Þjóðviljinn - 15.08.1961, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.08.1961, Qupperneq 4
Atvinnumálaráðherra Afríku- ' landsins Nígeríu, sem er okk- ar stærsti skreiðarkaupandi, heitir J. C. Obande. Undir þennan ráðherra heyra allar hagrænar framkvæmdir ríkis- ins, þar á meðal sjávarútvegs- mál. Síðan þessi maður kom í ráð- herrastólinn hefur hann látiö hendur standa fram úr ermum, viðvíkjandi framfaramálum landsins. Meðal annars hyggst hann gera Nígeríumenn að fiskveiðiþjóð á nútíma vísu. Byrjunarframkvæmdir til undirbúnings þessu stórmáli eru þegar hafnar. Hafrannsóknar- skip með aðsetri í Lagos mun nú hraða nauðsynlegum rann- sóknum til að flýta fyrir fram- gangi málsins. Á þingi Nígeríu nú á sl. vori komst J. C. Obande ráðherra svo að orði, viðvíkjandi nauð- syn þessa máls: „Það er fá- sinna af landi eins og Nígeríu, þar sem stórkostlegur skortur er á eggjahvítuefnum í fæð- unni, að ætla sér að íullnægja þessari miklu þörf eingöngu með innflutningi á crlendum fiski. Hafið fyrir utan okkar eigin strönd er auðugt af fiski. Eins og stendur eru erlendar þjóðir í kapphlaupi við að hag- nýta sér fiskimiðin út af Af- ríkuströnd. Ég mun því hraða öllum framkvæmdum þessa máls, svo hægt verði að leggja fram áætlun í málinu mjög ■fljótlega“. Og ráðherrann end- aði mál sitt með þessum orð- ufn: „Ég tel þetta sérstaklega þýðingarmikið mál, sem þoli enga bið.“ @ Skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu Nígería er staersta ríkið í. Afríku og íbúar munu. vera þar nálægt 33—35 milljónii' og fer ört fjölgandi, því að fólksfjöig- un er mikil í landinu. Þetta er eitt af þcim nýju ríkjum sem nýlega hefur öölazt sjálfstæði. Þetta er rísandi þjóð á sviði sjálfstæðis. menningar og marg- háttaðra framíara. í Nígeríu er mikill skortur á fæðutegundum með auðugum eggjahvítusam- böndum, en með skreiðarinn- 'flutningi er reynt að bæta úr því, svo langt sem það nær. Samkvæmt Hagtiðindum voru flutt út héðan 5090,1 tonn af skreið til Nígeríu ái ið 1900. Þá má einnig gera ráð fyrir, að eitthvað af skreið sem flutt var út héðan til Bretlands hafi lent á ■ Nígeríumarkaði. En til Bretlands voru flutt út sam- kvæmt sömu heimild 2013. G tonn á sl. ári. Þá má geta þess að Nígería er einnig stærsta markaðsland Norð- manna fyrir skreið og munu þeir hafa flutt þangað ca. 25 —27 þús. tcnn árlega nú síð- ustu árin. Allur skreiðarinn- flutningur er þó varla meiri en sem svarar 1 kílógrammi á hhvern íbúa landsins og er því ekkert undarlegt þó að ríkis- stjórnin telji það eitt af sínum brýnustu verkefnum að stofna til framleiðslu á eggjahvítu- ríkri fæðu eins og hún hyggst gera með eigin fiskveiðum á næstu árum. Af því sem að ofan er sagt, virðist ekki vera nein bein hætta. á næstu árum, á minnk- andi skreiðarmarkaöi í Nígeríu, því að með núverandi skreið- arinnfiutingi vii'ðist aðcins full- nægt broti af þeirri þörf sem er fyrir hendi. En það er hins- vegar nauðsynlegt, að skreiðar- framleiðendur geri sér ljóst nú þegar, að öll líkindi eru fyrir því. að Nígeríumarkaðurinn geri auknar kröfur um gæði skreið- arinnar. á næstu árum. Við skulum bara líta í eigin barm, og þá siáum við, að með auk- inni vclmegun og framförum hafa kröfur okkar til fæðuteg- unda tekið miklum breytingum síðustu áratugina. Nákvæmlega þetta sama mun ske í Nígeríu á næstu árum. Það