Þjóðviljinn - 06.05.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN (5 Ferð Shepards upp i háloftin Enda þótt því verði ekki niót- mælt, að Bandaríkjamenn hafi náð merkilegum áíanga í geim- rannsóknum si|num meðl tsrðt Shepards sjóliðsforingja upp í hóloftin, verður að vekja at- hygli á þeirri staðreynd, að flug' hans er alls ekki sambærilegt við geimferð Gagaríns majórs og Bandaríkjamenn eiga enn langa leið fyrir höndum áður en þeir geta gert sér vonir um að standa Sovétríkjunum á sporði í geimvísindum. f>að er þannig næsta hæpið að kalla Shepard „fyrsta banda- ríska geimfarann“, eins og gert hefur verið hvað eftir annað í biöðum og útvarpi síðustu daga. Það er ekki hægt að tala um ,,geimferð“ nema a.m.k. sé átt vi§ ferð á braut umhverfis jörðu, enda hefur sá skilningur ævinlega verið lagður í orðið. Gagarín majór fór slíka ferð, en Shepard sjóiiðsforingi ekki. Hann fór ekki á braut umhverf- is jörðu, heldur aðeins á „kúlu- braut“ (ballistíska braut) eins og sérhvert skeyti fer sem ekki nær hinum svonefnda fyrsta geimhraða sem í námunda við jörðina er um 8 km á sekúndu, eða tæpir 29.000 km á klukku- stund. Hraði hylkisins sem Shepard var í varð ekki meiri en 8.160 km á klukkustund, eða aðeins rúmlega þriðji hluti nauðsyn- legs brautarhraða. Það er einn- ig á takmörkum að hægt sé að segja að hylkið hafi ílutt hann út í geiminn, ef með því er átt við, að hann hafi farið út fyr- ir gufuhvoif jarðar. Nú er það að vísu skilgreiningaratriði hvar telja skuli að gufuhvolfið „endi“ og hvar geimrúmið taki við, en gufuhvolfið telst þó ná út í 185 km íjarlægð frá jörðu. Það er miklu nær sanni að segja að Shepard hafi komizt lengst allra Bandaríkjamanna upp í háloftin og má þó ekki gleyma því að aðrir landar hans hafa komizt í um 50 km hæð í loítbelg og rúmlega það í tilraunaflugvél- inni x-15 (fyrir hálfum mánuði) Og náði sú flugvél hraða sem var rúmur helmingur af hraða Atómvopna tilraunir á ný i LJSA Batidaríkjamenn munu vænt- anlega hefja tilraunir með kjamorkuvopn á ný irman 3—6 mánaða, segir í skýrslu 'kjarnorkumálanefndar Banda- ríkjanna til Bandaríkjaþings. Vissar tilraunir var'ðandi á- hrifamátfr kjarnavopna verða e.t.v. hafnar miklu fyrr. í skýrslunni er sagt frá því, að enda þótt stórvægilegar til- raurr.r með kiarnavopn hafi ekki verið gerðar um langt skeið, þá sé tilraunum stöðugt haldið áfram í tilraunastofum. Á slíkan hátt er hægt að gera tilraunir með kjarnavopn að vissu leyti þótt í smáum stíl sé. hyikisíris sem bar Shepard (um 4.400 km/klst.) Þegar þetta er haít í huga verður skiljanlegt að banda- r'skir vísindamenn hafa verið vántrúaðir á að tilraun eins og sú sem gerð var í gær væri til mikils gagns, enda mun það sannast sagná að henni var íyrst og fremst ætlað að hressa svo- lítið upp- á álit (og sjálfsálit) Bandaríkjamanna eftir það áfall sem fyrstu spútnikarnir urðu þeim. Tilraunin sem gerð var í gær á sér nokkurn aðdraganda. Það var í apríl 1958, hálfu ári eftir að fyrsti spútnikinn fór á braut, að þýzki eldílaugafræðingurinn skotið lifandi veru á kúlubraut langt upp í háloítin og náð henni niður heilli á húfi. Til- raunin í gær er aðeins frekari sönnun þess, og skal þá jafn- framt haft í huga að í Sovét- ríkjunum hafa undanfarin ár verið gerðar íjölmargar tilraun- ir af sama tagi, enda voru þær nauðsynlegur undirbúningur undir ferð Gagaríns. Það er ekki talið áð Banda- ríkjamenn rnuni geta skotið manni á braut umhverfis jörðu fyrr en einhverntíma • seint á þessu ári. og hin • vel heppnaða tilraun i gær breytir engu um það. Eldflaugin sem þera á hinn fyrsta eiginlega bandaríska Kðna skctið 184 km frá jörðu Xeikningin sem er frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sýnir vel „kúlubrautina“ sein hylkið fór með Shepard sjóliðs- fcringja. Wernher von Braun lagði