Þjóðviljinn - 15.04.1961, Page 6

Þjóðviljinn - 15.04.1961, Page 6
€) r ÞJÖVVJLJIXX. - Laugard^gur. 15., aprúl 1961 Laitgardagur 15. api'il 1901 — ÞJóÖvffijlNk’— (T Útgeíundi: aamelningartlokkur alpýOu Sósíallstaflokkurinn Bltstiórar: Maenús KJartansson (áb.), Magnús Torfl ólafsson, Sig- urðui Guömundsson. - Préttaritstjórar- ívar H. Jónsson, Jón BJarnasor. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn. afgrelösJa RUglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmJðja Þjóðviljans. Skopleikur í hæstarétti í 'Jslenzkt réttarfar nýtur ekki mikillar virðingar um þessar mundir, og hefur gengi þess naumast kom- izt öllu neðar síðan íslendingar endurheimtu dóms- vald sitt. Með dagvaxandi undrun hafa menn fylgzt með því að undanförnu hvernig vissir valdamenn í þjóðfélaginu virðast hafnir yfir lög og rétt; eftir því sem lögbrot þeirra verða stórfelldari hreppa þeir glæsilegri embætti; eftir því sem fjárdráttur þeirra úr ríkissjóði nemur fleiri milljónum ávinna þeir sér meira traust herranna á stjórnarráðinu. Og þetta á ekki aðeins við um forustumenn stjórnarflokkanna, jafnvel minniháttar fjárplógsmenn og okrarar leika sér að því að smjúga gegnum net réttvísinnar og auglýsa síðan athafnir sínar í málgagni dómsmála- ráðherrans eins og sjálfsagða hluti. Hafi menn efazt um að hér á íslandi sé stéttarréttarfar, vita þeir nú bétur. jhi engu að síður hafa dómstólarnir meira en nóg að gera. Það er enginn hörgull á smáþjófum, sprútt- sölum og smyglurum, sem ekki njóta verndar fínna manna og fá því að kenna á ákvæðum laganna og skarpskyggni og rökvísi hálærðra dómara og mál- flutningsmanna. Og til tilbreytingar hefur réttar- kerfið á Islandi að undanförnu leikið skrípaleik sem vart á sér nokkrar hliðstæður. 1 morðbréfamálinu svokallaða hafa íslendingar fengið að kynnast skop- stælingu á réttarfari, sem naumast hefði orðið ill- kvittnari og banvænni þótt háðskáld hefði skrifað öll hlutverkin og sagt fyrir verkum í hvívetna. Þar liggja gáfaðir lærdómsmenn mánuðum og gott ef ekki árum saman yfir fáránlegum geðbilunarbréfum, sem flestir íslendingar sem eitthvað ber á í þjóð- félaginu fá einhverntíma á lífsleiðinni og afgreiða á svipstundu í bréfakörfuna. Þar er skýrt frá njósn- um, gagnnjósnum, hótunum og yfirheyrslum innan lögreglunnar í Reykjavík og svo einkennilegu and- xúmslofti á lögreglustöðinni að veniulegum mönnum slær fyrir brjóst af umtalinu einu. Þar eru af al- vöruþunga raktar draugasögur af Reykjavíkurflug- velli, að ógleymdum kvennafarssögum og drykkju- ævintýrum einstakra lögr eglumann a og yfirboðara þeirra. Og sagðir eru hinir dularfvilstu reyfarar um næturheimsóknir í stjórnarráðinu, ritvélar utanríkis- ráðuneytisiris og dökka skinnhanzka. Einnig kemur við sögu geðbilaður unglingur, ýmisháttar kveðskap- nr, Kleppur, ónýt skammbyssa, biaðanreinar, kunnir borgarar og endalausar eftirlitsferðir löggæzlumanna kringum heimili lögreglustjórans. En herskari af lög- fræðingum og dómurum grandskoðar hvert at.riði af alvöruþunga, menn skeyta skapi sínu hver á öðr- um svo að liggur við handalögmálum og ákalla rétt- laetið: svintingárnar berast í sífellu milli sakadóms og hæstaréttar og úrskurðir eru kveðnir upn í sí- byliu af dæmalausri lagaþekkingu, skarpskyggni og snllld. Ij1! allt væri með felldu í réttarfarsmálum