Þjóðviljinn - 18.10.1961, Side 3
'
I
.
Minnisvarði séra Bjarna og Sigríðar konu hans.
SIGLUFIRÐI — • Hátíðahöldin
í tilefni af aldarafmæli séra
Bjarna Þoi’steinssonar tón-
skálds hófust laugardaginn 14.
október kl. 1.30 síðdegis í
Siglufjai'ðarkirkju með því að
Lúðrasveit Siglufjarðar lék
,,Island farsælda frón“. Þá
söng kirkjukórinn og sóknar-
presturinn sr. Ragnar Fjalar
Láru-sson vígði stundaklukku
og klukkuspil, sem Siglfirð-
ingar innanbæjar og utan
höfðu gefið til minningar um
sr. Bjarna. Athöfninni í kirkj-
unni lauk með því að ICarla-
kórinn Vísir söng lagið
„Kirkjuhvoll", en klukkuspil-
ið, sem fylgir klukkunni, leik-
ur síðustu hendingarnar iir
þessu lagi kl. 6 síðdegis.
Úr kirkju var haldið í
Hvanneyrarkirkjugarð og lék
lúðrasveitin fyrir göngunni.
Staðnæmzt var við leiði séra
Bjarna Þorsteinssonar og
konu har.s Sigríðar L. Blön-
dal. Athöfnin þar hófst með
því að kirlcjukórinn söng við
undirleik lúðrasveitarinnar
einn sálm, sók.narpresturinn
flutti stutta ræðu og blóm-
Belgar sakaðir um morðið á
Rwangasore prins í Úrúnds
NEW YORK 17/10 — Belgar voru
í gær sakaðir um að hafa átt
upptökin að morði Rwangasore
prins, forsætisráðherra í Úrúndi
og þeim cinnig gefið að sök að
hafa átt beina hlutdeild í dauða
Hammarskjölds og morði Lúm-
úmba.
Það var fulltrúi afríska lýð-
veldisins Gíneu, Karof, í gæzlu-
vei’ndarnefnd allsherjarþings SÞ
sem bar fram þessar ásakanir á
hendur Belgum og tók fulltrúi
Sovétríkjanna, Oberenko, undir
þær.
Fulltrúi Gíneu sagði að heimur-
inn væri nú enn vitni að óþverra-
brögðum nýlenduherranna. Morð-
ið á Rwangasore prins væri sví-
virðilegasta verk sem Belgar
hefðu enn unnið.
• #
Fulltrúi Iraks, Mohamed Al-
wan, gagnrýndi Belga einnig og
sagði að saga nýlendustjórnar
þeirra væri samfelld saga sví-
| virðinga og ómannúðlegs fram-
ferðis.
Fulltrúi Malí, Demba, gerði
Belga líka ábyrga fyrir morðinu
á. Rwangasore prins og sagði það
dæmi um það hvernig nýlendu-
herramir hefðu ævinlega komið
fram við sjálfstæðisleiðtoga hinna
kúguðu þjóða.
Umræðurnar í nefndinni urðu
mjög harðar, einkum var full-
trúi Malí harðorður í garð Belga,
og reyndi formaður nefndarinnar,
fulltrúi Líberíu, að sefa hann,
en hann fór sínu fram.
sveigur frá bæjarstjórn Siglu-
fjarðar var lagður á leiði
prestshjónanna. Síðan söng
kirkjukórinn og Karlakórinn
Vísir þjóðsönginn við undir-
leik lúðrasveitarinnar.
Síðdegis þennan sama dag
var bæjarbúum boðið til kaffi-
drykkju að Hótel Höfn og
þar flutti forseti bæjarstjórn-
ar, Baldur Eiríksson, ræðu og
minntist bæjarmálastarfsemi
séra Bjarna.
Um kvöldið voru svo haldn-
ir hátíðatónleikar, helgaðir
minningu sr. Bjarna Þorsteins-
sonar og voru öll lögin á söng-
skránni eftir hann. Flytjend-
ur á þessum hátíðatónieikum
voru Kirkjukór Siglufjarðar
undir stjórn Páls Erlendsson-
ar og Karlakórinn Vísir undir
-stjórn dr. Róberts A. Ottós-
sonar. Einsöngvarar voi’u Anna
Magnúsdóttir og Sigurjón Sæ-
mundsson, en undirleik ann-
aðist frú Guðný Hvanndal. Á
hljómleikunum flutti dr. Páll
ísólfsson ræðu og minntist
starfsemi sr. Bjarna að tón-
listarmálum. Hljómleikunum
lauk með því að samkomu-
Siglfirzkt æskufólk við bautastein sr. Bjarna Þorsteinssonar.
gestir sungu ásamt kórunum
lagið „Ég vil elska mitt land“.