er bví orð- ið meira en tímabært-að gerðar verði í’áðstafanir til þess að fylgzt verði vel með þessum markaði, enda ætti hinn niikli skreiðarútflutningur að geta staðið undir því. .?V < § í Nígeríu er mikill skortur á fæðutcgundum með auðugum eggjahvítusamböndum. Litli snúíhm. á . myndinni virðist þó vcra hinn hraustlcgasti í útliti. ^ Ilagkvæm kynni Fyrir fáum árum buðu Norð- menn hópi af blaðamönnum írá Nígeríu til Noregs á vetrarver- tíöinni. Þessir blaðamenn heim- sóttu fiskframleiðslustöðvarnar, og kynntu sér meðferðina í gegnum verkun. Þá var farið með þá út á fiskimiðin við ströndina og þeim sýndar veið- arnar með hinum ýmsu veiðar- færum. Þegar svo blaðamenn- irnir komu aftur heim. þá birt- ist fjöldi greina. um fiskveiðar Norðmanna og skreiðarverkun- ina í blöðum Ní'geríu. Þetta: hafði þau áhrif að innflutning- ur á skrtið til Nígeríu jókst til ■ muna eftir þessa heimsókn.': Það væri áreiðanlega þarft skref sem stigið væri e£ stofn- að væri til slíkra kynna vlð þetta mikla markaðsland okkar, rneð því að b.ióða hingað blaða- mönnum frá Nígeríu í heim- sókn. Það munu vera tiltölulega fáir íslendingar sem heimsótt FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld hafa Nígeríu og þekkja nokk- uö til þjóðhátta þar. Þó veit ég að Bragi Eiríksson, núver- andi framkvæmdastjóri Skreið- arsamlagsins, hefur farið þang- að tvær ferðir í markaðserind- um. Og Þói'oddur Jónsson stór- kauþmaðuf mun líka vera tals- vert kunnugúr markaði okkar þarna því að hann hefur ferð- azt þangað í markaöserindum. Og líklega hefúr enginn íslenzk- ur einstaklingúr lagt sig betur fram, eða kostað meiru til. í þessum cfmnri hcldur cn Þór- oddur. Norðmenn senda áriega hóp af mönnum til sinna fisk- markaðslanda. Þeir sem valdir- eru til bessara fcrða, eru hin- ir svokölluðu ráðunautar seni eru stárfandi sem leiðbeinend- ur við framleiðsluna hjá öllum scærstu fiskvinnslustöðvum og bvkia .jafn siálfsagðir eins og framkvæmdastj órarnir. ® Gæði skreiðarinnar í ár Það má náttúrlega segja, og það með talsvert miklum rétti, að ekki sé tímabært að leggja dóm á okkdr f-skreíðarfram- leiðslu áður en farið er að meta skreiðiha til’ útflútni'ngs. En þó get ég íúllýrt ' áð'tfflar- farið hefur verið * sérst'aklega hagstætt fvrír 'skreiðarverktm hér sunnanlanðs riú á þessu vori, og ytra ■ útfit-’ fískSÖiS'’ ’affu þeirri ástæðu mikiu' bétra* lieid- - ur en um mof'g1' tiridtógengift ór. Hér í Reýk^áVík éri t.ds skreið svo að segjn •iaus- vlfl jarðslaaasveno 'á ’t róði. sem-- snillt hefur útb-li' ■ sk’'r'hVrinnar'- pð' undanförru. f’að má bví telja líkindi til að. úikr-'va-. í- skr-eið- . arverkuninni vei'ði jftetri nú en oft áður. En það. er .ekki .ibara. tíðarfarið sem,..úrslitum .ræður. um gæði skreiðarinnar. hv.erjis sinni, heldur.líka gajðkibess-hrát, efnis sem upp: e.r, hengt tif.