á Íslandi ; hefði þetta furðulega mál gefið tilefni til þeirr- ar; alvöru einnar, að rannsaka alla yfirstjórn lög- reglunnar í Reykjavík og tryggja að þar tæki hæfur og heilbrigður maður við forustu. En að öðru leyti hefði hver dómstóll, sem annt væri um virðingu sína, vísað málinu frá sér með fvrirlitninou. En karinski er ekki allt sem sýnist í bessu máli. Kánnski eru sakadómur og hæstiréttur og löefræðingarnir að nota þetta dæmalausa tækifæri til b^ss að vekja at- hygli þjóðarinnar á því að réttarfarið búi við skarð- an hlut á íslandi um þessar mundir og eigi vart aðra kosti en að snúa athöfnum sínum upp í grín. — m. 1. FriBarhoSskapur viS upphaf geimferSa 1 gær urðu þáttaskil í sögu mannkynsins. Geimskip bar mann um háloftin umhverfis jörðina á 108 mínútum. Ný viðhorf opnuðust augum mannsins: Himinninn var svartur, jörðin var blá. Heimshöf og álfur blöstu við mennskum augum í einni sjón- henclingu eins og búsældarleg sveit séð ofan af fjallstindi: .lyng, hæðir og vötn; og hver borg eins og miðlungi stór sveitabær. Hér var he;m- kynni Mannsins, afmarkaður reitur í v.'ðernum himingeims- ins, vagga hans og æsku- stöðvar; þeim mun kærari sem átthagafjötrarnir voru nú lausari fjötrar .... Mað- urinn var ekki framar maur- ildi þúsund þjóðerna, heldur alheill á jörð sinni, góðbóndi sem eignazt hafði farartæki til næstu sveitar. Ný sjónarmið skapa nýja vitneskju, nýja vitund. Mað- urinn er ekki samur and- spænis víðernum himingeims- ins og hann var þegar eldur- inn kviknaði af tinnu. Á þessum heilladegi mann- kynsins birtu forráðamenn Sovétríkjanna ávarp og hvatn- ingarorð til allra þjóða heims, þar sem segir m.a.: „Á þessum liátíðisdegi f-endum við enn einu sinni öllum þjóðum og ölium ríkis- stjórnum ásikorun um frið. ÖII- um þjóðum, hver sem kynsíofn þeirra er, trú eða hagskipu- GEGN Iag, óskum við að þær leggi sig allar fram til að tryggja varanlegan frið um heim all- an. Við skulum binda endi á vígbúnaðarkapphlaupið. Við slmlum framkvænia allsherj- ar og algera afvopnun undir ströngu atþjóðaefti rliti ‘ m 2. Fráfarandi framkvœmda- U stjóri = Undanfarnar vikur höfum Hl við beðið árangurslaust eftir == röksemdum íslenzkra hernað- 2~ arsinna fyrir nauðsyn víg- ==| hreiðra á Islandi. Laugardag- IH inn 25. marz birtist að vísu skýrsla í Morgunblaðinu um Hi framtíðarhorfur Natós og !H hernaðaráætlanir þess fyrir- ==s tækis —- en hún var að sjálf- m sögðu ekki samin af íslend- lil ingi, með tilliti til íslenzkra í=i hagsmuna, heldur af 'Belgíu- sæ manninum Paul-Henry Spaak, m fráfarandi framkvæmdastjóra m Atlanzhafsbandalagsins (Hitt m hefði verið í csamræmi við m leppmennskuna). Ég leyfi m mér að birta nokkrar glefsur == úr þeirri skýrslu, ásamt aí- === hugasemdum, því hún varpar = óneitanlega skærri birtu á m það hlutverk og hiutskipti m sem bíður íslendinga innan m AtlanzhafsbaDlalagsins. = Paul-Henry Spaak gerir ' HH samanburð á aðstöðu Nató- |H ríkjanna stcfnárið 1949 og í: m áag: ,,Árið 1949 ógnuðu m kommúnistar fyrst og fremst Evrópu.. Ógnun þeirra var m fyrst og fremst pólitíslc. *) m (Ekki hernaðarleg) I dag m ógna kommúnistar aðallega m Afrlku og þeir eru hættuleg- m astir á efnahagssviðinu. Árið m 1949 höfðu Bandaríkjamenn m einokun á kjarnorkuvopnum, m en nú standa Sovétríkin þeim m jafnfætis á því sviði ...... |H