fyrir eina af nefndum Bandaríkja- þings tillögu úm að skjóta manni á ,,kúlubraut“ með Redstone- eldflaug sem hann hafði stjórn- að smíði á, Þessari tillögu von Brauns var í fyrstu hafnað og Hugh Dryden, s'ðar aðstoðar- framkvæmdastjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, hafði um hana þau orð, að hún væri „sambærileg við það að skjóta ungri ^túlku úr fallbyssu“, en það var eitt sinn vinsælt sirkusnúmer. í nóvembér 1958 ákváðu Bandaríkjamenn að léggja meg- ináherzlu á það í geimrannsókn- um sínum að koma manni á braut umhverfis jörðu og var sú áætlun kölluð Mercury. Skömmu eftir að hafizt var handa um framkvæmd hennar var tillaga von Brauns um kúlubrautarferð aftur, athuguð og ákveðið að framkvæma hana innan vébanda Mercury-áætlun- arinnar, vegna þess að með því móti var talið að mestar líkur væru á að Bandaríkin gætu orð- ið á undan ^ovétríkjunum á ein- hverju sviði geimrannsókna. Framkvæmdin reyndist þó erf- iðari en búlzt hafði verið við. Von Braun hafði’talið að eitt ár myndi nægja, en það íór á aðra leið. í fyrstu var ætlunin að koma apa á kúlubraut upp í háloftin í nóvember 1959, en manni í marz 1960, en apinn (sjimpansi sem kallaður var Ham) komst fyrst á loft 31. janúar s.l. og Shepard sem sagt ekki fyrr en. i gær. Með tilraun- inni 31. janúar höfðu Banda- ríkjamenn sannað að þeir gætu geimfara á loft verður af allt annarri gerð en Redstone-eld- flaugin sem notuð var í gær. Redstone-eldflaugin, hinn trausti ,,dráttarklár“ bandarískra geim- vásinda hingað til, var upphaf- lega ekki ætluð til neinna geim- ferða, enda þegar úrelt. Það verður Atlas-eldflaug sem not- uð verður við hina eiginlegu geimferð, — af sömu gerð og sú $em sprengja varð í loft upp á Canaveralhöfða íyrir rúmum hálfum mónuði. ás. Framhald af 1. siðu samanburði við geimferð Gaga- ríns : í fyrra mánuði. Kennedy forseíi segir að þessi velheppn- aða tilraun sé mikil uppörvun fyrir bandaríska vísindamenn og hljóti að hvetja þá til frekari afreka. Talsmaður sovézka sendi- ráðsins í London sagði í gær, að Sovétríkin hefðu náð þessu stigi i geimferðum fyrir mörg- um árum. Fréttaritari AFP- fréttastofunnar í Moskvu, Ed- mond Marco, sagði að í Sov- étríkjunum tækju menn frétt- inni með ánægju en jafnframt nokkru yfirlæti. Almennirgur í Sovétríkjunum telji þetta að- eins sönnun fyrir því að Banda- ríkjamenn standi sovézkum vísindamönnum lcngt að baki í geimferðum og geimsiglinga- tækni. Sovétmönnum sé enn ríkt 'í huga geimferðalag Gaga- ríns á 89 mínútum umhverfis jörðina 12. apríl sl. Þeir viður- ketini engan sem geimfara nema að hann fari a.m.k. einu sinni í kringum jörðina úti i geimnum. Brezkir vísindamern hafa viðui'kennt miklar framfarir starfsbræðra í Bandaríkjunum, en segja að afrekið sé smá- munir í samanburði við geim- ferðir Rússa. Dýr ferð Þetta skot mannaðrar eld- flaugar npp I háloftin er ár- angurinn af hálfs annars árs starfi bandariskra vísinda- manna, er< það starf lxefur kost- að hvorki meira né minna en 400 milljónir dollai’a (rúmlega 15 milljarða ísl. króna). Shepard fær sjöunda hlut- ann af hálfri milljón dollara, sem vikublaðið ,,Life“ ætlar að borga hinum sjö útvöldu mönnum til geimferða i USA fyrir endurminningar þeirra. Sovézki geimsiglingafræðing- urinn Pokrovskí sagði í við- tali við fréttaritara AFP í kvöld að hann áliti að Banda- ríkjamenn þurfi enn tvö ár til þess áð undirbúa ferð mannaðs geimfars í kringum jörðina. Tilraunin sem gerð var í dcg, væri svipuð og sovézkir v'isinda- menn gerðu i júlímánuði 1859. þegar þeir skutu á lo.ft ge‘m» flaug í álíka hæð með dýr inn- anborðs, sem öll komu, heil á húfi aftúr .til jai’ðar. Portúgalskir herflokkar hafa skotið til bana þús- undir blökkumanna í ný- lendunni Angóla í Afríku i hefndarskyni fyrir árás uppreisnarmanna í Angóla á hvíta landnema