Þjóðviljinn - 05.08.1961, Side 7

Þjóðviljinn - 05.08.1961, Side 7
'B) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. ágúst 1961 Laugardagur 5. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — þlÓÐVILJINN írtgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — PréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Jlími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Flúið frá vandanum 'gkki koma enn neinar röksemdir í stjórnarblöðunum fyrir nauðsyn þess að tálga krónuna rétt einusinni niður í brotabrot af upphaflegu verðmæti; aðeins gasp- ur, innantómt og dautt. Hinsvegar reyna blöðin að symgja stjórninni lof fyrir röggsemi og festu, hún hafi tekið ráð sín í tíma og sýnt að hún sé stjórnsöm og stefnuföst. Engin öfugmæli getur freklegri en þessi. Af öllum efnahagsráðstöfunum er gengislækkun lítil- mannlegust; hún er í raúninni alger uppgjöf, sönnun þess að valdamennirnir geti ekki stjórnað, gjaldþrota- yfirlýsing. Með því að lækka gengið flýr ríkisstjórn frá þeim vandamálum sem henni er falið að leysa og velur sér þá hægu leið sem hallar' undan fæti. jgitt þeirra vandamála sem algerlega er hlaupizt frá er skynsamlegur og hagkvæmur atvinnurekstur á Is.landi, aukin vinnutækni, nýting og hagsýni. Sér- fræðingar stjórnarinnar hafa margsinnis viðurkennt það í umræðum á undanförnum árum að á þessu sviði sé atvinnurekstrinum ákaflega áfátt, og enda þótt stundum hafi komið fram í þeim umræðum bandarísk þrælapískarasjónarmið, er enginn efi á því að íslenzk- ir atvinnurekendur flestir hafa á undanförnum áratug- um verið einhverjir verstu búskussar sem um getur í heimi. Fyrirhyggjuleysi þeirra hefur jafnt komið fram í fjárfestingu sem rekstri; þeir hafa eytt tugum Dg hundruðum milljóna í fyrirtæki sem ekki hafa getað staðið undir stofnkostnaði sínum, og í framleiðslunni virðist það sjónarmið oftast hafa ríkt að eyðslan skipti engu máli. í>að er engum efa bundið að getu- leysi, fyrirhyggjuleysi og tilgangslaus sóun íslenzkra atvinnurekenda hefur verið ein helzta meinsemdin í íslenzku þjóðfélagi, og engum peningum er eytt á til- gangslausari og heimskulegri hátt en þeim sem þannig ær kastað á glæ. Ástæðan til þessa framferðis hefur verið verðbólgan; atvinnurekendur hafa vitað að þeim yrði bjargað þótt þeir höguðu sér eins og glórulaus fífl. J^ina leiðin til þess að kenna atvinnurekendum skyn- samlega verkstjórn var sú að neyða þá til þess að taka hana upp, láta þá finna það í verki að þeir gætu ekki lengur hagnazt á sínum eigin afglöpum. Atvinnurekendur taka aldrei upp skynsamleg vinnu- brögð og betri nýtingu á tækjum og tíma nema þeir séu til neyddir af verklýðshreyfingunni annarsvegar og ríkisvaldinu hinsvegar. Og nú var gullið tækifæri til þess að taka búskussunum tak. Verklýðshreyfingin hafði samið um mjög hófsamlegar kjarabætur, og mun- aði aðeins 5% á þeim og því sem ríkisstjórnin sjálf hafði boðið. Ekkert var auðveldara en brúa það bil með hagkvæmari rekstri og betri nýtingu, fyrirhyggju og hugkvæmni; hin tilgangslausa sóun atvinnurekenda