Þjóðviljinn - 15.08.1961, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1961, Síða 7
plÓÐVIUINN Ttgeíandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — - Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: tíagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Ckólavörðust. 19. Síml 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. Pólitískt ofstæki en ekki hagfræðileg rök gtaðreyndir þær sem birtar vor'u í síðasta blaði um raunverulagt kaupgjald Dagsbrúnarverkamanna eru mjög athyglisverðar og lærdómsríkar. Vísitöluút- leikningar sýna að fyrsta júlí s.l. — eftir að samið hafði verið við Dagsbrún og nýja kaupgjaldið var kom- ið til fram'kvæmda — var kaupmáttur tímakaupsins aðeins 91,5 stig (og er þá kaupmátturinn 1945 talinn 100). Þegar stjórnarflokkarnir hófu efnahagsaðgerðir sínar í ársbyrjun 1959 var kaupmátturinn hinsvegar 109 stig. Með nýju samningunum vann Dagsbrún þann- ig aðeins upp hluta af þeirri kjaraskerðingu sem fram- kvæmd hefur verið undanfarið hálft þriðja ár, og kaupmáttur sá sem samið var um nú jafngilti aðeins ástandinu í maí í fyrra. Staðreyndirnar sýndu einnig að kaupmátturinn hefur flest ár frá stríðslokum verið hærri en sá sem nú var samið um, og nýju samning- arnir náðu engan veginn meðaltali kaupmáttarins frá 1945 til 1960. Engu að síður gerði Dagsbrún þessa samn- inga, og þannig var gengið frá uppsagnarákvæðum að allar líkur voru á að samningarnir myndu standa ó- breyttir í tvö ár, ef stjórnarvöldin gættu þess að láta verðlag ekki farsl of mjög úr skorðum. það er iþannig fjarri öllum sanni, þegar stjórnarblöð- in og leiðtogar stjórnarflokkanna halda þvi fram að verkafól'k hafi knúið fram kjarabætur sem séu at- vinnuvegunum ofviða( og hafi kollvarpað efnahagskerf- inu. Sannleikurinn er öllu heldur sá að verkalýðssam- tökin voru ákaflega hófsamleg í kröfum sínum og samningum og sættu sig við miklu rýrari hlut en þau áttu rétt á. Þau fengu engan ábata af þeirri stórfelldu framleiðsluaukningu sem orðið hefur hér á landi og sættu sig í þokkabót við skarðari kjör en viðgengizt hafa að jafnaði undanfarin 15 ár. Jhns og margsinnis hefur verið rakið hér í blaðinu hefur heildarframleiðsla landsmanna aukizt mjög verulega síðan stríði lauk, og ef allt hefði verið með felldu hefði kaupmáttur verkafólks átt að batna jafnt og þétt. Meira að segja leiðtogar stjórnarflokkanna og Morgunblaðið hafi játað það að raunverulegt kaup hefði átt að hækka um 3% á ári að jafnaði. Samkvæmt þeirri reglu hefði kaupmáttur tímakaupsins nú átt að vera um 150 stig í stað þeirra samninga sem gerðir voru í júnílok um 91,5 stig. ^llac þessar staðreyndir sýna að það voru engar eðli- legar efnahagslegar röksemdir sem knúðu ríkis- stjórnina til þess að ræna aftur þeim smávægilegu kjarabótum sem verkafólk hafði fengið. Hitt þoldu leiðtogar stjórnarflokkanna ekki að alþýðusamtökin skyldu vinna sigur í átökunum við atvinnurekendur og ríkisvald, enda þótt sigurinn væri notaður af mjög mikilli hófsemi. Gengislækkunin er því hefndarráð- stöfun, framkvæmd af pólitísku ofstæki en engri efna- hagslegri nauðsyn. Henhi'er ætlað að sýna verklýðs- samtökunum að öll kjarabarátta sé tilgangslaus, hverj- um ávinningi skuli verða stolið jafnharðan. Tilgangur hennar er að beygja verkafólk til undirgefni við stjórn- arvöldin þannig að menn sætti sig við það sem ráð- herrum og bankastjórum Seðlabankans þóknast að skammta þeim. Henni er ekki aðeins ætlað að stela kaupi heldur og að lama siðferðilegan þrótt manna, valda vonleysi og