Þjóðviljinn - 18.10.1961, Side 7

Þjóðviljinn - 18.10.1961, Side 7
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — __ Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sainningsrof atvinnurek- enda og ríkisstjómar l/erkamenn við höfnina vilja ekki una því hróplega * ranglæti að atvinnurekendur láta þá vinna eftir hádegi á laugardögum á venjulegu dagkaupi án þess þó að tryggja þeim 48 stunda vinnuviku. Neituðu þeir að vinna eftir hádegi á laugardaginn var nema at- vinnurekendur greiddu þeim helgidagakaup. Morgun- blaðið segir í gær að þessi atburður sýni að þarna séu „harðsnúnustu Moskvukommúnistar“ að verki og held- ur áfram: „Hagur verkamanna og samúð með baráttu þeirra skiptir þessa menn engu máli frekar en fyrri daginn. Þar sitja hagsmunir Moskvu ætíð í fyrirrúmi“. Það eru þannig hagsmunir iMoskvu að íslenzkir verka- menn fái vinnutíma með mannsæmandi fyrirkomulagi, en enganveginn hagur verkamanna! Slík er röksemda- færsla stærsta blaðs ríkisstjórnarinnar í verklýðs- málum og raunar í bezta samræmi við málstaðinn. Pn Morgunblaðið segir meira. Það segir að þetta séu ^ „ólöglegar verkfallsaðgerðir“ sem verði að for- dæma hvað sem öllum málavöxtum líði. En hverjir eru það sem beitt ihafa ólögum og samningsrofum á þessu ári? Verklýðsfélögin gerðu í sumar samninga við atvinnurekendur um nokkra kauphækkun og rétt- arbætur. Þetta voru hátíðlegir samningar sem báðir aðilar hétu að halda. En blekið var naumast orðið þurrt á undirskriftunum þegar forsvarsmenn atvinnu- rekenda gengu á fund ríkisstjórnarinnar og báðu hana að hjálpa sér að svíkja verkafólk í tryggðum og níð- ast á drengskaparloforðunum. Og þeir fengu þar mjög góðar undirtektir. Um síðustu mánaðamót var þegar svo ikomið að búið var að ræna aftur hverjum eyri af þeirri kauphækkun sem Dagsbrún samdi um í júní- lok í sumar; hin hátíðlegu loforð atvinnurekenda um að standa við gerða samninga entust aðeins í ársfjórð- ung. Samningar þeir sem voru svo framsýnir að þeir fjölluðu um kaupbreytingar á næsta ári og hugsan- lega kauphækkun eftir tvö ár hafa verið rifnir í tætlur af forustumönnum atvinnurekenda og ríkis- stjórnarinnar. í stað þess að tryggður væri vinnufrið- ur í tvö ár, eins og verklýðssamtökin höfðu samið um og voru reiðubúin til þess að standa við í einu og öllu að sínu leyti, hafa stjórnarherrarnir nú neytt Dags- brún til þess að segja upp samningum á nýjan leik og kmiið Alþýðusambandið til þess að skora á öll venklýðsfélög í landinu að gera slíkt hið sama. Og hinn þungi dómur verklýðssamtakanna birtist í ein- róma afstöðu jafnt á ráðstefnu Alþýðusambandsins sem fundi Dagsbrúnar. C'ramkoma atvinnurekenda og ríkisstjórnar eru samn- ingsrof; það skiptir ekki máli hvort lögvitringar telja svikin samrýmast einhverjum bókstaf, þarna er brotið í bága við það sem æðra er öllum lögum; dreng- skáp og heiðarleika. Og stjórnarherrarnir þekkja Is- lendinga illa ef þeir halda að verkafólk uni þvílíkri framkomu. Þeir geta reynt að magna einræðisverk sín, þeir geta reynt að setja þrælalög eins og þeir hóta nd dögum oftar, en þeir munu fá að sannreyna það að engin lög og engar tilskipanir fá staðizt nema þær eigi sér bakhjarl í réttarvitund almennings. Þeir menn sem svíkj'a samninga ihafa sj-álfir kallað yfir sig það ástand sem af svikunum leiðir, og þeir munu engan frið fá í þjóðfélaginu fyrr en þeir *gera heiðarlega samn- inga við verklýðsfélögin og standa .við þá. —m. £ ) — — Míö'.'ikudagw >48.