Þjóðviljinn - 02.11.1961, Side 12

Þjóðviljinn - 02.11.1961, Side 12
Þeir sem áttu leið um Tjarnargötuna síð- degis í gær sáu þar menn að störfum við harla furðulegar framkvæmdir. Þeir voru að hlaða múrvegg á gangstéttina fyrir framan Tjarnarbíó! Skýringin á þessu furðulega fyr- irbæri er sú, að í kvöld halda félögin Sam- tök um vestræna samvinnu og Varðberg fund í bíóinu, þar sem tveir austurþýzkir flótta- menn eiga að koma fram og vitna. Og þá verður auðvitað að vera tilheyrandi múrverk og gaddavír, enda á að setja þarna upp gaddavírsgirðingu líka. Þegar hafizt var handa við múrverkið í gær stjórnuðu þeir verkinu dr. Gunnar G. Schram ritstjóri og Friðfinnur Ölafsson forstjóri og lögðu þeir jafnvel sjálfir stein og stein í múrinn. 1 gærkvöld var svo settur lögregluvörður um múrinn og gaddavírinn, líklega til þess að engir stælu þeim yfir nóttina. Var vörður- inn alls ófróður um það til hvers múrinn og gaddavírinn ættu að vera og gátu veg- farendur frætt hann um það. iriann natoi bara verið settur þarna á vörð af yfirboð- urum sínum. Hugmyndina að þessum kostulegu fram- kvæmdum mun dr. Schram eiga og ætlar hann væntanlega að hafa þarna „sýnikennslu11 eftir fundinn á því, hvernig á að hoppa yfir múrinn og smjúga gegnum gaddavírinn. Ætti það að geta orðið alltilkomumikið atriði. — En meðal annarra orða: Hvenær skyldu Sam- tök um vestræna samvinnu og Varðberg bjóða okkur Reykvíkingum upp á „sýnikennslu" á meðhöndlan Natóbandamanna okkar, Frakka, á Serkjum í Alsír? Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir þessi félög að fá 2—3 menn lánaða hjá de Gaulle til þess að hafa þá fræðslu um hönd. — Myndin hér að ofan er af mönnum við múrhleðsluna í gær, en Gunnar og Friðfinnur voru þá hættir múr- arastörfum. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). ÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. nóvember 1961 — 26. árgangur — 252. tölublað Á fundi í Verkamannafélaginu risakjarnorkusprengingu þeirri Hlíf í Hafnarfirði, sem haldinn er gerð var að morgni 30. þ. m. var í fyrrakvöld og sagt er frá Þá Iýsir fundurinn yfir and- í annarri frétt í blaðinu voru sam-! stöðu sinni við allar kjarnorku- þykkt einróma mótmæli gegn sprengingar stórveldanna, hvar öllum kjarnorkuspi’engingum og sem þær eru framkvæmdar og lýsti fundurinn yfir stuðningi af hverjum og lýsir yfir stuðn- við baráttu fyrir banni við notk- ingi sinum við baráttuna fyrir un kjarnorkuvopna. j algeru banni kjarnorkuvopna og Tillagan var eínislega svo- útrýmingu á drápstækjum. Svo hljóðandi: j og skerar fundurinn á ríkis- Fundurinn samþykkir að mót- stjórnina að sjá svo um, að mæla harðlega kjarnorkuspreng-' aldrei verði geymd kjarnorku- i.ngum Rússa og þá sér í lagi vopn í Iandinu. Vörubifreið veltur í Elliðaár og bifreiðarstjórínn slasast í gærdag valt vörubíll út af veginum við vestari Elliðaár- brúna og niður í ána. Bifreiðar- stjórinn meiddist illa og bifreið- in stórskemmdist. Sjónarvottur að slysinu segir svo fi’á, .að vörubíllinn, sem var með rauðamöl á palli, hafi ekið fram hjá sér í Ártúnsbrekkunni og hafi hann ekið á eðlilegum hraða og ekkert verið að sjá Vilhgálmur setti heimsmet í gærkvöld var haldið innanfélagsmót hjá ÍR og var þar m.a. keppt í há- stökki án atrennu. Gerðist þar sá sögulegi atþurður, að Vilhjálmur Einarsson setti nýtt heimsmet í þessari grein, stökk 1,75 en heims- metið var áður 1,74. Vil- hjálmur hefur áður verið mjög nálægt því að ná met- inu. athugavert við akstur hans fyrr en hann var kominn yfir austari brúna. Þá beygði bíllinn allt í einu út á vegarbrúnina og ók utan við