Þjóðviljinn - 24.09.1961, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.09.1961, Síða 12
NÓÐVILJA HATÍÐIN Miða; a^hentsK í dag kl. 1-—4 'síðdegis Til þess aö auðvelda mönn- um, sem haía langan vinnu- dag, þá fer fram afhending miöa á Þjóöviljahátíðina í dag kl. 1—4 e.h. á skrifstofu haps- drættisins, Þórsgötu 1, simi 2239G og skrifstofu Sósíalista- félags Reykjavíkur, Tjarnar- götu 20, sími ri510. Aðgangur er ókeypis og geta stuðningsmenn Þjóðviljans vitjað miða fyrir sig og gesti á fyrrgreinda staði. Mjög er vandað til þessarar Þjóðviljahátíðar, eins og jafn- an áður. Ræðuflutning annast þeir Magnús Kjartansson, rit- stjóri, sem mun íjalla uni stjórmnálaástandið í dag og Jóhannes skáld úr Kötlum. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari syngur einsöng og auk þess koma fram leikar- arnir Kristín Anna Þórarins- dóttir, sem les upp, Karl Guð- mundsson, sem flytur skemmtiþátt og Rúrik Har- aldsson, sem bregður upp svipmynd frá Sviðinsvík og munu lesendur Halldórs Kilj- ans Laxness kunna vel að mcta hana. ár nýbyggingu í bænum HN/T- BJÖRG Höggmynd Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsynj, fyrsta landnámsmanni á Islandi, hefur vakið at- hygli í Noregl, en sem kunnugt er gáfu Islendingar Norðmönnum afsteypu af listaverkinu og var myndinni komið fyrir í æskubyggð Ingólfs í Noregi. Afhjúpun styttunnar fór fram sl. mánudag svo sem skýrt hefur verið frá í fréttum. — Myndin hér fyrir ofan er af listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuhæð. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) — I gærmorgun var rannsókrar- íögreglunni í Reykjavík tilkynnt uim stórþjófnað á timbri, sem íTraminn hefur veiúð einhvern- ííma í þessum mánuði í nýbygg- íngu við Safamýri 59, efri hæð. Þarna hefur verið stolið 100 stoðum, 6x4 þuml., 7 feta Iöng- xim; ennfremur 3100 fetum af '1x4 þuml. þorðviði, 2000 fet- um af 1x7 þuml. borðum og löokkru meira af 1x6 þuml. borð- Xim. Mörg innbrot og þjófnaðar- tilraunir í fyrrinótt í fyrrinótt voru innbrotsþjóf- ter víða á ferð hér í bænum. Rétt fyrir kl. eitt um nóttina Sheyrðu íbúar í grennd við Vest- ■urbæjarapótek að rúða var brot- in í apótekinu. Þegar lögreglan kom á vettvang var þjófurinn á bak og burt en hann hafði brotið tvær rúður í hurð á bak- Silið apóteksins og reynt að seil- iast inn, en ekki tekizt að ná neinu fémætu. Um kl. 2 í fyrrinótt var lög- reglunni svo tilkynnt um inn- brot í skartgripaverzlun á Njáls- götu 26. Leigubílstjóri hafði Stöðvað bíl sinn framan við verzlunina til að skila af sér íarþegum. Sá hann bá að rúða ihafði verið brotin í hurð verzl- unarinnar og er hann Jeit inn- ífyrir kom hann auga á þjófinn, eem lá þar í felum. Bílstjórinn bað farþegana í bílnum að gæta ínannsins meðan hann kallaði á lögregluna um talstöð bílsins, en þegar hann hafði lokið því var þjófurinn horfinn. Höfðu farþegarnir, að sögn bilstjórans, sleppt manninum þegar hann hafði skilað þýfinu. Eigandi skartgripaverzlunarinnar kom brátt á vettvang og saknaði einskis. f fyrrinótt var bro.tizt inn í verzlun Silla og Valda að Hring- braut 47. Hev.rðu menn i náiægu húsi brothijóð seint um nótt- ina og þegar þeir gættu út um glugga sást til ferða manns, sem hljóp frá verzluninni með poka á baki. Þarna var einhverju stolið. Þá er að geta þjófnaðar í sæigætissölu knattborðsstofunn- ar, Klapparstíg 26. Þar hafði þjófur farið inn um bakdyr og stolið 10 pakkalengjum af Cam- el-sígarettum, 3 lengjum af Vice Roy vindlingum, 3 kössum af vindlum, 5 kössufn af Lindu- súkkulaði og 50 kr. í skipti- mynt. Inn í verzlunina Rósu. Garða- stræti 6. var farið með því að brjóta rúðu í hurð. Þar var stolið 200 kr. í skiptimýnt og 2 bírópennum. Loks er þess að geta. að í fyrrinótt var farið inn i bifreið á Tómasarhaga og einhverju stolið, o.g í fyrrakvöld. milli kl. 9 og 12, var stolið 4 hjólkopp- um af Oldsmobile-bifreið við veitingahúsið Lidó. Hvers