Þjóðviljinn - 15.08.1961, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.08.1961, Qupperneq 9
ritstjóri: Frímann Helgason Austur-Þjóðverjarnir unnu auðveldan sigur Kristleifur, Vilhjálmur og Valbjörn sigruðu í sínum greinum Um síðustu helgi t'ór fram landskeijpni milli Austur- Þjóðverja og íslendinga. Þjóð- verjar sigruðu með yfirburð- um, hlutu 110 stig en Islend- ingar 63 stig. Islendingar sigruðu aðeins í þrem grein- um af sextán, þrístökki, stang- arstökki og 5000 m hlaupi. Laugardaginn 12. ágúst, kl. 16 setti Jphannes Sölvason, for- maður F.R.R. keppnina með t stuttu ávarpi. Síðan hóist í keppni í 110 m grindahlaupi, kúluvarpi og hástökki. I 110 m grindahlaupi voru báðir aðálkeppendur Islendinga forfallaðir og komu tveir vara- menn í þeirra stað. Eftir að ís- lendingarnir höfðu þjófstartað einu sinni þutu hlaupararnir af a stað. Strax við fyrstu grind i t höfðu Þjóðverjarnir tekið for- ustuna og héldu henni allt ; hlaupið út. Tvöfaldur sigur Þjóðverja, og hlutu þeir því 8 stig en íslendingar 3 stig. Strax í fyrstu umferð kúlu- j varpsins var það ljóst að Þjóð- verjarnir ætluðu að verða Is- lendingunum erfiðir viðureign- ar. Báðir vörpuðu yíir 15.90 í fyrstu tilraun. Guðmundur Her- mannsson sótti jafnt og þétt á, en óheppnin elti hann. Hann náði kasti sem reyndist vera lengsta kast keppninnar (16,10) en gerði það ógilt. Keppnin í þessari grein var mjög spenn- andi, aðeins 7 cm skildu fyrsta og þriðja mann. I þrístökki var Vilhjálmur Einarsson hinn öruggi sigurveg- ari. I fyrsta stökki stökk Vil- hjálmur 15.91, sem heíði dug- að honum til sigurs, en svona til írekari .öryggis stökk hann 16,17. Afrekíð verður þó ekki viðurkennt þar sem of mik- i 11 vindur var. Austurþýzki meistarinn Ruckborn varð ann- ar, stökk 15.28. Barylla varð þriðji, stökk Jíka 15.28 og Ingv- ar Þorvaldsson fjórði. Hann var varamaður í greininni. Þjóðverjarnir Rothe og Bill- eb tóku forustuna í 1500 ni hlaupinu strax í sínar hendur hendur. íslendingarnir Svavar Markússon og Agnar Levy fylgdu í'ast á et'tir. Þjóðverjarn- ir skiptust á að leiða hlaupið A efri myndinni sést er Iokaspretturinn í 5000 km hlaupinu er að hefjast og hlaupararnir eru farnir að greikka sporið til að ná forystunni. Myndin er tekin er um 300 m voru eftir af hlaupinu. Hin myndin sýnir Kristleif að Ioknu hlaupinu, Guðmundur Hermannsson fyrirliði landsliðsins hefur gripið fagnandi utan um hann. Myndin sýnir svo ekki verður um villzt, að Kristleifur hefur tckið á öllu sem hann áttl til. (Ljósm. Þjóðv.). Grodotzkí leiðir hér i 2000 m hlaupinu, cn sigui-vcgarinn Valentin kemur á hæla hans. Þeir félagar hlupu í takt allt fram á síðustu stund. Valentin á heimsmet í 1000 m hlaupi, en Grodotzkí var tvöfaldur silfurverðlaunamaður á síðustu Olympíuleikjum. fyrstu „þrjá hringina. Svavar var í þriðja sæti alveg á hælum þeirra, en Agnar var farinn að dragast örlítið aftur úr. Á endasprettinum geystist Svavar fram úr Rothe og gerði tilraun til að fara fram úr Billeb en Billeb reyndist sterkari og kom 410 úr sekúndu á undan Svav- ari í mark. Rothe varð þriðji og Agnar fjórði a sínum bezta tíma. Vel gert hjá Svavari að koma'st upp á miíli Þjóðverj- anna, þar sem Svavar hefur lítið get'að æft vegna veikinda. I 400 m hlaupi var almennt búizt við tvöf. sigri Þjóðverj- anna Benkwitz og' .Frohm, en