Á sunnudag var hátíðamessa
í Siglufjarðarkirkju. Sr. Sig-
urður Stefánsson vígslubiskup
prédikaði, sr. Óskar J. Þor-
láksson dómkirkjuprestur og
sr. Ragnar Fjalar Lárusson
sóknarprestur þjónuðu fyrir
altari, sr. Kristinn Búason
las bæn í kórdyrum, Lúðra-
sveit Siglufjarðar lék undir
stjórn Sigursveins D. Kristins-
sonar og kirkjukórinn söng
undir stjórn Páls Erlendsson-
ar og Róberts A. Ottóssonar.
Dr. Páll Ísóífsson lék á orgel-
ið.
Um kvöldið hélt bæjar-
stjórnin boð inni fyrir gesti
og þar lauk hátíðahöldunum á
aldarafmæli sr. Bjarna. Þátt-
taka var mjög almenn og
veðrið sérstaklega gott báða
dagana.
Þess skal að lokum getið, að
á sl. vori var aldarafmælis sr.
Bjarna Þorsteinssonar minnzt
á Siglufirði með tónleikahaldi;
Söngfélag Siglufjarðar hélt þá
tónleika og Tónskóli Siglu-
fjarðar efndi til skólatónleika
í minningu tónskáldsins.
1
3
t
4
I
4
j
1
<
<
I
i
i
i
'
VARSJA 17/10 — Leiðtogi demó-
krata í öldungadeild Bandaríkja-
þings, Hubert Mumphrey, sagði í
sjónvarpsviðtali í Póllandi í gær
' Hubert Hnmphrey
að stjórn Bandaríkjanna hefði nú
hinar svonefndu Rapacki-tillög-
ur til athugunar.
Þessar tillögur eru kenndar við
Rapacki, utanríkisráðherra Pól-
lands, og fjalla um að komið
verði á kjarnvopnalausu svæði í
Mið-Evrópu.
Humphrey var á það bent að
þessum tillögum hefur áður ver-
ið hafnað af fulltrúum Banda-
ríkjastjórnar, og sagði hann þá
að það hefði verið í forsetatíð
Eisenhowers. Við höfum nú nýj-
an forseta, sagði hann, sem hef-
ur nýja stefnu og nýja afvopn-
: unarstofnun.
Þessi afvopnúnarstofnun mun
íhuga gaumgæfilega Rapacki-til-
lögurnar, sagði Humphrey, og all-
ar aðrar tillögur sem miða að
því að stöðva vígbúnaðarkapp-
hlaupið. Hann bætti við að
; Bandaríkin væru fús til að und-
irrita samning sem bannaði að
fleiri ríki fengju kjarnavopn í
hendur en hefðu þau nú þegar.
HKp
fii
troðnum slóðum
V: ;■ ð
Möfgunblaðið v’tnar í gser
í Hitler af fyrirhafnarleysi
þeirra manna sem tala um
nákunnug og hjartfólgin efni;
ritstjörarnir þurfa auðsjáan-
lega ekki að leita að ívitn-
unum sínum, þeir kunna þær
utanað betur en fjármálaráð-
herr-a b.blíuna. Hinsvegar
reynir bíaðið að halda því
fram að ummæli Hitlers séu
nú endurtekin í kermingum
Krústjöffs forsætisráðherra
Sovétríkjanna, og er sú firra
í senn aumkunarvert og
hlægilegt dæmi um pólit'skt
siðleysj.
Það þarf ekki að leita langt
yfir skammt til þess að finna
hvar kenningar Hitlers
blómgast. Þær lifa góðu Hfi
4 sínum eigin jarðvegh í Vest-
-Þýzkalandi. Þar skipa nú
hinar æðstu stöður sam-
verkamenn, hershöfðingjar og
dómarar Hitters, -. þeir . sem
ekki hafa- í staðintt öðlgzt
virffingarsess. í , hersyetum
Nató. Nánasti samverkamað-
ur Adenauers er sá hinn
sami sem samdi gyðingalög
nazista, en samkvæmt þeim
lögum vcru milljónir sak-
lausra manna brenndar í gas-
ofnum. Vestur-Þýzkaland ger-
ir nákvæmlega sömu landa-
kröfurnar og Þýzkaland H tl-
ers, heimtar hluta af Póllandi,
Tékkóslóvakíu og Sovétríkj-
unum og hervæðist af ofur-
kappi til þess að fylgja kröf-
um sínum eftir. Þótt það sé
að vísu hæpið að trúa of
bókstaflega kenningunni um
að sagan endurtaki sig, þarf
engum að dyljast í hvers
spor valdamenn Vestur-Þýzka-
lands eru nú að feta.
R'tstjórar Morgunblaðsins
eru ákaíir . málsvarar vestur-
þýzkra stjórnarvalda. Þar eru
þeir éinnig áð ‘ feta slóð sem
áður hefur verið troðin hér
á landii — Austri.
MiðvikudagU/' 18. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN —