Þjóðviljinn - 08.07.1961, Qupperneq 5
Laugardagur 8. júlí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5
BrazzaviUe 7/7 — Stjórn S-
Afrílni hefur hótað að hand-
taka fulltrúa í nefnd þeirri sem
Sameinuðu þjóðimar hafa skip-
að til að rannsaka ástandið í
nýlendu hennar Suðvestur.
Afríku.
Nefndarmenn hafa dvalizt
hér í nokkra daga, en fóru ár-
degis í dag áleiðis til Salisbury
í Norður-Rhodesíu og ætla
þaðan til Betsjúanalands, sem
er brezk nýlenda. Þaðan er
ætlun 'þeirra að fara til Suð-
vestur-Afríku, en suðurafnska
stjómin hefur tilkynnt nefnd-
armönnum að þeir muni tekn-
ir höndum ef þeir reyni að
fara yfir landamærin án sér-
staks leyfis hennar, — og það
leyfi hefur hún ekki gefið enn.
Nefndarmenn hafa þegar
Járí Gagarín nu
boSið til London
Moskvu 7/7 — Sovézki geim-
farinn Júrí Gagarín fer til
London á næstunni, segir
Tass-fréttastofan. Honum er
boðið þangað af fyrirtæki sem
sér um mikla sovézka kaup-
stefnu sem hefet þar í dag.
Gagarín er nýkominn heim úr
ferð til Finnlands, en hann hef-
uf ferðazt um flest sósíalist-
ísku löndin og mun ætla til
Kúbu síðar í þessum mánuði
þar sem hann verður á þjóð-
hátíðardaginn 26. júlí.
aflað sér upplýsinga um ó-
fremdarástandið sem ríkir
Suðvestur-Afríku, en það er
svokállað „vemdarsvæði" sem
kom i hlut brezku krúnunnar,
eftir fyrri heimsstyrjöldina, en
þangað til var lanidið þýzk ný
lenda. Eftir algeran skilnað S-
Afríku við Bretland og úrsögn
hennar úr brezka samveldinu
liefur stjóm landsins ekki einu
sinni neina formlega heimild til
yfirráða í Suðvestur-Afríku.
Canaveralhöfða 7/7 — Banda-
ríkjamenn skutu í nótt eldflaug
af gerðinni Atlas frá tilrauna-
stöðinni á Canaveralhöfða og
fór 14.485 km og féll í hafið.
Marokkó styður
baráttu Serkja
Rabat 7/7 — Hassan konung-
ur annar ítrekaði í dag stuðn-
ing Marokkóbúa við frelsisbar-
áttu Serkja í Alsír. Hann gerði
þetta i sameiginlegri yfirlýs-
ingu sem gefin var út eftir
viðræður hans og Ferhat Abb-
as, forsætisráðherra serknesku
stjómarinnar.
KimHSung er
korniim heim
Moskvu 7/7 — Forsætisráð-
herra Norður-Kóreu, Kim II
Sung marskálkur fór árdegis
í dag heim að lokinni opinberri
heimsókn í Sovétrlkjunum, en
þar undirritaði liann samning
við Sovétríkin um samvinnu og
gagnkvæma aðstoð landanna.
Kim II Sung sagði við brott-
förina að samningurinn hefði
ómetanlega þýðingu fyrir N-
Kóreu og böndin sem tengdu
hana og Sovétríkin yrðu
traustari með hverjum degi.
Það þarf engan að undra þótt harðar deilur rísi um yfirráð yfir Kuwait við Persa-
flóa, Tenda þótt landið sé ein, samfelld eyðimörk: Fyrir fámn árum fundust þar ógrynni
olíu í jörðu, þær mestu olíulindir sem um getur, enda nú þcgar svo komið að á þessu
litla landsvæði eru nú framleidd 1,6 milljón föt af olíu á dag og það er orðið þriðji
mesti olíuframleiðandi heims, á eftir Bandaríkjunum og Venezúela. Það er einnig skilj-
anlegt að Bretar séu ófúsir að aísala sér yfirráðum þar, því að þaðan er runninn veru-
legur hluti af gjaldeyristekjum þeirra. Gcngisfall sterlingspundsins er talið óumflýjan-
legt ef olíugróðinn hætti að renna um London. — Myndin, er af olíuhreinsunarstöð í hafn-
arbæniun Mina-el-Alunedi í Kmvait.
Bandaríkjastjórn jótar
undanhafd gagnvart Kína
,,Íhugar" nú aS fallast á upptöku Kína I
SÞ, fái Formösa aS halda sœti sínu þar
Rœtt um tunglferð þriggja
manna frá Bandaríkjunum
Washington 7/7 — Bandaríkjastjórn staöfesti í gær-
kvöld að hún heföi nú til athugunar hvort fallizt skuli
á aö kínverska alþýöustjómin fái aöild aö Sameinuðu
þjóöunum.
Chicago 7/7 — Einn helzti
geimvísindamaður Bandarikj-
anna, dr. W. T. Olson, sagði
á frnidi með blaðamönnum hér
í gær, að fyrirætlunin um að
senda þrjá menn með geimfari
til tunglsins og heim aftur til
jarðar væri mesta verkefnið
sem Bandaríkin hefðu nokkum
tímann færzt í fang.
Olson sagði að ætlunin væri
að senda þrískipt geimfar til
tunglsins, en aðeins einn hluti
þess mun koma aft.ur til jarð-
ar. Ferðalagið á að taka hálf-
Aukin fjárveiting
USA til útlanda
Washington 7/7 — Kennedy
forseti fór fram á það við
Bandaríkjaþing í gær að það
yki fjárveitingar sínar til út-
landa á yfirstandandi fjárhags-
ári um 500 milljónir tdollara.
