Þjóðviljinn - 03.08.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.08.1961, Blaðsíða 6
S) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. ágúst 1961 Fimmtudaigur 3. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN--------(T; IMÖOVILIINN fitgefandl: Samelningarflokkur alþýðu - „ Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (úb.). Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Quðmundsson. — Fréttaritstlórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Ríml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans li.f. SÍBERÍUFÖR - V. GREIN Eftir Árna Bergmann Glórulaust ofstæki Díkisstjórnin hefur ákveðið að fella gengi íslenzkrar *■ ikrónu og hefur þann hátt á framkvæmdum að taka valdið til gengisskráningar af Alþingi með bráða- birgðalögum og afhenda það bankastjórum seðlabank- ans. iMeð þessari breytingu er verið að undirbúa stór- fellda árás á lífskjör almennings, dólgslega hefndar- ráðstöfun eftir ósigur stjórnarliðsins í verkföllunum í sumar. En þessi breyting er ekki aðeins ofbeldisráð-, stöfun vegna atburðanna á þessu ári; með henni er vcrið að breyta stjórnskipan landsins til frambúðar; hún takmarkar þingræði og lýðræði en magnar alræði penkigavaldsins; með henni þykist afturhaldið hafa •fundið það ráð sem dugi í átökunum við hagsmuna- samtök fólksjns í landinu. /í tímabilinu eftir styrjöldina hefur sannazt æ ofan í '■ æ að verklýðshreyfingin er sterkara vald í þjóðfé- laginu en atvinnurekendastéttin, þótt hún hafi haft ríkisvaldið að bakhjarli. Þetta hefur enn sannazt á þessu sumri, þótt stjórnarflokkarnir teldu sig hafa komið málum svo fyrir að þeir hefðu í fullu tré við alþýðusamtökin. í stað þess að draga þó óhjákvæmi- legu. ályktun aj þessari staðreynd, að stjórna yrði land- inu í samráði og samvinnu við verklýðshreyjinguna, haja jorsvarsmenn auðstéttarinnar lengi leitað að ráð- um til þess að geta beitt launþegasamtökin jantatök- um. Og það úrræði sem þeir hafa fyrst og fremst ein- blínt á er að svara hverri kjarabót með nýrri gengis- lækkun. En þeim hefur jafnan þótt alþingi of seint í vöfum til slíkra verka; jafnvel hinir svörtustu aft- urhaldsmenn hafa verið það hræddir við kjósendur sína að þeir hafa ekki þorað að hrófla við genginu nema á svo sem tíu ára fresti; þessvegna hefur verið að því unnið lengi að taka valdið til gengisskráning- arinnar úr höndum alþingis. Þegar gengið var fellt 1950 var upphaflega lagt til í frumvarpinu að valdið til gengisskráningar skyldi afhent Landsbanka íslands og tekið fram að bankinn vœri skuldbundinn til þess að endurskoða gengisskráninguna þegar almenn breyt- ing hejði orðið á kaupgjaldi; stejnan var sú að svara hverjum kjarasigri launþegasamtakanna með nýrri gengislækkun. Þessi tilhögun var jelld út úr jrumvarp- inu vegna andstöðu þingmanna. En nú hejur þessu marki verið náð; þingmönnum stjórnarjlokkanna hej- ur verið þröngvað til þess á leynijundum að gera sjálja sig að jyrirlitlegum ómerkingum. á"|g nú er ætlun valdaklíkunnar sú að tilkynna verk- lýðshreyfingunni að hverri nýrri kjarabót skuli svarað með gengislækkun. Forustumenn auðstéttarinn- ar Láta sig það engu skipta þótt þeir traðki á þing- ræði og lýðræði, þótt þeir umturni öllu efnahagskerf- inu árlega eða oft á ári, þótt þeir tortími