uppgjöf. En stjórnarherrunum skjátlast þegar þeir gera sér í hugarlund að fslending- ar bregðist þannig við tilefnislausri valdníðslu. — m. Gennadi Fisj Á laugardaginn átti blaðamaður frá Þjóðvilj- anum og blaðakona frá Alþýðublaðinu viðtal á Mokkakaffi við sovézkan rithöfund, Gennadi Fisj að nafni, sem kominn er hingað þein-a erinda, að ferðast um landið í mánaðartíma og kynnast landi og þjóð. Um tilgang ferðarinnar sagði hann sjálfur í upphafi viðtalsins: Ég kbm til þess að kynnast íslandi, sjá Is- land, og ef ég öðlast nægilega þekkingu og það hefur nógu mikil áhrif á mig, 'þá skrifa ég um það bók. Þetta er sém sagt fyrirfram ákveð- inn glæpur, sagði hann hlæjandi. En, bætti Jiann við; þið megið ekki segja, að ég ætli að fremja neinn glæp. Við leggjum strax spurningar fyrir hann um ævi- og rithöf- undarferil hans, hvort hann hafi skrifað slíkar ferðabækur áður, kynni hans af íslándi og íslenzkum bókmennturri, bók- menntir í Sovétríkjunum, ferða- lag hans hingað og sitthvað fleira, sem hann leysi-r góð- fúslega úr með aðstoð túlks síns, Magnúsar Jónssonar, ís- lenzks námsmanns í Sovét- n'kjunum, sem mun ferðast með Fisj um landið.: — Ég er fæddur í Odessa, uppalinn í Leningrad en hef búið í Moskvu frá því 1936. 1 Leningrad lauk ég háskóla- námi, lagði þar bæði stund á listasögu með slavneska list sem sérgrein og málvísindi í slav- nesk-rússnesku deildinni. í hernum var ég svo í skrið- drekaskóla, en það er menntun, sem nú er orðin úrelt, bætir Fisj við. — Ég byrjaði á því að yrkja ljóð og hef gefið út 5 ljóða- bækur og einnig Ijóðabýðing- ar eftir Kipling. Svo hef ég skrifað nokkrar skáldsögur, tvö kvikmyndahandrit og gefið út smásagnasöfn og nokkur rit- gerðasöfn. Það gladdi mig, er ég kom hingað, að mér var færð að giöf skáldsaga eftir mig Skíðahetjurnar hertaka Kímosjávar, er hafði verið þýdd á íslenzku og gefin út á Siglufirði 1940. Ég hafði ekki hugmvnd um að hún hefði ver- ið þýdd hér eða að sá bær væri til. í gær keypti ég einn- ig í bókabúð hér í Reykjavík eina af bókum mínum í enskri þýðingu, bók um vísindamenn á samyrkjubúi. Hún heitir Jörð og brauð. — Ég hef skrifað tvær bæk- ur um Finnland og bók um Danmörku, Góðan daginn, Dan- mörk. Áður en ég fór hingað skilaði ég handriti að bók um Noreg, sem nú er í prentun. Ég var bar á síðast liðnu ári og einnig kom ég til I^orður- Noregs á stríðsárunum, var í hernum, sem frelsaði Finn- mörku í st.ríðslokin. — Þær íslenzkar bækur, sem komið hafa út á rússnesku þek.ki ég, en bað er auðvitað hvergi nærri nóg. Það eru t.d. Edda, nokkrar Islendingasögur, nokkrar af bókum Laxness.: At- ómstöðin, Silfurtunglið, Sjálf- stætt fólk, Salka Valka, Brekkukotsannáll og tvö smá- saenasöfn. Nýlega er S.iálfstætt fólk komið út í fjöldaútgáfu og nú er verið að gefa út Islands- klukkuna í Ráðstiórnarríkjun- um. Þá hefur verið þýtt á rúss- nesku eftir Halldór Stefánsson og Þórberg Þórðarson. — Það gladdi mig að hitta Þórberg persónulega eft.ir að ég kom hingað til lands. Ég sagði við hann, er ég heilsaði honum: GLÆP ifkEfé í-í>S. '***••' -vWí-Htote •» ,/.r S0 Komdu sæll, ég er fulltrúi þeirrar rauðu hættu, sem þú skrifaðir um. — Halldór Kiljan Laxness er uppáhaldsrithöfundur minn af núlifandi erlendum rithöfund- um. Annar af uppáhaldsrithöf- undum mínurh' erlendum er ný- látinn, Hemingway, og Thom- ; 'as Mánn er ei-nnig dáinn. Hver veit nema það hafi ásamt öðru verið dálæti mitt á bókum Lax- ness;: er fékk mig til þess að koma hingað. Frá æskuárum hefur mig dreymt um að koma til Islands eðá frá því fyrst ég fór að kynnast sögúm þaðan. Og nú er komið það tímabil á ævi minni, sem ég gef mig að skandinavísku löndunum. Ég hefði ef til vill átt að koma hingað fyrst, en það er betra seint en aldrei, segir gamalt rússneskt máltæki. Fyrstu kynni mín af íslandi voru þeg- ar ég las 12 ára gamall skáld- söguna Eiríkur bjarteygi eftir Richard Haggard. Það var auð- vitað ekki traust heimild. Síðar ferðe.