Þjóðviljinn - 03.03.1961, Page 12
ov
r' r ÍíXg.Aji Fréttirnar frá Kongó hafa að undanförnu skyggt á flest
&ISSlaSg 1 BaPa IíU pað sem verið hefur að gerazt í öðrum lilutum heims og
það er því orðið nokkuð síðan að nokkur tíðindi bárust frá Suður-Kóreu þar sem
svo mikið gekk á síðasta ár. Það er þó síður en svo að allt sé nú með kyrrum
kjörum í því landi. Tvisvar í síðustu viku stöðvaðist öll umferð um miðbik Seúl, höf-
uðborgar Suður-Kóreu, vegna mikilla mótmælaaðgerða. í fyrra sinn voru það ör-
kumla hermenn sem settust á göturnar við þinghúsið til að vekja athygli á kröf-
um sínum um hœrri örorkubœtur. Myndin er af þeim. Nokkrum dögum síðar fóru
verkamenn við herstöðvar Bandaríkjamanna um göturnar og kröfðust hœrri launa.
Bandarískum hermönnum var þann dag bannað að fara úr herbúðum sínum.
JÚÐVILI
Föstudagur 3. marz 1961
26. árgaíigur
53. tölubla'ð.
Smámrleg hæjar-
stjórnarsamþykkt
11 íhaldsíulltrúa
Með samþykkt tillögu þessarar er bæjarstjórn Reykja-
víkur að baka sér óafmáanlega smán um alla framtíð
og ég hefði unnt bæjarstjórninni annars hlutskiptis
en aö leggja blessun sína yfir svik ríkisstj ornarirxnar í
landhelgismálinu.
Á þessa Jeið fórust Guðmundi
Vigfússyni, bæjarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins, orð á fundi
bæjarstjórnarinnar i gær. er
hann mælti eindregið gegn til-
lögu Geirs Hallgrímssonar borg-
arstjóra og Magnúsar Ástmars-
sonar kratafulltrúa þess efnis að
bæjarstjórnin lýsti ánægju sinni
yfir samningum rikisstjórnar-
innar við Breta um landhelgina,
undanslátt frá 12 mílunum og
afsal íslendinga á lögsögunni
yfir landgrunninu.
einsýnt að í tillögu þeirri til
bingsályktunar um samning við
Breta um íslenzku fiskveiðilög-
söguna, sem rikisstjórnin hefur
lagt fram á Alþingi, felist stór-
hættulegt og vansæmandi frá-
hvarf írá markaðri stefnu ís-
lendinga í landhelgismálinu og af
sal réttinda til frekari útfærslu
landhelginnar, skorar bæjar-
stjórnin á Alþingi að i'ella þings-
ályktunartillöguna og visar fram-
kominni till. Geirs Hallgrímsson-
ar og Magnúsar Ástmarssonar
frá.“
Grunnlínubreytingarnar lög-
leysa segja stjórnarblöðin!
Ljúga samningsrofum upp ó rikisstjórn
sina til jbess oð geta hlaðiS lofi ó Breta!
Ein af blekking'um stjórnar-
blaðanna í skrifum um land-
helgissamninginn er sú að Bret-
ar hafi „leyft okkur“ að breyta
.grunnlínum á fjórum stöðum
við landið! Auðvitað kemur
,Jeyfi“ Breta því máli ekkert
við. Á Geníarráðstefnunni 1958
var gerð alþjóðasamþykkt um
grunnlínur og Island gerðist að-
i]i að henni. Við gátum breytt
grunnlínum okkar í samræmi
við þá samþykkt, án þess að
nokkurt ríki gæti við því am-
azt. Undir það heyra ekki að-
eins þær grunnlínubreytingar
scm nú hafa verið ákveðnar,
heldur og aðrar sem eru mjög
mikilvægar, t.d. við Grimsey og
Hvalbak. Alþýðubandalagið
lagði til 1958 að þessum grunn-
línum yrði cl’um breytt. en fyr-
ir þvi fékkst ekki meirihluti
vegna þess að leiðtogar Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
ílokksins hömuðust gegn því.
Nú er aðeins hluta af grunnlín-
unum breytt og jaínframt á-
"kveðið með samningi við Breta
að frekári breytingar megi alls
■ekki gera! Réttur okkar hefur
því verið skertur en ekki auk-
inn.
En stjórnarblöðin láta sér
ekki nægja að halda því fram
að Bretar hafi „leyft“ okkur að
breyta nokkrum grunnlínum;
þau segja einnig að Bretar hafi
geíið okkur meiri rétt cn vid
eigum! Morgunblaðið segir í
iorustugrein um stækkun á
-grunnlínum;
,.Hér skal ekki um það rætt
livort slíkt fengi staðizt fyrir
alþjóðadóini, ef sú ákvörðun
væri gerð einhliða".
Og Alþýðublaðið, sjálft mál-
gagn utanríkisráðherrans, seg-
ir í gær:
,,Er það rétt hjá Tímavilj-
anum, að við hefðum getað
fært út grunnlínurnar án sam-
komulags við nokkurn? Nei,
það cr alls ekki rétt ... Alþýðu- j
blaðið birti á þriðjudaginn al-
þjóðlega samþykkt um grunn-
línur . . . Þar segir, að grunn-
línur „megi ekki víkja að
nokkru verulegu leyti frá hinni
almennu stefnu strandlengjunn-
ar“. Séri'ræðingar telja, að-við
gætum hugsanlega heimfært
hluta aí grunnlínubreytingunum
á Húnaflóa og' sunnan Langa-
ness undir þetta, cn þær alls
ekki allar, og ckki meö nokk-
urri von grunnlínubreytingarn-
ar í Faxaflóa og á Seivogs-
grunri. Þess vegna er hér um
að ræða algeran ávinning með
Á fundi miðnefndar Sam-
talia hernámsandstæðinga í
fyrrakvöld voru samþykkt
eindregin mótmæli gegn
þingsályktunartillögu ríkis-
stjórnarinnar um staðfestingu
á landhelgissamningnum við
Breta. Skoraði fundurinn á fé-
iög og einstaklinga um land
allt að efna til mótmæla gegn
undanlialdi í landhelgismál-
inu.