aemur margfalt hærri upphæðum en sem svarar 5% kauphækkun til verkafólks. En í stað þess að taka á vandamálunum af örlítilli ábyrgðartilfinningu, hafa mannleysurnar hlaupizt frá öllu saman einu sinni enn. Jjegar viðreisnin hófst var sagt að tilgangur hennar væri sá að endurreisa hér auðvaldsþjóðfélag, þar sem atvinnurekendur væru máttarstoðirnar og bæru sjálfir ábyrgð á atvinnurekstri sínum. Með gengislækk- uninni er játað að þessi stefna hafi beðið skipbrot á rúmlega einu ári; atvinnurekendurnir séu ekki menn til þess að standa undir þeirri ábyrgð sem þeim var fyrirhuguð og stjórnarherrana skorti siðferðilegt þrek til þess að knýja þá til þess. Hugsunin í viðreisninni, sjálft gengi hennar hefur verið skert niður í núll. Þeir sem í einlægni trúðu kenningunni um ábyrgt og traust auðvaldsskipulag á íslandi vita nú miklu betúr. — m. Wenn dieser Krieg zu Emde ist, dann werden wir die Herren ganz Europa sein“ (Þegar þessari styrjöld lýkur, munum við ráða yfir allri lEvrópu). ■— Þessi orð öskr- aði dr. Göbbels út yfir heim- inn í upphafi seinni heims- styrja’darinnar. Svo öruggur þóttist hann vera um sigur nazistanna í hinni blóðugu slyrjöld þeirra gegn Evrópu- þjóðum og öllum heiminum. Sú styrjöld var háð með öll- um ráðum. Hún var örvænt- ingarfull tilraun vanvita manna, sem vissu, að þeir börðust fyrir röngum mál- etað, til þess að beygja und- ir sig heiminn með vopnavaldi. Sú tilraun tókst ekki, en hún kostaði 30 milljónir manna lífið og ómælanlega eyðilegg- ingu efnalegra verðmæta, svo að ekki verður við neitt jafn- að, sem áður hefur gerzt í mannkynssögunni. í þessari baráttu töldu þeir sér öll meðul heimil til þess að ná markmiðum sínum, hemaðarlegum sem öðrum. Eitt af stefnumálum nazista- flokksins var gyðingahatur og útrýming Gyðinga- Þegar er þeir komu til valda í Þýzkalandi hófu þeir skipu- lagðar gyðingaofsóknir og ýmist drápu þá eða hröktu úr landi. Árið 1935 lögleiddu nazistar víðtækar takmarkan- ir á borgaralegum réttindum Gyðinga, og var einn aðalhöf- undur þess lagabálks Hans Globke, núverandi ráðuneyt- isstjóri í Bonn. Eftir að stríð- ið hófst, tóku nazistarnir að framkvæma með þýzkri ná- kvæmni algera líkamlega út- rýmingu Gyðinga, og um það er lauk höfðu þeir myrt í fangabúðum og gasklefum að minnsta kosti 6 milljónir þeirra. Einn stærsti höfuðpaurinn í þessu þjóðarmorði, Adolf Eichmann, svarar nú til saka fyrir rétti í Jerúsalem. Það hefur tekið meira en þrjá mánuði að flytja ákæruatrið- in á hendur honum. I vöm sinni hefur Eichmann reynt að afneita ákærunni, um að bera ábyrgð á morði milljóna manna, með því að fullyrða að hann hafi ekki verið „fed- erfiihrend" — hann hafi ekki gefið skipanir. Nú vill svo tií, að til eru endurminningar Adolfe Eich- Réttarliöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem hafa nú staðið yfir í nær fjóra mánuði og þeim mun vart ljúka fyrr en komið er langt fram á ihaust. Það er hryllileg saga sem þar er rifjuð upp, en það er skylda hvers einasta manns að þekkja hana og hafa jafnan hugfasta. Nýlega birtist í pólska blað- inu Polityka orðrétt frásögn Eichmanns sjálfs af hlutdeild hans í gyðingamorðunum og vakti hún .sérstaka athygli fyrir þá sök að þar minnist hann á ýmsa samstarfsmenn sína sem nú gegna sumir hverjir háum embættum í Vestur-Þýzkalandi. Þjóð- viljinn hefur látið gera útdrátt úr greinaflokki Polityka og birtist hér fyrsti kaflinn ásamt inn- gangi. 