Þjóðviljinn - 18.10.1961, Qupperneq 4
„Nú má enginn liggja á
hvorki karl
eða kona44
Samtal við iðnverkamann
Hér birtist siöari hluti við-
tals við iðnverkamann. Þar
ræðir hann um ýms brýnustu
hagsmunamál Iaunþega í dag,
svo -sem hinn Iélega aðbúnað
verkaíólks, Iangan vinnutíma,
ákvæðisvinnu, Efnahagsbanda-
lag ö.fl.
Morgunblaðið er dálítið
hnuggið yfir þ.ví að fá ekki
að vita nafnið á „iðnverka-
manni“, og er það skiljanlegt,
þegar þess cr gætt, hve áhuga-
sðmum mönnum ofsóknadeild
Morgunblaðsins hefur á að
skipa. en á hinn bóginn finnst
þeim bráðin ginnandi, þar sem
meðlimir Iðju eiga einskis
styrks né varnar að vænta, í
samtökum sínum, gegn pólitísk-
um ofsóknum.
AShúnaSur
verkafólksins
— Hvernig heldur þú að á-
.standið sé yfirleitt á vinnu-
stöðunum að því er snertir
heilbrigðishætti og annan að-
búnað verkafólksins?
— Það er mjög misjafnt og
sumsstaðar ákaflega lélegt.
Surnt af þessu húsnæði, sem
verkstæðin eru í, er vægast
sagt óhæft til mannabústaða
eða vinnustaða, bæði vegna
kulda, lélegrar loftræstingar og
eins vegna þess, að ýmist er
ekki hægt að þrífa þessi vinnu-
pláss, eða það er vanrækt. Á
fjölmörgum vinnustöðum, þótt
skárrí séu, er engin kaffistofa,
þannig er það t.d. þar sem ég
vinn núna og eins var þar
sem ég vann fyrir tveim ár-
um.
— Hvað unnu margir þar?
— Þar vorum við tuttugu og
fjðgur.
— Var það nýtt fyrirtæki?
— Nei, það var búið að starfa
lengi, en það var í nýju hús-
næði. Þar var að vísu hægt
að hita kaffi í sérklefa, en
svo urðum við að sötra það yf-
ir vélunum, sem við unnum við.
— Hvernig eru íatageymsl-
urnar?
— Þar sem ég hef unnið eru
þær eiginlega engar og svoleið-
is er það víða, — fötin hanga
bara á nöglum hingað og þang-
að í vinnuplássinu.
— Hefurðu orðið var við eft-
irlitsmenn frá bæ og ríki þar
sem þú hefur unnið?
— Jú, frá ríkinu, það er að
segja vélaeftirlitið, það er það
eina, sem ég hef orðið var við.
Þeir hafa komið og haft sam-
band við trúnaðarmanninn
varðandi umbúnað véla.
— Er nokkuð gert af hálfu
starfsfólksins til þess að fá
vinnuskilyrði bætt?
— Já, en of lítið, og það staf-
ar ekki hvað sízt af því hvern-
ig öllum aðfinnslum er tekið.
Fyrir alllögu fór trún-
aðarmaður okkar til Iðjuskrif-
stofu.nnar og kvartaði yfir
ýmsu, sem lagfæra þyrfti, en
það var ekkert gert í því.
— Sumssatðar eru vinnuskil-
yrði þó orðin sæmileg?
— Já, það er rétt, það eru
nokkrir staðir.
— Geturðu nefnt mér nokk-
urn?
— Það er t.d. í Opal, þar er
alveg sérstaklega gott með allt
hreinlæti og kaffistofan er
skemmtileg og vistleg.
— En er það víða, sem matur
er framreiddur á vinnustaðn-
um?
— Nei, það er mjög sjald-
gæft, en fólk er farið að ræða
um það, hvað nauðsynlegt sé
að koma upp fullkomnum mat-
stofum í sambandi við vinnu-
staðina, nú þegar bærinn er
orðinn svona stór. Annars hefur
ríkt óskapleg deyfð í öllum
þessum málum, sem eru'þó ávo
mikils virði fyrir okkur verka-
fólk, bæði hvað snertir okkar
líkamlegu og andlegu velferð
— ég meina, að við þolum það
engum að traðka á þeim rétti
okkar, að komið sé fram við
okkur eins og menn. Það sagði
mér maður, sem dvalizt hefur
í Noregi, að þar væri orðinn
mikill skilningur á því, — líka
meðal atvinnurekenda — að
búa hlýlega og vel um vinnu-
staðina, bæði innan dyra og
utan. Fullkomin böð og
snyrtiherbergi og matstofur
þættu sjálfsagðir hlutir og
kringum vinnustaðina væri al-
gengt að skreyta með blóma-
gróðri og trjám. Það fé, sem
færi í bætt vinnuskilyrði og
íegrun, teldu margir norskir at-
vinnurekendur vera kostnað,
sem borgaði sig vel.
