokkru var Jón Guðjóns- son Fram endurkjörinn formað- ur ráðsins, en aðrir fulltrúar í ráðinu eru Friðjón Friðjónsson Val, Iiaraldur Gíslason KR, Ól- afur Jónsson Víking og' Jens Karlsson Þrótti. Valur á von á kuimum knatt- spyrnumanni á 50 ára afmæli Aðalfundur knattspyrnufélags- ins Vals var haldinn 16. nóvem- ber sl. Sveinn Zoega var endur- kjörinn formaður og með honum í stjórn eru Gunnar Vagnsson, Einar Björnsson, Valgeir Ár- sælsson og Páll Guðnason. Baldur Steingrímsson, er verið hefur í stjórn félagsins undan- farin 20 ár baðst undan endur- kosningu. Á síðasta starfsári var starl'- að í deildum: knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og skíða- deild og gaf sú nýbreytni góða raun. Valur 50 ára á næsta ári. f tilefni afmælisins á Valur von á erlendum knattspyrnu- flokki næsta vor og jafniramt Framhald á 10. siOu W TiIkvTining Vegna vaxtareiknings verða sparisjóðs* deildir bankanna í Reykjavík lokaðar íöstu-' dag og laugardag, 30. og 31. desember*. 1960. Auk þess verða aígreiðslur aðalbankanna og útibúanna í Reykjavík lokaðar mánu^ daginn 2. janúar 1961. Athygli sikal vakin á því, að víxlar, sem íalla í gjalddaga föstudaginn 30. desember, verða afsagðir lauganiagiim 31. desember,. séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyr- ir lokunartíma bankanna þann dag. i Landsbanki Islands Búnaðarbanki Islands Útvegshanki Islands Iðnaðasbanki Islands h.í. Verzlunarsparisjóðurinn. T 1 1 ’T i Kristján Ó. SkagfjörS. h.f. Tryggvagötu 4. — Sími 24120. £ Úrvals veiðarfœr! Stanley Matthews N Y L O N þorskanet, ýsunet, laxanet, silunganet, kolanet, selanet. STUART’S NYLON síldarnætur eru viðurkenndar sein beztu veiðarfæri er íslenzkir fiskiiuenn hafi notað við síklveiðar. STUART’S „HERCULES“ síldarnet hafa á und- an.förnum árum reynzt afburða veiðin og endingar- góð. , j Allar gerðir af Sisal fiskilínum og köðlum. Manilia í flestuin sverleikum, Nylon og Terylene- og kaðlar. Nylon öngultatunar, sérlega liarðsnúnir og sterkir., Bindigarn úr liampi og sísal. Trollgarn o,g bómull- arlínur. Utgerðarmenn! Þér getið valið um þrennskonar snúð á „RANDERS“ línum. ' ] STÁLVÍRAR, Togvírar, Sn,urpivírar, Lyftuvírar. Kranavírar. VlRMANILLA allir sverleikar. Allskonar piasivörur tii útgerðar, svo sem: Bjarghringi, nótailár, línuhaujur, piastbeigi, Þorskaneta flothringi og allskonar smærri netaflár. j ★ .! Uppsettar lóðir af öllum gerðum með nylon cða hamptaumum, úr hvítri eða fúavarðri línu. Færatóg, bikað, litað eða livítt. Lóðastokkar, kúlupokar, netasteinar, ábót af j flestiun gerðuni. , |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.