Þjóðviljinn - 24.09.1961, Qupperneq 3
um
fiskveið'r í
Evrépa
Rannveig Þorsteinsdóttir haíði
íramsögu um fiskveiðar í Evrópu
á fundi ráðgjafaþings Evrópu-
ráðsins á föstudag. Hún lagði á-
herzlu á nauðsyn þess að auka
viðskipti með sjávarafurðir i
Vestur-Evrópu og r;cddi ýmis úr-
racði í því sambandi. Hún raldi,
að samstarf ríkisstjórna og al-
þ jóðastofnana væri nauðsynlegt til
að úrbætur yrðu gerðar og ræddi
hlutverk Evrópuráðsins á þessu
sviði. Þá fjallaði hún um íslenzk
útvegsmá.l og þýðingu fiskveiða
íyrir þjóðarbúskap Islendinga.
Kvað hún hér ekki eingöngu
vera um að raeða íslenzkt vanda-
mál heldur og mál, sem skipti
miklu fyrir evrópska samvinnu.
Að umræðunni lokinni var
samþykkt í einu hljóði ályktun-
artillaga, þar sem lögð er áherzla
á nauðsyn aukinna viðskipta með
sameiginlegri ábyrgð ríkjanna í
Evrópuráðinu á því, að blómleg-
ur efnahagur þrcaðist í öllum
löndum Vestur-Evrópw.
® London 22/9 — Tvö met
voru sett í gær í Ermasunds-
sundi. Antonio Albertondon
Argentínu synti fram og til
baka á tæpum 44 tímum og
Brojan Das frá Pakistan synti
frá Frakklandi til Englands á
tíu klukkustundum og 50 mín-
útum, en það er 15 mínútum
betra en náðst hefur áður.
I Loftskeytaskólanum
Árið 1918 var byrjað að
kenna loftskeytafræði hér á
lamli og fór sú kennsla fram
á vegum Landssímans. Síðan
hefur loftskeytaskóli starfað
við og víð fram á þeiman
dag; í fyrstu vom lialdin 9
mánaða námskeið, en 1956
var því breytt í 16 mánaða
námskeið.
í ár tóku um 40 nemendur
undirbúningspróf i Loft-
skeytaskólann og af þeim
voru valdir 24 nemendur til
frekara náms. Flestir voru
nemeri.dur 1947—’48, alls 97.
Loftskeytanxenn geta feng-
ið atvinnu hjá Landssíman-
um, veðurstofunni, flugturn-
inum, á skipum ogr sem f’.ug-
leiðsögumcnn, svo dæmi séu
nefnd og nokkrir loftskeyía-
inenn liafa ráðið sig- á erlend
skip.
Auk þess er lýtur beint að
faginu læra nemendur vél-
ritun, ensku og landafræði.
Búast má fastlega við því
að þessir 24 nemendur fái
allir starf að ioknu námi.
Myndirnar voru teknar í
fyrradag, er nemendur voru
að æfa sig í að taka á móti
morsmerkjum. Meðal' nem-
anda eru fjórar stúlkur og
sjást tvær þeiisra á minni
myndinni.
Stúdentamót ■ P
VsndáshEíð >v
Nú í lok mánaðarins kemur
hingað til lands stúdentaprestur
frá Noreg! sr. Leif Michelsen
sem kunnur er í Noregi fyrir
starf sitt meðal norskra stúdenta.
Hann keiiúíjp hingað á vegum
Kristilegs stúdentafélags sem á
I 25 ára afmæli í ár.
Séra Leif er ungur maður og
j þykir snjall fyrirlesari. Hann
| mun tala á stúdentafundum á
I Gamla Garði og verður sá fyrsti
j mánudaginn 9. október. Þá talar
hann einnig á nokkrum almenn-
j um samkomum bæði í húsi
j KFUM og K og Dómkirkjunni.
Séra Leif verður aðalræðumaður
j á almennu kristilegu stúdenta-
móti, sem haldið verður í Vind-
i áshlíð í .Kjós dagana 30. sept. —
2. cktóber. Á það mót eru allir
: stúdentar velkomnir. Þátttöku
j skal tilkynna í pósthólf 651.
skal tilkynna í pósthólf 651.
• Boston 22/9 — Heimsmeist-
arinn í þungavigt, Floyd Patt-
erson, undirritaði í dag samn-
ing um keppni við Tom
Mcneeley, Massachusetts, og
eiga þeir að keppa í Boston 13.
nóvember.
INTÉRNATEONAL SCOUT
International Harvester býður upp á nýja land-
búnaðarbifreið með framdrifi
ÍNTERNATIONAL SCOUT
Láðist
að geta þess
j Áætlunarverð:
Scout, húslaus
í kr. 122,000,00
■i ___________________
»
iScout, með stálhúsl
l kr. 131,000,00
i
bifreiðin hentar mjög vel íslenzkum staðháttum og I
hefur hlotið einróma lof og vinsældir
í Bandaríkjunum.
„SCOUT" er bifreiðin, sem allir vilja eiga. j
Allar nánari upplýsingar hjá umboði fyrir
International Harvester Export Co.
ÖXULL h/f. Borgartúni 7.
Sími 12506
Blað viðskiptamálaráðherr-
ans hefur skýrt frá því að
árlega sé smyglað til íslands
hálfri milljón para af nælon-
sokkum, og málgögn dóms-
málaráðherrans hafa ekki ve-
fengt þá frásögn. Hér er auð-
sjáanlega um skipulagða
starfsemi 'að ræða sem nær
langt út fyrir þau mörk að
farmenn á sjó og í lofti selji
kunningium sínum eitthvert
smáræði. Enda er það á allra
vitqrði að nælonsokkarnir
smvgluðu eru fyrst og fremst
seldir i verzlunum eins og
þar væri um venjulegan inn-
flutning að ræða. Ekki er hins
vegar kunnugt að yfirvöldin
hafi gert neinar tilraunir til
þess að hafa hendur i hári
kaupsýslumanna sem stunda
þessa iðju. þótt auðvelt ætti
að vera. Stingur það miög i
stúf við háttsemi stjórnar-
valda og' blaða gagnvart sjó-
mönnum sem brotlegir kunna
að reyn’ast.
Þessi misjöfnu sjóriarmið
birtast í gær á fróðlegan hátt
í Morgunblaðinu, aðalmál-
gagni dómsmálaráðherrans.
Þar er sagt frá Bandaríkja-
manni sem smyglaði hingað
3.000 hálsbindum me5 aðstoð
■íslenzks sjómanns og var síð-
an að semja við hérlendan
heildsala um dralfingu á
smygldótinu. Morgunblaðið
talar mjög alvarlega um lög-
brpt Kanans og sjómannsins
en þegar röðin kemur að
heildsaianum breytist tónninn
snögglega. Blaðið segir: „Má
gera ráð fyrir að stórkaup-
maðurinn flækist í málið þar
eð honum láðist að gera yf-
irvöldunum aðvart um sölu-
tilboð Bandaríkjamannsins’*.
Þerna er semsé aðeins um
mjög smávægilega vanrækslu-
svnd að ræða; heildsalanum
láðist að geta þess að hann
ætlaði að brjóta lögin. En
kannski er þetta nýmæli í
réttarfarsmálum sem forfalla-
ráðherrann Jóhann Hafstein
ætlar að taka upp. þannig
að innbrotsþjófar verði eftir-
leiðis aðeins dæmdir ef þeim
iáist að skýra yíirvöldunum
frá afrekum sínum.
— Austri.
Sunnudagur 24. séptember 196Í — ÞJÖÐVILJINN — (3