ljósastaur, er þarna stendur. Bifreiðarstjórínn reyndi þá að ná bílnum aftur upp á veginn en það mistókst og valt bifreiðin út af veginum og niður í ána. Þegar maður sá, er fylgzt hafði með ferðum bifreiðarinnar, kom á vettvang, var bifreiðar- stjói’inn að mjaka sér undan bif- reiðinni og er talið, að hann muni hafa kastazt út úr henni í veltunni og orðið undir henni. Hann brotnaði í andliti og meiddist eitthvað meii’a. Var hann fluttur í Landakotsspítala. Maður þessi heitir Guðjón Vig- fússon, til heimilis að Eskihlíð lOa. Hann er um fimmtugt, þaul- vanur bifreiðarstjórn og hráust- menni mikið. í gærkvöld lék danska hand- knattleiksliðið Efterslægten gegn KR að Hálogalandi. Leiknum lauk með jafntefli 16:16. í hálf- leik stóðu leikar 10:7 fyrir Efterslægten. Nánar,verður sagt frá leiknum í blaðinu á morgun. HLÍF í Hafnarfirði sam- þykkir uppsögn samninga 1 fyrrakvöld var haldinn fund- wr í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði og voru samningar iélagsins við atvinnurekendur til umræðu. Var borin fram á fund- Pólverjer keupa 20 þús. tunnur af Suðurlandssíld í gærkvöld barst blaðinu eft- irfarandi fréttatilkynning frá síldarútvegsnefnd um sölu- á 20 þúsund tunnum af saltaðri Suð- urlandssíld til Póllands. „Samningur hefur verið undirr ritaður við Pólverja um sölu á 20.000 tunnum af saltaðri Suður- landssíld. Samkvæmt samningnum má afgreiða allt magnið með milli- asíld og smásíld, helming af hvorri tegund“. inum tillaga og samþykkt ein- róma, þar sem stjórn félagsins var heimilað að segja upp kaup- gjaldsákvæðum núgildandi samn- inga við atvinnurekendur til þess að leita eftir nýjum samn- ingum á þá lund, að kaupmátt- ur tímakaups verkamanna verði ekki lægri en hann var í sumar eftir samningana, er þá voru gerðir í lok verkfallsins. Ekki Var ákveðinn á fundinum upp- sagnardagur samninganna. Samþykkt þessi er efnislega samhljóða samþykkt formanna- páðstéfnu Aiþýðusambánds Js- lands, er haldin var í haust, og hafa nokkur verkalýðsfélög þeg- ar samþykkt uppsögn samninga á grundvelli hennar eða gefið stjórnum félaganna heimild til uppsagnir. Má þar tilnefna Verkamannafélagið Dagsþrún, Vöruþílstjórafélagið Þrótt, Félag járniðnaðarmanna og nokkur fé- lög í Árnessýslu, er sagt hafa upp kaupgjaldsákvæðum samn- inga frá 1. desember n.k. að telja. Er vitað, að mörg fleiri félög munu fylgja í kjölfar þessara félaga og segja upp samningum á næstunni. Vestmanno- eyingar Æskulýðsfylkingin og Sósí- alistafclagið halda sameigin- legan skemmtifund laugar- daginn 4. nóvember klukkan 8.30 e.h. Félagsvist og fleiri skemmtiatriði. Allir stuðningsmenn Al- þýðubandalagsins eru vel- komnir og iélagsmenn eru hvattir til að taka gesti með sér. — Aðgöngumiðar fást við innganginn. Stjórnin. Húsmóðir sótti ( 3 aukavinninga ( í gær kom ung húsmóðir á skrifstofu happdrættis Þjóð- viljans. Ilún var ekki að borga miða sína, eins og flest- ir aðrir sem litu þar inn, heldur var hún að sækja þrjá aukavinninga — 500 krónu vöruávísanir, sem fjölskyldan hlaut. Þessi hcppna húsmóðir heit- ir Klara Öskarsdóttir og býr á Njálsgötu 13b. Hún kvaðst aldrei áður hafa unnið í happ- drætti, en iíklega færi hún nú að freista gæfunnar í happdrætti háskólans, sem hún hefur ekki tckið þátt í. Klara var ekki búin að gera upp við sig hvað hún ætlaði að kaupa fyrir vöruávísanirn- ar, en þær voru stílaðar á KRON. 1 sambandi við þetta er rétt að geta þess að búið er að draga um fyrsta Volkswag- eninn, en ekki verður hægt að birta vinningsnúmerið fyrr en skil liafa veriö gerð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.