Þjóðviljinn - 17.05.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 17.05.1961, Side 4
'é) * ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. ma’í 1961 — Tafl- og Bridgeklúbbur Reykjavíkur á 10 ára afmæli aim bessar mundir. í tilefni af því efrdi klúbburinn til ,.Barometerkeppni“ um síð- ustu helgi. Spilað var í Sjó- mannaskólanum og keppnis- stjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson. Þegar þetta er skrifað eru þeir efstir Eggert Benónýsson og Sveinn Ingv- arsson frá • Bridgefélagi Reykjavíkur. Ég brá mér upþ í Sjcmanna- skóla á föstudagskvöldið ’i von um að’ fá spil í þáttinn og tók þá eftir eftírfarardi spili, sem var spil nr. 16 í keppn- inni. Staðan var a—v á hættu og vestur gaf. S: K-D-2 H: ekkert T: D-8-2 L: A-K-9-8-6-5-3 S: 5 H: A-K-10-7-5 T: 10-6-3 L: D-10-7-4 Jón Matthíasson 60 ára 7. maí s.l. S: G-4-3 H: 9-8-6-4-2 T: K-G-7-5 L: G „ S: A-10-9-8-7-6 H: D-G-3 T: A-9-4 L: 2 Tólf pör reyndu sex spaða tígli og eitt tromp að auki. Nú á þessi spil og tókst tveim- , iur sagnhöfum að vinna spil- ið, þó með aðstoð austurs og vesturs í bæði skiptin. Ann- ar sagnhafinn fékk út hjarta- (kóng og gaf hann. Er það mjög klók spilamenrr?ka. því ! að liggi spaðarnir þrír-einn, sem er ekki ólíklegt, þá má 1 borðið ekki styttast. En vest- ur var einnig á verði og hann spilaði strax á eftir hjartaás. Nú var ekki um annað að ræða en trompa og treysta á að trompin liggKtvö og tvö. •Síðan spilaði suður laufás og iágiaufi á eftir. Nú þótti austri tímabært að koma í björgunarsveitina og það gerði hann svikalaust með því að trompa í laufið. Eftir það var engin vörn til í spilinu. Hinn sagnhafinn fékk einn- ig út hjartakóng, sem hann afréð að trompa strax í íborði. Hann snilaði því næst laufaás og laufakóng. Austur (brenrdi spaðagosa í laufa- kónginn, og sagnhafi tromp- aði y.fir með ásnum. Hann spiiaði nú hjartadrottn- ingu, vestur lét ásinn og borð- ið trompaði. Sagnhafi tók síð- an öll trompin nema eitt og 1 hjartagosann. Endastaðan var áð iokum sú þegar fjögur spil . voru á hendi, að austur átti K-G-7-5 í tígli, suður A-9-4 'í spilaði suður tigulfjarka, vestur lét tíuna, borðið drottn- inguna og austur átti slaginn á kónginn Nú var slæmt að hafa ekki geymt eitt hjarta og austur varð að spila tígli til baka. Suður var fljótur að svína riíunni og þegar hún hélt átti hann afganginn. Hinn 7. maí sl. átti 60 ára afmæli Jón Matthiasson, Bjarg- hólastig 8, Kópavogi. Jón Matthíasson er fæddur 7. mai 1901 að Hvítanesi við Súðavík. Barn að aldri flutt- ist hann með móður sinni suð- ur í Guíudalssveit í Austur- Barðastrandasýslu. En í Gröf i Guíudalssveit ólst hann svo að mestu upp, og þar var heimili hans upp frá þvi til 42 ára ald- urs. Og var hann um mörg ár stoð og stytta heimilisins er fóstri hans var mjög farinn að heilsu og kröftum. en íóstri hans var maður mjög heilsu- veill mörg' hin síðari æviár og lczt á öndverðu ári 1943. Ekki naut Jón Matthíasson annarrar skólamenntunar en þeirrar mjög' svo yfirgripslitlu menntunar í heimahúsum er í þá daga var krafizt af börnum til .