ðist ég svo með söguhetj- um Jules Verne niður um Snæ- fellsiökul. Á stríðsárunum var ég á norðurvfgstöðvunum. Þá komu skipalestir. sem myndað- ar höfðu verið við ísland til Murmansk. Það voru fyrstu lif- andi tengslin við ísland, og það samband sem myndast á stríðstímum, glevmist ógjarnan. — Ég kóm til íslands síðast liðinn laúge.rdag og verð hér einn mónuð, sem er alltof lít- ið. Ég hef þegar farið til Þing- valla, Hveragerðis og Hafnar- fjarðar. Á mánudaginn fer ég austur til Egilsst.aða og ferðast þaðan til Akurevrar með við- komu í Mýyatnssveit og svo til Revkiavíkur. 1 bessari ferð verð ég að trevsta mikið á hiálpsemi íslendinga við öfiun efnis og ég vona að þeir gleymi því í samskiot.um sínum við mig, hve íslendingar eru hlé- drægt fólk. Mér hefur fundizt sérstaklega ánægjulegt að kynnast virðingu Ísíendinga á vinnunni og hæfni þeirra til vinnu. Ég hef veri'ð! í öðrum löndum. (auk Nnrðurlandanna hefur Fisi heimsnt.t. m.a. Kína, Engiand, Búlgaríu og Rúmeníu), en ég er undrandi yfir lengd vinnudagsins hér. Hér. er unn- ið miklu mejra en ( nojikru öðru skandipayísku landi til þess að ná þeirri lí(safkomu, sem er auðveldara að ,ná þar. — Bóknvenntir í Sovétrflsjun- um eru í jJramþróun.rv.Af :;?ov- ézkum rithöfunduiyi gggSjoIok- off fremstur að mínu álýti. og, Tvordovskí mesta ljpð.skáldið. — Blaðakona Alþýðublaðsins spyr um 'álit Fisj á Pasternak. — Pasternak var fyrstá fíokks ljóðskáld én í meðailági prósa- isti, rithöfundur. Það er alls staðar talað meira um prósa . t < i V < {j 1 > ■ i > ; ( i . 1 ■ ; ! hans helclur en hvað hann er lesinn. — Og Fisi spyr biaða- k.onuna, hvort hún 'háfl les- ið Sívagö 'Tækni aííú, til" erida og er hún játar þvi "ségjr hánn: Þú ættif áð' fá vefðláuH fyrir það. — Þýðifíg á ’ljoði 'er eins og uppíogínn orðró'muf." það er svo erfitt að þýða íjoð. Menn á Vesturlöndum nærast . á. upp- lognum þrðrómi um Pasternak. — Anðvitað' f.v-lgiumkl Viö í Sovétrfkjunúm' með éttéridúm bókmenntúm. Við 'gefúrn út tímarit. 300 bláðsíður á fnánuði, sem er eingöngu hélgað 'éflend- um bókmentum. Þar að auki eru gefnar út margar þýðingar erlend.ra -bókmennta hiá út- gáfufvrlrtæKjiinj i Sovétríkjun- um og eitt 'þeirrá gefur einvörð- ungu út érlépdar bókmenntir. Nú beinir blaðakpna Alþýðu- blaðsins umra=tfiunum inn á annað syið. Víkur að sourning- unni um kri^tindóm. og komm- únisma. sem-- yerið ’hefur svo áleit.in f bugum ýsúmra blaða- manna og póíitikusa hér í Revkiavík að rindanförnu síðan Furstéva og. . Gagarín komu hineað og svöiTuðu snurningum Matthíaggjf., BÍáðakonan spyr Fisi. hvoff hápn sé í kommún- istaflokknum pg hvert. sé álit hans á svör.