Þjóðviljinn - 18.10.1961, Page 10
Samtal við iðnverkamann
Framhald af 4. síðu.
iaffihlé. I Iðjusamningum
s.andur hins vegar að ákvæðis-
■vinnulaun megi aldrei vera
Isjgri en 20% yfir tímakaupi.
En auðvitað fer allt eftir því
'hvernig meða’talið er fundið.
Það nær engri átt að fara í
á! væðisvinnu, nema fólkið sam-
þykki það og hafi haft aðstöðu
tit að rannsaka og próía sjálft
hvort það er því hagkvæmt eöa
elcki. Ákvæðisvinnufyrirkomu-
lagið krefst mikillar árvekni og
.aðhalds frá verkalýðsfélögunum
og það heimtar mikinn þroska
af Æinstaklingnum, svo hann
láti það ekki hlaupa með sig
í gönur.
Atvinnu-
ofsóknir
— Eru tilhneigingar til þess
núna hjá atvinnurekendum að
láta fólk gjalda pólitískra skoð-
ana sinna, — ég meina atvinnu-
ofsóknir?
— Nei, yfirleitt ekki, og hjá
.sumum er það fyrst og fremst
vegna þess, að það heíur verið
Ækortur á fólki. öðrum mundi
aldrei koma það til hugar. En
ég vissi til þess eftir kosning-
arnar, þegar atvinnurekendur
náðu Iðju, að þá var í einni
verksmiðju nokkrum meðmæl-
endum af lista vinstri manna
sagt upp vinnu.
— Var nokkuð gert í því af
hálfu stjórnarinnar?
— Nei, blessaður vertu, þá
væru þeir ekki stjórnendur
Iðju, studdir af atvinnurekend-
um.
Efnahags-
handalagiS
— Hvað segir Iðjufólk um
Ef nahagsbandalagið ?
— Það hefur ekki verið mikið
rætt hjá okkur en þó nokkuð,
og eftir því sem fólk kynnir
sér það betur er það hræddara
við það. Enginn virðist trúa,
að það geti orðið til annars
en tjóns, ég heyri engan mæla
því bót. Og nú fyrir skömmu
átti ég tal við einn iðnrekenda
og hann sagði að það væri
sýnilegt, að sér væri ekki ætlað
að kemba hærurnar við ís-
lenzkan iðnrekstur. ef ísland
gengi í Efnahagsbandalagið.
„Og þannig mun fara fyrir öll-
um þorra ísle.nzkra iðnrekenda",
sagði hann.
Nœstu verk-
efni ISjufólks
— Og hvað segirðu svo að
lokum um næstu verkefni Iðju-
fólks?
— Ég segi að enginn, sem
hefur nolckurn skilning á því,
hvernig með okkur er farið, og
hvert er verið að teyma okkur,
má liggja á liði sínu, karl eða
kona. Og verkefnið, sem næst
liggur fyrir Iðjufólki, er að
skipta um stjórn í félaginu.
Þetta er stjórn, sem ekki hefur
neinn féiagslegan áhuga og
auk þess fengi hún ekki, þótt
hún vildi, að hafa neinar sjálf-
stæðar meiningar um hvað
Iðjufólki er fyrir beztu. Hún
hefur rofið samstarf Iðju við
annan verkalýð og þannig
komið í veg fyrir að launa-
stéttirnar geti notað sameinaða
krafta sína til sóknar og varn-
ar. Persónulega er ég þeirrar
skoðunar, að bráðabirgðalögin
um gengisfellinguna hefðu aldr-
ei séð dagsins ljós, ef Iðja
og fleiri félög hefðu ekki skor-
izt úr leik í átökunum á síðast-
liðnu sumri. St.
Rabbað um Júdó
Framhald af 9. síðu.
þrisvar í viku, og með því að
æfa þannig samvizkusamlega
’! í þrjú ár, geta ísl. júdómenn
vænzt þes-s að verða hæfir til
að etja til kapps við júdó-
kappa á alþjóðlegum mótum
1 erlendis. Áhugi fyrir íþrótt-
3 inni fer vaxandi á Norður-
3 löndum, en Englendingar,
S Frakkar og Hollendingar eiga
I snjöllustu júdómenn í Evrópu.
— Undirstöðuæfingar? Upp-
i byggingarþjálfun?
— Á þær er lögð mikil á-
i herzla. Sérstakar æfingar eru
i til að styrkja líkamann, auka
jafnvægið, og öryggisæfingar
3 til að fyrirbyggja alla slysa-
hættu. Enginn getur náð góð-
um é.rangri nema hann hafi
• lagt mikla rækt við undir-
stöðuþjálfunina. Allt þjálfun-
arkerfið er vandlega uppbyggt
J frá grunni. Mikið er til af
júdóþjálfurum, einkum jap-
önskum, sem eru þaulmennt-
aðir menn í líkamsfræðum, og
'i hafa fullkomna þekkingu og
góð tök á íþróttinni. Allt er
byggt upp af mikilli ná-
kvæmni og þjálfunin er hnit-
miðuð.