síðustu leif- unum af áliti og trausti íslands erlendis, þótt þeir geri íslenzka krónu að einskisverðum óþverra og efna- hagskerfi íslendinga að skrípaleik — þeir haja það ráð eitt jyrir augum að geta hejnt sín á alþýðu manna hvað sem það kostar. Forustumenn stjórnarflokkanna eru fyrir löngu hættir að hegða sér eins og stjórnmála- menn; þeir koma fram eins og ofstækisfullir gangsterar sem öllu vilja fórna fyrir völd sín. överjum sæmilegum manni ætti að vera ljóst að því- M líku stjórnarfari má þjóðin ekki una. Verði ein- ræði og ofstæki af þessu tagi látið viðgangast, krón- an sorfin niður í ekki neitt og efnahagskerfinu breytt í svikamyllu, verður þess ekki langt að bíða að til- raun íslendinga til að halda uppi sjálfstæðu menn- ingarríki sé lokið um sinn. Því hefur aldrei verið brýnna en nú að öll heilbrigð samtök, allir ærlegir ís- lendingar, taki höndum saman og beiti öllum tiltækum ráðum til þess að hnekkja völdum þeirra glórulausu ■glæframanna sem nú níðast af fyllsta ódrengskap á -því trausti sem þjóðin sýndi þeim illu heilli í síðustu kosningum. — m. Balei. Myndin var tekin áður af okkur og yið komum upp Hugleiðingar á gigbarmi Einn fagran júnímorgun stend ég ásamt kollega mín- um firjnskum og tve'm verfk- fræðingum á banni mikils gígs og horfum við ofan 'í gíginn mjög spenntir á svip- inn, því þetta er guilgígur. Eg skal játa, að ég hafði aldrei hugsað mjög alvarlega um þennan málm, en ég mundi gullkálfinn, sem Móse tfann þegar hann kom af fjalli, Einar Ben., sem sagði: ,,riú vantar oss- lykil hins gullna gjalds“, og Jack Lond- on, sem skrifaði gullæðissög- ur. Og einhverntíman sá ég gullpening, sleginn af Katrínu miklu. En nú stend ég við iþennan gíg, sem er 800 metra •langur, 300 metra breiður og 100 metra djúpur. Á gígbotninum róta vél- skóflur gullgrjóti á vörub'ila. Á gígbarminum liggur stór 'kvarzmbli og í homm. er dökk, grænleit taug. Má vera að í þessari taug sé eitthvað af gulli, segir yfirverkfi’æð- ingurinn og sendir gigmeist- aranum vel meint glott. Af gígbarminum var gott útsýni vfir gullgrafarborgina Balei. Áin Sjíl'ka bugðast ró- lega um breiðan dal, til vinstn er slétta, sem felur gullsand, til hægri er borgin — síbirsk t'mburhús. um- kringd allmiklum kálgörðum, og nýrri hverfi — tveggja hæða steinhús við götur sem rétt er byrjað að malbika. Gull fannst hér um aldamót- in, og var la’-dið þá lýst eign keisaraiis. En vinnsla hófst hér 5" stórum stil árið 1929. Á iþeim árum var gull mjög veigamikill liður í útflutnngi Sovétríkjanna: landið þurfti á óendanlega miklu magni af vélum að halda til iðnvæðing- aiinnar og greiddi í gulli og timbri fyrst og fremst. Síð- an hefur Balei vaxið eins og svepnir á íigningarsömu hausti, erda fæst hér ódýr- asta gull Sovétríkjanna, og ihér eru þegar þekktar birgð- ir málmgrýtis, ssm duga í næstu 20—25 árin að minnsta kosti. Nú búa í borginni um 30 þúsund manns, þar af vinna §,5 þúsund við gull- en la.gt var af stað niður í námuna. Þar fór engilssvipurinn með próletarískt útlit. Greinarhöfundur er annar frá hægri. Músik \ undir- heimum Hvítklædd:r eins og eriglar, með nokkurskonar hjálm á höfði og karbíðlampa í hendi stígum við inni í lyftu og erum að vcrmu spori komnir niður í námagöng, sem liggja 126 meturm undir yfirborði jarðar. Hér 