úm Furtsjvu og Gagaríns. ■ \ •„ :f '•f~*4 * •— Ég Jief’ Verið meðlimur í kommúnislafldkknum síðan í styrjöldinni,ý,þégar Þjóðverjar nálguðust Moskvu. Áður var ég í æskiííýðssamtökunum og var bá svo gæfusamur að heyra Lenin' áVáiTiá á? þiwgl*sfirhlbands- Götumynd úr Reykjavík eftir Orest Verejskij. ins, Þá Var ég 17 ára gamall, ftllltrúi frá Kúban. — Ég stýðst 'ékkí áðeins við Gagarín hékluf ög Títoff, Þar hef - ég tvo 'íifaildi' dæmi um það, að menn komást til himna án ' bæna óg ‘ sofa þar vel án kvöldb&ná. Mér ‘ líkaði sér- • staklega ;;;vel þáð,” sem Títoff sugði en hariri Var yfír Moskvu: Nú ráðið þið hvað þið gerið, en nú ætTá ég áð fara að sofa. Og þá gatu nokkrar þúsundir Moskvubúa auðvitað ekki far- ió að' sófa. — Mér firinsi af kynnum inínum víð fslendinga, að hinn gámli áridi þjoðarinnar hjálpi hérini betur en kristindómur- inn, sámanb'er það, er Jakobína lívað nióur heræfinguna. Enn- i'remui' hef ég komizt að raun ' um, "að á íslandi eru'til draug- 'ár,' sem be'fja'st fyrir íslenzku ’ f relsi. Ög h‘ér' vit'nar Fisj í sög- ' 'una úf ' Hvárfirð'í, er birtist í áíðasta 001301301 Þ’jöðviljans. Kfistján frá Djúpáiæk sagði mér þá sögu: með.þeim formála, að cjáinn íslendmgur væri ekki minni patríót, föðurlandsvinur, en íifandi .islpndipgur. Kannski er það skýringin, á, því, hvernig svona lítil þjóð gat lifað og varðveitt menningu sína. — I okkar skólum er engin kristindómsfræðsla en nemend- urnir fá að kynnast trúar- brögðum Grikkja, Norðurlanda- búa, gyðinga o.s.frv. Án þess að þekkia þessi,, trúarbrögð myndu menn hvorlti botna upp eða niður í sumum glæsileg- ustu verkum t.d. í málaralist. Tökum sem dæmi myndirnar af Maríu með barnið. Hvers vegna er konan alltaf með strák í fanginu en ekki stelpu? segja börnin stundum, — Það eru andleg námskeið fyrir þá, sem það vilja, og geistlegur háskóli, er útskrif- ar presta. Og það er frelsi fyr- ir trúarflokka en kirkian að- skilin frá ríkinu. Hlutverk skólanna er að veita raunþekk- ingu og þroska gáfur nemend- anna, ekki að kenna einhverj- ar dulrænar, ósannanlegar kenningar. — Blaðakona Al- þýðublaðsins ymprar á því, að það eigi e.t.v. eftir að sannast, að trúin geti flutt fjöll. — Það er ekki trúin heldur skyn- semin, sem getur flutt fjöll, segir Fisj. Og trúarbrögðin hafa einmitt staðið mest gegn því, að skynsenún fengi að þróast, heldur hann áfram og minnir á ýmis fræg dæmi um baráttu kirkjunnar gegn vísindalegum uppgötvunum og sannindum. — Vegna þess að hugsjónir kommúnismáns um algeran frið á jörðu og algert jafnrétti manna án tillits til litarháttar eru éinmiljt þær sömu og og hafa gertj kristindóminn vin- sælan, lyft -Jlionum, geta kirkj- unnar menrj og kommúnistar staðið samafi t.d. í friðarbarátt- unni. Boðorðin 10 að e.t.v. einu undanskildu* gefa hinum kristnu tækifæri á að vera í náinni samvinnu við kommúnista. En mergurinn 5 málsins er, að kirkjan og forustumenn henn- ar eru svo oft í mótsögn við eðli og kenningar kristindóms- ins. Þegar Þjóðverjar sóttu sem fastp.st að Moskvu jókst kirkju- sókn í borginni mikið. Sumt fólk fór í kirkju til þess að biðja guð að berja Hitler niður. Aðrir gengu í flokkinn. Niður- staðan af sameiginlegri baráttu beggia varð sú, að Hitler var sigraður. Ég vildi að blaðið þitt. segir Fisj við Alþýðu- blaðskonuna, héldi uppi þessari samvinnu við kommúnista í baráttunni við nazismann og allt illt. væri ekki ’síður i því fólgið að liðsinna fólki, er leitaði til hans í erfiðleikum og þrengingum, fólk leitaði sér styrks í trúnni. Því svaraði Fisj að lokum svo: — Fólk leitar til kirkjunnar í erfiðleikum sinum en komm- únisminn leitast við að eyða erfiðleikum fólks. Með því er hann að kippa grundvellinum undan kristindóminum. Að lokum fór blaðakonan út í aðra sálma og spurði Fisj um álit hans á Berlínardeilunni og Þýzkalandsmálinu. — Ég er rithöfundur en ekki stjórnmálamaður og túlka að- eins mína persónulegu skoðun á því máli. Mér finnst það ekki eðlilegt ástand að ekki skuli vera búið að semja frið, þegar 