Ályktun fundar miðnefndar
Samtaka hernámsandstæðinga
fer hér i lieild á eftlr.
samkomulaginu.“
Morgunblaðið gefur þann-
ig í skyn og' Alþýðublaðið
staðhæfir að grunnlími-
Framhald á 3. síðu.
Stjórn EÍHÍngar
einróma kjörin
Akureyri. Frá írétta-
ritara Þjóðviljans.
Aðalfundur Verkakvennafé-
lagsins Einingar var haldinn um
síðustu helgi. Stjörn félagsins
var einróma kjörin þannig skip-
uð: Margrét Magnúsdóttir for-
maður. Jón'na Jónsdóttir vara-
formaður. Freyja Eiríksdóttir rit-
ari, Margrét Steindórsdóttir
gjaldkeri og Auður Sigurpáls-
dóttir meðstjórnandi.
„Fundur miðnefndar Sam-
taka hernámsandstæðinga
haldinn miðvikudaginn 1.
marz 1961 minnir á samþykkt
Þingvallafundarins um það
hlutverk samtakanna að
standa gegn hvers konar er-
lendri ásælni og mótmælir
harðlega þings.ályktunartil-
iögu þeirri um íslenzka fisk-
veiðilögsögu, sem ríkisstjórn-
in heíur lagt lyrir Alþingi,
þar sem leitað er heimildar til
að semja við Breta um að þeir
fái að veiða allt upp að sex
Lögsagan látin af hendi.
Geir borgarstjóri mælti fyr-
ir tillögu þeirra meirihlutamanna
og stjórnarsinna í bæjarstjórn-
inni, en síðan tók Guðmundur
Vigfússon til máls og snerist
harðlega gegn samþykkt tillög-
unnar sem hann sagði að baka
myndi bæjarstjórinni óafmáan-
lega smán í framtíðinni. Færði
Guðmundur í stuttu máli en
glöggu fram þau rök sem blasa
við og mæla gegu samkomulag-
inu við Breta, en lagði þó eink-
um áherzlu á hversu alvarlegt
það væri að íslendingar myndu
með samkomulaginu við Breta
afsala sér einhliða rétti til frek-
ari útfærslu lar.dhelginnar, þ.e.
lögsögu yfir landgrunninu um-
hverfis íslands. Undanlialdið frá
12 mílna fiskveiðlla.ndhelginni,
leyfi til veiða Breta á svæðinu
milli G og 12 mílna markanna,
væri að vísu smánarlcgt, en þó
væri hitt háskalegra að með
samkomulaginu væru land-
grunnslögin frá 1948 í rauninni
fclld úr gildi.
Guðmundur lýsti í lok ræðunn-
ar tillögu sinni og Alfreðs Gisla-
sonar til frávísunar á tillögu
Geirs og Magnúsar svohljóðandi:
„Þar sem bæjarstjórnin telur
★ Skjóta á málinu undir
dóm þjóðarinnar.
Þórður Björnsson. bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins, mælti
| einnig gegn tillögu stjórnarsinn-
anna, svo og Böfivar Pétursson,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins. Vakti Böðvar, athygli á að
samkomulagið fæli í sér ein-
Framh. á 3. síðu
M1111111111111111 i I ■ 11111111111111111111111111_
| Dagsbrún og |
| Hlíf á ssmn- |
| ingafundi |
= KI. 4 í gær hófst samn- =
= ingafundur með atvinnu- ~
= rekendum og stjórn Dags- =
E brúnar og Hlífar. Á fundin- =
= um voru einnig formenn =
= Verkamanisafélags Akur- =
E eyrarkaupstaðar og Þróttar =
E á Siglufirði. =
E Niðurstaða fundarins =
E varð sú að kosnar skyldu =
E und'rnefndir til að halda =
E samningafundum áfram cg =
= er gert ráð fyrir fundi =
E bráðlega aftur. E
1 Ti 11111111111111111111111111111 ■ 11111 i 111111 in
ngar að afsala sér öllum
fiskveiðilögsögu sina
míluin á mörgum svæðum um-
liverfis landið næstu þrjú ár-
in. Fundurinn lítur svo á, að
slíkur samningur við það ríki,
sem beitt liefur íslendinga of-
beldi, sé vansæmandi og í
algerri mótsögn við yfirlýst-
an og eindreginn þjóðarvilja um
að víkja í engu frá tólf mílna
fiskveiðilögsögu. Telur fund-
urinn, að sérstakan varhug
beri að gjalda við því ákvæði
samningsins, sem bindur Is-
lendinga til að gera engar
frelcari ráðstafanir um út-
lærslu landlielginnar án þess
að tilkynna það ríkisstjórn
Bretlands ineð sex mánaða
fyrirva ra og vísa jafnframt
öllum ágreiningi, sem upp
kann að koma, til alþjóða-
dómstólsins. Með slikum
samningi væru íslendingar
að afsala sér öllum sjálfsá-
kvörðunarrétti um fiskveiði-
lögsögu sína. — Skorar fund-
urinn á félög og einstaklinga
imx land allt að efna til mót-
mæla gegn undanlialdi í land-
lielgismálinu.“