Þjóðviljinn - 18.10.1961, Side 12
Dr. Róbert A. Ottósson stjórnar lúðrasvcit og kór við bátíðahölil á Siglufirði um helgina í tilefni
af aldarafmæli séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds. — Sjá ennfremur frétt og myndir á 3. síðu.
(Ljósm. H. B.).
BÁNDARISK FLOTADEILD
Á LEIÐINNITIL ÍSLANDS?
í írétt írá Washington í gær var írá því
skýrt að ákveðið heíði verið að senda sjö her-
skip úr bandaríska flotanum til hafsvæðisins
milli íslands og Bretlandseyja og ætti það að
vera verkefni flotadeildarinnar að fylgjast
með ferðum sovézkra kafbáta.
Það fylgdi fréttinni að allt
þætti benda til þess að
sovézkir kafbátar væru at-
hafnasamir á þessu svæði, en
um það liggja skipaleiðir frá
Evrópu til Ameríku.
Bandaríska flotastjórnin seg-
ir að í deildinni verði eitt
flugvélaskip og sex tundur-
spillar. Skipin munu leggja af
stað innan tveggja vikna.
Þau munu taka þátt í æfing-
um í kafbátavörnum í næsta
mánuði og verða síðan um
óákveðinn tíma við varðgæzlu
á áðurnefndu svæði, hafinu
milli Islands og Bretlands.
Þessi frétt hlýtur að vekja
grun um aukin umsvif banda-
riska hcrnámsliðsins hér á
landi. Eins og kunnugt er var
skipt um stjórn hernámsliðs-
ins í sumar og tók þá banda-
ríski flotinn við herstöðvum
Bandaríkjanna hér af flug-
hernum. Hefur þótt augljóst
að sú breyting mynði hafa í
för mcð sér auknar athafnir
Bandaríkjaflota hér við land,
cnda sagt að hér yrði yfir-
stjórn sjóhers Atlanzbanda-
lagsins á norðvestanverðu
Atlanzhafi. Það er því harla
sennilegt að ætlunin sé að
flotadeidin sem staðsett verð-
ur suðaustur af íslandi eigi að
fá aðstæður til að athafna sig
hér við land, t.d. í Hvalfirði.
Afmœlisgjöfin
® Eins og Þjóðviljinn skýrði írá
í gær, hafa nú endanlegar ákvarðan-
ir verið teknar um bætta tæknilega
aðstöðu blaðsins. Keyptar verða 3
vélar, setjaravél, fyrirsagnarletur-
vél og ný prentvél, og húsnæði
blaðsins að Skólavörðustíð 19 breytt
og endurbætt.
® Þessar tæknilegu umbætur á
Þjóðviljanum eru afmælisgjöf vel-
unnara blaðsins á aldarfjórðungsaf-
mæli þess. Afmælishappdrættið er
ein þeirra fjáröflunarleiða, sem
til Þjóðvíljans
standa eiga straum af þessari glæsi-
legu afmælisgjöf, en leitað verður
einnig eftir þátttöku með öðrum
hætti.
® Kvenfélag sósíalista í Rvík
tilkyrinti forráðamönnum blaðsins í
gær, að félagið hefði ákveði𠧧
taka þátt í afmælisgjöfinni með 5000
króna framlagi. Þessari höfðinglegu
gjöí fylgdu hlý þakklætisorð til
blaðsins og afmælisóskir og hvatn-
ingarorð til allra velunnara Þjóðvilj-
ans að vera með í afmælisgjöfinni.
Alþýðubandalagið heldur almcnnan fund í Sandgerði í kvöld,
miðVikudag, og hefst hann klukkan 20.30.
Ræðumenn á fundinum verða Ingi R. Helgason og Gcir Gunn-
arsson.
Þá heldur Alþýðubandalagið almennan stjórnmálafund í Kefla-
vík annað kvöld. — Ræðumcnn þar verða Lúðvík Jósepsson alþing-
ismaður og Eysteinn Þorvaldsson forseti Æskulýðsfylkingarinnar.
Rýr afli fogaranna
á heimamiðum
Togararnir eru nú allir að veið-
um á heimamiðum og er afli
þeirra rýr, eftir því sem Togara-
afgreiðslan tjáði Þjóðviljanum í
gær. Þorsteinn Ingólfsson var að
landa 160—170 tonnum og Narfi
var væntanlegur í dag frá vest-
ur Grænlandi, en hann er eini
togarinn sem ekki hefur verið
á heimamiðum að undanförnu.
