Þjóðviljinn - 05.08.1961, Síða 9

Þjóðviljinn - 05.08.1961, Síða 9
4). — ÓSKASTUNDIN Laugardagur 5. ágúst 19(jl 7. árgairgur — 25. tölublað. HANNA KOHUTKOVA Á HESTBAKI I Undanfarið liafa dvalið hér á landi 5 tékknesk bt'irn í boði Tékknesk-íslenzka inenningarsambands- ins. Þau hafa ferðazt um landið og séð margt skemmtilegt og nýstárlegt að þeirra. dómi, en í mestu blöðum fáið þið nánari frásagnir af dvöl þeirra liér, því þau hafa lofað að láta okkur hafa kafla úr dagbókunum sínum, rétt eins og íslenzku börnin, sein fóru til Tékkóslóvakíu í fyrra, gerðu. Myndin hérna er af annarri stúlkunni, sem heit- ir Hanna Kohutkova frá Vradimov. Hanina er 14 ára. Myndin er tekin norður í Skagafirði. Ivannski segir hún okkur frá því í næsta blaði hvernig henni þótti að koma á liestbak í fyrsta sinn á ævinni. ORÐSENDINGAR Engin mynd ennþá í síðasta blaði báðum við ykkur að teikna mynd við vísuna: Ég skal kveða við þig vel viljirðu hlýða, kindin mín. Pabbi þinn fór að sækja sel, sjóða fer hún mamma þín. Við höfum ennþá enga mynd fengið. en vonandi þurfum við ekki að bíða lengi. Þið eruð svo dug- leg' að teikna. ★ Valdís, 11 ára. Þakka þér fyrir bréfið og myndirnar. Þær eru Ijómandi vel gerðar og' koma .áreiðanlega í blað- inu seinna. ÞURÍÐUR SUNDAFYLLIR Þuriður sundafyllir og Völu-Steinn sonur henn- ar. fóru af Hálogalandi til íslands og námu Bol- ungarvík, og bjuggu í Vatnsnesi. Hún var því kölluð sundafyllir. að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogglandi. að hvert sund var íullt af fiskum. Hún setti og' Kvíarmið á ísafjarðar- djúpi og tók til á koll- ótta af hverjum bónda ísafirði. Synir Völu- Steins voru þeir Ög- mundur og Egill. (Úr Landnámubók.) Vltstjóri Vilbo*v» Daqb)art*d6tHr — ÚtQvfandl frl68viljli»«i ★ * ★ ★ Þessi mynd er tekin norður i Skagafirði, á bænum Vik. Þar er nú ekki ónýtt að vera. Yfir sumartímann eru þar 18 börn, auk .heimilisbarn- anna, þvi hjónin þar, Ás- laug Sigurðardóttir og Haukur Hafstað haía barnaheimili fyrir 6—9 ára börn. Börnin koma frá Reykjavík um miðj- an júní og eru þar fram um miðjan ágúst. Engum leiðist . því nóg' er að gera og skoða. Þegar gott er veður eru þau útivið að velta sér í heyinu eða eitthvað að leika sér. Svo fá þau iíka að sitja á vagninum þegar ekið er heim töðunni. Stundum kemur það lika fyrir á. þeim bæ að þeir sem. sækja kýrnar eru eins margir og þær. Ef vont er veður eru börnin inni- við og teikna eða móta í leir, syngja saman eða. horfa á ieikrit, sem þau_ æfa sjálf og semja vita-- skuld líka. Seinnihluta sumars koma berin og: Laugardagui' 5. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9- Á fimmtudagskvöld léku hin- ir þýzku drengir við gestgjafa sina KR, og fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum. Leikur- inn var frá upphafi vel leik- inn af báðum liðum, þó að Blau Weiss hefðu heldur betri tök á samleik. KR-ingar náðu einn- ig oft ágætum tilþrifum og margir þeirra eru kvikir og Frjálsíþróttamót í Gautaborg Á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti sem fram fór í Gaula- borg nú að loknu Norður- landamótinu urðu helztu úrslit þessi: 100 m hlaup Fran Budd USA 10,2, Henry Jerome USA 10,5 Ove Jonsson Sviþj. 10,7. — Langstökk Ralph Boston USA 7,95, Jorma Valkama Finnl. 7.41. — í 110 m grinda- hlaupi varð fyrstur Bo Fors- ander Svíþjóð á 14.3. 400 m hlaup Earl Young USA 47,3, Siegmar Ohleman Kanada 48,3. — Spjótkast. Verner Lageson Svíþjóð 74,38, Fuísma Finnl. 70,76, Fredriksson Svíþj. 69ð74. 