Þjóðviljinn - 29.03.1961, Page 6

Þjóðviljinn - 29.03.1961, Page 6
f?— Miðyikudagpr ,£9.. njjirz lögju-—- IIIÓÐVILIINNl I Útcrefandl: Öameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnii. \ Rltstjórar: Magnús KJartansson íáb.), Magnús Torfi Ólal'sson, Sig- • * urSur Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn. ! ■ afgreiösla auglýsingar, prentsmiöja: Skólavörðustíg 19. — Síml 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3 00. PrentsmJðja Þjóðviljans Þeir kusu ekki frelsið ■ ¥>íkisstjórnin ákvað í gær að berja í gegn á Alþingi M illa undirbúið og lítið athugað frumvarp þriggja §§§ stjórnarþingmanna um breytingar á lögunum um síld- §§§ arútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða M o. fl. Flutningsmennirnir virðast eiga þá eina hugsjón j§| í þessu máli að fjölga um tvo í síldarútvegsnefnd, tvo §§§ menn úr hópi „síldarsaltenda“ á Norður- og Austurl. f§§ og á Suðvesturlandi, og hefur verið í það látið skína M utan þings og innan og þarna sé fyrirhugaðir §§| bitlingar og aukin völd handa Sveini Bene- §§ diktssyni og Jóni Árnasyni. Flutningsmenn frum- varpsins eru einmitt Jón Árnason þessi og meðflutn- ^ ingsmenn Kjartan J. Jóhannsson og toppkratinn Egg- J§ ert G. Þorsteinsson. Málið hefur legið í nefndarsalti í § efrideild síðan í febrúar og talið víst að það yrði látið J§§ daga uppi. Engin umsögn um málið liggur fyrir frá §jj síldarútvegsnefnd. Það var ékki fyrr en nú fyrir nokkr- §§i um dögum að stjórnarliðið tók kipp og afgreiddi máli𠧧 úr efrideild, en þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknar lögðu til að málinu yrði vísað til ríkis- §§§ stjórnarinnar og látin fram fara heildarendurskoðun á ||| lögunum um síldarútvegsnefnd, sem eru orðin nokkuð §s gömul, frá 1934. j§§ Krlstín Thoroddsen I n m e m o r i a m p^n stjórnarliðið tók engum sönsum, Sveinn og Jón §§§ urðu að fá sinn bitling og sína nýju aðstöðu. Málið M kom til neðri deildar í fyrradag og vannst enginn tími §§} til að veita því nokkra viðhlítandi athugun í nefnd. §§| Samt hugðist ríkisstjórnin beita þeim einstæðu bola- II brögðum að berja málið í gegn á síðasta degi þingsins s og hélt áfram fundum um málið síðdegis, sem kalla má einstætt á næstsíðasta degi þingsins og útvarpsumræð- §§§ ur framundan um kvöldið, og boðaði framhaldsfund á ||j miðnætti! Rök fluttu ráðherrar og stjórnarlið engin s§ fyrir þessum fáránlegu vinnubrögðum enda munu þau fH langsótt og torfundin. Víttu þingmenn Alþýðubanda- H lagsins og Framsóknar í neðrideild harðlega þetta fram- I§ ferði og lögðu til að málið yrði ekki afgreitt á þessu þingi. Hj j umræðunum minnti Einar Olgeirsson á fyrirheit rík- isstjórnarinnar um verzlunarfrelsið. Þegar núv. stjórn kom til valda hljómaði í síbylju söngurinn um að nú væri runninn upp tími verzlunarfrelsis, nú skyldi öll einokun og höft liðna tímans afnumin. Hvað hefði þá verið eðlilegra, spurði Einar, en að þessir þrir ridd- arar hinnar frjálsu verzlunar hefðu lagt til er þeir flytja frumvarp um síldarútvegsnefnd, að á síldarsölu- málum skuli frelsið ríkja hér eftir, allt skuli þar frjálst og óbundið, allri einokun og höftum af létt? En hinir þrír riddarar frjálsrar verzlunar og stuðningsmenn frelsisstjórnarinnar kusu ekki frelsið í þessum málum. Þeir kusu að viðhalda einokunaraðstöðu síldarútvegs- nefndar