Þjóðviljinn - 14.12.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1961, Blaðsíða 9
Handknattleiksmótið: Bráðskemmtilegir leikir Cnrola eftir Joan Grant í þýðingu Steinunnar Briem. Joan Grant vann sér heimsfrægð fyrir fyrstu bók sína: Vœngjaöur Faraó, Margvíslegar tilgátur hafa komið fram um „ævisögu“ henn- ar. Eru þær raunveruleg&r minningar höfundarins, ósjálfráð skrift eða sögulegar skáidsögur ? Þar getur hver trúaö því, sem honum þykir trúlegast. Þessar bækur eru nú þýddar víða um heim, lesnar af hundruðum þúsunda og ritdómarar hefja þær til skýjanna. Lesið bókina CAROLA. Hun yerður umræðuefni margra um langan tíma. Yo^alieimspeki í þýðingu Steinunnar Briem. Hér er leitazt við að vekja menn til sjálfstæðrar hugsuar og benda á leiðir til dýpri skilnings á ráðgátum lífs og dauða. S»«r<u vikudagiii'itir eftir Ásgeir Jónsson. Skáldsaga úr Réykjavíkurlífinu. Höf- undurinn kemur víða við. Hann fer méð langferðábíium og strætisvögnum, lítur inn í skrifstofur og hiðstofur, talar við og iögfræðinga og sér margt, sem -öðrum sést yfir. íslrnzk iVndiii «r Iwmin i bóhav-erslauir. ISún er jólm^estar allra bóUamanaa. ; Fimmtudagur 14. desember 1961. — ÞJÓÐVILJINN -r- £0 siðasta kvöldið Það verður ekki annað sagt en að þetta Reykjavíkurmót í handknattleik hafi verið eitt það skemmtilegasta sem um getur til þessa. Virðist sem meistaraflokkarnir séu orðnir svo jafnir að vart megi á milli sjá þegar liðunum tekst upp. Þetta síðasta kvöld sýndi einnig að óvænt tíðindi gerðust, og að þar reis „spenningurinn" hærra en nokkru sinni á mótinu, og þó var ekk'i um úrslitaleikinn að ræða, en það var leikur Vík- ings og ICR. • Ármann náði sér ekki upp og tapaði 15:13 fyrir Val Til að byrja með virtist sem Ármann ætlaði að taka leikinn í sínar hendur, því þeir skoruðu fyrsta markið og höfðu til að byrja með forustuna um að skora. Þetta stóð þó ekki lengi, því Valur hafði jafnað 3:3 og eftir það höfðu þeir forustuna, í hálfleik stóðu leikar 7:5 fyrir Val. Rétt eftir hálfleik jöfnuðu Ármenningar nokkuð sakirnar og munaði þá aðeins einu marki 9:8. En það var eins og þeir hefðu óftekið sig því nú skora Valj- menn 4 mörk í röð 13:8. Aftur á móti áttu Ármenningar betri endasprett, og lokastaðan varð 15:13. Lið Vals hefut’ eflzt mjög við það að fá Egil í markið, en hann varði oft skemmtilega. Samleikur liðsins er líka örugg- ari en í fyrra vetur, og það brá fyrir mjög skemmilegum, hröðum og óvæntum leikflétt- um, ein-s og það er orðað í tafl- inu. Það er líka meiri hraði í liðinu og samleiknum en áður og allt þetta gefur liðinu gildi. Ármannsliðið er stöðugt að koma framávið, þó er eins og manni finnist, að það gæti geng- ið hraðar, en flest eru þetta ungir menn, og það liggur ef til vill ekki meira á. Traust undirbygging verður það bezta er fram líða stundir, og hana eiga þeir í hinum ungu mönn- um. Þeir sýndu oft góðan leik, og ágengan, og mjög var gam- an að sjá samstillingu þeirra Hans og Árna, en Hans er meistari í því að „gefa upp“ knöttinn inn yfir teiginn, á réttan punkt fyrir Árna sem er tilbúinn til „flugsins1^ og ,að þrýsta knettinum í markið. Hörður er líka mjög virkur og vöxtur hans gefur honum mikla möguleika, sem hann notar oft skemmtíléga. I Ekki sáust mikií ellimörk á aldursforsetanum Kristni Karls- syni sem var stálharður á lín- unni og skoraði oft. Mörkin fyrir Val skoruðu: Bergur 6, Geir, Halldór og Gvlfi Hjálmars 2 hver, Gylfi Jónsson 1. Fyrir Ármann skoruðu: Krist- inn, Hörður og Árni 4 hver og Gunnar 1. Dómari. var Daníel Benjamíns- son og dæmdi vel. • KJR réði ekki við Víkiing Það muh ekki hafa þótt sér- lega alvarlegt fyrir KR þótt Víkingar næðu því að skora 2 mörk áður en KR komst á blað. Það mun heldur ekki hafa þótt gæfuleg byrjun hjá Víking- um að „brenna af“ tveim víta- köstum í röð! Þetta var þó staðreynd. En þeir létu þetta ekkert á sig fá, og gáfu ekki eftii’. Það reynd- ist erfiðara fyrir KR að jafna en búizt var við, eða réttara sagt að taka forustuna. Þeim tókst að jafna á 3:3 og svo aft- ur á 4:4. Eftir það voru það Víkingar, sem höfðu yfir hvað mörkin snerti. 1 hálfleik stóðu leikar 5:4 fyrir Víking. 