vegna ©rlmenn? Norskt skip, sem veiðir 7000 málum minna en Víðir II. á síldveiðunum við ís- land í sumar, fær 1 818 600 kr. meira fyrir aflann en Víðir hefði fengið, ef afli AðslfiiEsdur er annað kvöld Aðalfundur Æskulýðsfilking- arinnar í Reykjavík verður hald- inn á morgun, mánudag. í Tjarn- argötu 20. Hefst hann kl. 9. e.h. Á dagskrá fundarins eru öll venjuleg aðalfundarstörf, svo s.em inntaka nýrra íélaga. skýrsla sumarstjórnar um starfið í sum- ar, reikningar félagsins verða lagðir fram, ræddar verða laga- breytingar. og að lokum fer fram kosning vetrarstjóranr. ' Tillögur uppstillingarnefndar til stjórnar og nefndakjörs liggja frammi í fél.sheimili ÆFR í Tjarnargötu 20. Ættu félagar að kynna sér þær og eins er á- ríðandi, að þeir fjölmenni á fund- inn annað kvöld. í •t! 8 millj. kr. viðbót (yrir að afgreiða sígarettur Nýlega. er búið að hækka álagningu á sígareuur úr 3,5,9% í 20%, en það merkir að laun kaupmanna fyrir að selja þá vörutegund hafa verið hækkuð um rúmlega fjórðung. Miðað við heild- arsöluna merkir þetta að kpupmenn fá 8 milljónum króna meira í sinn hlut á ári fyrir það viðvik að rétta sígarettupakkann yfir búðar- borðið. Svo kemur það til við- bótar að margir kaupmenn eiga miklar birgðir a£ sígar- ettum í fórum sínum, hækka birgðirnar í hvert skipti sem verðhækkun verður og fú þannig’ mikinn‘aukaábata. Álagning kaiipmanna á síg- arettur er orðin miklu hærri hér en í nágrannalöndunum, én þar er hún víðast hvar 10 til 11%. Stafar það af því að sígarettur eru mjög þægi- leg vara í sölu, rýmun engin og enginn umbúðakostnaður. hans hefði allur farið' í bræöslu, eins og hins norska skips. Útgerðarmaður skrifar blað- inu eftirfarandi: ,,Við hvað er síldarverðið á íslandi 1961 miðað? Mér finnst AÍþýðublaðið hafa gefið tilefni til að bað verði hugleitt nokkru nánar. i í því blaði stóð orðrétt 25. ágúst s.l.: ..Aflahæsta skipið;‘ ,.Hér kem- ur mynd af aflahæsta norska skipinu á síldveiðunum við ís- j iand í sumar. Skipið heitir ,.Steineviklí frá Austervoll. Það , fékk 21000 hl. og fyrir þann afia j fékk skipið 750 000 krónur ; norskar. Norðmenn eru mjög i ánægðir með íslandsveiðar sín- ar í ar enda varð um metafla að ræða hjá þeinr1. Þetta segir Alþýðublaðið. En aflamagn þessa norska skips gerir hjá okkur. miðað við 150 kg í síldarmál, 14 þúsund mál og verðmætið í okkar krónum 4 515 000 eða fyrir eitt sildar- mál íslenzkar krónur 322,50. (Gengið skráð 6.02V • Hvað segja nú blessaðir ráð- herrarnir okkar? Hvað ségir nú | Emil Jónsson? Getur þetta ver- i ið satt? Ég trúi þvi. vegna þess j að það stendur í Alþýðublaðinu! i Ef við tækjum nú Víði II., sem i var með 21 400 m-ál og gerðum það allt í bræðsiu eins og Norð- maðurinn gerir, þá kemur hann út með 2 696 400 kr. Norðmað- urinn hefur vinninginn þó hann hafi 7000 mála minni afia. Hann fær fyrir hann 1 818 600 íslenzk- um krónum riieira. Þetta fínnst Qkkur, íslenzkum útgerðarmönnum, skrítin út- koma. Krónur 126 á síldarmál- ið, eins og greitt var í sumar, er ekki raunverulegt, þar sem fram fór gengisfeiiing, 13%, á miðju málaráðherra birt slikt i blaði sínu og gefið enga skýringu á því? Það er viðurkennt, að fisk- afurðirnar frá íslandi eru þær beztu. Fyrst svo er, eigum við ekki að fá lakara verð fyrir sjávarafurðir okkar en Norð- menn. Ég tel því að þessi mikli verðmisniunur þurfi rannsóknar við. bæði með þorsk og síld." Ásgeir Sigiirðsson Ásgeir Sigurðsson skipstjóri varð bráðkvaddur í Stafangri i Noregi í fyrrakvöld, á 67. ald- ursári. Hvernig getur sjávarútvegs- fiMiinga Allt getur skeð í happ- 5 drætti. í gær kom bílstjóri ; að volkswagenbifreiðinni, j sem er vinningur i Afmæl- ; ishappdrætti Þjóðviljans « og er að íirina í Austur- i stræti á daginn, og bað um ; tvær blokkir. Hann reif • upp leyninúmerin skömmu : síðar og sá þá að hann • hafði fengið tvo 500 krónu i blokk.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.