og leggja stjórn hennar til tvo úr innsta hring frelsisboðendanna! Og þegar forsætisráðherra skaut inn í að þessir þingmenn hefðu skoðanafrelsi, þá benti Einar á, hvert það leiddi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði snögglega innleitt skoðanafrelsi þingmanna sinna í síldarútvegsmálum. Jafnskjótt og þingmenn- irnir hefðu farið að hugsa frjálst hefðu þeir komizt að þeirri niðurstöðu að allt blaður ríkisstjórnarinnar um frjálsa verzlun væri tómt þvaður og flýtt sér að flytja frumvarp um síldarútvegsnefnd, sem gerði ráð fyrir að þar væri haldið allri einokuninni og öllum höftunum, aðeins bætt við 2 postulum frjálsrar verzlunar til að stjórna einokuninni og ihöftunum. Taldi Einar að full þörf væri fyrir ríkisstjórnina að athuga sinn gang og stjórnarstefnuna, ef ' það hefði slík áhrif á stjbrnarþingmenn að þeim væri veitt skoðanafrelsi á eiiíu einasta sviði! jjegar þetta er skrifað er enn óvíst hvort ríkisstjórnin tekur þeim sönsum að hætta að berja í gegn frum- Framhald á 10. síðu Kristín Thorcddsen fæddist 29. apríl 1894 á ísafirði, dóttir þeirra hjóna Theódóru Thorcddsen og 'Skúla Thor- oddsen, og var sjötta barn, af 13 systkinum. Sex ára gömul fluttist 'liún til Bessastaða og ólst upp þar og í Reykjavík, er fjöiskyldan flutti þangað. Hún var tvo vetur í Mennta- skó’anum, en leiddist námið og hvarf úr skóla, þótt, henni væri í raun og veru mjög létt um að læra, einkum ■tungumál. Árið 1914 fór hún t:l Kaupmannahafnar og tók að leggja stund á það, sem síðan varð lífsstarf hennar: hjúkrun sjúkra. I þrjú ár vann hún á bamaspítala í Kaupmannahöfn, sem kenndur er við Louise Danadrottningu og tók þar próf í barna- hjúkrun. Þaðan fór hún til Esbjerg og var þar í tvö ár og lauk fullnaðarprófi í hjúkmn. Þá hvarf hún heim til ís- lands og vann um skeið á á röntgenstofu Gunnlaugs Classens, en útþráin var rik í henni og þegar augJýst var eftir barnahjúkrunarkonu á danskan barnaspítala í Val- pariso í Chile, héldu henni engin börd. Hún var í Chile í þirjú ár og starfaði bæði á spítalanum og kenndi hjúkr- unarkonum, enda varð hún snemma mjög vel að sér í spánskri tungu. Hún hvarf heim til íslands 1923 og vami iiimiiimimimiiiiiimiiiiimmmiiimmiimiiiimiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiii Þriðja skák Botvinniks og Tals Þjóðviljanum hefur nú borizt þriðia einvíg'sskák þeirra Bot- vinniks og Tals. Botvinnik hafði hvítt og féllu 8 fyrstu leikirnir eins og í fyrstu skák- inni en 'i 9. leik kom Bot- v:nnik með nýjung og fómaði síðan r'ddara í 14. leik, senf hann var.n þó strax aftur og fékk yfirburðarstöðu. Tal reyndi að skapa hættu, en Botvinnik tókst að losa sig úr henni. Tal hefði e.t.v. getað bætt stöðu sína með því að skipta upp á drottningunum en það hefði samt ekki bjarg- að henni. I 33. leik neyddi Tal Botvinnik til þess áð láta sterk- an b'skup fyrir riddara en það bætti ekki stöðu hp'-'s, fórmði hann þá peði í 37. leik til þess’ að koma biskun sínum í leikj inn en (Botvinnik varðist árás- inni snilldarlega. Tal var ný kominn í t'ímaþröng og átti ekk; lengur viðreisnar von, (Skýringar þess eru bvggðar á umsöga dr, Euwe í Isyestía). 1. c4, Rr6, 2. Rc3, e6, 3. d4, Bb4, 4. e3, 0-0, 5. Bd3, d5, 6. a3, dxc, 7' Bxc4, Bd6, 8. Rf3, Rc6, 9. b4, e5, 10. Bb2, Bg4, 11. d5, Re7, 12. h3, Bd7, 13. Rg5, Rg6, 14. Re6, fxe, 15. dxe, Kh8, 16. exd7, Dxd7, 17. 