Þjóðviljinn - 24.09.1961, Qupperneq 7
plÓÐVILJINN
&tgefandi: Sameiningarflokkiir alþýðu — Sósiallstaflokkurinn. — Ritstjóran
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson. Slgurður Guðmundsson. —
^réttarltstjórar: ívar K. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr
yiasnússon. - RitstJórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentrmiðja: Ekólavörðust. 19.
limJ 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00.
Prentsmlðja ÞJóðvilJans h.f.
Árásir vekja
vörn og gagnárás
Árásir afturhaldsins á lífskjör alþýðu á íslandi hljóta
að verða til þess að skerpa að mun stéttabaráttuna,
því óhugsandi er að verkalýðshreyfingin láti slíkar
árásir á sér dynja án þess að beita á einn eða annan
hátt samtakamætti sínum til varnar og sóknar fyrir
alþýðumálstaðinn. Stjórn Alþýðusambands íslands hef-
ur boðað til ráðstefnu formanna allra sambandsfélag-
anna, og hefst hún næstkomandi laugardag, og verða
þar ræddar nýjustu árásir ríkisvaldsins á lífskjör fólks-
ins og kjaramálin almennt. Frá því að um þessa ráð-
stefnu fréttist hefur hennar verið beðið með óþreyju,
því sjaldan mun hafa verið meiri þörf á því að for-
ystumenn verkalýðsfélaganna af öllu landinu kæmu
saman og réðu ráðum sínum, svo hátt reiðir afturhald-
ið nú til höggs í aðför sinni að lífskjörunum og verka-
lýðshreyfingunni.
A fturhaldið veit, að reynist verkalýðsfélögin trú því
hlutverki, að vernda það sem áunnizt hefur í kjara-
og réttindabaráttu alþýðufólks á íslandi og halda áfram
baráttunni fyrir bættum kjörum og meiri réttindum,
er ekkert það vald í landinu sem getur til lengdar
stjórnað á móti verkalýðshreyfingunni, ekkert það vald
sem getur neytt alþýðufólk til að láta hjól framleiðsl-
unnar snúast. Því er það einn þáttur í hernaðaráætl-
uninni gegn alþýðunni að lama verkalýðshreyfinguna
og lama trú verkamanna og annarra launþega á getu
og mætti verkalýðsfélagnna til að halda þeim kjör-
um sem náðst haí'a og bæta þau.
Tj1inmitt þetta atriði tók Brynjólfur Bjarnason til með-
ferðar í hinni rökföstu og áhrifamiklu ræðu á fundi
Sósíalistafélags Reykjavíkur, og hefur útdráttur henn-
ar sem birtur var hér í blaðinu á föstudaginn vakið
verðskuldaða athygli. Brynjólfur sýndi þar fram á
tilganginn með aðgerðum afturhaldsins, hvernig ráðizt
er á lífskjörin í þágu íslenzks auðvalds og jafnframt
reynt að lama verkalýðshreyfinguna, meðan verið er
að undirbúa að gefa efnahagslíf íslands á vald erlend-
um auðhringum með innlimun landsins í Efnahags-
bandalagið. Og skyldu þeir ekki vera margir, menn
verkalýðsfélaganna, sem taka undir þessi ályktunar-
orð Brynjólfs:
„ í verkalýðssamtökunum hvílir nú þyngri ábyrgð en
^ ef til vill nokkru sinni fyrr í sögu þeirra. Sú bar-
átta sem nú stendur fyrir dyrum er ekki aðeins barátta
fyrir því að halda þeim kiörum nokkurnveginn óskert-
um, sem hafa nú nálgazt það algera lágmark sem þarf
til að framfleyta lífinu. Hér er um miklu meira og
stærra að tefla. Hér verður í fyrsta lagi barizt um
tilverurétt verkalýðssamtakanna sem stéttarsamtaka,
baráttutækja, og jafnframt ekki aðeins fyrir sjálfstæði
íslenzku þjóðarinnar heldur líka beinlínis fyrir til-
verurétti hennar. Það er aðeins eitt afl sem getur
bjargað íslenzku þjóðinni nú, þegar hættan steðjar
að, og það eru verkalýðssamtökin, og það gera þau
um leið og þau bjarga sjálfum sér. Það er stundum
sagt að það sé aðeins um tvo kosti að velja, að berj-
ast eða gefast upp. En frá okkar sjónarmiði er raun-
ar alls ekki um neitt val að ræða, það er aðeins til
einn kostur, að berjast“.
