Þjóðviljinn - 22.04.1961, Side 10
BJ — ÓSKASTUNDIN
ÓSKASTUNDIN — (3
C
RAGGA
DETTUR
RÁÐ í HUG
Framh. af 1, síðu.
hvað ætlarðu að gera
við það?“
..Ég ætla að" nota það
'fvrir gal-bygg“, sagði
Raggi.
,..Gal-bygg! Hvað er nú
það?“ sagði afi.
Raggi setti stólinn und-
ir tre rétt hjá hæsna-
.stíunni. Hann fór upp
á stólinn, baðaði út
handleggjunum, teygði úr
hálsinum og reyndi að
gala eins og Séra Jón.
Séra Jón hlustaði.
Hann velti vöngum svo-
litla stund, en svo hljóp
hann að kassanum sín-
um. Hann þandi út
vængina, teygði úr háls-
inum og svaraði ..OO-OÚ
OO-Ú, OOOOÓ!“
..Gamli. góði Séra Jón“,
sagði Raggi. ..Hérna er
ein lúka af byggi handa
þér“.
Séra Jón hoppaði of-
an af kassanum. Hann
kallaði: ,,Klú, klú, klú“.
á hænurnar sínar. Þær
komu hlaupandi til þess
að tína kornið, en allra
síðasta kornið át Séra
Jón sjálfur.
Eftir þetta fór Raggi á
hverjum degi upp á stól-
inn undir trénu og gal-
aði: OOO-Ú. OO-Ú, OOO
OOÚ!“ í hvert sinn, sem
Séra Jón hevrði það kom
hann hlaupandi, ílaug
beint upp á kassann og
svaraði galinu. Raggi gaf
honum lúkufvlli af byggi
og hann kallaði á hæn-
urnar sínar til að tína
það.
Dag nokkurn ákvað afi.
að bezi- væri að hreinsa
til hjá hænsnunum.
Fyrst sprautaði hann
sótthreinsandi efni yfir
alla veggina, Síðan hjálp-
aði Raggi honum til að
kalkþvo þá. Þeir voru
að raka inni í hænsna-
girðingunni þegar amma
kallaði á þá í matinn.
..Við ljúkum við þetta
eftir matinn“. sagði afi.
Afi setti hrífuna við
hi:ðið til að halda þvi
aftur, það tók' því ekki
að binda hliðið aftur
þessa stuttu stund.
Vindurinn felldi hríf-
una og hliðið opnaðist.
Þegar aíi og Raggi komu
út var Séra Jón með
hænurnar sínar í garð-
inum.
,,Við verðum að reka
þær inn i girðinguna“,
sagði afi.. Afi og Raggi
fóru að reka hænurnar
inn í girðinguna, en þær
blupu sitt í hvora átt-
ina. Ein hænan hljóp
meira að segja beint á
afa svo hann var nærri
dottinn.
..Kallaðu á örrtmu t:l
að hjálpa okkur“, sagði
aíi.
Þá datt Ragga ráð í
hug. Hann hljóp að gai-
-tólnum. " Hann veifaði
handleggjunum teygði úr
Framh. á 4. síðu.
þegar
L I T L I
B R Ó Ð I R
S Ö N G
Það var á sunnudegi
og allt fólkið var að
drekka eftirmiðdagskaff-
ið. Afi og amma voru, í
heimsókn og líka frændi
með konuna sína. Það
var sem sé margt fólk
og mikið um að vera, að
minnsta kosti gaf eng-
inn sér tíma til þess að
tala við litla bróður.
Náttúrlega heilsuðu afi
og amma honum, þegar
þau komu, og sögðu að
hann væri ósköp stór.
Það var auðvitað miög
gaman og litli bróðir
spígsporaði um gólfið og
rak bumbuna út í loft-
ið svo allir sæu hvað
hún var stór. En þá kom
mamma með kaffið, og
enginn mátti lengur vera
að því að tala við hann.