margir fóru að efast um það því Grétar Þorsteinsson var vel fyrstur er aðeins 100 m voru eftir af hlaupinu. En Grétar hafði ekki úthald á við Þjóð- verjana og ve.rð að gefa eítir á endosprettinum. Grétar gerði héiðaflega tilraun til þess að sitrra, en við ofurefli var að etíp. Þórhallur Sigtryggsson hlióp í forföllum Harðar Har- aldssonar. Búizt var við mikilli baráttu milli Kiistleifs Guðbjörnssonar og Dörners í 3000 m hindrun- arhlaupi. Lengi vel íylgdust þeir að en Dörner var mun sterkari á endasprettinum og sigraði örugglega, Kristleifur annar, Prietzel þriðji og Hauk- ur Engilbertsson fjórði. Valb.jörn Þorláksson sigraði í stangarstökki, stökk 4,30 m, Beyrne varö, annar með sömu hæð en Valbjörn átti færri til- raunir svo að hann sigraði.' Ti- etke og Heiðar Georgsson stukku báðir 4,10 en Tietke hlaut þriðja sæti þai' sgm hann hafði færri : tilraunií'. Heiðar bætti árangur sinn frá því fyrr á árinu um 24 cm en dúgði þó ekki til. Griesei' sigraði öfugglega í Kringlukasti náð sínurn bezta árangri i ár 54.89. Athygl- isvert var hve hraði hans var mikill í atrennunni og gætu ís- lendingar mikið af því lært. Þorsteinn Löve var í öðru sæti, kastaði .52,17 sem er bezti ár- angur hans í ár. Hoíímann var í þriðja sæti og Hallgrímur í fjórða. Eitthvert leiðinda mál mun hafa verið í sambandi við kringlukastið, þar sem einn keppandinn hefur verið sakað^ ui' um að vera með ol' létta kringlu. Yfirdómnefnd mótsins taldi þó ekki öruggt. að kepp- stólsins. andinn hefði kastað léttu kringlunni og gerði ekki neitt í málinu. Málinu hefur nú ver- ið skotið til frjálsíþróttadóm- Eftir fyrri dag höfðu því Austur-Þjóðverjar 55 stig en íslendingar 35 stig. Seinni dagur Keppnin hélt áfram á sunnu- dr.gskvöld kl. 8,00.. Veðrið var mun betra en á laugardag, nærri logn og fremur milt. Rignt hafði fyrir keppnina og voru því braútirnar' mjög þung- ar. Keppnin hófst á 100 m hlaupi.. Eins og búizt var við sigruðu Framhald á 10. síðu Svo kom grein dagsins. Bú- izt var við skemmtilegri keppni í 5000 m hlaupi milli Kristleifs annarsvegar og Þjóðverjanna hins vegar. Strax í upphafi lilaupsins tóku Þjóðverjarnir Rothe og Billeb forustuna, en Krist- leifur og Haukur fylgdu fast á eftir. Þjóðverjarnir skipt- ust á að leiða lilaupið lengst af og Þorleifur fylgdi fast á eftir en Haukur gaf sig held- ur. Þegar hlaupararnir áttu aðeins eftir 400 m lciddi Róthc iilaupið, Kristleifur vár í öðru sæti og BiIIeb í þriðja. Er 300 m voru eftir af hlaupintu fór Kristleifur fram úr Rothe en Billeb svaraði með því að taka mik- inn sprelt og taka forustuna, fór nú að færast mikil harka í hlaupið, þegar 200 m voru eftir tók KVistléifur mikinn sprett og ætlaði fram úr Billeb en Biileb herti líka á sér, og liófst nú einhver al- mesti endasprettur sem sést hefur liér á vellinuin. IHaup- ararnir hlupu hlið við hlið og liöfðu margir orð á að þeir væru líkari sprettlilaup- urum en 5000 m hlaupurum að koma í mark. Fólkið var risið á fætur í stúkunni og æpti þar hver sem betur gat. Baráttan var geysimikil en Kristleifúr reyndis grimmari og sigraði glæsilega. Þessi grein var mjög spennandi og lileypti hita í áhorfendur, sem var farið að kólna á áhorf- endapöllunum. Þriðjudagur 15. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN (S.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.