Þjóðviljinn - 15.08.1961, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1961, Síða 5
Sveik eiginmann sinn í hendur Gestapo-raaniia Glæpakvendi handtekið eíiir 16 ára leit Cannes — í 16 ár hefur glæpa- kvendi eitt svissneskt farið huldu höfði aðallega í Þýzkalandi og Tyrklandi. Kona þessi heitir Lily von Dallwitz og er nú 57 ára. Hún var útsendari Ge§tapo, i hinnar illræmdu leynilögreglu nazista, á dögum Hitlers, og sveik þá eiginmann sinn í hend- ur nazista, en eiginmaðurinn var andfasisti. Svikakvendi þetta hafði verið dæmt til dauða af hen'étti að henni fjarverandi, en fyrir nokkrum dögum hafðist upp á henni. Hún var gripin um fyrri helgi í Cannes í Frakklandi af frönsku lögreglunni. Gerðu lög- reglumennirnir skyndirannsókn hjá bandarískum hjónum, sem þarna dvöldu. Þegar þeir könn- uðu skjöl og föggur barnfóstru þeirra hjóna, kom í Ijós að hún var engin önnur en Lily von Dallwitz, sem leitað hafði verið að í 16 ár. Handbentli Gestapo Þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út, voru Lily og maður hennar, Giudieelli, í Frakklandi. Lily var orðin leið á manni sín- um, sem ættaður var frá Kors- íku, og tók hún þegar upp sam- band við Gestapo þegar naz- istar hernámu Frakkland. Ekki leið á löngu þar til Gestaro- menn tóku Giudicelli fastan sam- kvæmt ábendingu eiginkonu hans og hefur síðan ekkert til hans spurzt. Gestapomenn borguðu Lily svo rausnarlega fyrir hjáipi-ia að hún keypti sér verksmið.iu. sem framieiddi hreinlætistæki. Auk þess gerðist hún fylgikona tveggja frægra bófaforingja, Car- bone og Spirito. Gestapo gaf henni einnig lúxusbifreið. brýndrekasveitir hefja æfingar á Bretlandi 9. september, og hefur sú ákvörðun vald- ið mikilli rciði og mótmælum meðal Breta, er kaera sig ekki um hinn gífurlega vígbúnað. Vestur- Þýzkalands, sem er að verða eitt öflugasta herveldi heims á nýjan leik. Myndin er tckin fyrir nokkrum dögum, þcgar Karl von Kleist (til vinstri), yfirmaður 84. vcsturþýzku skriðdrekasveit- arinnar, kom í könnunarferð til Wales fyrir nokkrum dögum, en þar eiga æfingarnar að fara fram. Til hægri er brczkur herforingi og í baksýn einn af hinum svokölluðu Churchill-skriðdrekum. Lysenko forseti landbún- aðarakademm í Sovét Metíramleiðsla í sovézkum landbúnaði í ár Moskva — Sovézka Iandbúnað- aðarakademían heldur þing sitt i Moskvu um þessar mundir. Þingið cr haldið á þcim tíma sem Sovéztmenn eru að vinna að uppskerustörfum og séð cr fram á stærstu uppskcru i sögu Iands- ins. Fyrirsjáanlegt er að land- búnaðarframleiðslan mun slá met á öllum sviðum í ár. Á þinginu hefur verið skipt um allinarga menn í stjórn akademíunrar. Umdeildur vísindamaður Lobanoff, sem verið hefur for- seti Landbúnaðarakademíunnar til þessa. hefur nú verið gerður að varái’orseta áætlunarnefndar ríkisins, og leysti þingið hann þessvegna frá störfum forseta akademíunnar. í stað hans var valinn lil forseta hinn kunni vísindamaðui' erfðafræðingurinn Trofim Lysenko, sem oft hefur verið nokkuð umdeildur á ýms- um sviðum. Fjölmargir vísinda- menn mæltu eindregið með kosn- ingu Lysenkos sökum þekkingar hans og vísindamennsku og vegna frábærrar starfsorku og gáfna. Lögð var áherzla á það mikla starf sem hann hefði unn- ið í samvinu við ríkis- og sam- yrkjubúin í því skyni að efla landbúnað Sovétríkjanna. Sér- staklega hefur Lysenko náð mikl- um árangri við kynbætur bú- fjár. Kenningar og aðferðir Lysen- kos hafa verið notaðar í land- búnaðinum um öll Sovétríkin. Þetta