Þjóðviljinn - 17.03.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1961, Blaðsíða 7
€) rr &Jóe>VILJIN^ — Föstudagur 17 marz 1961 Föstudagtir 17. mari-196'1 — ÍJÖÉfMijÍM m Dagskráin Útscexandl: Samelnlngarflokkur alþýðu - Sósíalistaflpkkurjlnn. — Ritstjórar: M’agnus Klartansson' íab.). Magnús Toiir“ÖÍí$Séífn, Öi*; urður Guðmundsson. — Préttarjtstjórar- ívar H. JÓhsson, Jón BJarnason. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússoh. — RitstJórn, afBreiðsia, auglýsir.gar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmJðja Þjóðviljans. ■Illllilllll! Kauphækkun og kjarabætur án verkfalla l/'ondur var málstaður ríkisstjórnarinnar og vörnin ; ’ fálm eitt í landhelgismálunum. En ekki gekk bet- ur að verja afstöðu stjórnarinnar til verkalýðsmálanna, en hún hefur einkennzt af því að ósvífnustu og hroka- fyllstu kl'kur Vinnuveitendasambands íslands hafa beinlínis beitt ríkisstjórninni fyrir sig til árása á kjör fólksins og ógildingar samningum, sem verkalýðs- félögin höfðu gert. Eðvarð Sigurðsson og Hannibal Valdimarsson tóku sérstaklega til meðferðar í útvarps- umræðunum frá Alþingi þennan þátt í syndaskrá stjórnarinnar, og sýndu fram á hvernig árásirnar á kjör alþýðufólks hefðu dunið á launþegum alla stjórn- artíð Ólafs Thórs og Alþýðuflokksins, samfara Qiræsn- isáróðrinum um. að stjórnarliðið væri allt af vilja gjört til að veita verkamönnum kjarabætur án verkfalla. rðvarð Sigurðsson benti í útvarpsumræðunum á þetta ^ samspil ríkisstjórnarinnar og Vinnuveitendasam- bandsins, hvernig stefna ríkisstjórnarinnar hefði „eflt atvinnurekendur til hatrammrar andstöðu gegn hógværum og sjálfsögðum kröfum verkalýðsfélaganna. Kröfum Dags- brúnar og annarra félaga um að kaup verkamanna hækki úr 992 kr. á viku í 1180 kr. svöruðu þeir með því að fullyrða að kaup gæti ekkert hækkað og lýstu ábyrgð á hendur þeim sem til þess hvettu. Kannast menn við siðferðið: fyrst er hinn saklausi rændur og þegar hann ber hönd fyrir höfuð sér og leitar réttar síns lýsir ræninginn ábyrgð á hendur honum. Síðan hafa þeir enn sótt í sig veðrið og boðið samn- inga, sem fela í sér stórskert kjör frá því sem nú er. Þeir ættu sjálfir, þessir herrar, og raunar hæstvirtir ráðherrar einnig, að reyna að lifa af 990 krónum á viku, það væri býsna fróðlegt að sjá hvernig þeim tækist það.“ >æði Eðvarð og Hannibal sýndu fram á að kjör verka- manna hafa verið stórskert á sama tíma og þjóð- arframleiðslan hefur aukizt ár frá ári. Samt er það ein uppáhaldsáróðursformúla afturhaldsins að kaup geti ekki hækkað nema tilsvarandi framleiðsluaukning hafi orðið, og er þá ekki hikað við að ganga út frá þeirri hugmynd að gróða auðvaldsins og afætna at- vinnuveganna megi aldrei skerða. Og ekki varð meira eftir af hinni áróðursformúlunni, að ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sé öll af vilja gerð að veita verkamönnum „kjarabætur án verkfalla“. Áhuga ríkisstjórnarinnar og flokka 'henn- ar fyrir slíkri lausn kjaramálanna má vel marka af viðræðum verkalýðssamtakanna við ríkisstjórnina. Eðvarð minnti á, að jafnhliða kröfunum um hækkað kaup hafi verkalýðshreyfingin gert þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar, að hún geri ráðstafanir til lækkunar