'MANN- sjálfur frá manns sjálfs, og í þeim segir hann sögu sína og reynir að finna þessari undirstöðu fyr- ir vörn einni rakalegan grundvöll. Eftir að Eichmann tókst að flýja frá Evrópu settist hann að í Argentínu cg bjó þar um nokkurra ára bil. Á ár- unum 1957—1959 átti hann langar viðræður við tvo menn í húsi sínu í Buenos Aires. Þessir menn voru: Dr. Langer, Austurríkismaður, sem á stríðsárunum var starfsmaður þýzku njósna- þjónustunnar, og A. Sassen, Hollendingur eem á sínum tíma þjónaði í SS. Þessar viðræður Sassens og Langers við Eichmann voru teknar niður á segulband, alls 68 spólur- Ritari. Eichmanns vélritaði síðan þessar viðræð- ur eftir segulbandinu, alls 1258 síður vélritaðar. Eich- mann sjálfur las al-lt hand- ritið yfir, leiðrétti það og ekrifaði síðan tii viðbótar nokkra tugi blaðsíðna eigin hendi. Um áramótin síðustu var þetta handrit í höndum Weru Eichmann, eiginkonu Adolfs Eichmanns í Argentínu. Frumritið er nú í höndum Pólverja, sem eftir einhverj- um leiðum komust yfir það í vor sem leið. Vikublaðið „POLJTY!KA“ í Varsjá hóf að birta ýtarlegan útdrátt úr þessum minningum Eich- manns í 20. tölublaði sínu þann 29. maí sl. Verður stuðzt við texta þess blaðs í þvi, sem á eftir fer. Nokkru fyrr hafði annar viðmælenda Eichmanns, Sass- en, afhent bandaríska vikurit- inu „Life“ brot -úr handritinu til birtingar. Þau brot, sem þar birtust, voru þó mjög á- gripskennd og mörgu sleppt, sem mikla þýðmgu hefur. Ritstjórn pólska blaðsins „Polityka“ kveðst ekki efast, um, að handritið flytji orð Eichmanns sjálfs. Kveðst hún hafa komizt yfir handritið á þann hátt, að enginn vafi leiki á því, að það sé ófals- að. í því sé að finna margvís- lega vitneskju, sem Eichmann einn gat vitað. Enginn hafi heldur efazt um, að brot þau, sem birtust í „Life“ væru ó- svikin. Auk þess hafi verið til í Póllandi skjöl úr stjórn- ardeild Eichmaun.s með eýn- ishornum af rithönd hans. Þau hafi verið borin saman við handritið að viðtölunum, og önnuðust þá rannsókn rit- handarsérfræðingar lögreglu- stjórnarinnar í Varsjá- Niður- staða þeirra var sú, að rit- höndin á handskrifuðu hlut- unum í handritinu að viðtöl- unum við Langer og Sass- en komi heim og saman við rithöndina á skjölum, eem varðveitzt hafa frá stríðsárun- um og geyma rithönd Eich- manns. Hvorttveggja hafi hann skrifað sjálfur. Pólskir aðilar hafa sent af- rit af viðræðum þessum til dómstólsins í Jerúsalem, sem hefur mál Eichmanns til með- ferðar. Skömmu áður en flutningi málsins á hendur honum lauk, var þetta skjal lagt fram í réttinum sem eitt af sönnunargögnum í málinu. Yfirleitt eru viðræðurnar hreinskilnar, enda þótt langt sé frá, að öll