Verði þingið við þeim tilmæl-
um mun aðstoðin við útlönd
nema samtals um 5 milljörðum
dollara, langmestur hluti þeirr-
ar fjárhæðar til hemaðar.
Þingið hefur annars hallazt að
því að draga úr fjárveitingum
til útíanda.
an mánuð. Geimfarið á að
verða 12 metrar á lengd, en
þvermál þess þrír metrar.
Sá hluti geimfarsins sem á
að koma aftur til jarðar er
sniðinn eftir hylkinu sem
Shephard var sendur í upp í
háloftin, en verður stærri. í
öðrum hlutanum verða Iveir
stórir eldflaugahreyflar og auk
þess aðrir minni til að stýra
geimfarinu. I þriðja hlutanum
verða fjarskiptatæki og rann-
sóknarstöð sem ætlunin er að
tunglfararnir hafist við í með-
an þeir dveljast á tunglinu. Sá
hlutinn verður þar eftir 'þegar
þeir halda aftur til jarðar.
Ætlunin er að senda tungl-
Það yrði þó sett það skilyrði
að stjómin á Formósu fengi að
halda sæti sinu hjá eamtökun-
Blaðafulltrúi bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins, Lincoln
White, lagði á það áherzlu að
um og meira að segja einnig sjálf myndi Bandarikjastjórn
föstu sæti sínu sem fulltrúi
Kína (!) í öryggisráðinu, en
þar hefur hún neitunarvald á
borð vi§. stórveldin. Þetta skil-
yrði er að sjálfsögðu algerlega
óaðgengilegt fyrir kiuversku
alþýðustjómina, sem hefur
margsinnis gert ljóst, að hún
muni ekki taka slíkt í mál.
Engu að síður segir frétta-
ritari AFP í Washington að sú
staðreynd að Bandarikjastjórn
athugi nú slíka tillög-u sem
þessa feli i sér róttæka breyt-
ingu á afstöðu Bandaríkjanna
gagnvart Kína. Hingaðtil hef-
ur Bandaríkjastjórn ekki einu
farið frá jörðu með eldflaug afjsinni viljað ræða þann mögu-
gerðinni Nova, sém enn er áð- leika að kínverska alþýðu-
eins til á teiknibrettum. I stjórnin fengi aðild að SÞ.
55.000 hl af brœðslusíld
frá íslandi til Álasunds
Alasundi 7/7 — Um 55.000
hektólíirar af bræðslusíld eru
nú á leið til Álasunds frá mið-
unum við ísland og verður
þeim skipt á milli vþrksmiðja
á vesturströndinni. Sjö flutn-
ingaskip eru með 40.000 hl, en
fimm fiskiskip með aðra 15.000
hektólítra.
Þetta er það mikið magn að
verksmiðjurnar í Álasundi geta
ekki tekið við því og því verð-
ur því dreift á milli verksmiðj-
anna bæði fyrir norðan og
sunnan bæinn.
ekki leggja fram neina tillögu
varðandi aðild Kína að SÞ.
Hins vegar væri hún undir
það búin að fulltrúar einhvers
annars aðildarríkis samtak-
anna muni bera fram slíka til-
lögu þegar allsherjarþingið
kemur saman í haust. Það má
búast við að slík tillaga verði
aðeins ein af mörgum sem
lagðar verða fyrir þingið varð-
andi upptöku Kína.
Ástæðuna fyrir þessari
breyttu afstöðu Bandaríkjanna
1 gagnvart Kina er auðvelt að
finna: Þau gera sér ljóst. að
hinn sjálfvirki meirihluti þeirra
í SÞ er nú úr sögunni og
þau geta því ékki lengur
komið í veg fyrir að Kína fái
það sæti hjá samtökunum sem
því ber. Þessi breytta afstaða
er þvr neyðarúrræði. Vitað er
að m.a.s. nánustu bandamenn
Bandaríkjanna, Bretar, hafa
þegar tilkynnt, stjórninni í
Washington að Bretland muni
á haustþinginu greiða atkvæði
með upptöku Kína.
Ágreiningur vegna Ytri-
Mongólíu
Sendiherra Bandaríkjanna á
Formósu er kominn heim til
Washington til viðræðna. Á-
stæðan er sögð sú að mikill á-
greiningur sé risinn upp milli
Bandaríkjastjórnar og stjóm-
arinnar á Formósu vegna þese
að Bandaríkin muni hafa í
hyggju að fallast á upptöku:
Ytri Mongólíu í Sameinuðu:
þjóðimar. Formósustjórn telji
að þetta verði fyrsta skref
Bandaríkjastjórnar til sam-
þykkis við upptöku Kína í SÞ.
Stjórnmálasamband ?
Brezka íhaldsblaðið Daily
Telegraph sagði í morgun að
Bandaríkjastjóm íhugi nú
hvort hún eigi að taka upi>
stjórnmálasamband við Ytri
Mongólíu, en slíkt myndi að
sjálfsögðu hafa í för með sér
að Bandaríkin styddu upptöku
landsins i Sameinuðu þjóðim-
á., en Bandaríkin hafa hingað
til lagzt gegn henni af þægð
við Formósustjóm.
I
Myndi ekki verða saknað .
Formósustjórn hefur haft
um það slór orð að hún muni
af alefli beita sér gegn því að
Ytri Mongólía verði tekin í SÞ,
jafnvel beita neitunarvaldi því
sem hún hefur í Öryggisráðinu
sem fulltrúi Kína. Verði Ytri
Mongólía engu að síður tekim
í samtökin, muni hún segja
raig úr þeim. Myndu fáir sakna
hennar á þeim vettvangi og
segir brezka blaðið Guardian
í morgun að slík niðurstcða
myndi vera fagnaðarefni og
leysa mikinn vanda.