á vöruverði og annað er mætti verða til þess að auka kaupmátt launanna. ¥»ví hefur margsinnis verið lýst yfir að verkalýðshreyf- 99* ingin muni meta hverja slíka ráðstöfun til jafns við kauphækkun. f októbermánuði á s.I. hausti óskaði stjórn AI- þýðusambandsins eftir að ræða þetta mál við ríkisstjómina. Viðræður fóru fram 3. nóvember. Við fengum þá engin svör en var lofað framhaldi viðræðnanna og að næsti fundur skyldi boðaður. Röskir fjórir mánuðir eru liðnir og enn hefur ríkisstjórnin ekki boðað til næsta fundar. Þetta á sjálf- sagt að sýna áhuga hennar fyrir kjarabótum án verkfalla", sagði Eðvarð, og minnti svo á að samninganefndir Dagsbrúnar og fleiri verkalýðsfélaga og samninganefnd- ir atvinnurekenda einnig hefðu óskað eftir viðtali við ríkisstjórnina um þetta mál. Sá fundur er nú um garð genginn og mun ríkisstjórnin ekki heldur þar hafa gefið nein fyrirheit um að veita verkamönnum kjara- bætur án verkfalla. Til þess virðist áróðurinn einn eiga að dugs, Fg hef heyrt að sjónvarp sé nú til umræðu á íslandi, og það væri því kannske ekki ófró'ðlegt áð • vita eitthvað um dagskrá sjónvarpsins í Moskvu. Þess vegna tók ég dagskrá sex daga til athug- unar og komst að eftirfarandi niðurstöðum: Sjónvarpsstöðin í Moskvu sendir út rúmar tíu stundir á dag að meðaltali, sex-sjö stundir á fyrsta prógrammi og þrjár-fjórar stundir á öðru prógrammi. Frétt;r eru þrisv- ar á dag, og þeim fylgja oft fréttamyndir og stuttir fyrirlestrar um alþjóðamál og landsroál. Á hverjum degi er barnatími. Á ofangreindum sex dögum sáu hlustendur þrjár kvikmyndir. tvær kvik- myndir gerðar fvrir sjónvarp- ið sérsta.k’ega, þriú leikrit, fiórar bókmenntakvnningar, fjóra- útsendingar um íþrótt- ir og líkamsrækt. Einnig tvær útsendingar um vísindi og tvær um sögu kvikmvndalist- arinnar. og þriár útsftnidingar um tónlist. og t.ónskáld. -— ein þeirra var h.elguð árfcíð Off- enbaehs. Ha.ldin var ein kennslustund í ensku. Það er víst deilt ixm það, hvort sjónvarp eigi rét.t á sér. ð, fsland’: margir eru hrædd- ir við það að slíkt fyrirtæki verði lítt til menningarauka cg þeir hafa sjálfsagt rétt fyrir sér. Þetta mál horfir nokkuð öðruv'si við hér í Sov- étr.'kjunhm. Annarsvegar hef- ur sjónvarpið hér þá galla, sem sjónvarp hlýtu-r að hafa hvar sem er: það getiiT- gert menn ilatari, óvirkari, dregið huga þeirra frá bókum eða annarri iðju, sem keefst e;gin hugsana, persónulegrar þátt- töku; sá maður s?.m skrúfar frá t.æki sínu á hveriu kvöldi ti! að fá ákveðinn daglegan skammt af fróðleik og skemmtun, sá maður hugsar minna og fær minna að vita en sá sem leggur það á s;g að brjótast í gegnum bækur eða rökræða við kunningja slna. Hinsvegar má með réttu halda því fram, að sjónvarp- ið hér í Moskvu er miklu fremur til menningarauka, mikið af fluttu efni 'er vel þess virði að á það hé horft. Það sýnir hvorki Hcpalong Cassidy né tannkremsauglýs- ingar; auðvitað eru sum atrið- iergmami in í hinum „léttu“ dagskrám heldur fáfengileg, en það er varla til mikils skaða. Snúum okkur að nokkrum dagskrárliðum. Barnatímarnir eru allgóðir: þar ber mest á tsikmkvikmyndum, brúðu- leikjum (nú síðast var framh,- leikrit um strákinn Veit ekki, sem lendir í ótrúleguslu vand- ræðum vegna