'i berginu sefur guðinn Plútó á auðæfum sín- um, en rumskar öðru hvoru, þegar námumenn sprengja sig áfram um h'lbýli lians. Við heyrðum einn slíkan dynk; það fór kaldur gustur um göngin og slökkti á kar- bíðlömpunum. Næst lyftunni voru námu- ÁDfENS HJÁ GULLKÁLFI gröft og gullvinnslu, nokkrir brugga bjór handa mann- skapnum og eru þá fyrirtæki ibæjarins upp talin (fyrir ut- an þjónustu auðvitað). Þetta er markviss boig sem ekki fæst við neinn hégóma. Við settumst upp í b'il og ókum yfir ána til að skoða gullsand. Á leiðinni spurði ég verkfræðinginn, hvort Síbei-ía hefði lifað verulegt gullæði svipað því sem var í Alaska. Nei, ekki var það nú svo al- varlega, sagði hann, en gull- æði grasséraði hér nú samt. Landshornamenn hlupu upp með öllum ám hér um slóð- ir meö trog sín og þvoðu gull- sand í djafulmóð. Og ef gull- fiegn flaug um hérað, hlupu bændur einatt frá húsi, konu og búpeningi til að verða rík- ir. Auðvitað urðu þeir elkki rikir, — ef þeir fimdu e:tt- ihvað vaið því stol'ð eða þeir féflettir, og afgangnum spil- uðu þeir af sér á einni kvöld- stund. Gullgrafarsögur alda- mótanna ei-u víst allsstaðar mjög svipaðar. Þrœldugleg þvoftavél Mér er sagt að dragn sé af isama stofni og íslenzka orðið draga, en merking orð- anna er r.iokkuð ólík. Draga er vél, sem „dregur“ upp gullsand og þvær hann. Dragan stóð út í mýri á tveim stálfótum, sem hún stingur niður á traust jarð- lag. 210 lítra skóflur rótuðu gullsandi af 8—11 metra dýpi upp í hana. Sjálf er dragan því á floti, og þegar skófl- urnar hafa hreinsað upp all- an tiltækilegan sand, er ann- ar stálstólpinn dregir.m upp og færður til, og þrammar dragan þannig eftir mýiinni heilan k'ílómetra á ári hverju. Þetta var fögur sjón. Tutt- ugu og átta 210 lítra skófl- ur með gullsand nmnu sett- lega inn í di-öguna á mínútu hverri, — enda er hún á stærð við heilan verkamanna- bústað og vegur 1300 tomn. Þar inni var ihávaði: grjót rann út á færiböndum og þvegnum sandi var skolað út með vatni. En gullið sat eft-i ir í síum. Ekki allt að vísU. Tiu prósent gullsins fara út með sandi og grjóti, þvi það er mjög dýrt og erfitt að ná þVi gulli, sem er minna en 0,15 mm í þvermál. En sand- ihaugamir, sem 'hér lcallast „rófur“, eni látnir bíða þess tíma, að aðferð finríst til að herja út þau gullgrömm, sem eftir eru: Eg hafði ætlað að láta ljós- mynda mig með stóran gull- mola í hendinni, eins og rokksöngvari með ráðherra við hlið sér, en því miður kom það á daginn, að stærstu gU'llmolar hér um slóðir vega aðeins 5—6 grömm. Eg sá gullflísar eins smáar og sand, og va.ið ekkert hrifinn. Gull- kálifurinn véitti mér að vísu ádíens, en lét s.jálfui’ l'itið á sér bera. En ég sá þær stúlk- ur, sem ve:ða gull í riet sín. Þær sátu í kómetu sinni, drukku te og átu egg harðsoð- in og buðu til snæðings Þær hafa 150 rúblur á mánuði með premíu og tvegg.ia mán- aða frí Gullþvottastúlkur er titill þeirra í þjóðfélaginu. Það eru þvi til ungir menn, sem geta sngt: Eg giftist gullþvottastúlku. Svona er mannl'ífið marglitt. göngin klædd steinsteypu og biðu þar margir yagnar á teinum, hluðnir gullgrjóti. Þar er líka kaffi og selskaps- stofa. Þegar lengi’a kemur, taka timburdrumbar við. Á einum stað unnu tveir strák- ar: annar stýrði sérkennilegri og mjög lipurri mokstursvél, sem