er í annað sinn sem hann er kosin forseti Landbúnaðar- akademíunnar. Hann hætti störf- um sem forseti fyrir nokkrum árum þar sem honum sárnaði mjög gagnrýni er kom fram á vissum atriðum í víindastarfi hans. Síðan hefur hann unnið að stöðugum tilraunum og rannsókn- um og notið sífellt vaxandi trausts. Jeanne Moody, 27. ára, hefur verið I tt þekkt leikkona í Bret- tandi til þessa. En nú hefur liún verið ráð- in til að leika aðalhlutverkið í „Elskhugi Lady Chatter- leys“ sem sett verður á svið í leikhúsi í London í Iiaust. Mikill málareks.tur hefur verið lengi undanfarið, og börðust ýmsir brezkir postular, lialdn- ir siðgæðisóværu, liarðvítugt gegn því að þetta fræga verk yrði sett á svið. Minnir það á málaferlin í fyrra, sem enduðu þó með því. að leyít var að gefa skáldsöguna út óstytta. Málareksturinn nú endaði líka með sigri leikhússmanna. Leik- stjóri verður Alan Cooke, og leiksýningin verður í Arts Theatre. Landstjórn Færeyja hefur veitt yfirmanninum á dönsku freigátunni „Niels Ebbesen" sérstaka viðurkenningu fyrir rösklega framgöngu við að elta brezka Iandhelgis.brjótinn „Ked Crusader“, en sá togari var að veiðum í landhelgi Færeyja í vor. Togaranum tókst að flýja til Bretlands undlr vernd brezkra Iierskipa, Þjófar, sem stálu ferðakistu úr bíl nálægt Parma á Italíu fyrir nokkrum dögum, liafa trúlega orðið slegnir flemtran þegar þeir fóru að kanna „auðæfin“ í kistunni. 1 henni var nefnilega ekkert annað en þriggja metra löng kyrki- slanga, sem eigandinn, liaup- maður að nafni Eugenio Tagi- uri. notaði í auglýsingaskyni. 160.000 kínverskir stúdentar luku háskólanámi í ár, segir í opinberum skýrslum í Pek- ing. Eru þetta 27.000 fleiri en útskrifuðúst í fyrra. 19.000 af fólkinu sem lauk prófi í ár eru verkfræðingar og læknar, 20.000 sérfræðingar í landbún- aðarvíslndum, 49.000 kemiarar og afgangurinn er hagfræð- ingar, lögfræðingar, bók- menntafr:eðingar, sagnfræð- ingar o.s.frv. Allt þetta fólk liefur þegar fengið atvinnu við sitt hæfi, og er tekið til starfa víðsvegar í Kína. Montgomery marskálkur, sem frægur varð fyrir stjóm brezku herjanna í Norðm- Afriku í heimsstyrjöldinni, leggur af stað í langt ferða- Iag liinn 1. september. Legg- ur liann leið sína til Kína, Japan og Kanada. Montgomery hefur áður lieims.ótt Kína, og fer hann nú í boði Mao Tse- tung á óopinbera heimsókn. Tilkynnt hefur verið I Lagos að fyrirliugaðri opinberii heim- sókn Kasavúbús, forseta í Léo- poldville, til Nígeríu hafi ver- ið aflýst. Blaðið VVest African Pilot í I.a"()s, sem styður stjórnina, segir að N’geríuþjóð- in kæri sig ekkert um heim- sókn Kasabúbús, sem s.veik „ágætan son Kongó. Lúm- úmba“ í hendur óbótamanns- ins Tshombe, og það var sama og að senda hann í dauðann, segir blaðið. Erich Maria. Rcmarque, frægur fyrir bókina Tiðinda- laust á Vest- urvígstöðvun- um, tekur höf- undarlaun sín frá útgefanda sínum í Bel- grad í „SliwO- witz“, sem er . þjóðleg brennivínsteg- Remarque und í Júgó- safiu. Júgóslaf- ar neituðu nefnilega að borga í gjaldeyri. Remargque hefur þegar tekið á móti fyrstu kistumii með SUwowitz, og fleiri eru á leið- imii. *Sm,\ 5^ Sýning á vinnuvélum frá v/o , ,MACHINOEXPORT“ í Rússlandi veröur á nýju uppfyllingunni í Hafnarfiröi í dag, þriöju- dag 15. ágúst kl. 3—7 e. h. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar h.f. Brautarholti 20, Reykjavík. Þi'iðjudagur 15. ágúst 1961 — ÞJÖÐVILJINN (3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.