Cá hefur verið eini kostur verkalýðshreyfingarinnar
^ allt frá stofnun fyrstu verkalýðsfélaganr a, þegar
afturhaldið tók að þjarma að kjörum og réttindum
alþýðu manna. Og svo mun enn verða. — s.
&J
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. september 1961 j j
þeirra erinda að aíla þar efnis og
mynda fyrir blaðið. Að sjálfsögðu er
margt í starfsemi stöðvarinnar svo sér-
fræðilegt, að ekki er á íæri ófróðs
blaðamanns að lýsa því fyrir lesend-
um rétt og skilmerkilega. Þess vegna
verður hér aðeins stiklað á því stærsta
og revnt að styðjast sem mest við frá-
sagnir starfsmanna stöðvarinnar sjálfr-
ar og jafnframt myndir þaðan látnar
tala sínu máli, ef vera mætti að les-
endur Þjóðviljans yrðu nokkru fróðari
eftir en áður um þá forvitnilegu" starf-
semi, er fer fram innan veggja Til-
raunastöðvarinnar að Keldum.
Fréttamaður Þjóðviljans átti
fyrst tal við Pál A. Pálsson yf-
irdýralækni, sem gegnt hefur
störfum forstöðumanns við Til-
raunaslöðina að Keldum, síðan
dr. Björn Sigurðsson læk'nir lézt
fyrir tveim árum, en hann haíði
verið forstöðumaður stöðvarinn-
ar frá stofnun hennar. Bað
fréttamaðurinn Pál að segja í
stuttu rriáli frá stofnun og
starfssviði Tilraunastöðvarinn-
ar. Varð hann góðfúsíega við
því.
— Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði á Keldum tók til
starfa 1948. Hún var reist að
nokkru leyti fyrir framlag úr
R-ockefeliersjóðnum. Það fram-
lag nam um 200 þúsund doilur-
um. Verkefni tilraunastöðvar-
innar má heita að sé þríþætt.
í fyrsta laei, og það er aðal-
verkefni stöðvarinnar, að rann-
saka búfjársiúkdóma ýmis kon-
ar. Fram tii þessa hefur aðal-
lega verið unnið að rannsókn-
um á sauðfjársjúkdómum.i sér-
staklega iangvinnum sjúkdóm-
um eins og garnaveiki, riðu-
Veiki, visnu. mæðiveiki o.s.frv.
1 öðru, iagi er hér í gangi
mikil ÍT-amleiðsla á allskonar
lvfju.m til varnar bví, að sjúk-
dómar her.ii búfé. Það era
framieidd hér bóiuefni gegn
lambabióðsótt. lungnapest,
garnaveiki rg serum gegn
la.mbablóðsótt, auk þess sem
látin eru hér ut lyf til varnar
gegn fjöruskjögri í lörribum og
ormaveiki í sauðfé. Þessi lvfja-
framleiðsia hefur vaxið m.iög
ört á þ'essum 12 árum. sem
rannsóknarstöðin hefur starfað,
og það er ein meginástæðan til
þess, að við eru nú að reyna
að færa út kvíarnar og taka í
nótkuri, væntanlega á næsfa
vetri. hluta af nýrri rannsókn-
arstofubvggingu.
1 brið.ia iagi er svo síiikdóms-
greiriina ýrnis konar í liffærum,
sem dýralæknar og bændur
senda hingað úr gripum, sem
voru sjúkir eða hafa farizt af
völdum slúkdóma. Þessi þjón-
usta hefur iíka aukizt verulega
haft þann tilgang að reýna að
sýna fram á mismunandi smit-
léiðir, t.d. hvort saur eða þvag
sjúkra kinda veldur smiti, hvort
t.d. færilýs af sjúkri kind eru
smitberar. ef þæi’ eru fluttar á
heilbrigt dýr o.s.frv.