Krúsjeff forsætisráðherra m gerir sér nú fulla grein fyrir m því, hvernig atómstyrjold: P myndi fara“ (loksins — þeg- m ar Sovétrikin standa Nató- P ríkjunum ,,jafnfætis á því m sviði“, mikið var; og það er Natóríkjunum raunar einnig ljóst, saman ber sjálfsmorðs- hugmyndina!). „Hann. (Krú- sjeff) hefur þvi endurskoð- að erfðakenningu kommún- ismans og segir nú að styrj- aldir séu ekki lengur óhjá- kvæmilegar. Hann er svo á- kafur í þessari nýju sann- færingu sinni, að hann hikar ekki við að ganga í berhögg við kommúniska Kína i Jpessu a,triði“. Og upp úr þurru í skýrslunni víkur hann svo talinu að nýlendustefn- unni, eins og nafn Kína hafi vakið óþægilegar endurminn- ingar hjá fulltrúa Vesturveld- anna, hann segir: „Upplausn nýlendustefnunnar var hafin þegar 1949, en hún gengur nú æ hraðar. Sjálfstæðið, sem svo margar þjóðir liafa ýmist fengið eða tekið sér reynist þeim sumum tví- eggjað vopn, skapar mörg ný vandamál í Asiu og kannski sérstaklega í Afríku og eykur hætturnar í þessum álfum“ (Hvaða hættur? Það kemur síðar fram í skýrslunni). Og nú víkur talinu að hættulegustu vopnum komm- únismans: eínahagsframíör- unum (guði sé lof að það er ekki vetnissprengja). — „Kommúnistar notfæra sér rækilega þá kosti sem fylgja áætlunarbúskap þeirra, og þær framfarir sem þeir geta sýnt fram á að hafi orðið hjá þeim valdáruglingi á vestur- lönduin (!) ........ Sú stað- reynd að kommúnistar not- færa sér áætlunarbúskap neyðir okkur til að endur- skoða hinar frjálslyndu efna- hagslegu hugmyndir okkar. Við heyjum efnahagslega samkeppni ekki eftir sömu leikreglum og ég er í miklum vafa um að þessi ójafna keppnis.aðstaða verði okkur í hag, nema við séum vel á verði“ (Hvilíkt tromp fyr- ir kommúnismann: fram- kvæmdastjóri Nató hefur tal- að! Hvað verður nú um yfir- burði hinnar frjálsu sam- keppni sem íhaldsleiðtogar eins og Ólafur Thors og Bjarni Ben. eru vanir að guma af?) Hinn spaki Spaak spáir illa fyrir framtið Nató- ríkjanna í samræmi við það sem að framan segir í skýrsl- unni: „Ef ástandið breytist ekld ó. næstu 25—50 árum, að við séum aðains lítiLI minni- hluti umkringdur af hundruð- uin milljóna manna af hlut- lausuin og fjandsamlegum þjóðum, þá er gert út um ör- lög okkar og J á geta í jand- menn okkar valið sjáifir tím- ann til að láta sskr'ða til skara gegn okkur“ (Menn at- hugi fleirtölumyndina af orð- inu skör). Sem sagt: ef ekkert óvænt gerist næsta hálfa eða heila mannsaldurinn, ef þróunin heldur áfram eins og nú horf- ir, ef fyrrverandi nýlendur Vesturveldanna halda áfram að öðlast sjálfstæði og taka upp sjálfstæða hlutleysis- stefnu í heimsmálum, þá er sýnt hvernig fara mun fyrir hinum seka minnihluta mann- kynsiiis! (Hinum „efnaða“ minnihluta mannkyns, eins og Spaak orðar það raunar af skarpskyggni). En það er til önnur hlið á málinu: hið „óvænta“, vetnis- vopnin, sjálfsmorðið. Og það er einmitt kjarni málsins frá sjónarmiði Natófræðingsins. Spaak «egir: „Nú er svo komið að ..