— Telurðu að nokkur hætta
sé á að júdó útrými íslenzku
gh'munni?
' — Nei, alls ekki. Þessar í-
! þróttir ættu að geta þróazt
‘ hér hlið við hlið og stutt hver
i aðra. Það má geta þess að í
Japan eru til hliðstæður sem
sanna þetta. Japanir eiga
gamla fastmótaða þjóðlega á-
takaíþrótt sem heitir sumo.
Hún er jafnveLennþá vinsælli
en júdó í Japan. Margir æfa
báðar þessar íþróttagreinar. í
sumo fá menn einnig viður-
kenningu (gráðu) eftir því sem
kunnáttu þeirra fleygir fram.
— Hvað geta íslenzkir
glímumenn helzt lært af júdó?
— Þeir sem iðka glímu hafa
alltaf gott af því að kynnast
öðrum tegundum íþrótta þar
sem tveir menn eigast við.
Glíman er jafnvægisíþrótt eins
og júdó. Það væri áreiðanlega
hollt fyrir íslenzka glímumenn
að kynnast og tileinka sér hina
kerfisbundnu undirstöðuþjálf-
un sem notuð er í júdó. Ég
held að undirstöðuæfingarnar
hafi mjög verið vanræktar
varðanndi ísl. glímuna. Einnig
væri mjög svo athugandi að
taka upp gráðukerfið í ís-
lenzku glímunni eins og í
júdó og sumo.
— Er mikið um alþjóðamót
í íþróttinni?
— Já, haldin eru bæði Evr-
ópumeistara- og heimsmeist-
aramót í júdó. Næsta heims-
meistarakeppni fer fram í
Frakklandi í desembermánuði
n.k. Og ekki má gleyma því,
að júdó verður í fyrsta sinn
keppnisgrein á Olympíuleikum
í Tókíó 1964.
Óskar Tander Berg Ellefsen
K V E Ð J
Þegar ég kom til Siglufjarð-
ar fyrir rúmum aldarfjórðungi
og fór að sækja fundi í verka-
lýðshreyfingunni þar. veitti ég
brátt athygli þrekvöxnum
manni, glaðlegum á svip og
hýrum i viðmóti, sem talaði ís-
lenzku með útlendum hreim.
Hann hélt ekki ræður svo að
ég muni eftir, en af viðræðum
utan hinnar formlegu dag-
skrár varð mér vel ljóst að
hann kunni góð skil á flestu
því sem til umræðu var. Hann
var fróður og lesinn og hafði
myndað sér fastar skoðanir,
sem hann setti fram á sinn
sérstaka persónulega hátt.
Hann var hispurslaus, fljótur
til svars. stundum óvæginn, en
aldrei særandi né illkvittinn.
Það stafaði af honum hjarta-
hlýja. Hatur hans á rangsnún-
um þjóðfélagsháttum var
sprottið af ást á réttlætinu,
ást á manninum, sem oft er
fótum troðinn.
Maður þessi var óskar Berg,
sem nú í dag er lagður til
hinztu hvíldar norður á Siglu-
firði. Hann varð bráðkvaddur
6. þ.m., en hafði kennt nokk-
urrar vanheilsu se’nni hluta
sumars.
Óskar Tander Berg Ellefsen,
eins og hann hét fullu nafni,
var fæddur 25. apríl 1896 á
eynni Senju við Norður-Noreg.
Foreldrar hans voru Eberg
Ellefsen útvegsbóndi og Anna
kona hans, sem enn lifir í
hárri el!i. Þegar Óskar var 9
ára missti hann föður sinn í
sjóinn. Fórst hann á bát, sem
hann átti og var Óskar þá
með honum, en bjargaðist
nauðuglega. Var hann nú tek-
inn í fóstur til föðurbróður
síns, þar sem hann ólst upp til
14 ára aldurs. En þá fór hann
að vinna fyrir sér sjálfur. Að-
standendur hans munu hafa
haft hug á að setja hann til
náms, sem opnaði honum leið
til embætta, því til þess hafði
hann góðar gáfur, en hugur
hans hne gðist allur að vélum
og tækni. Vélamannsstörf voru
þá fyrst og fremst á sjónum
og þvi fór Óskar til sjós.
Árið 1916, í miðri heims-
styrjöldinni, lá leið hans til
íslands. Sýnir sú för að ekki
hefur hann- verið kjarklaus.
Kom hann þá sem vélamaður
á skipj sem keypt var til Ak-
ureyrar. Hét það Báran og var
kaupandi þess hinn þekkti út-
gerðarmaður Stefán Jónasson.