Við könnun á gagnsemi bólu-
ei'nis er heldur ekki hægt að
koroast hjá því að nota til-
raunadýr til bólu.setningar og
síðan er i'ylgzt með mótefna-
myndun og viðnámsþrótti þeim,
sem bóluefnið skapar. Ef mað-
ur vill fylgiast nákvæmlega
með gangi sjúkdóms, er oft
bandhægasta aðferðin að koma
honum af stað með inndælingu
í tilraunadýr og íá á þann hátt
tækifæri til þess að fylgjast
með bonum frá byrjun. Þannig
mætti lengi telja.
Páll A.
Pálsson yfirtlýralæknir
síðan stofnunin tók til starí'a.
Þá er hér einnig starfrækt
fyrir heilbrigðisstjórnina grein-
ing á veirusjúkdómum í mann-
íölki. Hér er stöð fyrir Island,
er fylgist með innflúenzu hér á
landi, og er hún í nánu sam-
starfi við aðalstöð þeirra mála
í London, sem aftur lýtur stjórn
Alþjóða heilbrigðismálastofn-
unarinnar. Auk þess er hér í
gangi greining á fleiri veiru-
sjúkdómum í mönnum en inn-
ílúenzu, svo sem mænuveiki og
öðrum veirusóitum. Þá starf-
semi annast Margrét Guðna-
dóttir læknir. Þá er einnig til
húsa hér rannsóknarstarfsemi á
vegum sauðf.iárveikivarnanna
undir stjórn Guðmundar Gísla-
sonar læknis, og öll sjúkdóms-
greining á líffærum og blóð-
prufum á vegum þeirra eru
gerðar hér innan veggja stoi'n-
únarinnai. ' ;..
— Er stái'fslið stofriunarinnav
fjölmennt?
— Þegar tilraunastöðin tók
til starfa seint á árinu 1948 var
st.arfslið hennar dr. Bjöm Sig-
urðsson læknir, forstöðumaður,
Halidór Grímsson efnafræðing-
ur og Páll Pálsson. dýralæknir.
Eiririig störfuöu þá hér við
stofnunina ein aðstoðarstúlka og
einn aðstoðarmaður auk fóiks,
er vann við búreksturinn og
gæzlu og hirðingu ti.iraunadýra.
Sfðan hei'ur starfsfólkinu fjöig-
að allveru.lega. Nú eru starf-
Hið nýja hús Tilraunastöðvarinnar að Keldum, sem enn er ckki fullbúið.
Eftir að hal'a iengið þessar
upplýsingar um helztu viðfangs-
efni tilrau.nastöðvarinnar skoð-
uðu blaðamaðurinn og ljós-
myndarinn stoinunina undir
ieiðsögn Páls, Margrétar G uðna-
dóttur, Halldórs Grímssonar og
Guðmundar Gíslasonar. Skulum
við fyrst hlýta' leiðsögn Páls,
fylgja honum til útihúsa stað-
arins og fræðast um leið um
Einn af starfsmönnunum á Keldum, Eáll Sigurösson. 1 herberginu þar sem við hittum hann fer
m.a. fram vefjaskoðun. Sýkti vefurinn er skorinn niður í örþunnar sneiðar, allt niður í 4—5
þúsundusíu úr millimetra, því næst er hann litaður og setfur á glerpiötu, sem síðan cr brugðið
undir smásjána til skoðunar. Einnig er hægt að taka mynd af sýnishorninu. Með Páli á mynd-
inni sjást tæki, sem noluð eru við þessar ramis óknir. (Ari Kárason tók myndirnar).
um og einangrunarklefum. Þar
sem sauðf jársjúkdómar hafa
fram til þessa verið meginvið- .
fangsefni stofnunarinnar, er
sauöfé mest notað við tilrauna-
starfsemina. Kindur þær, sem
notaðar eru við tilraunir með
langvarandi sauðfiársjúkdóma,
eru geymdar í sérstökum ein-
arigrúnarklefum, til þess að
koma í veg fyrir utanaðkom-
andi sýkingu. Kindunum er
get'ið fóður gegnum op á klef-
anum og ekki or farið inn til
þeirra nema skipia um skó-
fatnað og i'öt og gæta ítrasta
hreinlae+is.
