Þjóðviljinn - 02.06.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1961, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. júní 1961 RéSning og kjör kennara Framhald af 7. síðu. M Matarliminn hefur verið ■ friðhelgur hjá öllum launastéttum jóðfélagsins og fyrir löngu er það kom- ið inn i flest launaákvæði að greiða hann tvöföldu kaupi, ef nauðsyn ber til að láta vinna hann. Vegna erfiðra starfsskil- yrða skólanna í stærri kaup- s:öðum, hefur víða orðið að gripa til þess ráðs að láta kenna í matartímanum. Hinn almenni kennari getur ekk- ert sagt við slíkri stunda- skrá, hann verður að vinna matartímann sem venjulega vinnustun 1. Hann fær enga aukagreiðslu fyrir hana, hvorki í peningum né með fækkun stunda yfir vikuna. Skyldustundum kennara á W viku er jafnað, að vísu oft misjafnt, á kennsludaga vikunnar, en þegar hann hef- ur lokið þeirri kennslu er stundaskráin ákveður þann daginn er vinnudegi hans lok- ið í skólanum. Nú er það ekki óalgengt að skólastjórar þurfi að biðja kennara um aukavinnu, ýmist dag og dag, eða jafnvel lengri tíma. Slík vinna er þá auðvitað eftirvinna, samkvæmt þeirri slundaskrá er hann hefur fengið. Nú vill svo einkennilega til að orðið „eftirvinna" fyrir- finnst ekki í lögum um laun kennara þó hinsvegar séu til ákvæði um eftirvinnu þeirra starfshópa sem eru í sama launaflokki. Slík eftirvinna kennara sem kominn er á full laun við 9 mánaða skóla er greidd með svonefndu stundakennarakaupi, en það á að vera, skv. sérákvæðum um kennara, sem næst '80% af, að því er virðist, þriðja árs launum við sama skóla, en er í raun og veru 27% lægra en það kaup, sem hann hefur unnið dagvinnuna á. Mun þetta vera algert eins- dæmi um kaupgrsiðslu fyrir eftirvinnu. Þætti sjálfsagt ýmsum nóg að vinna slíka vinnu á dagvinnukaupi, hvað þá he’ilur á mun lægra Bjóða lægri .. . Framhald af 7. síðu. Þess eru engin dæmi á þessu tímabili að verkafólk hafi sjálfkrafa fengið það sem því bar af vaxandi þjóðarfram- leiðslu. Áður en verkfallið hófst að þessu sinni var kaupmátt- ur tímakaupsins kominn nið- ur í 84 stig og orðinn lægri en nokkur dæmi eru til fyrr fdðan stríði lauk. Tilboð at- vinnurekenda og ríkisstjórn- ar um 6% kauphækkun hefði það í för með sér að kaup- máttur hækkaði upp í 89 stig að óbreyttu verðlagi. Hann væri engu að síður einu stigi lægri en hann var fyrir verk- föllin miklu 1955 — kjörin væru semsé lakari en þau voru áður en verkalýðshreyf- ingin ta’iii sig nauðbeygða til að heyja sína hörðustu bar- áttu! kaupi en þéir fá fyrir dag- vinnuna. - M Það er alltaf töluvert um W það, að skólarnir þurfi að ráða til sín nokkra lausa- vinnumenn, þ.e. stundakenn- ara, er kenna allt frá nokkr- um slundum upp í fulla kennsluviku eða jafnvel meira, þó oftasl þannig, að kennslustundir þeirra eru fastákveðnar. Sér í flokki eru svonefndir forfallakennarar, sem siundum hafa aðeins ör- fáar, eða jafnvel enga fasta vinnustund á viku, en verða að hlýða kalli skólans og teljast starfsmenn hans, án þess að um nokkurt lífvæn- legt atvinnuöryg^i sé að ræða. Að v.'su getur hlaupið svo blessunarlega á snærið fyrir slíkum mönnum, að einhver hinna föstu kennara forfallist frá starfi um lengri tíma, og sannast þá hið forn- kveðna að eins dauði er annars brauð, nema hvað fasli kennarinn missir ekki í kaupi þótt hann veikist um stundarsakir, en forfallakenn- arinn fær aðeins greidda unna vinnustund. Er raunar furðulegt að hægt skuli vera að fá menn til siarfa með þvilíkum skilyrðum, en vonin um fasta stöðu seinna. við skólann leiðir menn út í að taka slíkum kjörum. Hinn fasli stundakennari hefur þó- það öryggi fram yfir forfallakennarann, að hann missi'r ekki kaup, þótt hann veikist um stundarsak- ir. Sú lausavinna, er skólamir þannig kaupa er greidd skv. 32. grein launalaganna, en þar ssgir: ,,Laun stundakennara skulu ákveðin með reglugerð, er kennslumálaráðherra setur, og vera sem næst 80% af launum fastra kennara ' við þá skóla, er þeir starfa við, miðað við fullan kennslu- stundafjölda hjá báðum“. Þetta mun eina dæmið um það, að tímavinna sé greidd lægra kaupi, en það mán- aðarkaup er gildir í viðkom- andi starfsstétt, og það er sjálft ríkisvaldið ér setur þetta ákvæði. En laun stundakennara ná ekki einu sinni þessu lág- markisákvæði. Þau geta í hæsta lagi orðið 73,1% af fullum launum kennara við 9 mánaða skóla, miðað við sama vinnustundaf jölda hjá báðum og falli enginn starfs- dagur úr hjá skólanum. 7Stundakennari við 9 mánaða skóla er starfs- maður r'kisins aðeins þann tíma, er skólinn starfar. Hann hefur unnið, sem hver annar tímavinnumaður og þar sem atvinnurekandinn getur ekki veiít honum orlof á starfs- tímanum, ber honum að greiða or'ofsfé á tímakaupið. Þetta mun giHa um alla tímavinnu lausráðinna manna í öllum launastéttum.enda á- kvæðj um það í orlofslögun- um. Hinsvegar greið:r ríkis- valdið ekki orlof á tímakaup stundakennara né nein fríð- indi er komi í þess stað. Þó munu ekki vera nein lög er banni að greiða stundakenn- urum orlof, né heldur nein ákvæði er skerði rétt þeirra til orlófs, það er aðeins ekki greilt. Þótt stundakennari hafi ár- um saman unnið því sem næsl fulla kennslu, er hann rétí’aus bæði gagnvart líf- eyrissjóði og byggingarlánum kennara. Dæmi eru nokkur um það, að kennarar hafi ver- ið allt að 10 ár stundakenn- arar með fullan starfstíma, en sá tími reiknast ekki lil eftirlauna. Það getivr munað um þótt minna sé, er hallasl á æfidagana. Að lokum svo það, að hvorki forfalla né stunda- kennarar hafa nokkttð öryggi um s’iarf frá ári til árs. Það kemur í ljcs á hverju hausti, hver alvinnuvonin verður yf- ir vcturinn. 8Það er orðin viðtekin venja, bæði til sjáva’r og sveita, að alvinnurekendur greiði ferðakostnað ráðinna starfsmanna, a.m.k. aðra leiðina. Það er og einnig mikið um það, að vinni menn fjarri heimilum sínum, svo nokkvu nemi, greiðir alvinnu- rekandinn ýmsan aukakostn- að, -er af því leiðir. Barnakennarar, er fara í kenns1u á haustin, í hin ýmsu fræðsluhéruð, verða sjálfir að bera allan kostnað er af því leiðir. Sé um fjölskyldumenn að ræða, er ráðast nýir í starf, hafa þeir sjaldnast. nokkurt teljandi öryggi fyrir því, að það verði til frambúðar, jafn- vel þótt þeir sjálfir vildu. þeir geta því varla flutzt bú- ferlum á fyrsta ári. Til þess er æPazt af föst- um kennurum, að þeir sæki þau námskeið, sem haldin eru á vegum fræðslumálastjórn- arinnar eða af námsstjórum hennar. Margir eiga um lang- an veg að sækja á slík nám- skeið, en þeir verða sjálfir að kosta jafnt ferðirnar sem uppihald og annað það er til útgjalda verður í sambandi við slík námskeið. Mun slík kvöð ekki vera lögð á neina aðra launastétt ríkisins. Hinsvcgar munu kennara- samtökin sjálf hafa komið sér upp einhverjum sjóði til þess að greiða hluta af ferðakostnaði í sambandi við uppeldis- og fulltrúaþing, en það fé fengið með greiðslu kennaranna sjálfra til stétt- arfélaga sinna. Þótt. skólar séu vel búnir að tækjum, ér það nú svo að kennurum er brýn nauðsyn á að eiga ýms tæki sjálfir, því betra, sem þeir hafa meiri möguleika á að afla sér elíkra tækja. Kennslutæki eru yfirleitt dýr, og reynist mörgum erf- itt að afla sér þeirra, en engan styrk, né lánveitingu í neinni mynd er hægt að