- atetófcer 4881 Rœff viS Jakob Jakobsson fiskifrœSing um sildveiSaráSsfefnu hafrannsóknaráSsins: LENZ • © Jakob Jakobsson TJm mánaðamólin síðustu var lialdinn í Kaupmannahöfn að- alfundur alþ.ióðahafrannsókna- ráðsins og rsðstefna þess um síldveiðar í Norður-Atlanzhafi og um átumagn í hafinu. Sóttu fundinn af fslands hálfu fjórir fiskifræðingar, Jón Jónsson, Þórunn Þórðardóttir, Jakob Jakobsson osr Ingvar Hallgríms- son. Þjóðvil.iinn liafði á mánu- dag tal af Jakobi Jakobsyni og innti hann frátta af þessum ráðstefnum. — Ég tók bátt í ráðstefnunni um síldveiðarnar, segir Jakob, en það er bezt að spyrja þau Inevar eða Þórunni um átuna því bau voru á þeirri ráðstefnu. Tilgangur þessarar ráðstefnu var að fá fram og ræða þá þekkingu og bær jcenningar sem nú eru upni varðandi stofn- stærð og breytingar sem orðið hafa á atiantíska síldarstofnin- u.m með sérstöku tilliti til þeirra sveiflna sem orðið hafa á veiðimagninu síðastliðna ára- tugi. Það er yfirleitt rætt um briá meg'nrtofna síldaf á ofangreindu hafsvæði Balt- nesku síldina. Norðursjávar- S’''.dina og at’ant-skandinav- ísku síldina, en til hennar telj- ast ís'enzku og norsku síldar- stofnarnir. Umræðurnar á ráð- stefnunni snern.st mikið um norska síldarstofninn. Það mál er okkur nátengt. Örlög norska síldarstofnsins varða okkur miklu því að mikill hluti þeirr- ar síldar sem við veiðum fyrir Norðurlandi á sumrin er af norskum uppruna. Norskum og sovézkum vís- indamönnum bar mikið á milli í þessu máli. Vildu Norðmenn halda því fram að stofninn minnkaði vegna náttúrulegra fyrirbæra en sovézku vísinda- mennirnir sögðu að hér væri um að kenna ofveiði, sérstak- lega smásíldarveiði Norðmanna. — Hvað álíta íslenzkir fiski- fræðingar um þetta? — Ja, það er mín persónulega skoðun að bæði sovézkir og norskir vísindamenn hafi í þessu nokkuð til síns máls. Ég álít að aflabresturinn sé til kominn bæði vegna ofveiða Norðmanna á smásíldinni og eins hinu, að náttúran hefur verið nýju norsku síldarárgöng- unum allt annað en hliðholl. Klakið og uppvöxtur seiðanna hefur ekki gengið að óskum en við vitum ekki með vissu hvers- vegna. — Hvaða afleiðingar getur minnkun norska stofnsins haft fj'rir okkur íslendinga? — Hún getur komið fram í minnkuðu síldarmagni fyrir Norðurlandi en hefur hins veg- ar engin áhrif á íslenzka stofn- inn sem virðist vera í talsvert örum vexti. — Hvar er íslenzki stofninn helzt? — Hann er við suðurland á vetrum en á sumrin gengur stór hluti hans norður um land. Það er því ekki víst að minnk- un norska stofnsins hafi áhrif á okkar síldveiðar ef íslenzki stofninn bætir hann upp og þó nokkrar líku.r virðast nú vera á því. — Er þá ekki hætta á ofveiði á íslenzka stofninum eins og þeim norska? — Nei, hér er engin smásíld veidd nema í Eyjafirði, og þar eru þó ekki veidd nema í mesta lagi 40—50 þúsund mál á ári. Norðmenn veiða hins vegar allt að þrjár milljónir hektólítra á ári af smásíld og millisíld. Við vei.