það er algerlega þýðingarlaust að eyða milljörðum í lanúvarnir sem byggðar eru á gömlum, úreltum vopnum. Einu vopn- in sem duga til varna 'eru kjarnorkuvopn“ (Þetfa er raunar fróðleg upplýsing fyr- ir þann hálfvita sem í dag skrifar „púnkta“ í A'þýðu- blaðið og fullyrðir að á Is- landi séu ekki „kjarnorku- vopn, ekki árásarflugvélar, ekki flugskeyti, ekki stöðvar kjarnorkukafbáta eða ann- arra kafbáta. Yfirleit't ekkert sem er þess virði að kasta á það kjarnorkuspreng.jum“. Til hvers eru þá herstöðvar á íslandi? Spaak segir skýr- um orðum að einu vopnin sem dugi til varna séu kjarn- orkuvopn. Sem sé er engin vörn að lierstöðvunmn hér samkvæmt inati þess er gerzt ætti að vita, innan Natósam- takanna. Eru herstöðvarnar hér þá einungis til að auðga brodda og braskara? Veð- sefja kratarnir íslenzka menn- ingu til einskis annars en að græða á því, jafnvel þótt þeim sé ljóst að Keflavíkur- útvarpið og herstöðin þar séu hættuiegust íslenzkri menn- ingu að frátöldum skáldskap Dags Sigurðarsonar, sam- kvæmt grein í Alþýðublað- inu?) Og Spaak heldur á- fram s'num’. hugsanagangi: ,,Þegar þessu hefur einu sinni verið siegið föstu (um kjarn- orkuvopnin sem hinn eina kost „frjálsra þjóða“) koma upp mörg ný vardamál. Á þá hver þjóð að hafa sín kjarnorkuvopn? í hvaða til- felli á að beita hinum áhrifa- minni hertæknilegu kjarn- orkuvcpnum ? Er hægt að beita þeim án þess að af því spretti allsheriar kjarnorku- stvrjöid — sjálfsmorðisstjTj- öld? Væru Bandaríkin reiðu- búin að beita atómvopnum til að verja Vestur-Evrópu „Það er nú komið að því að Atlanzhafsbandalagið verður að taka ákvörðun í þessum 'efnum. Óhjákvæmilegt er að láta fara fram kaldrifjaða Taul-Henri Spaak og óhlutdræga athugun á þessu máli .... Ég teldi það skynsamlegt að koma upp birgðum kjarnorkuvopna á vegum Atlanzhafsbandalags- ins og yrði innan samtakanna komið á fót alþjóðlegu ráði, sem ætti að hafa umboð til að taka ákvörðun um beitingu þeirra“, (sem sagt til að fremja sjálfsmorð fyrir okk- ar hönd). „Viðkvæmasta vandamálið í þessu er að ákveða hvaða borgaraleg yf- irvöld eiga, að bera ábyrgð á beitingu þessara vopna. Ef um er að ræða svar við kjarnorkuárás er málið vanda lítið. Þá er hægt að taka á stundinni ákvörðun um að beita kjarnorkuvopnum á móti. Hitt er erfiðara við- fangs, ef árásaraðilinn beitir í fyrstu aðeins venjulegum vopnum lil innrásar, en hefur ofurefli ,liðs og virðist ör- uggur um sigur. Það er þá vissulega ábyrgðarhluti að taka ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna og menn eru í vafa um hverjum eigi að fela slíkt ákvörðunarvald. Fimmtán lönd sem eiga að taka eina ákvörðun? Það virðist hvorki raunhæft né framkvæmanlegt. En ef það væru fjögur eða fimm ríki sem ættu að taka ákvörðun fyrir hönd allra hinna? (Höf. virðist hafa í huga Bandarík- in, Eng'and, Frakkland, V- Þýzkaland og jafnvel Italíu) Ef til vill. Og þó — Eru rík- isstjórnirnar fúsar til að fela öðrum rikisstjórnum slíkt vald?“ Ég legg spurningu beint fyrir íslenzku sljórnina. Hún svari! En fyrst og fremst: Is- lenzka þjcðin svari! 3. Bandaríska hcrstjórnin Ieggur nú megináherzlu á að efla flota kjarnorkuknúinna kafbáta sein eru að staðaldri á vakki i norðurhöfum. Hver kafbátur er búinu 15 eldflaugum hlöðn- urn vetnisspren.gjum. Nú hefur verið tilkynnt að yfirforingi þeirrar deildar Bandaríkjaflota sem liefur það hlutverk að verja kjarnorkukafbátana, Robert B. Moore aðmiráll, flytji aðalstöðvar sínar til fsland.s í júlí í sumar og taki við yfirstjórn handarísku herstöðvanna liér á landi. Á myndinni sést kjarnorkukafbáturinn „George Washington“ á siglingu á Atlanzhafi. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!imiiiii::iiiiiiiiiinm | Sj álf stæðisf lokkurinn | og Sigga syndlausa Við skýrslu Spaaks þarf engu að bæta. Hún er eins Ijós og frekast verður á kos- ið. Af hennj verður sú ein ályktun dregin að við Is- lendingar eigum tvo kosti: að segja upp herst öðvarsamn- ingnum og slíta tengslin við Nató á þeirri forsendu að engin vörn sé að þeim her- stöðvum sem nú eru í landi voru, enda viljum við ekki taka þátt í sjálfsmorði mann- kynsins með því að leyfa hér staðsetningu vetnisvcpna; hinsvegar að einangrast með hinum „efnaða minnihluta mannkyns", sem lítur sjálf- stæðishreyfingar kúgaðra þjóða illu auga og hlýtur að bíða endanlegan ósigur eftir 25—50 ár, nema sjálfsmorð verði framið með hjálp vetn- isvopna. Við þessa skýrslu og skil- greiningu þessara tveggja kosta þarf sem sagt engu að bæta. Allra sízt nú, á morgni a'dahvarfanna í sögu mann- kynsins. 13. apríl 1961 Hannes Sigfússon. .......111,1,11,11..1..................1......1,11..................................................................................................................................................................................................................mmmmiimmm = Þegar Reykjavík var fámenn E og siðprúð bæjarhola bjó þar E kona ein að nafni Sigríðui'. E Ekki man ég nú lengur föð- S urnafn hennar. Þegar skip E komu frá útlöndum og lögðust E á leguna fór Sigríður í spari- E fötin sín og lagðist með hinum Z erlendu farmönnum. Grunur = Já einnig á að sumir betri E borgarar höfuðstaðarins fúls- s uðu ekki við faðmlögum Sig- E ríðar, er hin erlendu skip E höfðu látið í haf. E En þessi léttlynda kona var E vönd að virðingu sinni og E mannorði, svo af bar. Hún E lastaði mjög allt lauslæti og E t°r um það hinum hörðustu E orðum. Hún kvaðst yfirleitt 5 hata karlmenn, enda væru E þrir allir sjálfum sér líkir. = Fyrir sína parta ætlaði hún = bara nð geta þess, að hún væri E óspjölluð mær. E Reykvíkingum þótti gaman E að málæði Sigríðar. Þeir gáfu = benni viðurnefni og kölluðu E Siggu syndlausu. E „Sjálfstæðisflokkurinn hefur s jafnan verið harðsnúinn and- = sfreðineur nazisma og fasisma“, E segir Morgunblað'ð. Þet+a blað = er málgagn Sjálfstæðisflokks- ins, rödd hans og sál. Mjög' snemma þótti bera á því,. að Morgunblaðið léti blitt við út- lendinga. Almenningur á fs- landi gaf blaðinu gælunafnið „Danski Moggi“. Þá var blað- ið um fermingu, en þótti bráð- þroska eftir aldri. Síðar seldi. Morgunblaðið þýðverskum blíðu sína og átti margar sælustund- ir í faðmi hins karlmannlega nazista. En hetian unga burfti að íara í stríð og Morgunblað- ið horfði á eftir ást.vini sínum tárvotum augum. Ekki var þo lík hetiunnar kólnsð er blaðið leitaði huggunar hiá banamönn- um hennar, Bretum og Banda- ríkiamönnum. Þó segia kunn- u°ir, að bin tárafríða st.ríðs- ekkia gleymi aldrei sinni liós- bærðu þýðversku het.iu os hafi. jafnvel von um að bau fái að njótast eftir upprisuna. Morgunblaðið hefur lifað fiölskrúðugu ástalífi um sína! daga. Fn þv: er annt um manh- orð sit.t. Hin gamla fótefúna útlendingahóra mun fram í rauðan dauðann standa á því fsstar en fótunum að hún sð óspillt mær — Siggq syndlausal íslenzkrar blaðamennsku. Gamall Revkvíkwmr. semja er æmileg *) Ailar leturbreytingar min- ar. H. S. I lok ársins sem leið sendi Dagsbrún frá sér tillögur sínar um breytingar 'á samningi við Vinnuveit- endasambard Isiands. Verka menn höfðu þraukað þorr- ann og góuna, þolað ríkis- sljcrnaraðgerðir sem létu launin lækka með dagvax- andi dýrl.'