rótaðl grjóti, sem búið var að sprengj?. laust, upp á vagnana, en hinn færði vagnlestina til' eftir þörfum. Svo gengum við upp marga bratta stiga þar til við kom- um í allvíðan. helli. Þar stóð ungur maður við borvél. Hann var kominn sjö metra inn í bergið en ætlaði lengnu — eina fimmtán, tuttugu metra, og síðan. skyldi sprengt. Þessi ungi maður var frá Tsjíta, var á s'íðasta náms- ári í fjögurra ára námu- mannaiðnskóla og hingað kominn í praktik. Hann var nú samt farinn að vinna sér inn einar tvö hundruð rúbl- ur á mánuði. Námumenn eru, eins og kunnugt er einhverj- ir hæstlaunuðustu verka- menn í Sovét; gullgrafararn- ir í Balei höfðu þetta 230 rúblur á mánuði plús. 15% premíu fyrir uppfyllt plan. Þeir vinna sex stundir á dag og hafa tveggja mánaða leyfi. Það var gott að horfa á þennan unga mann vinna: það fór um mig þessi gamal- kuma tilfinning, sem vaknar með okkur þegar við sjáum mann sem kann góð skil á því sem hann er að gera, — réttur maður á réttum stað. Eg spurði hvernig á því stæði, að hann hefði valið sér þessa atvinnugrein . að l'ifsstarfi. 'Hann sagði: „Þetta er erfitt starf, og ég ;hef gaman að erfiðleikum“. Þetta var nú dálítið erfitt svar. Og að mín- um dómi mega menn helzt ekki tala svona, — er.i það er nú kannske smekksatriði. Við getum líka leyft okkur dálitla illkvittni og gert ráð fyrir því, að þa'ð skipti líka s’nu máli, að námumenn hafa betra kaup en aðrir verka- menn. En við þurfum ekki að efast um það, að þessi ungi maður ha.fi gaman að erfiðleikum. Hann sagði þessi stórhátíðlegu orð mjög skemmtilega. Það gerði hann, strákurinri. Aftur stigum við í Ivftuna og nú var englasvipurinn horfinn þVí að rautt vatn jarðarinnar hafði próletariser- að nankinsfötin hvítu. Við ■fóram niður á 216 metra dýni. Þar hefur verið grafinn gríð- armik'll hellir, átján metra hár. Þar verður komið fvrir mikilli mulniriTsvél, sem bryð- ur grjótið á lóðrétt færiband, sem mun skófla því upp á yfirborðið. Náma þessi er yf- irleitt afbragð annarra náma að tæknilegri fullkomnun: upni v:ð er afhleðslu vagna stjómað með því að styðja á hnappa. Við stóðum góða stund í þessaii miklu neðanjarðar- kapellu. Okkur kom saman um það, að hér væij gott að setja upn orgel og spila Bach. Það yrði hátíðleg stund og eftiiminnileg. Gullrjómi Upp, upp m'ín sál, upp í sólskiriið. Fyrir utan stór hús stóð rauðbirkinn maður og hátíð- legur í fasi. Þetta var gull- fabrkka og forstjóri henn- ar Hann fylgdi okkur um alla verksmiðjuna. Gullgrjóti’ð, — sem er, ve'l á minnst, grátt á litinn og ósköp eitthvað tilkomulítið — gullgrjótið þarf þrisvar að fara gegnum allskonar mulningsvélar. Þess- ar gróttakvarnir eiu stórar og mikilfenglegar og framleiða hræðilegasta hávaða í hemi. Að endingu verður grjótið smátt sem tan’-duft. Þá hefst 'lævíslegur efnafræðilegur pró- sess, sem heitir flotasjón. Tannduftið er blandað vatni og ýmsum reagentum, er svo hrært í súpunui og hleypt í hana lofti. Myndast þa' froða ofan á súounni og er gullið í froðunni. Þessi rjómi allra rjóma er nettilega slæddur ofan af kraumand5, kolsvartri súpunr.d. Eftir þessi ósköp gengur froðan í annan sal, þar sem standa ámur stórar til afloftunar og þéttingar og skal sú saga ekki rakin nán- ar, enda stendur hún 18—20 klukkustundir. Þessi fabrikka