-yei'k-. unar. Ef menn; h.afa: kengtnupu.:. lélegt hráefni, þá íiiheiri léjfiga. skreið, bó í .gbðu tíðariari'.sé." En hefðu þó- fengkj-..haha ..efir».' lélegri í óhagstæðri.;.yeðmljtute En þeir sem .hcjjgt.ihjafa.'U'pp.gott’ : hráefni nú á bessu vori. þeir geti reiknað méö góðri útkomu í skreiðarverkuninni í ár. Þeir, sem stofnuðu góðu he:’!i fékgsskap til að berjast cg útrýma berklum af fsiandi. kunnu að nefna hlut- ina réttu nafni. Þess vegna heitir líka félagsskapur þeirra Berkiavörn. Ef þeir hefðu haft á stefnuskrá sinni að útbreiða berkla, hefðu þeir vafaiaust nefnt félag sitt Berklafélagið. Sjá menn nú ekki, hvilíkt smekkleysi það er, þegar fé- lag eitt ágætt nefnist Krabba- meinsfélagið? Eftir nafninu að dæma, mætti aetla, að féiagið ynni að útbreiðslu krabba- meins! Hefði ekki verið ólíkt smekklegra að nefna þetta fé- lag Krabbavörn, sbr. Berkla- vörn? Það h.vgg ég að allir telji, nema íhaldsprófessorinn, sem „keyrði í gegn“ ljóta nafn- ið: Krabbameinsfélagið. Að hann skyldi ekki í hroka sín- um leggja til annað nafn, • - 'i’” Audax segir: j Rfngnefni — Einkennisbúnjngar svona eins og til vara, og hafa það t.d. Krabbavinaféiagið! Snúum okkur svo að einni magnaðri áráttu. Hvers konar kjánamál er eiginlega verið að kenna börnunum í þessu landi? Þeir, sem skrifa fyrir börnin í blöð og bækur og taia við börnin í skólum og útvarpi, eru yfirleitt uppfullir af þvi, að menn hafi putta, en ekki fingur! Og þetta fólk virðist ekki ganga, heldur Iabbar það (eins og mörg dýr gera)! Ef það ætlar að segja, að eitt- hvað sé gott o.g fallegt, þá verður það endilega að vera voðalega gott og íallegt. Já, sér er nú hver voðinn i gæzk- unni og fegurðinni! Og svo er eins og þetta fóik kunni hvorki að nefna stelpur né stúlkur, heldur er það alltaf að þvæla um einhverjar telpur. (Svona. hallærismálfar er td. tákn- rænt fyrir blessaðan alvizku- toppinn á fræðslúmálaskrif- stofunni). Þetta fólk ímyndar sér sjálfsagt, að báð sé mjög fínt, að fella niður s (essið) og segja telpa! Næsta skrefið í vitleysunni, verður svo vænt- anlega það, að segja ekki strákar, heldur trákar! Og ekki stúlkur, heldur túlkur. Margir segja ekki þakk, heldur takk (dönskusletta). Ætla þeir þá líka að segja tökk, en ekki þiikk? Þetta fólk kann ekki að þakka á ísienzku, það takkar! Ætli útvarpið bjóði okkur ekki bráðlega upp á einhverja háfleyga sögu, þar sem m.a. væri sagt: Telpurnar pilá á hljóðfærið með puttonum og túlkurnar pila á pil, en trák- arnir labba á tígnum í taðinn fyrir að labba á gangtéttinni og liiggan takkar voðalega vel fyrir!? 0—0—0 Undanfarið hefúr borið tals- vert á ýmis konar einkennis- búningum í báejarlífinu. Þeir eru fyrst og , fremst til auð- kenningar og skrauts. Þeir eiga að gera ýmsa starfsemi auðveldari, þannig t.d., að fólk sjái strax, hverjir séu á ferð eða að verki, ef um einkenn- isklædda menn er að ræða. Þegar ein'kennisbúningar fara ekki út í öfgar, er ekkert nema gott eitt um þá að segja. En svo getur Éka önnur hlið á þessu máli skotið upp kollin- um. Það er þegar einhverjir menn eiga eða verða að vinna sitt verk i einkennisbúningum* en eru svo bara þegar til kem- ur klæddir eins og fiestir aðr- ir, af því að vanræksla og trassaskapur eru býsna al- gengir kvillar í yfirstjórn ým- issa starfsgreina. Til hvers er t.d. hið opinbéra að setja lög og' reglur og burðast við að framfylgja loguni,,, þegar það er venjulega .sjáift, fyrst allra aðila til þess að sniðganga ’eða brjóta lögin? Og hvað stoðár, þegar svo eý komið, að rjeka upp Ramavein yfir þvi. að óf iítil virðing sé börin fyrir lög- unum? Lítúöv riiij S nokkur al- geng dæmi ura er gott fordærni eiga'að'gefa með árvekni sinni, nákvæmni Framhald á 10. síðu. fc — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. ágúst 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.