Á búinu eru um 30 hross en
þa”. eru öii úti við og hið stóra
ov b'arta hesthús er tórn.t. Úr
bióði hrossanna er unnið serum,
fpm notað er til varnar sjúk-
riAp-i nngiöm.bum, er nefnist
lan^bahiór'sQtt.
Þá er hér í búrum og stíum
f.iöldi smærri tiiraunadýra,
svo sem hvítar mýs. naggrísir
og kanínur, en bessi dýr eru
hvarvetna í heimroum notuð til
tilrauna á vísindastofnunum.
Einnig evu rotaðar rottur og
gullhamst.rar. Og fyrir hefur
korni.ð. að notaðjr hafa verið
hér kálfar og jaínvel apar.
— Það er ákaflega rois.iafnt,
hvernig dýratil',a”.num er hátt-
að, segir Póll. Það fer t.d. eft-
ir bvf, hver siúkdómurinn er
o.g efiir hverju e" verið að leita
rreð tiirauninni. Oft er hin eig-
inle^a orsök siúkdómsins ó-
þekkt og bá verður að gera
sinittiiraunir til bess að fá úr
því skorið, hvort hann er smit-
andi. Þa.nnig var t.d. með visn-
una, er bvr.jað var að rannsaka
hana. Við vissuro. að um var að
ræða sjúkdóm, þar sem aðalein-
Dr. Barbara Moore-Fantaleva,
heíur orðið fræg fyrir göngu-
'' ' var eftir
endileöngu Englandi og Skot-
landi (1609 km.). Barbara, sem
er grænmetisæta og leggur á-
herzlu á að fólk borði lítið,
hefui' einnig ritað bók sem
Hér verður að láta staðar
numið að sinni, en í næstu grein
skulum við fræðast af Páli um
lyf.iaíramiéiðslu á- Keldum,
skoða rannsóknartæki með
Halldóri Grímssyni og spjalla
við Guðmu.nd Gíslason um
starfsemi sauðfjárveikivarn-
anna.
um að ræða veirusjúkdóm, sem
síðar var, staðiest á annan hátt.
Við sýkingartilraunir með
riðuveiki var höfð nokkuð önn-
ur aði'erð. Þar heiur oftast ver-
ið notaður mænuvökvi úr sjúk-
um kindum. Þó mænuvökvi úr
riðusjúkri kind sé lítið sem ekki
frábrugðinn mænuvökva úr
heilbrigðum kindum við venju-
leg próf, virðlst sýkingarmagn
í honum oi't ótrúlega mikið, þvi
að tekizt heiur að sýk.ia kindur
sýkja átti. Er þá gert gat á
heilabúið á tilteknum stað ofan
á kúpunni1 og aliiangri grannri
nál stungið i gegnum gatið inn
í heilann, nærri þvi niður í
kúpubotn. Meðan nálin er
dregin út er síðan dæit inn
ákveðnum skammti síundar,
þannig að sýkingarefnið fær
tækifæri til að dreifast um ail-
mikinn hluta heilans. Kindurn-
ar ná sér ágætlega eftir þessa
aðgerð, sem að sjálfsögðu er
gerð í svæl'ingu. Einnig tókst
að sýkja kindu.r af visnu með
vatnstærri síund, sem ekki gat
innihaidið neinar bakteríur og
gaf það til kynna, að hér væri
með mjög rnikið þynntum
Vökva og einnig með tærum
vökva, sem engar bakteríur geta
verið í. Bendir það til þéss, að
hér sé einnig um veirusjúkdóm
að ræða.
Til þess að sýkja kindur með
mæðiveiki hafa oftast verið not-
uð íleyti (súsplusion) úr sjúk-
um lungum. sem dælt er beint
inn í lungu tilraunadýranna.
Þcssar tilraunir með visnu,
riðuveiki og þurramæði eru
töluverð þoiinmæðisvinna, því
vegna hins langa meðgöngutíma
þessara sjúkdóma getur ein til-
raun hæglega tekið 2—3 ár.
Dýratilraunir geta einnig
Naggrís.