þess að hann getur ekki fengið sig til að taka neitt alvarlegum tökum), einnig skal getið ágætra kennslustunda í allskonar föndri. Ágæ'tar eru útsending- arnar um sögu kvikmynd- anna: í vetur höfum við horft á margar frábærar myndir frá þögla tímábilinu, myndir eftir Chaplin, Dreyer, Griff- ith og aora slika menn, og nú eru hinir gagnmenntuðu fyrirlesarar, sem myndirnar skýra, nýbyrjaðir á flokki um fyrstu skref sovézkrar kvik- myndalistar. Sjónvarpsmönn- um hér hefur einnig tekizt að gera útsendingar sínar um vísindaleg efni mjög lifandi: um daginn fengum við ágæta dagskrá um stjörnufræði fyrir almenning, -— sagt. var frá furðum sólarinnar og sýnd ferð flugvélar af gerðinni TU—104, sem elti sólmyrkv- ann í febrúar eftir endilöng- um Sovétríkjunum, hlaðin stjörnufræðingum og mæli- tækjum. Oft er gott að horfa á það sem kemur frá æsku- lýðsmáladeiM sjónvarpsins. 1 fyrradag var sjónvarpað fundi leikritaskáldsins Rozofs og stúdenta. R:.zof flutti ágætan fyrirlestur um frístundir unga fólksins, um félagsskap og starfsgleði. Stúdentarnir lögðu. fyrir hann margar spumingar og sumar erfiðar, — einkum átti Rozof erfitt með að koma saman kenningum sínum um það, að menn ættu bæði að leggja fram krafta sína til að lyfta öðrum upp á það menningarstig, sem þeir eru á sjáifir, og jafnframt að forðast félagsskap þeirra sem innantómir eru og ófróðlegir á flestan hátt. Rœkin hinn óviSjafn- anlegi Á sex dögum voru sýndir sex konsertar. Við sáum þjóð- dansaflokk frá Ivanofhéraði og Grúsíu og ágætan karla- kór frá Eist’andi (þessi karla- kór minnti mig mikið á fs- lanú: Ijóslparðir menn, klædd- ir í svart og hvítt sungu Vögguljóð eftir Brahms, kór- söngva úr þýzkum og ítölsk- um óperum, „Tökum fast á“, og eistnesk lög. — mörg keim- lík skandinavískum lögum). Eitt kvöld kr.mu fram ungir píanistar og fiðluleikarar. Hina konsertana væri kannske réttara að nefna’ „blandaða. dagskrá", sem er þá stofnað til af ýmsum tilefnum: í til- efni dags Rauða hersins, kvennadagsins, eða einfald- lega laugardagsins. Á slíkri dagskrá getur allt mögulegt komið fyrir. Einhver spilar mars úr .,Ást á þremur appel- s’num“ á píanó. Stór og mik- il kona svngur gömul vinsæl lög. Sterkir menn sýna akró- batískt. númer. En ekki verður slík blanda talin bragðgóð, nema að í hana sé bætt v;n- sælasta skemmtikrafti lands- ins, skopleikaranum Arkadí Rækín. Hann leikur smábætti, annaðhvort einn eða með að- stoð félaga sinna úr „Mínía- túrleikhúsinu". Þetta eru þættir um ýmislegt bros'egt eða grátbros'egt úr dagliega lífinu: um dólginn í 'lýragarð- inum, sem vill fá að vita til hvurs andskotans sovézkur Framhald á 10. síðu on íslendingar voru um langar aldir fiskimanna- og bænda- þjóð. Göngulag þessa fólks mótaðist af atvinnu þess: að stiga ölduna og smala þýfð- an mó; og það varð aldrei stílferðugt göngulag. Samt leitaðist þjóðin alla daga við að standa á fótunum. Þet.ta fólk hafði ævinlega barizt í bökkum; en harðleikni lífs- baráttunnar hafði ekki spillt siðum þess, heldur styrkt skaplyndi þess — enda ól það síefllt méð sér von betri daga. Viljinn til að bjargast af eig- in afla og una lífinu við frið og rétt var eðlilegt hugarástand fólksins á íslandi. En vorið 1940 gerðist