Ekki ílentist Óskar þó á fs-
landi í það sinn. 1917 fór hann
til Svíþjóðar og var þar um
hríð hjá Bolinder-verksmiðj-
unum v’ð nám.
Á sjóinn hélt hann svo enn
og var sem fyrr vélamaður á
ýmsum skipum. Árið 1921 kem-
ur hann svo aftur til íslands
á norsku skipi og fór ekki
héðan eftir það. Settist hann
þá að í Siglufirðt og hóf sama
ár vélsmíðanám hjá Guð-
mundi Björnssyni, hinum
kunna hagleiksmanni. Lauk
hann því námi 1925.
^ Á námsárum sínum kynntist
Óskar Sigríði, dóttur Guðmund-
ar, me:stara síns, og giftust
þau 1925. Reyndist hún honum
alla tíð hin ágætasta kona,
enda greind í bezta lagi og
mikið í hana .spunnið. Lifir
hún mann sinh. E’gnuðust þau
hjón fjögur böm en aðeíns tvö
komust til fullorðing ára, Sig-
urður, vélsmjður . í Sigiufir.ði .
og Eberg, starfsmáður Raforku-
U O R Ð
málaskrifstofunnar í Reykja-
vík. Voru þau búsett í Siglu-
firði alla tíð nema tvö fyrstu
árin, sem Óskar var vélstjóri
á Sjöstjörnunni. sk.pi Stefáns
Jónassonar á Akureyri og eitt
ár löngu seinna sem þau
bjuggu á Dalvík. í Sig’ufirði
vann Óskar lengst af við vél-
gæzlu í íshúsi, en síðan 1952
í vélsmiðju Síldarverksm'ðja
ríkisins.
Þetta er í stuttu máli lífsfer-
ill Óskars Bergs, Norðmanns-
ins, sem gerðist íslendingur og
varð báðum þjóðum til sóma.
Ekki er mér lcunnugt um
hvenær Óskar tók að hne'gj-
ast til sósíalisma. en það mun
hafa verið snemma. Þegar
Kommúnistaflokkur íslands var
stofnaður var hann meðal
stofnenda og hann var einnig
meðal stofnenda Sósíalista-
flokksins. Hann gerði sér mik-
ið far um að fræðast. las
mikið og fylgdist af áhuga
með straumum síns tíma, eink-
um kynnti hann sér gaumgæfi-
lega þróun mála í Sovétríkj-
unum, ekki sízt á sviði tækni
og vísnda. Varð hann því
glöggskyggnari og sannspárri
um margt í þeirri þróun, en
margir, sem kölluðu hann
draumóramann og of auðtrúa
á möguleika hins nýja þ.ióð-
skipulags. Hann var sósíalisti
af hugsjón og sannfærngu,
sem byggðust á þekkingu.
Þótt Óskar fordæmdi auð-
valdsskipulagið og bæði . skýr-
um orðum auðsins drottna
aldrei þrífast, myndi honum
hafa fallið fátt ver, en ef þeii’,
sem hann seldi vinnu sína,
hefðu getað talið sig svikna fá
þeim viðskiptum eða ef þau
verðmæti sem honum var trúað
fyrir og oft voru mikil hefðu
■spillzt vegna vangæzlu hans.
Slík var trúmennska hans, enda
var viðbrugðið hirðusemi hans
og snyrtimennsku í allri um-
gengni við vélar og tæki. Hann
lagaði og gerði við jafnóðum og
eitthvað gekk úr skorðum og
smíðaði þá gjarnan vélahluta,
því hann var hagur vel.
Óskar Berg verður mér ávallt
minnisstæður persónuleiki og
veit ég að svo er farið öllum
félögum hans, sem með honum
unnu. Verkalýðshreyfingin á
þar á bak að sjá traustum
stuðningsmanni, sem aldrei
hvikaði. Þann stuðning þakkar
hún og vottar ástvinum hans
djúpa samúð í sorg þeirra.
65 ár er ekki hár aldúr. Það
verða iþví að teljast grimm ör-
lög að dauðann skuli að hönd-
um bera svo snemma. Lífsverk
framsækins hugs.iónarmanns er
þá svo langt frá því að vera-
lokið.
Það er hægt að taka margt
frá okkur, næstum allt — deyr
''íé, deyja frændur —, en á með-
an v.ð höldum andlegri heil-
■brigði, verða endurminningarn-
ar aldrei. frá okkur teknar.
Þessvegna stöndum við í svo
mikilli þakkarskuld við þá sam-
ferðamenn, sem hafa skapað
okkur góðar endurminningar.