SKRIFTARKEFPNIN
Framhald af 4. síðu.
Siglufirði sé mjög góð-
ur skriftarkennari. Enn-
fremur höfum við tekið
eftir því, að allir Sigl-
firðingarnir. sem skrifa
okkur skrifa formskrift.
Okkur þætti gaman að
því. ef einhver þeirra
skrifaði okkur og seffði
frá: Skriftartima í skól-
anum.
Litli bróð r söng af öll-
um kriiftum
Allt í einu stillti litli
bróðir sér upp á miðju
gólfi og sagði: ,,Ég kann
að syngja. Ég kann
margar vísur. Á ég að
syngja fyrir ykkur?“
Mamma sagði þá: ,,Já.
gerðu það, leyfðu afa og
ömmu að heyra hvað
þú syngur ljómandi vel“.
Þetta átti nú við dreng-
inn. Hann varð enn
hreyknari og ánægðari
með sjálfan sig. Þarna
stóð , hann gleiður á
miðju gólfi og byrjaði
að syngja af öllurn
kröftum;
Tunglið má ekki taka
hann Óla
til sín uop í himnarann.
Þá fer hún mamma að
gráta og góla
og gerir hann pabba
sturlaðan.
Litli bróðir söng ákaf-
lega hátt og dró seimin
á sumum orðum. en
hvergi var vottur af
nokkru lagi.
Fyrst steinþögnuðu all-
ir og' hörfðu alvaklegir
á söngvarann, en hantr
teygði svo skrítilega úr
crðunum og var svo há-
tíðlegur á svipinn að all-
ir fóru : að hlæja. Litli
bróðir hætti að syngja ög-
horfði á íólkið hlæja, en
=vo leit hann á mömmu
sína. Þarna sat mamma,
serrt var nýbúin að segja,
að hann syngi svo ljórn-
andi vel, og hló mest af
öllum.
Litli bróðir rak upp
ógurlegt öskur og réðist
á mömmu sína . Kaffi-
bolinn fór um koll og
kaffið skvettist yfir
kjó’inn hennar, en litli
bróðlr tók ekki eftir þvL
Hann var svo reiður, að
hann lamdi mömmu sína
og sagði í s'fellu: ,,Þú
ert ljót, mamma, þú mátt
ekki hlæja“.
Mamma tók harn í
fangið og reyndi að
sansa hann. en litli bróð-
ir fór að gráta. þegar
honum rann reiðin. Síð-
an vill hann ekki syngja.
Litli bróðir fór að
gráta.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. apríl 1961
leikar 24:13 fyrir Ármann, en
þá tók KFR góðan sprett og
þegar 2 mín. voru til leiksloka
stóðu leikar 24:24, en leiknum
lauk með sigri KFR 30:24. í
síðari hálfleik tók Ármann að
jafna bilið og þegar 7 mín. voru
eftir af síðari hálfleik stóðu
leikar 38:38!
Þannig hélt þetta áfram og
Haniknattlsikur
Tramhald af 9. síðu '
á 60 mín.
Hvorugt liðið var skipað
beztu mönnum er þau hafa yfir
að ráða. Flest mörk fyrir Þrótt
skoraði Axel Axelsson, 12.
í kvöld heldur mótið áfram
og verða eingöngu leiknir úr-
slítaleikir.. Þau félög er hafa
komist í úrslit eru:
2. fl. kv. A. FII — Fram
3. fl. k. B. Ármann — Fram
3. fl. k. A. Fíl — Valur
2. fl. k. A. FH — Víkingur
1. fl. k. Þróltur — Fram
Ekki er að efast um, að leik-
ir þessir verða jafnir og
skemmtilegir.
Á sunnudagskvöldið iýkur svo
þessu 22. Ilandknattleiksmóti
Islands með þyí að Reykjavíkur-
og íslandsmeistarar frá 1560
leika saman, en það er í M.fl.
kv. KR — Ármann og M.fl. k.