óeðli- legur atburður í sögu þjóðar- innar. Brezkur her settist að í landinu. Hann var búinn hin- um stórvirkustu morðvopnum Eítir Bjarna Benediktsson írá Hoíteigi cg hafði tarnið sér svo sam- ræmt göngulag við vigaferlin, að það var eins og fætur hans væru knúðir h'eilu náttúrulög- má'i. En gamalt íslenzkt mál- tæki segir, að ekki þurfi nema einn gikk í hverja veiðistöð; og eft.ir tiltölulega stutta stund var þetta herlið, og bandarískur arftaki þess, bú- ið að skapa óeðlilegt ástand í landinu — fyrir utan það á- stand, sem aðeins hét ástand. Hinn skjótfengni gróði af framkvæmdum herliðsins gerði margan manninn fljótlega að apa, hvort sem liann var af háum stigum eða lágum í ] ijcðfélaginu. Hluti kvenþjóð- arinnar varð að gleðikoimm á vegum hersins; hliut.i karl- fólksins varð leppar hans og handlangarar af ýmsu tagi. Og herinn kaus sér bráðlega vildarvini í embætt'.sskrifstof- unnm og stjórnarráðinu. Með- al annarra orða: það ætti að vera eitt rannsóknarefni sál- arfræðinnar, hve fullorðnir menn eru fljótir að læra að skr’öa — aftur. Eftir niu á,r þótti meiri- hluta stjórnmálamannanna svo sælt að hafa herinu hjá sér, að þieir ákváðu með vasahnáf- inn í hendinni að ganga í hernaðarbandalag við stálgrá stórve’iii í ýrosuxn heimshlut- um. Tveimur árum síðar pönt- uðu þeir ný.jan og margef'can her til landsins — til að sjá okkur . fyrir fjármuuum og halda verndarhendi yfir völd- um heirra siálfra, ef í liarð- bakkanu slægi. Siðau hefur allt. keyrt úm þverbak á. ffi- landi. Að visu hefur þetta herhð malað gull, eu þrð lief- ur um leið truflað eðli'egan a tvinnur&kstur þicðarinnar. Það hefur rpillt siðunum og ekemmt hugarfarið hér á eyj- unni norður frá; og í sam- neyti þ::ss hafa fjölmargir stjórnmálamenn breytzt úr Islendingum í ferfætlinga. •Hluti fólksins heíur gleymt sjálfu"sér Þhermangsvimunni; en hitt er jafnalvarlegt, að íslenzk stjórnmál urðu spill- ingardíki á fyrsta áratugi At- lantshafsbandalagsins, og vænn partur af íslenzkum stjórnmálamönnum urðu póli- tískar sauðkindur á fyrstu tíu árum hinnar endumýjuðu hersetu. Spillingin á Islandi á dýpstar og víðtækastar rætur að rekja til. hersetunnar, til Gegn falsrökum þess sem hún felur í sér og táknar. Það er hún, sem er að gera hið Iangreynda hugarfar Isleri linga að skrítlu eða lygisögu. Og spillingin leit- ast ævinlega við að viðhalda sjálfri sér. Hún er eðlilegt andrúmsloft hinna spilltu. Rök'n fyrir aðild íslendinga eni falsrök. Rökin gegn dvöl eriends herliðs á íslandi em röksemdir fyrir framhaldslífi þjóðarinnar í landi sínu, eins og oft ’hefur verið sagt.. En þau eru einnig rölt fyrir því, sð almenn.t og pólitiskt sið- gæði verði a.ftur hafið til veg- semdar, rök fyrir því að þjóð- in takí enn að trúa á sitt eirrið atl og treysti að nýju sjáifstæð'sviljann í brjósti sér. I>að er betra að vera stirður á tveimur fótum en fimur á fjcrum. Eiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiitnuumiiimiiiiiiiiiiimiimiiuiiiiiiiniiiin uimmiiiiiiniiiiiuuuiiiiiiiiiiiiíiuiumiiiiiiiiiiuuiiiium 99 Gódverk11 er unnið tii hálfs eftir tvo áratugi Brúður nieistarans Obraztsofs — beztu gestir barnaíímanna. |H iiimiiiiiii:immiuuiiimmiiimmmmmumuuuuuummuuuuiiimiummmmimumiummimimmm!iummuuuuumumuuiii>iiiimuuuuummuummmumuu!iuuuuuuiiruumuuuimii= Hættulegt