sikilar ekki hreinu gulli. Við sóum nokkra kassa af gulli. blönduðu z'nki, eri í því standi eru tíu prósent gullsins send héðan í aðra staði. Sá rauðbirkni klappaði einum kassanum alúðlega og sagði: „Ekki get ég sagt, hve mikil verðmæti hér eru geymd, en hitt veit ég, að væri okkur gef:nn slikur kaósi myndum við svalla vel og lengi“ Og þar með er frásögninni af gullgrafarabænum Balei eiginlega lokið Ekki skal ég þó gleyma rð taka það fram, að bæjarstjórinn ér 46 ára gömul kona sem Tsvétkova heitir, og er maður henrnr ná.muverkamaður. ílún sagði frá skólum bæiarins og mikl- um klúbb og k\’'kþrradahús- inu nýja. En mér til sannr- ar hryggðar vaníar skólp- leiðslu í bæinn og vatrileiðslan er miög takmörkiið. Nú er 'bvriað að malbika götur og er bá lagt 'i bær rim leið. 1 Balei var traust fólk og hressilegt. Og í matstofunni, þa.r sem við nærðumst. starf- aði bezti kokkur í gjörvallri Síberíu. Hverl er bezf að fara um Verzlunarmannahelgina? Enginn efi er á jná að þúsundir Keykvíkinga muni halda úr bænum um næstu helgi — verzlunannanna- helgina. Tveir staðir munu áreiðanlega verða vinsælast- ir um þessa helgi, Vest- mannaeyjar og Þórsmörk. Þjóðhátíð Vestmannaey- inga hefst n k. föstudags- kvöld. Ferðir verða með Flugfélagi Islands og Herj- ólfi, sem verður í förum milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. En það verður farið til fleiri staða en Vestmanna- eyja og Þórsmerkur og hér á eftir er skrá yfir helztu ferðir um verzlunarmanna- helgina. 0 Ferðafélag Islands Ferð í Þórsmörk, Land- mannalaugar, um Kjalveg og Kerlingarfjöll, í Stykkis- hólm og Breiðafjarðareyjar og ferð um syðri Fjallabaks- veg að Grashaga og Hvannagili. Lagt verður af stað í þessar ferðir kl. 2 á laug- ardag og komið aftur á mánudagskvöld. Búast má við að um 400 manns taki þátt í þessum ferðum. 0 Ferðaskrifstofa tílfars Jacobsen Ulfar stendur fyrir trveim ferðum, ferð í Breiðafjarð- areyjar og ferð í Þórsmörk. Lagt verður af stað á laug- ardag í Breiðafjarðarferðina, en á föstudagskvöld kl. 8 og á laugardag kl. 2 í Þórs- merkurferðina. Hópurinn sem leggur af stað á föstu- dagskvöld kemur aftur heim um hádegi á mánudags- kvöld. Um 170 manns höfðu þegar tilkynnt. þátttöku í Þórsmerkurferðina á þriðju- dag, og 13 í Breiðafjarðar- ferðina. 0 Ferðaskrifslofa ríkisins Ferðaskrifstofa ríkisins skipuleggur enga helgarferð, en eins dags ferðir vérða farnar sem hér segir; að Gullfossi og G.eysi á föstu- dag, Krísuvíkurferð á laug- ardag og á sunnudag verður ferð um sÖgustaði Njálu og í Borgarfjörð. 0 Landsýn Ferðaskriístofan Landsýn efnir til ferðar í Þórsmörk um helgina og verður lagt af stað kl. 2 á laugardag- 0 Bindindismannamót í Húsafellsskógi Ferðir verða frá BSl kl. 2 á laugardag og ferðir tíl haka upp úr hádegi á mánu- dag. Einnig eru skipulagðar ferðir á þessa samkomu frá Akureyri og víðar. I fyrra sóttu Bindindismannamótið um 600 manns og má búast við að enn fleiri sæki mótið í ár. miori se rotunni Myndin var tekin í Norðfjaiðarliöfn á dögunum, er einna mest barst af síldinni þangað Litlu bátarnir á myndinni ern þó ekki að landa síldarafla, heldur hafa þeir borið þorsk að landi, en þorskafli smærri báta hefur verið ágætur að undanförnu. — Ljósm.: K. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.