FH — Fram og er það hreinn
úrslitaleikur. Að leikjum þess-
um loknum verða veitt verð-
laun í Sjálfstæðishúsinu, nema
í yngri flokkunum, en þau verða
veitt að Hálogalandi.
1 vegnaði ýmsum betur. 45:45
mátti sjá á skránni, 48:48, 52:52
og örstutt til leiksloka, 54:54,
og nokkrar sek. eftir en þá tekst
KFR að skora svo úrslitin verða
56:54 fyrir þá.
Leikurinn var því mjög fjör-
ugur og skemmtilegur og spenn-
ingur rnikill, sérstaklega síðast.
Samt er það svo að bæði liðin
geta meira en þau sýndu hvað
leik snertir. Þó voru hjá báð-
um góðir leikkaflar. Ármenn-
ingar dreifðu ekki nóg leiknum.
og fengu því ekki eins frjálst
rúm við körfuna, og hefði það
getáð breytt miklu.
Bezti maðurinn í liði KFR
var Einar Matthíasson. Ingi
Þorsteinsson var einnig ágætur
og traustur leikmaður.
í liði Ármanns var Hörður
Kristinsson beztur, Davíð Jóns-
;on og Ingvar áttu einnig góðan
leik.
Þeir sem skoruðu flest stig
fyrir KFR voru Einar Matthí-
asson 27, Marinó Sveinsson 11
og Ingi Þorsteinsson 8. Fyrir
Ármann: Hörður Kristinsson 16,
Davíð Jónsson og Ingvar Sig-
urbj. 13 hyor.
Ármann fékk 23 villur og einn
mann útaf, en KFR 22 villur og
2 menn útaf.
Dómarar voru Viðnr Iljartar-
son og Þórir Arinbjarnar, Og
dæmdu allsæmilega.
Á morgun fara fram tveir
leikir sem geía haft mikla þýð-
inga fyrir úrslit mótsins en þeir
eru: Meiistaraf’okkur KFR og
ÍS, fyrri leikur og síðan Ármann
og ÍR.
ORÐSENDING
Tillögur þær sem bárust í hugmyndasamkeppni um
kirkju að Mosfelli í Mosfellssveit verða sýndar í
dag frá kl. 2 til 6 og á morgun, sunnudag, á sama
tíma.
Byggingarþjónustan að Laugavegi 18a.
fer til Ólafsvíkur, Grundar-
fjarðar, Stykkishólms og
Skarðsstöðvar hinn 27. þ.m.
Tekið á móti flutningi á
mánudag og árdegis á
þriðjudag.
Farseðlar seld'r á miðviku-
dag.
SPILAKVdLD
Spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs í
kvöld og hefst hún kl. 9.
í~
Dansað til kl. 2.
Allir velkomn'r. Fjölmennið.
N E F N D I N .
Hagkvæm kanp
Vegna hrottflutnings er t:l
sölu Pfaff sik sak sauma-
vél í tösku og Union special
hraðsaumavél og einnig sem
nýr kelvinator 'ísskápur, 8
kúbikfet.
Upplýsíftga:' í síma 82482.
'Vantar fólk (unglinga eð
fullorðna) til innheimtu-
starfa.
Ágæt aukavinna.
Upplýsingar í síma 24666 í
Þverholti 4.
ELDHÚSBÓKIN.
Áburðarverksmiðjan h.f. óskar eftir tilboðum í að
losa og aka brott jarðvegi vegna byggingar nýrrar
birgðageymslu. Lýsingar á verkinu og skiimála má.
vitja á skrifstofu Áburðarverksmiðjunnar h.f. í
Gufunesi eftir hádegi þriðjudaginn 25. apríl n.k.
Réttur er áskilinn til þess að taka livaða tilhoði,
sem berast kann; eða hafna öllum.
Áburðarverksmiðjan Ii.f.
Vill ráða nú þegar vacian skrifstofumann og skrif-
stofustúlku. Upplýsingar í síma 2300 Akureyri.
H.