0-0, Df5, 18. Rd5, Rg8, 19. Dg4, Dc?, 20. De2, Df5, 21. Dg4, Dc2, 22. De2, Df5, 23. e4, Dd7, 24. Ha—dl, Ha—d8, 25. Dg4, De8, 26. g3, Rh6, 27. Dh5, Rg8, 28. De2, Rg6—e7, 29. Re3, Rh6, 30. Rg4, Rxg4, 31. hxg4, Rc6, 32. Kg2, Be7, 33. Bd5, Rd4, 34. Bxd4, exd4, 35. Bc4, c5, 36. b5, Bf6, 37. f4. d3, 38. Hxd3, HxH, 39. BxH, Bd4, 40. e5, g6, 41. Hhl, Kg7 42. De4. b6. I þessari stöðu lék Botvirv- ik biðleiknum Bc4 og Tal gaf skákina daginn eftir án þess að te.fla hana frekar. Eftir 43. —— De7 kæmi g5 með hótuninni 45. f5, Hxf5, 46. Hxh7+, KxH7+, 47. Dh4f, Kg7, 48. Dh6 og mát. enn á röntgenstofu Classens. En aflur greip útþráin hana og nú fór hún til Bandaríkj- anna og vann á epítala í New York. Þar fékk hún sparað saman nokkuð fé svo að hún gat kostað sig á Bedford College í Lundunum, fram- haldsskóla fyrir hjúkrunar- konur, þar sem hún Jærði bæði heiisuvemd og spítala- stjórn. Að námi loknu í Lund- únum fór hún aftur heim lil íslands cg seftist þar að fyr- ir fullt cg allt, enda þá orðin einhver lærðasta og reynd- asta hjúkrunarkona lar.dsins. Næstu ár starfaði hún á veg- um Rauða krossins, hélt hjúkrunarnámskeið um allt land og var í Sandgerði nok'kr- ar vert ðir og stundaði sjúka sjómenn. Þá gerðist hún yfir- hjúkrunarkona á holdsveikra- spítalanum í Laugamesi, en 1931 varð hún forstöðukona Landsspíta’ans og gegndi því starfi til 1954, er hún sag'ði því lausu, tæplega sextug að aidri. Hún andaðist 28. febrú- ar þ á. Kristín heitin Thoroúdsen virðist hafa verið fædd til að verða díkónissa, til að líkna þeim cg lina þjáningar þeirra, sem sjúkir em. Hún gekk ekki að starfi sínu af skyldu- tilfinningu einni. Hún gerði það ekki s!zt vegna þess, að henni var gefin óvenjuleg líknarlund, að hugga og þjóna þeim sem bágt áttu. Það var vitað að forstöðukona Landsspítalans gekk stofu- gang á degi hverjum og tal- aði við 'hvem einasta sjúk- ling, spurði um líðan hvers manns, yljaði hverjum sjúk- ling með sínu milda móður- lega brosi. Hver sjúkur mað- ur, sem var undir mnsjá hennar, var barnið hennar. Það er mikið og mæðusamt starf að vsra forstöðukona á stómm spítala. En starf Kristánar Thoroddsen var aldrei markað köldum emb- ælti.sblæ. Hún tók persónuleg- an þátt í þjáningum hvers manns, sem henni var á hend- ur faliim, enda mun margur minnast þessarar óvenjulegu konu þegar hún er horfin af „s tof uganginum1 ‘. Kristín Thoroúdsen var alin upp á menntuðu og viðsýnu heimili cg drakk ung í sig hugmyndir, sem markað hafa mest sögu vora á þessari öld: hugmyndirnar um rétt lanis- ins til sjálfstæðis og rétt smælingjans til að lifa mann- sæmandi lífi í landinu. Hún var jafnan reiðubúin til að verja þessar hugmyndir og kcm þá í ljós, að á bak við hinn milda svip bjó skaphiti, sem sætti sig aldrei við au- virðileikann í hvaða mynd sem hann birtist og hver sem í hlut átti. Krislín Thoroddsen hafði valið sér það lífshlutskipti að græða mein annarra, en sjálf gekk hún ekki heil til skóg- ar. Lengstan hluta ævi sinn- ar var hún sjáif sárþjáð, en sýndi sér enga hlífð, hélt á- fram að þjóna öðrum, þótt sjálfri væri henni hjúkrunar þörf. í þessum kaldranalega heimi er jafnan of fátt, um slíkar manneskjur og þ\rí er mikil 'hryggð við fráfall Kristínar Thoroúdsen. S. '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.