Ekki er mikill áhugi hjá tog-
araskipstjórum að sigla með afl-
ann, þar sem lélegar markaðs-
horfur eru ytra, einkum hvað
snertir karfann. Þjóðverjar veiða
sjálfir það mikið af karfa að
eftirspurn má heita fullnægt.
Eins og kunnugt er af fréttum
fékk togarinn Víkingur net í
vörpuna hjá sér er hann var að
Ók af sfesð
eneS tnem
á vélarhúslny
Alvarlegt bílslys varð á gatna-
mótum Vitastígs og Grcttisgötu í
fyrrakvöld þegar ökumaður nokk-
ur ók af stað með mann hang-
andi framan á vélarhúsi bílsins.
Maðurinn • var alldrukkinn og
var á gangi niður Vitastíg ásamt
tveim félögum sínum sem einnig
voru • talsvert við skál. Þegar
þeir fóru yfir Grettisgötu bar að
tvo bíla og sneru þá tveir þeirra
við en sá þriðji stóð kyrr á
miðri götu og stöðvaði annan
bílinn, sté upp á stuðarann og
lagði sig að lokum yfir vélar-
hlífina. Það fauk í bílstiórann os
ók hann áfram smásnöl, tæpa
bíllened, oa stanzaði síðan aftur.
Maðurinn fór þá siálfur niður af
stuðaranum og upp á gangstétt-
ina en bílstiórinn ók á brott.
Þegar maðurinn kom aftur til
félaga sinna kom í Ijcs að hann
f var talsvert mikið slasaður og
var hann fluttyr á slysavarðstof-
una og liggur nú á Hvítabandinu.
Eins og áður er sagt ók öku-
maðurinn burt af staðnum en gaf
sig þó þegar fram er hann frétti
um slysið. Kvaðst hann ekki
hafa vitað að hann hefði orðið
valdur að neinu slysi.
veiðum fyrir skömmu. Sömu sög-
ur berast frá öðrum togurum sem
eru að veiðum nærri netaveiði-
svæðunum, t.d. voru alltaf að
koma net í vörpuna hjá Þorkatli
mána er hann var að veiðum.
A föstudag seldi Marz í Eng-
landi 118 tonn fyrir 9147 pund
og í gær áttu Karlsefni og Elliði
að selja ytra og á næstunni Þor-
kell máni og Harðbakur. Tog-
skipin Hafþór, Björgvin, Guð-
mundur Pétursson og Seley frá
Eskifirði ætla að selja í Þýzka-
landi á næstunni.
Skólanál rædd á
fundi Kvenfélags
sósíalista -. - -i
Kvenfélag sósialista hcldur fé-
lagsfund annað kvöld, fimmtu-
dag, klukkan 8.30 í Tjarnargötu
20.
Til umræðu á fundinum verðá
skólamál og framsögumenn kenn-
ararnir Teitur Þorleifsson og Jón-
as Guðjónsson.
Þá verða félagsmál rædd á
fundinum, m.a. kosning fulltrúa
á aðalfund Bandalags kvenna í
Reykjavík o. fl.
Kaffidrykkja. — Félagskonur
eru hvattar til að íjölmenna
stundvíslega. J
Wíkingur sel-
ur kcssafisk
í Englandi
1 gær átti togarinn Vikingur
írá Akranesi að selja í Englandi.
Hér er um óvenjulega söluferð
að ræða, þar sem í togaranum
er eingöngu kassafiskur. Áhöfnin
hefur lagt allan fisk í kassa óg
má ætla að mun betra verð fá-
ist fyrir fiskinn.
í tregu fiskiríi er nægur tími
til að koma fisknum fyrir á
þennan hátt, en kassarnir taka
mikið pláss. Víkingur er með>
rúm 100 tonn.
SKILADAGUR
fyrlr Reykjavík í dag. Komið á
skrifstofuna til að skila peningum
og tilkynna um dreifingu miða.
Deildarstjórnir og trúnaðarmcnn
þurfa að fylgjast með sinni deild.
Síminn er 22396. Skrifstofan Þórs-
götu 1 er opin til 11 í kvöld.
DREGIÐ EFTIR 13 DAGA