800 m lilaup Siebert USA 1.52,4, Bertoia Kannada 1.53,2. — 3000 m hindrunarhlaup Tedenby Svíþjóð 8.50,8, Tjörne- bo Svíþjóð 8.54,8. leiknir- Það var gaman að sjá þessa ungu menn skynja það að vera með líka, þegar þeir voru búnir að senda frá sér knöttinn. í þessu atriði voru Þjóðverjarnir heldur betri þó að KR-ingar geti vel við unað. Þjóðverjarnir virtust ekki eins öruggir upp við markið eins og þeir voru í samleiknum úti á vellinum, því að skotin voru heldur slök. Þó voru bæði mörkin sem þeir skoruðu úr góðum skotum. Sama er að oegja um mark KR, það var hörkuskot af löngu færi sem markmaður fékk ekki ráðið við. Það hefði sannarlega verið þess virði fyrir unga drengi sem leika í kappliðum í Reykjavik að koma og horfa á leikmenn Blau Weiss. Þeir gátu sýnt margt. af því sem íslenzkum unglingaliðum hefur ekki tekizt að ná veruiegum tökum á. Þeir hefðu getað lært mikið af þeim, en því mið- ur voru ekki margir viðstadd- ir. Meira að segja margt meist- araflokksliðið hefði getað lært af leik þessara drengja. Fyrri liálfleikur var mjög jafn, þar sem bæði liðin höfðu tækifæri, en liann endaði 0:0. Um skeið voru það Þjóðverj- nrnir sem höfðu betri tök á síðari hálfleik og skoruðu þá fyrra mark sitt. Áttu þeir tvö góð tækifæri, en markmaður KR varði mjög vel. KR-ingar voru samt ekki af baki dottn- ir, þeir áttu líka í lok leiksins harða sókn á Þjóðverja og skoruðu þá og jöfnuðu. Þjóð- verjunum tókst þó að skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok, og urðu það ekki ósanngjörn úrslit. Þjóðverjarnir léku betur en á móti Val, enda voru þeir í þessum leik með sterkasta lið r,itt. Þeir fara því ósigraðir héð- nn Þjóðverjarnir, að þessu i'.inni- Sú missögn varð hér á fimmtudaginn um leik þeirra við Tý í Vestmannaeyjum að Týr hefði unnið, en það hafði snúizt við. Það var Blau Weiss sem vann með 2:0. Breytir það raunar ekki miklu um það að bað sýnir góðan knattspyrnu- styrk hjá Tý að tapa ekki með meiri mun gegn svo sterku liði. Það gefur líka nokkra hugmynd um sameinað lið þeirra eyjamanna að ná jafn- tefli við þessa drengi. Þess má líka geta að Blau Weiss náði beztu leikjum sínum einmitt í Eyjum, að áliti þeirra sem séð hafa alla leikina. Blau Weiss er ekki sérlega stórt félag í suðurhluta Vestur- Berlínar. Á félagið tvo æf- ingavelli sem báðir eru malar- vellir og þar æfa öll lið þeirra. Félagið á einnig stóran íþrótta- leikvang, þar sem kappleikir fara fram á og er það gras- völlur. Félagið hefur 4 lið í fyrsta aldursflokki, og 14 lið í yngri flokkum. Það lið annars flokks, sem hér er nú, varð nr. tvö í Berlín í síðustu keppni og seg- ir það nokkuð til um getu liðs- ins. Félag þetta heldur árlega, um hvítasunnuna, nokkurskon- ar alþjóðlegt knattspyrnumót, þar sem 8 unglingaliðum er boðið lil keppni, frá ýmsum Jöndum, t- d. Bagsværd frá Kaupmannahöfn sem við könn- umst svo vel við, og það var eins og áður hefur verið frá sagt fyrir milligöngu Bagsværd að KR komst í samband við lið þetia. Næsta mót verður í júní n.k- eða um hvítasunnuna næst og hefur KR fengið boð þangað, en ekki er vitað hvort KR getur tekið boðinu að þcssu. sinni. Ahugamenn Félag þetta hafði, eins cg" svo mjög tíðkast í Þýzkalandi, leikmenn á svokölluðum samn- ingi þar sem þeim voru greidd nokkur laun. Þetta reyndist þeim illa og því var hætt. Það gaf tilefni til allskonar atvika sem ekki voru holl félagsstarf- inu. Þeir hættu svo þessum greiðslum og leika nú aðeins áhugamenn í fyrsta aldurs flokki. Þetta hefur reynzt þeim ’miklu betur. Þá er allt á hreinu og ekki tækifæri til að láta.. peninga skemma félagsandann. og starfið. Bannað að taka þátt í niótum í júlí Það mun hafa verið ætlun KR-inga að fá Blau Weiss.. Framhald á 11. síðu. Ró!@gt framundcin í knatt- spyrnunni Undanfarið hefur verið mik- ið um að vera í knattspyrn- unni, og þá ekki sízt um helg- ar, þó flesta daga hafi raun- ar verið leikin knattspyrna einhvers staðar. Um þessa helgi eru engir leikir, og næsti ,,stórleií:ur“ verða ekki fyrr en á fimmtu- dagskvöld en þá eigast við Fram og Hafnarfjörður, og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Munu báðir hafa hug á að gera vel. Hafnfirðingar gera ugglaust Fram eins erfitt fyr- ir og þeir geta, og hafa að sjálfsögðu hug a baðum stig- unum. Sama mun um Fram þvE ekki veitir þeim af að hressa. upp á sína stigatölu alls og; alls vegna- Bikarkeppnin hefst um næstu helgi Næsta laugardag (12. ág.> hefst. svo fyrri hluti bikar- keppninnar, og keppa fyrst Akranes-B og Þróttur-B og; fer leikurinn fram á Akranesi- Á mánudag og þriðjudag- heldur bikarkeppnin svo áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.