)
Vinnutiminn
er of langur
— Hvað segir íðjufólkið um
vinnutímann?
— Það er enginn vafi á því
að skilningurinn á því að
stytta vinnutímann fer vaxandi.
Fólk er farið að þreytast á þess-
N OF FRJÁLSIR
Af rkrifum stjórnarblaðanna
síðuctu mánuði sést það glöggt
hverjir það eru sem ríkis-
stjórnin tclur höfuðóvini sína
í þjöðfélaginu. Það eru Iaun-
þegarnir og samtök þcirra.
Hinn vinnandi maður er eina
raunverulega hættan, sem
valdhafarnir koma auga á.
Geri þeir frjálsa samninga við
atvinnurekendur um hærra
kaup fyrir vinnu sína verður
að rifta þeim, og ræna því
sem vannst sem skjótast aftur.
Það verður að refsa þeim
fyrir að eiga samtök og beita
þeim.
Nú virðist samt einhver
geigur í valdhöfunum við að
höggva enn í sama kncrunn
með nýrri gengislækkun, þeg-
ar verkamenn sækja á ný það
scm af þeim hefur verið rænt.
Þess vegna ræða stjórnarblöð-
in það nú í óða önn að binda
samtök vcrkamanna áður en
þau hefjast handa. Það er
kallað að breyta vinnulöggjöf-
inni I sanngjarnt form, svo
hún fylgist með tímanum.
En þetta er alveg vonlaust
verk fyrir íhald og krata, ef
launastéttirnar halda vöku
sinni. Verkalýðshreyfingin á
fslandi var fáliðaðri þegar
vinulöggjöfin var sett og þó
tókst að koma í veg fyrir öll
stærstu ofbeldisáformin gegn
verkalýðnum, sem í frumvarp-
inu fólust. Alþýðuflokkurinn
sem stóð að vinnulöggjöfinni,
átti þá meiru fylgi að fagna
og þá voru margir verkamenn.
sem trúðu einlægni hans,
meira að segja Guðmundi f,
sem þá var ungur maður og
einn aðalhöfundur frumvarps-
ins. Nú, þegar enginn trúir
þeim lengur og fáir fylgja
þeim nema fyrir borgun, eru
litlar líkur til að þeir fái
meiru áorkað en þegar þeir
áttu flest ósvikið. Hins bcr
þó að gæta vel, að það, «tu
önnur vinnubrögð, sem þeir
menn temja sér, sem hafa gef-
izt upp við að virða lýðræðið,
vegna þess að þeir eiga ekki
Icngur neinu fylgi að glata,
heldur en meðan þeir tóku til-
lit til þeirra, sem fylgdu þeim
vinnulöggjöfin var sett og þá
og treystu.
Þetta þurfum við að hafa
í huga í átökunum, sem fram-
undan eru því enginn vafi er
á því að stjórnarherrunum
finnst launþegarnir á fslandi
cnn of frjálsir. St.
Frá vinnusal í v erksmiöjunni Opal.
um langa vinnudegi, og það
jafnvel þótt ekki sé unnin
aukavinna.
— Hvort er það meira hjá
þeim ungu, eða þeim sem eldri
eru?
— Ég heyri þær tala um það
konurnar, sem búnar eru að
vinna lengi, — stelpurnar tala
nú minna um það, — hvað
þreytandi það sé að hafa svo
til engan tíma aflögu til eigin
áhugamála, því kvöldin fari
mest í persónulegar nauðsynj-
ar og til að safna kröftum
undir næsta vinnudag. Það er
t.d. með saumaskapinn, hann
er ótrúlega lýjandi, það eru
bæði vondar stellingar og þarf
að fylgja svo vel eftir, t.d.
í hraðsauminum. Það fer illa
með höfuðið. Ég þekki konu,
sem vann með okkur lengi, hún
fékk illt i augun og svo mik-
inn höfuðverk, að hún fór til
læknis. Hann sagði að þetta
stafaði út frá vinnu hennar,
saumaskapnum. Þetta væri at-
vinnusjúkdómur og ólæknandi
á meðan hún stundaði þessa
vinnu.