þess að ijá fullnaðarprófi fyrir fermingu. En þess duldist engum er einhver kvnni höiðu af drengn- um. enda þótt hann væri hlé- drægur mjög, að þar fóru sam- an námsgáfur góðar og ástund- unarsemi til lestrar og náms. svo og lipúrð, háttvlsi og prúð- mannjeg framkoma, ósamt samvizkusemi í hvívetna. Ganga þessar honum með- fæddu dyggðir sem rauður þráður í gegnum öll samskipti hans við samborgarana á lifs- ieiðinni. En því miður er það svo, að oft verður lítið úr góð- uni efnivið er rís úr jarðvegi íslenzkrar alþýðu sakir um- komuleysis og fátæktar, og er það illa farið. Eftir því sem ástæður leyfðu, þá aflaði Jón Matthíasson sér haldgóðrar sjálfsmenntunar í heimahúsum, sem hefur verið honum góð heimanfylgja á lífsleiðinni. Er ég þess vel minnugur frá æsku- og ung- lingsárum mínum heima í sveit inni, að eigi bar fundum okk- ar Nonna svo saman. að við ekki töluðum , um bókmenntir, skáldskap og listir, leið þá tim- inn harla íljótt, og dáði ég hvað Nonni skildi þetta allt svo miklu betur en ég, Er ungmennafélag vár stofn- að í Gufudalssveit 1928—’29, varð hann strax virkur þátttak andi í þeim félagskap. og um nokkurt árabil hafði hann veg og vanda af handskrifuðu blaði er gefið var út i sveitinni á vegum ungmennaíélagsins. Og var það verk af hans hálfu aí hendi leyst með prýði. Vorið 1943 flutti Jón Matt- híasson frá Gröf til Flateyjar ó Breiðafirði og hafði hann þar um nokkurt skeið á hendi póst-, og símaþjónustu ásamt fleiru. Eftir nokkurra , ára dvöl í Flatey flutti hann svo suður í Kópavog. Og hefur hann nú um all mörg ár verið starfs- maður hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. Giftur er Jón Matthíasson Guðrúnu Þórðardóttur frá Fit ó Barðaströnd, ágætri konu og eiga þau eina dóttur barna. Gamlir sveitungar og grannar Nonna frá Gröf óska honum og fjöiskyldu hans alls góðs árn- aðar á þessum tímamótum ævi hans, svo og margra og góðra iíídaga. Gamall granni Fimmtugur 5. maí: Maron Björnsson írá Siglufirði Hálfrar aldar afmæli átti heiðursmaðurinn Maron Björnsson 5. maí s.l. Segja má að slikt sé ekki í frásögu færandi, en mig langar til að biðja blaðið fyrir nokkur orð af því tilefni. — Afmælisbarnið var ekki að flíka þessum hátíðisdegi sín- um og hrein tilviljun var þess vandandi að nánustu fé- lagar hans og vinir heimsóttu ltann og árnuðu honum heilla. Kynni mín af Maron Björns- syni eru nokkuð löng. Við slitum barnaskónum milli fagurra fjalla í faðmi Siglu- fjarðar. Við áttum allmikla samleið í æsku. Hann var ó- þekkur unglingur, eða svo ' fannst okkur strákunum, sem vorúm nokkrum árum yngri og áttum heima á Siglufjarð- areyri. Hann var bakliabúi. Það var grcska í stráknum fyrir norðan, og oft var skipzt á skotum með sjóboltum á vetrum, en þegar voraði stóðu allir saman, þegar lögð var síld í tunnur og athafnalífið var í fullum blóma. Slík er æskusaga margra manna, sem alizt hafa upp við sjávarsíð- una. — Siglufjörður á margþætta sögu — og Maron Björnsson getur nú á þessum tímamót- um sir.ium litið björtum aug- um yfir liðna daga — liðin ár — svo mikinn þátt hefur hann átt í því að leggja góð- um og menntandi málefnum liðsinni sitt af fullum krafti. I 15 ár stóðum við saman í Karlakórnum Vísi, undin stjórn Þormóðs Eyjólfssonar; það var ánægjuleg samvinr.a. Ég var í „ruslakistunni" sem við söngfélagarnir nefndum svo, en hann söng fyrsta ten- ór. Oftast var þetta lcvöld- vinna, en fyrir kom að við höfðum æfingar söngbræðurn- ir kl. 7 að morgni ef mikið lá við Ég minnist þess í júlí- mánuði 1938, þegar núverandh konungshjón Danmerkur heimsóttu Siglufjörð í opin- berri heimsókn til landsins, að „Visir“ söng fyrir þau í hófi, sem haldið var þeim til laeið- urs þar. Sungnir