fá af hendi ríkisvaldsins til slíkra hluta(^ Kennarinn fær sem sagt sín árslaun, eftir því við hvaða skóla hann ér, og ekkert þar fram yfir. Eg skal reyna að renna stoðum undir í næsta kafla að þetta sé rétt með því að athuga hin ýmsu friðindi ríkissta’rfsmanna og hin ein- stæðu búdrýgindi kennara. Bæjarpósiurinn Framh. aí i. síðu um sínum og þær> tylla sér báðar á tærnar og kíkja svona inn í bílinn og önn- ur segir með leiftrandi að- dáun í bláum augum og mærir kóng sinn hástöfum, þegar bíllinn sígu’r hjá í ró- legheitum. „Mikið er hann sætur‘. „En þetta er nú bara' ekki kóngurinn“, segi ég. „Þetta er lögreglustjórinn í Réykjavík." Þá urðu vinkonu’r mínar skrítnar á svipinn." En brátt sést hilla undir konungsbifreiðina, sem kemur hægt, og tignarlega upp á bunguna og það er eins og hún ætli aldrei að geta skriðið yfir og hin dýr’.ega lokastund nálgast. Þá skeður nokkuð ægi- legt. Smáupphlaup Verður fyrir aftan okkur cg þrír stráka- bjálfar ryðjast í gegnum mannþröngina æstir að sjá sinn kóng og hlaupa út á götuna og stilla sér einmiit fyrir framan vinkonur mín- ar og þær sjá ekki glóru. Önnu’r byrjar að damla fánanum í rassinn á einum og er ógurlega æst og sár og reið. En þéir standa sem fast- ast og hreyfa sig hvergi og billinn líður hjá eins og ekk- ert sé eins sjálfsagl í heim- inum, því að allt ér nú einu sinni á hreyfingu. Þær eru báðar máttlausar af örvæntingu og sú minni er búin að setja upp skeifu. „En ég sá ekki kónginn", segir hún sárbrostinni röddu. Og hún tekur norska fán- ann og sveiflar honum yfir höfuð sér og fleygir honum síðan í gotuna og æpir út í mannfjöldan. „Hvar er kóngurinn.“ Og sú eld'ri hrífst af þess- ari mikilfenglegu stemmn- ingu systur sinnar og æpir nú l'ka. „Ég heimta að byrjað sé upp á nýtt.“ Það fór ekki á milli mála, að okkur var veitt athj'gli og ég segi við vinkonur mínar og 'rejmi að sefa reiði þeirra. „Við skulum fara og kaupa okkur ís“, og það gerðum við og ísinn sló á hið heita skap og við löbb- uðum inn í Austurstræti og stönzuðum fy'rir framan einn búðargluggann. Þarna skörtuðu þrjár lit- myndir af kónginum og við horfðum á þennan mikla kóng. „Mikið er hann fínn“, segir sú minni dapurlega. ,,Ég hugsa að þetta sé góður kóngur." A Lagt er ríkt á vlð a’la sem safna ur.dirskriftum , undir kröfu Samtaka hernámsand- stæðinga að hafa samband við skrifstofuna í Mjóstræti 3, annarri hæð. Þar er opið alla daga kl. 9 til 22, símar 2-36-47 og 2-47-01. k Þeir ssm selja happdrætlis- miða fyrir samtökin eru beðn- ir að gera skil sem örast. Áfek í Tokl® Tokio 31/5 (NTB—AFP) — 4000 stúdentar efndu til mikill- ar fjcldagöngu í Tokio í dag til að mótmæla auknum fjár- veitingum til liernáðarþarfa, og hersetu Bandaríkjamanra. Þetta vom mestu fjöldagöng- ur í Japan síðan 'i fyrra er Eisenhower Bandaríkjaforseti var neyddur til að hætta við heimsókn sína þangað. Víða sló í brýnu milli lög- reglu og stúdenta og slösú'ðiist samtals 78 manns. Par'ís 31/5 — Maurie Challe og André Zeller, fyrrverandi hers- hcfðingjar sem voru for- sprakkar í uppreisn hægrisinn- aðra lierforingja í Als'r í fyrra mánuði, voru í dag dæmdir af sérstökum herrétti í Paris. Þeir voru báðir dæmdir til 15 ára hegningarvinnu. VIÐTÆKJASALA Hafnarstræti 7, Ullargarn við allra hæfi | Lister’s Lavender Prjónagarn . • Tuckygarn Nakergarn Carogarn Golfgarn i Bandprjónar Smurt brauð snittur iifctfÍl Trúlofunarhringlr, stein- hringir, hálsmcn, 14 og 18 kt. gull. MIÐGARÐUR I ÞÓRSGÖTU 1. Saumavélaviðgerðir fyrir þá vandlátu. Sylgja, Laufásvegi 19. - Sími 1-26-56.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.