ð, þolað að kaup- máttur krónunnar rýrnaði dag frá degi. Verkamenn höfðu fórnað stórum hluta af kaupi sínu, án þess að sjá með því nokkurn tilgang á sama tíma sem þjóðar- tekjurnar fóru árhækkandi. Hvernig er hægt að bjóða vinnandi fólki svo tak- markalausa fyrirlitningu, að á meðan þjóðartekjurnar vaxa í ríkum mæli, verði menn að fórna allt að þriðj- ungi af sínum lágu launum. Menn spyrja að vonum, hverjum er verið að þjóna; vinnan skapar allar þjóðar- tekjurnar og þær hækka ár- lega, samkvæmt cpinberum skýrslum. Hverjir eru þá þeir sem stækka sinn hlu.t af þjóðartekjunum, ein- hverjir ,hljóta að troða út, alla sína vasa og stórgróði hlýlur að hlaðast upp. Þetta er svo augljóst að hver maður hlýtur að skilja. Nú skylái maður ætla að þegar verkamenn höfðu sýnt þessa eindæma þollund og lofað ,,viðreisninni“ að sýna mátt sinn, þá væri tillögum þeirra um úrbætur tekið af skilningi. En hvað hefur skeð! Staðreyndin er, að nú er komið á fjórða mánuð síð- an Dagsbrún og nokkur önnur félög lögðu fram til- lögur sínar og enn þver- skallast atvinnurekendur við að sinna þeim í einu eða neinu. Menn eru alltaf að spyrja: Hvað er að frétta, hvað gerist í samninganefndun- um? Svör:n eru emi 'þau sömu og verkamann fengu á Dagshrúnarfundinum í marzlok, eftir þriggja mán- aða samningaþóf. Það hefur ekkert, gerzt. Og reiðin ó'gar í hverjum manni. Þeir ætla sér ekki að semja við okkur segja menn, það er gamla sagan, að ræða ekki við okkur í alvöru fyrr en verkfall er skollið á. En hve lengi eig- um við að h'ða. Þannig er talað um allan bæ. Verkamenn eru sammálá um að sjálfsagt sé að reyna til þrautar samningaleiðina. En hver einasti maður veit að þolinmæðina þrýtur, og fáist vinnuveiterdur ekki lil að sinna tiilögum verka- manna þá leiðir það lil verkfalla. Ríkisstjórnin sem liefur steypt. ógæfunni yfir cg hef- ur annarleg sjónarmið í anda erlendra auðjöfra, snýr sér til veggjar og neitar að koma til móts við verka- menn, með verðlækkunum eða öðrum ráðstöfunum sem gætu aukið, kaupmátt krón- unnar. Og að atvinnurek- endur fáta líða mánuð eftir mánuð án þess að nokkur árangur náizt af viðræðum við þá. Þessir stóru og drambsömu herrar mega vita að ef þeir neyða verkafólkið út í verkföll, þá verða þau átök hörð. Þeir bera ábyrgð- ina. ekki verkafólkið. Aldrei hafa menn verið jafn sammála o'g nú um brýna nauðsyn baráttunnar. Áróður atvinnurekenda, sem þeir láta blöð sín flytja dag- lega, að verkamenn vilji ekki samninga, þeir vilji bara verkföll, sá áróður dettur dauður niður. Stað- reyndin er þveröfug. Þjóðfélagsaðstæðurnar eru þær, að atvinnurekendur hafa ríkisvaldið í hendi sinni. Ríkisvald sem er fjandsamlegt vinnandi fólki á fslandi. En verkafólkið, alþýðu- heimiiin. hafa samt.ök sín. eiti að treysta á. Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög, og þau samtök eru máttug ef þau beita sér. Að lokum vil ég segja. það að ef atvinnurekendur og og ríkisstjórnin neyða verk- lýðssamtökin til átaka þi á það að koir.a niðirr á beím sjálfum, ekki verka- fólkinu. i ■ ...........................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.