15—16 ár eru liðin frá stríðs- lokum. Margir Islendingar hafa komið til Berlínar og þekkja ástandið þar. Það er óeðlilegt ástand að skipta borg í tvo fjandsamlega hluta. Á það verður að binda endi. Það verður að semja án vopnaviðskipta og án þess að hallað sé á nokkra þjóð. Krústjoff hefur lagt fram sín- ar tillögur í þessu máli og það væri æskilegt, að hinn aðilinn kæmi með einhverjar tillögur í stað þess að segja afdráttar- laust nei við öllu. Vesturveldin virðast vilja viðhalda þessu á- standi um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Það hlægilegasta í þessu sambandið er að vera að hóta að segja okkur stríð á hendur, ef við ætlum að gera friðar- samninga við Austur-Þýzka- land. — Ég vona og óska, að nóg sé til af skynsemi nú á dög- um til þess að ekki komi til stríðs. Enginn maður í Sovét- ríkiunum hefur áhuga fyrir stríði, bar er enginn sem hef- ur ágóða af hergagnapöntun- um. Stríð getui- aðeins fært okkur óhamingiu. Við þurfum frið til bess að framkvæma okkar nýiu áætlun. Lífskjörin eru ört. batnandi í Sovétríkjun- um. Allt betta getur stríð eyði- lagt. í Ameríku og Vestur- Þýzkalandi eru hins vegar að- ilar, sem hafa mikinn ágóða af hergagnaoöntunum. Þeir hafa kannski ekki áhuga á að fá stríö. bví að auðvitað eyði- legði það þá iíka, en þeir hafa áhuga á að viðhalda því á- standi er krefur vopna, vopna, sem fl’ót.t. úreltast svo að þörf er á nýbirn Núorðið geta að- eins br.iálæðingar óskað eftir stríði. S. V. F. /W * 4 ;_>r: <-■■■■ ~;ir:t-■•■>:. •••. .. ;; , , ■ - Tcikning af íslcnzkum unglingsstúlkum eftir Verejskij. — Trúað fólk getur ekki ver- ið í flokknum, svaraði Fisj snurningu blaðakonunnar. Flokkurinn er samsafn fólks, er allt aðhyllist nokkrar almennar hugmyndii’ en ein þeirra er hin heimspekiiega efnishygg.iu- hugmynd. Þeir, sem aðhyllast þessar skoðanir, ganga í flokk- inn alveg eins og þeir, sem trúa á guð, ganga í einhvern trúarflokk. Þarna er enginn bvingaður tii neins. En í ríkis- kirkium eru alltaf þvinganir, viliandi eöa óviljandi. Þessar trúmálaumræður voru allmiklu Iengri en hér hefur verið rakið, viðtalið hafði snú- izt upp í. rökræður milli rit- höfundarins og blaðakonunnar, samræður í léttum tón og fullri vinsemd. Fisj benti á, að kirkjusókn hér benti ekki til mikillar trúar en blaðakonan Vildi meina, að starf' prestsins Aðeins 12% hafa kosn- ingarétt í Suður-Afríku PRETORIA — Þingkosningar fara fram í Suður-Afríku 18. október n.k. Verwoerd forsætis- ráðherra hefur sagt að opinber tilkynning um það verði gefin út 28. ágúst. Framboð verður að tilkynna fyrir 15. september. Þetta verða fyrstu kosningarn. ar siðan Suður-Afríka varð lýð- veldi og yfirgaf Brezka sam- veldið. Síðustu kosningar fóru fram í apríl 1958. Þá fékk stjómarflokkurinn 103 þingsæti en stjórnarandstaðan 53. Venju- lega eru kosningar 5. hvert ár. Við síðustu kosningar voru tæplega 1,3 milljón hvítra manna með atkvæðisrétt í 132 kjördæmum landsins. 9,3 milljónir Afríkumann.a og 1,3 milljón annarra þeldökkra manna hafa engan kosningarétt. Örfáir hvítir menn eru taldir fulltrúar blökkufólks á þing- inu og eru þeir ekki valdir i almennum þingkosningum. Fyr- irkomulagið í þessu fasistaríki er semsagt þannig, að aðeins 12 prósent íbúanna hafa kosninga- rétt. Hinum er neitað um kosn- ingarétt og flestöll mannréttindi önnur. €) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. égúst 1961 ÞriÖjudagur 15. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN f

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.