ðum því aðallega fullþroska síld og stofninum stafar engin hætta af slíkum veiðum. — Hvað hyggst hafrannsókna- ráðið fyrir í sambandi við norska stofninn? — Það var samþykkt á fund- inum að setja á stofn sérstaka starfsnefnd norskra, íslenzkra og sovézkra vísindamanna til að brjóta til mergjar öll gögn sem gætu varpað ljósi á orsakir þess að norski stofn- inn hefur minnkað jafn mik- ið og raun ber vitni á undan- förnum árum og á nefndin að reyna að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Formaður hennar var kjörinn Dr. Marty frá Sovétríkjunum. — Það hefur komið fram í fréttum frá ráðstefnunni að sov- ézku vísindamennirnir hafi reiknað það út að saman- lagður síldarafli Noregs og Sovétríkjanna verði um 4.5 millj. hl. árið 1962. Hafið þið hér nokkuð reynt að segja fyr- ir um aflann á næsta ári? — Nei. Rússar hafa reynt að spá fyrir næsta ár, en þaö er umdeild aðferð sem þeir nota, byggð á árgangaskiptingu stofnsins á undanförnum árurr.i og gert ráð fyrir sarnskonar framhaldi og verið hefur. Þetta er svipuð aðferð og notuð er við aðra fiskistofna t.d. íslenzka þorskstofninn og hefur stundum gefið góða raun. Vandkvæðin við þessa aðferð í sambandi við síldveiði eru að það er al- drei hægt að vita fyrirfram ---------------------------- g, Árni Bergmann: Athupsemdir við Alþýðubla Á síðari árum hafa margir íslendingar komið til Sovét- ríkjanna, sumir í stutta heim- sókn, aðrir til lengri dvalar. Sjálfsagt hafa þeir allir skrifað heim um heyrt og séð. Þeir hafa skrifað mörg bréf og mörg póstkort. Nú vill svo til, að eitt af þessum póstkortum kemur ekki til skila. Þetta veldur þeim á Alþýðublaðinu heilabrotum, og þegar heilabrotunum er lokið, komast þeir að mjög spennandi niðurstöðu: I Moskvu situr íslendingur við að lesa einka- bréf manna. Og það er gefið mjög ótvjrætt í skyn, að þessi íslendingur sé einmitt Árni Bergmann. Hann hefur semsagt stolið póstkortinu. Til hvers þá? Það verður ekki betur séð, en hann hafi gert þetta til að bjarga heiðri Sovétríkjanna út á við. Þetta er :mjög óvænt ög djarft stöfek ,í röksemdafærslu: póstkort kemur ekki til skila, og Árni Bergmann hefur stolið þvf. Þessi aðdróttun er nokk- urskonar heljarstökk út fyrir takmörk mannlegrar skyn- semi. Hér hefur Alþýðublaðið eiginlega brotizt inn á svið hins yfirnáttúrulega. Þeir geta óskað blaðinu til hamingju sem vilja, en ég vildi í þessu sambandi minna á ágæt orð Georgs Brandesar: Fyrir mig hefur ekkert yfirnáttúrulegt borið, nema mannleg heimska. 2. Nú er það að vfsu ekki að- eins heimska, sem birtist í þess- um aðdróttunum Alþýðublaðs- ins, — sem morgunblaðsmenn endurprenta svo, glaðir í sínu kristilega hjarta yfir því, að aðrir vinna fyrir þá leiðinda- yerk. Pistillinn ber einnig vott urh þó nokkra fúlmennsku. Það er reynt að telja fólki trú um það, að ég njósni um landa mína, sem til Moskvu kunna að koma. Og nú eiga menn að tár- félla og hugsa: Aumingja Magnús Jónsson, aumirigja Reynir Bjarnason, aumingja stúdentarnir, sem ekki geta skrifað foreldrum sínum bréf- korn án þess að velta fyrir sér hvei-ju orði: hvað skyldi helvít- ið hann Árni segja um þetta?.