Memba Kenyatta, sonur þjóð-
hotju Kenyabiia Jomo Keny-
atta, liefur verið settur á hæli
ti) „afvötmmar". Itölsk yfir-
vö!d fluttu hann þangað nauð-
ueran. I-Iann hafði margsinnis
verið tekinn fast.ur fyrir
drvkk.iuskr.p og ó'æti á al-
mannafæri í Róm og Milanó.
—O—
Ernst TUoch, liinn kunni
heimsuekinmir í A-Þýzkalandi,
er sagður hafa rezt að í V-
I’ýzka' andi. Bioch hefur und-
a-for-'ð vnríð á orlofsferðala.gi
í V-Þvzkalnndi og mun nú hafa
ákveðið c.ð snúa ekki heim.
Bloch va.r n"ó'ressor við Karl-
Marx-háékólann í Lcipzig tii
ársins 1957. Hinn er miög
knnnur f">''r heimspekirit sín.
Bloch er 76 ára að aldri.
—O—
Xlimitri Siostákovitsj, hið fræga
sovézka tónsk>><'d, hefur lokið
við að '■ninia 12. sinfóníu sína.
Tass-fréttan+ofan skýrir frá
þvi. að sinfón an sé helguð
minningu Lenins og Október-
byl+insrarinnar. Hú:n verður
flu+t. i Moskvu og Leningrad
í ti'«fni 22. bintrs Kommún-
istaflokks Sovétrikjanna.
heitir „Hvernig er hægt að
verða 150 ára?“. Hún hefur
heitið því að ala barn þegar
hún verður 100 ára. Nú hef-
ut- hún sótt um Vegabréfsárit-
un til Sovétríkjanna. Hún er
mjög cánægð með undirtektir
kenninga sinna á Bretlandi.
„Fclk hér á Bretiandi telur
mig vera rugiaða. En ég ætia
að gera Rússa að jötnaþjóö”,
sagði sú gamia.
—O—
Sameinuðu þjóðirnar hafa bcö-
ið ríkisstjórnir Nore"S og Dan-
merkur að auka framlög sín
til liös. S.Þ. i Kongó. 1 tiikymi-
ingu um þetta segir, að fram-
lögiu rerði éinkum notuð til
st.jórmmarkost.uaðar og (aekni-
legra aðgerða.
—O—
andi á rannsóknarstöðinni
sjáliri fjórir sérfræðingar og
einir 10 aðstoðarmenn, og enn-
þá má búast við að þurfi að
fjölga starfsliðinu eitthvað dá-
lítið d næstu tveimur árum,
þegar flutt verður í þessa nýju
byggingu, en það er orðið að-
kailandi, því að sú vinna, sem
hér fer fram í húsinu, einkum
veirurannsóknir, samrýmist á-
kallegn illa vinnu við fram-
leiðslu á serum og bóluefnum.
tilraunadýr, tilraunastarfsemi
og lyfjagerð.
Við komum fýrst í krufning-
arherbergið, þar fer fram
krufning tilraurtádýra og rann-
sóknir á aðsendum líffærum.
Þar var ekkert um að vera þá
stundina, en árlega fá tilrauna-
stöðin og sauðfjárveikivárnirn-
ar sendan fjölda líffæra til sjúk-
dómsgreiningar.
Þessu næst lítum við á til-
raunadýrin í búrum sínum, stí-
kennið var víðtæk löniun, sem
stafaði af skemmd í miðtauga-
kerfi, stóraheila, litlaheila og
mænu. Venjulega sýktust fáar
kinditr á bæ og sjúkdómurinn
ágerðist mjög liægt en virtist
í öllum tilfellum draga dýrin til
dauða að lokum. Okkur tókst
fljótlega að flytja hann úr einni
kind í aðra. Notuð var síund
(extrakt) úr lieila og mænu
sjúkra kinda og henni dælt
djúpt inn í heila kindanna, sem
Fyrir nokkru fengu blaðamaður og
líósrnyndari frá Þjóðviljanum leyfi til
þess að skoða Tilraunastöð Háskólans
í meinafræði á Keldum í Mosfellssveit
GEGN
!S
Sunnudagur 24. september 1961
ÞJÓÐVILJINN