loðið orðaiag í umræðunum á Alþingi um svikasamninginn við Breta varð rikisstjórnin þegar fyrsta daginn aðþrengd vegna þess ■að þingmenn sýndu fram á með skýrum rökum að í sam- komulaginu eins og það var orðað fælist engin formleg viðurkenning þrezku ríkis- stjórnarinnar á tólf mílna fisk- veiðalandhelgi íslands. í ræðu þúðvík Jóscpsson Lúðvíks Jósepssonar, varaför- manns Sósíalistaflokksins, á næturfundinum aðfaranótt V. marz tók hann rækilega til meðferðar hvernig blöð stjórn- arflokkanna og ráðherrar hefðu lent í hvínandi vandræðum með þetta atriði, en einmitt viður- k,cnning Breta á tólf) mílna landhelginni hefði átt að af- saka hin miklu svik í land- helgismálinu. ★ Ríkisstjórnin hafði haldið því fram í greinargerð tillögunn- ar um svikasamninginn og í blöðunum að með honum fengju íslendingar formlega og óafturkallanlega viðurkenningu á tólf mílna landhelginni. Þeg- ar þingmenn höfðu bent á, að engin slík viðurkenning fælist í orðalagi samkomulagsins um „að falla frá mótmælum“, kom í ljós að ráðherrarnir, einkum ÍBjarni Benediktsson, höfðu a£ því miklar áhyggjur að svo fljótt skyldi komast upp um þessa blekkingartilraun. Þá var það að hann rauk til að íá „lagaskýringu" hjá þremur íhaldsprófessorum við Háskól- ann á því hvernig þeir álitu að skilja bæri samkomulag ríkis- stjórnarinnar, og gerði það s:ð- an að stóru númeri á þingi og í blöðum. Víst er um það, að þessi panteða umsögn íhaldsprófess- oranna til pólitískra áróðurs- nota er- ekki líkleg til þess ,að auka virðingu Háskólans. Lúð- vík benti á, að prófessorarnir gefa sér þá forsendu, að ver- ið sé með samkomulaginu að útkljá deilu íslendinga og . Breta tii frambúðar, og byggi umsögn sína á því. „En hvar stendur það í þessu plaggi að það eigi að vera til þess að útkljá deiluna til frambúðar?" spurði Lúðvík. „Lagaskýringin hjá prófessorunum var öll hyggð á því, að með tilliti til þessa væri eðlilegt að telja, að sá- sem félli frá mótmæl- um sínum gerði það um alla íramtíð vegna þess að verið væri að leysa deiluna um alla framt’ð. En Bretar gætu haldið því fram, að þetta samkomulag sé þannig orðað að ]rað eigi „fyrst og fremst að binda þá í þrjú ár og skuld- bindingar þeirra nái ekki lengra“. ..Eitt atriði er það í sam- komulaginu sem bendir ein- dregið í þessa átt. I 4. tölu- lið samningsins er verið að telja upp þau svæði sem Bret- ar mega ekki veiða á í tólf rriílna landhelgi íslands og þá er orðalagið þetta: „Á áður- grcindu þriggja ára tímábili er þó skipum, sem skráð eru i Bretlandi, óheimilt að stunda veiðar á svæðinu milli sex ög tólf mílna innan fiskveiðilög- sögunnar“ o.s.frv. Allir ís- lendingar hefðu orðað þetta svo að Bretum sé framvegis, um alla framtíð, bannað að veiða á þessum svæðum. En í sam- komulaginu er þetta orðað þannig að þeim sé þetta bann- að á áðargreindu þriggja ára tímablli. Er það vegna þess að Bretar séu aldrei í þessu sam- komulagi skuldbundnir nema til þriggja ára? Það virðist augljóst, að forsendan sem prófessorarnir við Háskólann gáfu sér, er röng. Það er ekki að finna eitt einasta ákvæði í þessu samkomulagi sem sker úr um það að Brgtar séu skuldbundnir samkvæmt