voru íslenzk- ir, danskir og sænskir söng- var, sem vera bar — Mar- on var stillt lengst til hægri, í röðum okkar en á þeim stað var ekki nema valinn maður með fallega rödd. Má ég ekki taka svo til orða, að laann sé konunglegur söngvari. — Það var skarö fyrir skildi Framhald á 10. síðu. <?ii{]m!iiiii!iiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiimiiiii]i: imiimmmiiiiimi iiiiiiiiiiiimimmmimmiiiimimmiimmimmiiiHmii Húsmóðir við Breiðholtsveg hefur orðið í dag — tveir góðborgarar spilla gleði hátíðadags — hvers rná ekki vænta af afkvæmunum — vöru- bílstjóri sezt upp á fákinn — sendir tvær snotrar vísur. i Hér kemur bréf frá erha í dag. „Fyrsta maí síðastliðinn, að lokinni glæsilegri kröfu- göngu, varð mér og fjölskyldu , minni gengið inn á stjórpar- xáðsblettinn. Þetta er annars friðhelgur blettur hins hvíta húss, þar sem stjórnarherrar líta yíir að loknu dagsverki hinnar arAiasömu viðreisnar. Við fundum auðan blett i aliri fólksmergðinni og sett- umst niður til þdss að hlýða á ræðumenn. Sólskinið var ynd- islegt þennan dag og i brjósti okkar kviknaði von um betri kjör, þegar við fundum bar- áttuskap ræðumanna. En við hefðum getað fundið okkur betri stað, því að skammt írá okkur velti sér í spikinu einn af þessum borg- urum velsældarinnar og virt- ist hann hafa þann tilgang einan með nærvgru sinni að spilla hljóði fundarins. Annar góðborgari settist hjá þessurn vini sinum og spenntu þeir nú báðir radd- böndin. Þeir voru farnir að öskra þegar leið á fundinn og virt- ist orðaforði þeirra úr þessu blómstrandi orðaskrúði borgarapressunnar eins og kommadjöflar, rússadýrkend- ur, friðarspillar, múgæsinga- menn og þess háttar með við- eigandi tengiorðum og bur- geisahlátri. Já, — einskonar börsenhlátri peningafíílsk- unnar. Og þeir virtust slíemmta sér hið bezta yfir miður blíð- legum augnagotum, sem nær- staddir sendu þeim. Mér var hugsað til þessara íhaldsgesta, þegar ég var stödd niður við Mðibæjar- skóla á sunnudagskvöldið sjöunda maí á fundi her- námsandstæðinga. Að vísu voru skrílslæti fas- istaunganna nokkuð hávær- ari, en keimlík voru þau. Og hvar skyldu þessi af- sprengi íhaldsins hafa lært sína mannasiði, nerna hjá feðrum sínum. Ef til vill í fínu kokkteilboði, sem haldið hefur verið til heiðurs ein- hverjum bandarískum hers- höfðingja eða Georgi liðþjálfa eða bara venjulegum dáta sem hefur verið sVo litillátur að dúlla hjá dótturinni. Er þessi æpandi öskulýður, sú æska, sem á að erfa land- ið? En svo mun .aldrei verða þessu fólki eins og okkur til bóta. Sósíalisminn mun sigra og þá rénna upp þeir tímar. sem friður ríkir á jörðinni og hagsæld og menning fellur öllum í skaut.“ Þá hafa okkur borizt tvær snotrar vísur sprottnar upp í annríki daganna. Þessi vísnasmiður er vöru- bílstjóri, sem vinnur við vegagerð út á landi og hefur séð hinni hvítu dúfu bregða fyrir allt í einu og yfirgefið sitt trog og sezt á hinn tölt- mjúka fák hagmælskunnar og' fengið sér smásprett í vor- blíðunni. Þær fjalla um viðreisn: Viðreisnin oss veitt af náð, varað hefur nokkurt skeið, þykir mörgum þyrnum stráð, þessi kjarabóta leið. Launþegi þú líða skalt, ljúfur færa þína fórn. Braskarana umfram allt elska og þeirra ríkisstjórn. JIilIllllIIIIIIIIllllllllllIlllllllllllHIIIIIIHii IIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIII,I “

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.