þekking Eich- manns á glæpaferli nazista komi þar til skila. Hann þeg- ir yfir mörgu, mistúlkar ann- að og lýgur sér til, allt í þeim tilgangi að vísa ábyrgð frá sér. Hugmynd hans var sú, að texti viðræðnanna yrði ekki birtur fyrr en eftir lát hans — en hann hugsaði sér að búa í felum allt til dauð- ans — þær áttu að vera úr- elitatilraun hans til að brjót- ast upp úr því feni stórglæpa og sektar, sem .hann hafði steypt sér í. Eiehmann sjálfur hefur vitnað í þessi viðtöl sín við Langer og Sassen. I vitnis- burði, sem hann flutti fyrir réttinum þann 26. júní, reyndi hann að færa sönnur á, að hann hefði aðhyllzt „mann- sæmandi" lausn á gyðinga- vandamálinu, t.d. með því að flytja þá til Madagaskar. Þessa skoðun hefði hann sett fram, áður en hann var tek- in höndum, og átti hann þar við þessi viðtöl sín við Lang- er og Saseen. Við skulum nú heyra., hvað Eichmann hefur sjálfur að segia: „Við réttarhöldin í Niirn- berg, þar sem æðstu foringj- ar okkar voru dæmdir, kall- aði Jackson dómari (einn af 9 dómurum Hæstaiéttar Bandaríkjanna, sækjandi fyr- ir hönd Bandaríkjanna í Nurnberg. Aths. ,,Polityka“), sem vitni Wisliceny, sem var Haupsturmfúhrer undir minni stjórn. Hann vann fyrir mig í Tékkóslóvakíu. Það var hann sem fann upp á því að eigna mér um- mæli um að ég hefði myrt 5 milljónir Gyðinga. . . Jack- son sagði þá: „Þessi maður er samvizkulausasti morðingi aldarinnar, ekki sízt vegna þess, að hann vissi um allt það, sem vitnin hafa hér sagt frá, þegar löngu fyrir lok styrjaldarinnar“. En ég he.f ‘aldrei verið kallaður fyrir rétt. Það var heldur ekki hægt. Það get ég sagt, yður sem reyrdur sénfræðingur, hálfa æfina hef ég þjónað í lögregíunni. Ákæruatriðin eru augljóslega svo flókin, og ákæruskjölin vega þegar rnörg hundnið kíló, svo að það er alls ekki isvo auðvelt að fella dóm yfir mér. (. . .) LANGER: Var nafn yðar ekki nefnt í réttarrannsókninni gegn Gestapo og SD (örygg^sþjón- ustunni) eða var dýst sérstak- stakri ábyrgð á herdur yður? EICHMANN: Já. Etftir þeÚTÍ vitneskju, sem mér tókst að afla mér úr blöðum, þá var mitt nafn ekki nefnt aðeins vegna þess, að allt þetta fólk — ég he,fði sjálfur liklega hagað mér eins, en ég var semsagt fjar- verandi — skírskotaði t:l mín og reyndi þannig að bjarga sjálfu sér. Þegar þetta á sér svo stað árum saman, hver fyrir sig vísar allri á- byrgð frá sér á hendur mér, þá myndast þjóðsaga, sem blaðamenn blása síðan upp o.s.frv. Það hefur farið þanr.i- ig, að allir yfirmenn mínir eru ekki lengur á lífi eða hafa týnzt. I rauninni týndist að- eins einn án þess fréttist af honum meir, þ.e. Gruppen- fúhrer Muller (Heimich Múller, yfirmaður Gestapo, IV. deild í Reichss:cherheits- hauptamt, RSHA. Sást síð- ast í Alt Aussee í mai 1945.) (Eiclimann minnist síðustu daganha áður en Þriðja ríkið féll). Síðasta gjöfin, sem ég gaf konu minni var taska full af mjöli og grjcnum og hálf- ur poki af komi. Slðan gaf ég henni hylki með eitri. Eg sagði henni: „Ef Rússarnir koma, þá skaltu taka það, en ef koma Bundaríkjamenn og ‘Bretar, þá