1 síðari hálfleik komust Víkingar upp í 11:8, en KR-ingar jöfnuðu nokkuð, og höfðu tækifæri til að jafna er Karl hafði mark- manninn einan til að kljást við, en vandaði sig ekki og datt knötturinn á þverslána, er hann lyfti honum yfir mark- manninn! Rétt áður var Reynir líka einn með markmanninn en skaut beint á hann. Úrslitin verða þó að teljast sanngjörn, því Víkingur hafði forustuna allan tímann og sýndi oft góðan leik og unafram allt sýndu þeir mikla hyggni og það er eins og þeir fái meira út úr leik sínum en maður býst við. Eins getur maður sagt unv KR-liðið að maður búist við heldur meiru af því en það sýnir. Ekki svo að skilja að hér hafi verið slappur leikur, nei ekki alveg. Áhoi’fendur munu sjaldan hafa komizt í annan eins æsing í góðri merk- ingu þess orðs. Það var eins og hér væri um að ræða sjálfan úrslitaleikinn með öllum þeim „spenning" sem honum fylgir þegar jöfn lið eigast við. I liði Víkings var það eins og fyrri daginn Pétur Bjarna er stjórnaði og var nokkurs konar miðdepill. Rósmundur er stöðugt í framför. Ungur örf- hentu.r maður, Sigurður Hauks- son, sýndi oft góðan skilning á samleik og svo skoraði hann nokkur meistaraleg mörk. Sig- urður er mjúkur í öllum hreyf- ingum og eins og hann sé háll viðkomu. Markmaður Víkings stóð sig betur en undanfarið. Björn Bjarnason er líka mikið efni og gerir margt laglega og á vafalaust eftir að láta meira að sér kveða. Af KR-ingum voru það Reyn- ir og Karl sem bezt léku. Karl var þó ekki í sínurn bezta ham. 1 heild er KR-liðið ekki búið að finna „tóninn“ ennþá. Dómari var Valur Benedikts- son og hafði erfiðan leik að dæma. Hann slapp þó mjög sæmilega frá honum. Þeir sem skoruðu fyrir Vík- ing voru: Pétur 4, Sigurður Hauksson 3, Rósmundur 1, Björn Bj.y Sigurður Bjarnason og Jóhann 1 hver. Fyrir KR skoruöu: Reynir 5, Heins og Karl 2 hvor og Pét- ur 1- * ÍR vantaði endasprettinn. hann hafði Fram og vann 19:11 Fyrir þennan úi'slitaleik var erfitt að segja hvor mundi fá bæði stigin í leiknum, og hélzt svo raunar. allan fyrri hálfleik- inn, því ekki munaði nema tveim mörkum 8:6. Áhorfendrts.* voru í keppnisskapi éftir spenninginn í leiknum á undan og með því ekki meiri mun gat allt skeð. Fram hafði alltaf for- ustuna 1—2 mörk. og hélzt það nokkuð fram yfir hálfleik og stóð þá eitt sinn 9:8 fyrir Fram. En þá var sem IR hefði misst meira tökin á leiknum og eftic skamma stund stóðu leikar 13:9, en ÍR bætir einu við 13:10. Eft- ir þetta tóku Framarar leikinn algjörlega í sínar hendur og skoruðu 6 mörk í röð, án þes; að IR fengi nokkuð að gert. Rétt fyrir leikslok skoraði ný- liði í liði IR, Þórarinn að nafni, svo leiknum lauk með 19:11. Yfirleitt kom það áhorfendum á óvart hve skyndilega ÍR gáf eftir, og gæti skýringin ef til vill verið sú, að liðið sé ekki I þjálfun til þess áð halda þeim hraða sem í leiknum var. Vafa- laust hefur það líka haft sí-n áhrif að markmaður ÍR var vægast sagt mjög óheppinn með markvörzluna, en það er ekki nóg til áfsökunar fyrir þeirri uppgjöf sem liðið sýndi í lok leiksins. iR-liðið er ekki búið að fá þá festu sem þaö hafði og þarf að hafa. Það sýn-a hinar misjöfnu leikir liðsins I mótinu. Með hina fjóra marg- reyndu liðsmenn eins og Gunn- laug, Matthías, sem aldrei hefur verið sterkari, Hermann og Þor- geir, sem hefur mikla þýðingu fyrir liðið, og meiri en menn almennt gera sér grein fyrir, ætti þessi fe-sta að koma, og svo eru ungir menn sem afl Framhald á 10. síðu Góðar bæknr. j< jólagjafir. Leiftur h.f. llá^nr ásíai'ínnar Heimsókn eftir Ólöfu Jónsdóttur. Þetta er ljómandi falleg bók. Fögur ævintýri og ljóð. Ólöf hefur ótví- ræða hæfileika sem rithöfundur. Því ber vitni efni það, sem birzt hefur eftir hana í bloðum, tímaritum og útvarpi. Lærisveiftiaaiiinft eftir lngibjörgu Jónsdóttur. Ingibjörg er ung, reykvísk húsmóðir. Þetta er fyrsta skáldsagan hennar og fjallar um ástarævintýri ungrar stúlku. Hér er skáldkona á ferðinni, dugmikil, djörf og hugmyndarík. Lesið þessa bók og ykk- ur mun ekki leiðasL Fannry á FnriivöEIuna eftir Hugrúnu. Hugrún er fyrir löngu orðin þjóðkunn sem ljóðskáld og rithöfundur. — Á undanfqrnum árum hefur hún sent frá sér hverja bókina af annari og hefur þeim verið ágætlega vel tek ð. Hún er ein af mest lesnu höfundum þjóðarinnar. eftir Sholem Asch í þýðingu Magnúsar Joch- umssonar. Shoelm Asch er haimfrægur rithöf- undur og fræðimaður. Lærisveinninn (sem er önnur bók af þremur samstæðum, Rómverjiiin kom út I fyrra og Gyðingurinn kemur að áriþ, „er talinn með því bezta sem hann hefur ritað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.