í landinu, segir brezkur trúboði, sem kom til London s.l. þriðju- dag eftir 20 ára dvöl í Ang- óla. Trúboðinn, séra Clifford J. Parsons, segir að undanfarið hafi ríkt slíkt ,,hatursástand“ í Angóla, að hann hafi aldrei kymst öðru eins öll þau ár sem hann hefur starfað þar. Presturinn segir að afrískir uppreisnarmenn hafi ráðist á búgarða portúgalskra land- nema með hnífum og barefl- um og drepið bæði karlmenn konur og börn. En hefndar- ráðstafanir portúgölsku yfir- valdanna séu margfalt grimmd- arlegri og cmannúðlegri. ,,Á hveri’i nóttu ryðjast portúgalskir hermenn inn í kofa, hús og byggðahverfi inn- fæddra. Hermennirnir smala lxinum innfæddu, bæði fullorðn- um og börnum, út á göturr,- ar eða opin svæði og brytja fólkið niður“, sagði presturinn. Portúgölsku yfirvöldin sýna dæmalaust grimmdaræði líka gagnvart þeim sem fremja meinlaus brot gegn hinum ströngu lögum nýlenduyfirvald- anna. Ncgrum er hengt fyrir smáyfirsjónir með því að bar- ir< eru 50 högg á hendur þeirra með þungum br.reflum. ,,Ég hef séð hendur þeirra eftir að þann- ig var búið að berja allt hold af þeim, segir séra Parsons. Má'verkið „Dansmær" (frá 1888) eftir Toulouse-Lautrec var fyrir skömmu selt á upp- boði í New York fyrir 80.000 dollara (rúmlega 3 millj. ísl. króna). Sá er keypti heitir George Friedland frá Phila- delphia: Teikning eftir Pieasso var á sa.ma uppboði se.d á 1.8 milljónir’krónur. Ráðamenn i brezka vélaiðn- aðinum eru orðnir óróiegir vegna innflutnings á sovézkri tegund rennebekkja til Bret- lands. Sovézki rennibekkur- inn kostar aðeins 1700. sterl- ingspund í innkaupi, en brezk- ir rennibekkir kosta ekki minna en 3000 pund innan- lands. Afgreiðslufrestur á sov- ézku framleiðslunni er aðcina einn mánuður, en 18—24 mán- uðir á þeirri brezku. Sovéf- menn framleiða rennibekkinni í fjölda.framleiðslu, þ.e. 14.00(1 stykki á ári. Brezkir fagmenn telja þá fullkomnustu vcrk- færi sem völ er á þéssarap tegundar í heiminum. Kennedy Bandar'kjaforseti hefur hafnað boði Janio Quadros Brasilíuforseta um að koma í heimsókn til Brasiliu. Segist Kennedy eiga svo ann- rikt vegna alvarlegs stjórn- málaástands. Qúadros toofur nýlega fordæmt lilutdeild Bandarikjamanna í árásinni á. Kúbu og áreitni USA í garð Kúbu. Jafnframt toét hann Kúbu stuðningi gegn banda- riskri heimsvaldastefnu. iRíkisstjórn allra Norður- ianda, nema íslands, sendu Sovétstjórninni hamingjuósk- ir ii tilefni fyrstu ferðai’ mannsins út í geiminn. 1 svar- skeyti til forstisráðherranná segir Krústjoff m.a. „Ég vona að þessi vel hepnaða tilraun sovézkra vísindamanna tákni ekki aðeins þýðingarmikinn skerf til rannsókna him'in- geimsins, heldur muni hún einnig tovetja alla menn til- að nota vísindin til að tryggja frið í öilum heimi. Samtals voru 2.034.329 af- brot framln í Vestur-Þýzka- landl og Vestur-Berlín árið 1960, segir í nýbirtum glæpa- skýrslum Bonnstjórnannnar. Miðað við 1959 er þetta aukn- ing um 83.219 glæpi eða 4.25%. i»að tókst að upplýs.a 65.5%, af þissum glæpmn en 67,3%> árið áður. Á hverja 190.000 íbúa voru framin 19 sjálfs- morö og gerðar auk þess 22 sálfsmorðstilraunir. Samtals voru framin 10.675 sjálfsmorð í landinu á árinu. l*ar af voru 6.783 karlmenn. Áður en rafeindaheili f Ov.ebec í Kanada var tekinn til formlegrar notkunar, áttí. toann til re.vnslu að þýða setn- inguna „Andinn er reiðubninn en holdið er veikt“ vir gríska frumtextanum yfir á eniku. Ötkoman varð þess.i: „Við mælum með Whisky en kjötið er ekki mjög gott“. TJm fimm og hálfa miiljóit króna kostaði að flytja do Laliders-höllina í þorpinu Loos-lez-Lille í Frkkklamli unt 60 metra vegalengd. 1 höll. þessari var Lúðvík kóngur XIV. nærri dauður 1657. Höll- in var flutt á 17 lágvögnum. Fyrsta daginn var aðeins far* ið með liana 60 cm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.