— Já, þessi pistill Alþýðublaðs- ins flokkast undir airumeið- ingar, á því er enginn vafi. En það er víst ekki annað en hægt er við að búast af þessu blaði, því miður. Og þótt þessi at- laga Alþýðublaðsins væri nú svona sérstaklega klaufaleg og heimskuleg, þá má alveg eins búast við því, að þeir háldi á- fram á sömu braut. Ég er, nefnilega alveg tilvalið skoi- mark: það hlýtur að vera eitf> hvað voðalega dularfullt við mann sem hefur verið svo lengi búsettur í Sovét. Ein af fínustu frúm Islands hefur spurt mig,. hvort ég færi nú'.ekki' á njósna-i. skóla til að sprengja síðan.í loft benzíntanka í Hvalfirði. eða gera eirihvern verulegan ysla ,á Kéflavfkurflugvelli. . Ég.— Vséeí. , þetta alþýðublaðsmönjiujri huggunar, því þeir háf^, nú'um. ■ hrið haft meiri majtur á ffnúrnT frúm en nokkurntíma eigin- menn þeirra. Ég segi þeim þetta líka svo sem til ábendingar: hvað er eitt vesælt póstkort á móti .benzíntanki? Af nógu er að taka. Er það t.d. ekki sann- að mál, að þegar Árni Berg- mann kom til íslands í fyrra, þrammaði hann um fjöll og hraun á Reykjanesskaga ásamt koriu sinni. Til hvers? með leyfi að spyrja. Og þau höfðu ljósmyndavél meðferðis. Til hvérs? Og þau voru með stærð- ar bakpoka. Hvað var í pok- anum? Já, hvað var í pokan- um? Svona getur vitleysan marsérað eftir því sem andinn inn gefur. 3. Ýmsir góðir menn hafa ráð- lagt mér að höfða mál á hend- ur ritstjórn Alþýðublaðsins. Það mun ég ekki gera. Það er að vísu sjálfsögð og , ínjög ánægjuleg skylda hvers rpEpiris,'. að taka virkan þátt í þeím. mannlega gleðileik,. sem leikinn er á jörðinni, En vori- ’ andi skilja menn, að ég hlýt áð.færast undan frekari þátt- tö.kú í þrijðjaflokks. fai'sa, þar sem ritstjórar Alþýðublaðsjns sþriklá í aðalhlutvérkum. um veðurfar, torfustærð síldar- innar, hvort hún er stygg eða gæf og aðrar aðstæður við veið- ai’nar. Þessi aðfei'ð er enn síður nothæf þegar síldin er ekki að hrygna en er í ætis- leit eins og norðurlandssíldin. — Þið viljið þá engu spá? — Við getum sagt hvort það verði mikil eða lítil síld í sjón- um en ekki hvort hún verður veiðanleg fyrr en við höfum gert rannsóknir á öllum aðstæðum á vorin. Það var metsíldarár hér í sumar, en það teljum við ekki vera vegna aukins síldarmagns heldur vegna þess að síldin var í stærri og betri torfum en á undanförnum árum og vegna aukinnar veiðitækni. — Hvað teljið þið vera orsök þess að síldveiðin er svona mis- jöfn frá ári til árs hér við land? — I ritgerð sem ég lagði fram á ráðstefnunni er gerð grein fyrir ástæðum aflasveifln- anna hér. Aðalorsökin er göngu- breytingin á síldinni á síðustu áratugum. Hún virðist hafa haldið sig miklu fjær landi fyrir norðan en áður og nýjar rannsóknir eru smám saman að leiða í ljós hvernig á því stendur. En við látum það ekki ( blöðin að svo stöddu. Það verður birt. í okkar eigin ritum þegar þar að kemur. Það semhefurháðokkurerm.a. að síðan skipulagðar rannsókn- ir hófust höfum við ekki feng- ið neitt aflaár sambærilegt við það sem áður var. í sumar var að vísu metár en það er að þakka góðum torfum og auk- inni tækni, síldin kom aldrei á grunnmiðin og hegðaði sér ekki eins og á beztu aflaár- um áður fyrr. — Heldurðu að það verði míkil síld í vetur og næsta sumar? — Það verður nóg síld í sjón- um næsta suipan en engin leið að segja - hvernig hún hegðar sér. Þáð" 'ét' Von" ás' suðúi'lands- síldinni í vetur eins og venju- lega, hún er árviss og við von- um að veiði verði sæmileg ef veður og aðrar ástæður leyfa en síldveiðar á opnu hafi á veturna ei’u háðari veðurfari en nökkrar aðrar veiðar sem þekkjast, ... Ég vildi að lokum taka frarn að við teljum íslenzka síldar- stofninn tiltölulega stóran eins og er og að okkur stafi engin bein hætta af • aflabresti Norð- manna meðan við getum treyst á íslerizka stofninri í staðinn, en á hann verðum við að ti’eysta eingöngu ef sá norski réttir ekki við. Megin hluti norska stofnsins nú er órgang- urinn fi'á 1950 og því ellefu ára í sumar. Hann ætti að ganga á norðurlandsmið í 2—3 ár enn en ekki er gott að segja hvað síðar vei'ður vh SUÐUREYRI — Laugardaginn 7. okt. sl. minntist Verkalýðs- og sjómannafélagið „Súgandi“, Suðureyrí 30 ára afmælis síns með myndarlegu hófi í sam- komuhúsi staðarins. Núverandi formaöur félagsins, Bjarni Friðriksson, ílutti stutt yfirlit yfir sögu þess, allt frá því, að það var stofnað að frumkvæði þeirra Hannibals Valdimars-sonar og Guðmundar G. Hagalíns, og fram á þennan dag. Bjarni hefur lengst af ver- ið viðriðinn stjói'n félagsins og átt ríkan þátt í að móta stefnu þess og viðhoi-f, en sambúðin við atvinnurekendur hefur verið óvenju friðsamleg og aldrei um nein stórátök að ræða, en báðir aðilar unað sínum hlut að lykt- um. Meðal þeirra, er viðstaddir voru afmælisfagnaðinn, voru Guðjón Jóhannsson, fyrsti for- maður félagsins og forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson, sem flutti afmælisbarninu kveðjur og áraðaróskir Alþýðusam- bandsins. Enn voru meðal gesta atvinnurekendur á staðnum, sem félagið hefur átt viðskipti við, og mælti Sturla Jónsson, hreppstjóri nokkur orð úr þeirra hópi. Félaginu . barst myndarleg gjöf, 10.000 kr. frá einum stærsta atvinnurekandanum á Suðureyri, Fiskiðjunni Freyju, en henni veitir foTstöðu Páll Friðbertsson, útgerðarmaður. Skal mynda sjóð, og úr honum veitt þeim félagsmönnum, sem eiga við fjárhagsörðugleika að stríða vegna slysa eða veikinda. Þessa gjöf má skoða sem tákn þess, hve sambúð félagsins og atvinnurekenda hefur verið snurðulítil frá upphafi. Orsakir munu helzt vera þær, að hér hefur aldrei myndazt það djúp ■skilningsleysis milli þessara aðila, sem svo víða verður vart annars staðar. Vinnuveitendur hér eru vaxnir úr verkalýðsstétt, hafa oft og einatt staðið sjálfir mitt í örðugri lífsbaráttu og því haft óvenjugóðan skilning á rétti verkamannsins til mann- sæmandi kjara. Fréttaritari. Guðjón Einarsson, Breið- holti í Vestmannaeyj um 75 ára í dag Hann Guðjón í Breiðholti í Vestmannaeyjum er sjötíu og fimm ára í dag. Hann er fæddur í Hallgeirs- ey í Austur-Landeyjum, sonur hjónanna Þuríðar Ólafsdóttur og Einars S.gurðssonar, sem þar bjuggu, rnesta dugnaðar- fólk. Þau hjón áttu tylft barna — 7 drengi i'g 5 stúlkur. Guð- jón var sjöunda barn þeirra. Af þeim systkinum eru nú að- eins fjögur á lífi. Gróa, búsett i Vestmannaeyjum; hún var elzt og er nú hátt á níræðis- aldri, Jóhann og Guðrún bú- sett í Réykjávlk. Guðjón fór snemma að vinna fyrir sér. Á tíunda ári hvarf hann úr foreldrahúsum og dvald'st fyrst hjá Jóni bónda Rergssyni á Hólmum í Austur- Landeyjum. Þaðan ræðst hann sem smali til Jóns Þorsteins- sonar í Botni og síðan að Skækli, en þar bjó þá Guðni Guðmundsson. Um fermingaraldur fer Guð- jón til Ólafs læknis Guðmunds- sonar Sívertsen að Stórólfs- hvoli og er vinnumaður hjá honum í fjögur ár. Átján ára gamall flyzt Guð- jón í Fljótshlíðina og er í v’nnumennsku í Hlíðarenda- kdti hjá Sigurþóri ólafssyni, Auðunni Jónssj-ni í Eyvindar- múla. en lengst í Teigi hjá Arnþóri bónda Einárssyni. Guðjón vann þar að búýerk- um , s.umar og haust en fór í ver ð ó veturna eitis og þá var títt. Árið 1915 flyzt -Guðj'ón. tit . Vestmannaeyja. Þá um sum- arið hafði hann kvongazt í Reykjavík Guðfinnu Jónsdótt- . ur "frá ' Þorgrímsstöðum i Ölf- usi. Guðfinna var ein ágætasta kona, sem ég hefi kynnzt, hjálp- fús og glaðlynd og hvers manns hugljúfi. Hún andaðist ár;ð 1957 og var öllum harm- dauði. Hjónaband þeirra var hið farsælasta. — Þau hjónin voru mjög samhent og hjálpfús við þá, sem þurfandi voru. Á heim- ili þeirra dvaldi móðir Guð- jóns, Þuríður, í 20 ár, og þar af var hún blind í 16 ár, Hjá þeim lézt hún í hárrj elli. Enn- fremur tóku þau að sér gaml- an einstæð.'ng. Sigríði Gísla- dóttur, sem verið hafði í vinnu- mennsku á heimili foreldra Guðjóns. Þau hjónin eignuðust tvo drengj, Karl, kennara og al- þingismann, Vestmannaeyjum. og Árna hæstaréttarlögmann í Reykjavík. Eftir að þau hjónin settust að í Vestmannaeyjum stundaði Guðjón sjómennsku framan af. fyrst á áraskipum og síðar á vélbátum. Hann var fiskmats- maður um þrjátíu ára skeið í Eyjum, en hefur nú látið af því starfi fyr.'r aldurssakir. Hann hfur samt ekki lagt ár- tar í bát, en gengur ennþá að starfi, því hann er hress og glaður og hinn ernasti. Guðjón bjó í Breiðholti við Vestmannabraut um 30 ára bil og er löngum kenndur við það. Fyrir nokkrum árum byggði hann þeirp hjónurp snoturt e;n- býlishús við Hólagötu í Eyjum. Munu fáir menn komnir á hans taltíur leika það eftir. Guðjón er fróðúr mjög, og ’.gaman er að. heyra hann rifja upp liðna atburði úr lífi sínu. Guðjón Einarsson Hann segir skemmtilega frá og ljfir svo einlæglega upp þessi atvik, að honum finnst hlustandinn hljóta að muna eftir þeim með sér, þótt hann sé mörgum árum yngri. Frá- sögnin hrífur mann oft svo að manni finnst það llka sjálf-. um á stundum. Kynslóð sú, sem kominn er á 8. tuginn hefur lifað gjörbylt- ingu í atvinnuháttum þjóðar- innar, og það er okkur, sem yngri erum, hollt að ljá henni eyra öðru hverju. Við getum mikið lært af reynslu hennar. Guðjón er glaðvær maður, hlýr og dagfarsprúður svo af ber. Hann er einn mesti áhuga- og verkmaður, sem ég þekki. Allt fram á þennan dag hef- ur honum varla fallið verk úr hendi. Komi hann í heimsókn til skyldmenna sinna hér í Rej-kjavik, eru ekki liðn'r marg- ir dagar, þegar maður fer að verða var við óeirð í honum. Hann unir sér bezt við vinnu sína. f dag dvelst hann á heimili sonar sins Árna að Álfhóls- vegi 38 í Kópavog; og er ekki að éfa að hinir fjölmörgu ætt- ingjar og vinir munu árna hon-' um heilla með ósk urp, að kerL irig F'li verði.honum ekki til. tíafala enn um langa hríð., Frændi. Mlðvikúdagui 18. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.