Megi það verða okkur hvatn-
ing til að skapa öðrum góða
cndurminningar. Þá fylgjum
við fordæmi hins látna vinar
mins Cskars Bergs. Trúnaður
f starfi, trúnaður við göfuga
hugsjón, trúnaður við sjálfan
sjg, það er minning okkar um-
hann. Þessvegna er méE; þakk-
‘lsetið efst í hugæ er-ég sendi?
þessi kveðjuorð. í;
Á.A. ■
Framhald af 1. siðu.
sparnaðaráætluninni, sem full-
trúar stjórnarflokkanna í fjár-
veitinganefnd sömdu s.l. vetur.
Gengisfell'ngin bjargráðið
Á miðju þessu ári hafði eyðslu-
semi fjármálaráðherra dregið til
þess, sagði Karl, að greiðslu-
halli hafi myndazt svo að rík-
ið lifð' frá degi til dags á náð-
arbrauði seðlabankans. Var fiár-
málaráðherra þannig orðinn
eins konar þurfalingur Vilhjálms
Þórs. Bjararáð íjármálaróðherra
var að innheimta alla aðflutn-
ingstolla og söluskatt af um 13%
hærra innflutningsverð'. Þessu
var hrundið í framkvæmd ,með
gengisfellingarlösrunum og jafn-
framt var valdið yfir gengis-
skráningunni fengið í hendur
seðlabankanum. Ráðherranum
hefur fundizt hann þurfa að
leggia e'tthvað á borð með sér,
sagði Karl og bætti við, að nú
mætti hann fremur kallast pró-
ventukarl Vilhjálms Þórs en
hreinn þurfalingur.
100 millj. kr. vartar á
gjaldaáætlunina
Karl benti á. að áætlaðar
væru til verklegra framkvæmda
yfirle'tt sömu upphæðir að
krónutölu og var í siðasta fjár-
lagafrumvarpi. Þetta þýðir að
sjálfsögðu, að allar verklegar
framkvæmdir dragast saman.
Þá er yfir 60 milljónum króna
sleppt í útgjaldadálki nýja fjár-
lagafrumvarpsins, sem þar eiga
að vera. Er sú skýring gefin á
því, að væntanlega verð.' tekið
lán fyrir 33 millj. kr. kostnaði
við undirbúningsrannsóknir
vegna rafvirkjana. Ennfremur,
að allt framlag ríkissjóðs til at-
vinnuleys.'stryggingasjóðs verði
greitt með skuldabréfum, en það
nemur 28 millj. krónum. Benti'
Karl á, að auk bess sem fram-
lagið í atvinnuleysistrygginga-
sjóð væri beinlínis ákveð.'ð í lög-
um, hefði það verið samnings-
atriði í lok verkfallsins 1955.
Yrði þessi ráðstöfun því ekk; til
þess að efla vinnufriðinn í land-
inu. Úr atvinnleysistrygginga-
sjóðnum hafa einnig ver.'ð veitt
lán til ýmis konar framkvæmda.
t.d. til hafnargerða úti um land
og til s'ldarverksmiðjanna. Nú
ætlar ríkið sér einu öll lán úr
sjóðnum á næsta ári, saeð; Karl.
Þetta er þó ekki nóg, hélt hann
áfram. Niðurgreiðslur á vöru-
verð og útflutningsuppbæt-
ur eru lækkaðar í fjárlagafrum-
varpinu um 14 millj. kr. án
nokkurs rökstuðnings. Ennfrem-
ur er nú áætluð sama upphæð
og 1961, 38 millj. kr., til
greiðslna á rík:sábyrgðalánum,
þótt á miðju þessu ári væru
fallnar á rikið 50 millj. króna
af slíkum greiðslum, og fyrir-
sjáanlegf er að ekki verða þær
minni næsta ár. Það er grein!-
legt, að á þessa liði vantar yf-
ir 100 millj. kr. til þess að
gjöldin séu eðlilega áætluð, sagði
Karl að lokum um þetta atriði.
I lok ræðu sinnar benti Karl
á,-að-engir tryðu lengur á „við-
reisnina“ aðrir er ráðherrarnir.
Ríkisstjórnin væri líka að hlaup-
ast undan því að halda uppi
efnahagslegu - sjálfstæði þjóðar-
innar með því að undirbúa inn-
göngu Islands í Markaðsbanda-
lag Evrópu, sem jafngilti þvi. að
afhenda íslenzka atvinnuvegi er-
lendum auðhringum voldugustu
þátttökuríkjanna, Bretlands,!
Frakklands og þó einkúm Þýzka-
lands. Sagði Karl að.lokum, að
menn, sem gætu ekk; einu sinni
samið fursvaranlegt fjárlaga-
frumvárp; áettu að. segja- af sér,-
og skoraði hann á stjórnina að
gerá það. ’ ' -
|JQ) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. október 1961