því nema þessi þrjú ár. Samkvæmt samkomulaginu hafa þeir heimild til að veiða innan tólf mílna markanna á tilteknum svæðum í þrjú ár, og þeim er einnig bannað að veiða innan tólf mílna markanna á öðrum svæðum í þrjú ár. En það er hvergi orð í samkomu- Framhald á 10. síðu Borótlcist um ktnclkelcfmcs Innarlega við Hverfisgötu stendur 60 ára g.amalt stór- hýsi, er Bjarnaborg nefnist. Þaðerí eigu Reykjavíkurbæj- ar og ætlað fólki, sem lend- ir i algerum húsnæðisvand- ræðum. Þetta er timburhjall- ur, gisinn -■ og kaldur, og voru möguleikar, til upphit- unar næsta ófull- komnir allt , fram á síð- asta ár. Fékk hver ibúð hita sinn frá kolakyntri vél í eldhúsinu. Þarna búa margir tugir manna, og eru meðal þeirra gamalmenni, sjúklingár og börn. Húsnæðið er óhentugt og lélegt, og eldhætta var mikil. Þennan aðbúnað hafa ráðamenn bæjarins talið henta nauðstöddu, fátæku fólki. ¥»egar framkvæmdir hita- veitunnar hófust fyrir tveim, áratugum, var heitu vatni veitt inn í hvert hús umhverfis Bjarnaborg, en hún ein skilin eftir. Skýring á þessu var aklrei gefin, og má hver og einn geta sér til um ástæður. Snemma tóku fuiltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn að gagnrýna þetta háttalag. Þeir bentu á eld- hættuna og erfiðleika fólks- ins í þessu húsnæði, og töldu það ekki sæma bæjarfélaginu að sneiða þannig hjá eigin húsi við lagningu hitaveit- unnar. Þannig var talað til hins ráðandi meirihluta ár- um saman án nokkurs árang- urs. [inn 19. febr. 1959 báru fulltrúar Álþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn fram svofellda tillögu: „Bæjar- stjórnin samþykkir að láta á yfirstandandi fjárhagsári lcggja hitaveitu í íbúðarhús bæjarins Bjarnaborg við Hverfisgötu“. Þessa tillögu afgreiddi meirihlutinn eins og hans var von og vísa, sam- þykkti hana ekki, heldur sendi hana til bæjarráðs. Þó var að þessu sinni hnýtt við frávísunina ósk um, að gerð yrði kostnaðaráætlun um lögn hitaveitu í Bjarnaborg. (að ár léið og ekkert héyrð- ist um kostnaðaráætlun. Hinn 17. des. 1959 fóru bæj- arfu.Utrúar Alþýðubandalags- ins enn á stúfana og orðuðu tillöguna nú á þessa leið: „Bæjarstjórn vítir, að ekki hefur verið framkvæmd sú samþykkt hennar frá 19. febr. 1959 að láta gera kostnaðar- áætlun um lögn hitaveitu í íbúðarhús bæjarins Bjarna- borg við Hverfisgötu. Sam- þykkir bæjarstjórnin að láta leggja hitaveitu í húsið á ár- inu 1960.“ ¥»að óvenjulega skeði, að * bæjarstjórnin sarrþykkti þessa tillögu efnislega, að vítunum frátöldum. Er sú samþykkt dæmi um undan- tekninguna, sem sannar þá reglu, að tillögur fhaldsand- stæðinga í bæjarstjórn megi: ekki samþykkja. T samræmi við þessa tillögir Alþýðubandalagsmanna híótnaðist íbúum Bjarnaborg- ar hitaveita á síðastliðnu ári, nálega 20 árum síðar en nágrannarnir höfðu feng- ið hana. Verkið var að vísu unnið, en á því reyndist þó vera, þegar til kom, órækt handbragð íhaldsins. Fólkið í Bjarnaborg fékk heitt vatn i ofna, en ekki í vatnskrana. Ein- hverju hlaut að verða áíátt- er góðverkið loks var unnið. Skilsmun verður að gera ríkra og fátækra, og minni má munurinn ekki vera eu þet.ta, að þeir snauðu láti sér nægja kalt vatn til þvottar. A.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.