— Var hún í hraðsaumi?
— Nei, hún vann að öðrum
saumaskap.
— Og hvernig verjið þið svo
frítímanum?
— Ja, því er nú erfitt að
svara. Það er ákaflega misjafnt.
— Það fer náttúrulega mikið
eftir aldri fólks og aðstöðu?
— Já, áhugamálin eru líka
misjöín og þau fara mikið eft-
ir aldri. Það er nú með yngra
fólkið, það sækir mikið bíó og
opinberar skemmtanir. Nú, svo
er alltaf nokkuð af fólki, sem
notar bókasöfn, reynir að lesa
dálítið, en þeir eru færri en
vilja, sem geta það. Fólk gríp-
ur þá það sem hendi er næst,
þegar tíminn er svona stuttur,
les blöðin og svo það serp auð-
veldast er og ómerkilegast.
— Eitthvað fæst fólk við
félagsstörf?
— Það er eins með það og
lesturinn, fólk hefur ekki tíma.
Það vantar ekki verkefnin, en
það er bara þreytt-eftir lang-
an vinnudag. Vinnan er að
drepa niður allt félagslíf. Og
það er náttúrulega ein aðferðin,
sem eignastéttin sér sér hag í
að nota, að láta fólkið vinna
svo mikið að það gefi sér ekki
tíma til að sinna sínum eigin
málum.
— Já, þeir börðust líka fyr-
ir lækkun eftirvinnukaupsins.?
— Með lækkun þess hefðu
þeir fengið endanlega viður-
kenningu fyrir afnámi átta
stunda vinnudagsins.. Annars
finnst mér verkalýðshreyfingin
þurfi að taka þessi mál miklu
fastari tökum. Hún þarf líka
að koma á fót stofnun eða
skóla til leiðbeiningar og upp-
lýsingar vinnandi fólki.
— Til örfunar sjálsmenntun?
— Já, til leiðbeiningar um
sjálfsmenntun og kennslu í fé-
lagsstarfi og lögmálum hags-
munabaráttunnar í stéttarþjóð-
félagi.
ÁkvœBis-
vinna
— Segðu mér, vinnur Iðjufólk
mikið í ákvæðisvinnu?
— Það er mikið á sauma-
stofunum, yfirleitt ákvæðis-
vinna þar.
— Vinnur þú í ákvæðisvinnu,
eða er ekki hægt að koma því
við þar sem þú vinnur?
— Nei., við vinnum ekki í á-
kvæðisvinnu, en það væri hægt
að gera það, en mannskapur-
inn vill það ekki og ég held
að forstjórinn vilji það ekki
heldur.
— Er hann hræddur um að
það komi niður á gæðum vinn-
unnar?
— Það virðist vera aðalatrið-
ið hjá honum að verkið sé vel
unnið.
— Það er töluverður áróður
fyrir ákvæðisvinnu núna?
— Já ég hef frétt af því.
Þeir hafa verið með tiiraunir,
komið í nokkrar verksmiðjur
með spil og kubba.
— Hvað segirðu, spil og
kubba?
— Já, þeir eru með spil og
láta fólk telja og prófa hvað
fljótt það sé, og kubba, alls-
konar smákubba til að reyna
handlægnina.
— Hvaða menn eru þetta?
— Ég veit það ekki vel, þetta
eiga að vera einhverskonar '
sérfræðingar — á vegum at-
vinnurekenda, tel ég víst. Svo
standa þeir yfir fólki með
klukku.na í hendinni eins og
tímaverðir á veðreiðum.
— Og hefur fólkið samþykkt
þessar tilraunir?
— Ekki veit eg tjl þess. Og
ég er hræddur urrí að það yrði
ekki vel séð hjá okkur. Ég veit
að karlmennirnir vilja ekki
fara í akkorð og held að kven-
fólkið vilji það ekki heldur.
— Það er kannske frekar
yngra fólkið, sem vill það?
— Já, ég býst við því. Og á
sumum stöðum, þar sem á-
kvæðisvinna er unnin, er kapp-
ið orðið svo mikið, — að verða
hæstur og mestur, — að fólkið
tekur sér varla matar- eða
Framhald á 10. síðu.
— ÞJÓHVILJINN — Miðvikudagur 18. október 1961