þaiftu ekki að tafca það. Og þegar Banda- ríkjamennirnii’ komu, þá henti kora mín hylkjunum með eitr- inu í vatnið Alt Aussee: „Nú, þegar þeirra er ekki þörf lengur og ekki þörf heldur fyrir að geyma þau, þá getum v;ð 'lifað áfram, þótt við verri kjör“. Þetúi var eina gjöfin. I dag verð ég að segja — því miður. Eg gat þá létt konunni og börnunum lífið. En samt verð ég að segja — og konan mín er á sama máli -—- þá gerði ég mig ekki sekan um neitt svínslegt athæfi, þakkað sé guði. Þegar mér var fengin I hendur yfii-stjóni gyðinga- mála, fyrst í RSHA og frá árinu 1940 í Gestapo, þá fékkst ég að sjálfsögðu ekki við þessi mál af neinu áhuga- eða hugsunarleysi. Þvei't á móti — ég gladdist mjög yfir þessu, þar sem ég hafði mjög m:kinn áhuga fyrir þessu vandamáli. Þér skuluð ekki gleyma, að ■ yfirmaður minn — Heydrich — veitti mér mjög víðtæka möguleika til að kynna mér trúarbragða- fræði, en við þau fékkst ég í tvö ár, hann sendi mig e:nnig til arabalanda, sem varð mér mikil hjálp við að fullkomra þekkingu mína. Eg •fór að læra hebresku, þótt ég kynni hana illa. Það var fyrir mig óvenjulega hrífandi að sitja í svo hárri stjórnar- stofnun og aðstoða við að leysa svo erfitt vandamál fyr- ir þjóð mína og gerði líf:ð einnig erfitt fyrir Gyðinga sjálfa. •SASSEN: Einhverntímann sögðuð þér, að ef þér væruð Gyð- ingur, þá væruð þér öfga- fullur síonisti? EICHMANN: Já, það er rétt. Eg sagði þetta við dr. Richard Löwen- herz (Dr. Richard Löwen- herz, formaður Gyð;ngasam- kundunnar í Vín. Eichmann sendi hann síðar i fangabúð- imai' við. Theresienstadt.,) í Vín. Eg sagði þetta líka við Dr- Ka/stner (Dr Kastner Res- chov, fulltrúi gyðingasafnað- aring & Búdapest í viðræðum um „miUjón Gyðinga fyrir 10 000 vörubíla". Myrtur í Jerúsalem 1956). Eg sagði þe:m báðum, áð ég, svo þjóð- emissirftiaður maður, gæti ekki hugsað mér annað, en að ég væri eins eldheitur sí- onisti og hægt væri að hugsa sér, ef ég væri ekki Þjóð- verji heldur Gyðingur. . . . Berlín Það var í Berlín 5 aðsetri mínu í Kur- fúrstensstrasse. Stríðinu var Skór, skór, skór, — kvenskór, barnaskór, stígvél, hosur, bússur, reiðstígvél, inniskór. Myndin cr tekin í Maidanek, einum fanga- búða nazista í Póllandi. að ljúka. Allt var tapað. Schluss. Eg kallaði þá fyrir mig alla liðsforingja mína (þetta var síðustu dagana, sem ég sinnti störfum) og eftir að ég hafði kvatt þá hátíðlega sagði ég: „Úr því að það verður að vera þann- ig, þá stekk ég fúslega og glaður li gröfina, sanrfærður um, að ásamt með mér stökkva einnig 5 múljónir af óvinum Þriðja ríkisins“. Eg veit, að ég kastaði þessum orðum finm með óvenjulegri hörlcu, því ég var þá ó- venjulega hamingjusamur. Ef það átti að aflífa mig eins og hund, þá var ég þó ekki einn. . . . Eg skal segja yður, að ég get ekki reynt að draga á þetta neina dul. Eg get. heldur ekki með nokkru móti sagt, að við höfum gert eitt- hvað illt. Nei. Eg verð að segja yður hreinskilnislega, að ef við ihefðum myrt af þeim 10,3 milljór.ium Gyðinga sem uppi voru, alls 10,3 millj- ónir þá hefði ég verið ham- ingjúsamur og þá hefði ég sagt — gott, við hÖfum ráð- ið niðurlögum óvinarins. Ent örlögin vildu, að meirihluti: þessarra Gyðinga slapp á. lifi. Eg segi þyí við sjálfan mig: Það er vilji örlagarma, og ég verð að lúta þeim og- forsjóninni. Undanfarin ár hefur Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hald- ið uppi víðtækri viðgerðar- þjónustu og veitt bifreiðaeig- endum margvíslega aðstoð á vegum úti um verzlunarmanna- helgina, fyrstu helgi í ágúst. Þessi þjónusta félagsins hef- ur átt miklum vinsældum að fagna, enda hafa margir notið hennar, bæði meðlimir í félag- inu og aðrir ökumenn, þótt svo sé að visu til ætlazt að fé- lagsmenn gangi fyrir henni. • Félagatala sívaxandi Umferð á vegum um allt land fer sívaxandi með ári hverju, en það gerir jafnframt aukna þjónustu FÍB nauðsyn- lega, enda hefur félögum íjölg- að mjög að undanförnu. Félagið hefur nú líka bol- magn til þess að hafa fleiri og betri aðstoðarbíla á vegun- Mikilsverð þjónusta * F.LB. á vegum úti um en nokkru sinni áður. Einn- ig verða nú fleiri verkstæði opin, betra samband við veg- farendur, meiri samvinna við ýmsar opinberar stofnanir og aukin þjónusta á ýmsan hátt. • Þegar umferðin er mest Vegaþjónusta Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda starfar af fullum krafti um þær helg- ar ársins þegar umferðin á vegum úti er mest, þ.e. um sl. helgi, næstu helgi (verzlunar- mannahelgina ) og þá þarnæstu, 12.—13. águst. Á vegum FÍB eru sex að- stoðarbifreiðar á þjóðvegunum sunnanlands og vestan. Þrjár þeirra eru stórir krana- og dráttarbilar, sem fyrirtækið Þungavinnuvélar h.f. leggur til. Þar að auki eru nokkrar að- stoðarbifreiðar á leiðinni milli Borgarfjarðar og Akureyrar. Margir þessara bíla hafa tal- stöðvar. • Margvísleg þjónusta FÍB hefur samið við ýmis viðgerðarverkstæði um þjón- ustu við vegfarendur og eru þau helztu á Akureyri, Dalvik, Skagaströnd, Blönduósi, Akra- nesi, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Eru ökumenn beðnir um að snúa sér til þeirra ef unnt er, frekar en að tefja viðgerðarbílan.a ó vegunum. Landssími íslands veitir mik- ilsverða þjónustu til að auð- velda þetta starf, einkum hvað snertir taistöðvar í bílunum. Stuttbylgjustöðin Gufunesi aðstoðar einnig við að halda uppi sambandi milli hinna ýmsu bila og stöðva. Þá flytur Ríkisútvarpið til- kynningar um framkvæmdf þessarar þjónustu FÍB og skýr- ir vegfarendum frá því hvar bifreiðarnar eru staðsettar á hverjum tíma. Lögreglan í Reykjavik hefur einnig tekið þátt þessum að- gerðum, og geta allir snúiði sér til hennar beint eða bif- reiðar hennar, með hjálpar- beiðnir. Til þess að fljót og góö hjá'p geti borizt eru allir veg- farendur beðnir um að veita aðstoð sina við að koma skila- boðum áleiðis til viðgerðarbíl- anna frá þeim sem hjálpar erut þurfi. Eins og getið var í blaðinu í gær, veitti vegaþ.iónusta Fél- aas íslenzkra bifreidaeigenda yfir 20 bifreiðum ýmiskonar aðstoð í náarenni Reykjavíkur um síðustu helgi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.