Þjóðviljinn - 28.12.1961, Side 3

Þjóðviljinn - 28.12.1961, Side 3
Hér er Landroverinn á iiupleiö, hlaðinn skjálfandi blaðamönnum. Bíllinn fór þetta rofabarð Ieik- andi létt.......... ) ( , Til að taka af allan vafa, fór fram sýning á hæfni bíls- ins við frumstæðustu aksturs- skilyrði í gryfju á Öskjuhlíð, þar sem jarðvegur var gljúpur og gegnsósa af undanfarandi þíðu. Með hjálp framhjóladrifs og hins ótrúlega stöðugleika bílsins, var honum ekið upp og niður háa mojdarbakka grj'fj- unnar, þar sem hann á stundum virtist standa meir uppá end- ann, en hafa nokkra viðspyrnu við móður jörð. Blaðamenn og aðrir, sem fengu að sitja í á bessu glæfra- lega ferðalagi bílsins, gátu varla komið orðum að hrifn- ingu sinni. Mr. Coe ók sjálfur fyrri umferðina, en lét síðan starfsmann Heklu aka aðra. Sýnir það að ekki réð hér ára- löng þjálfun mr. Coe. Allt var þetta langt undir hámarksgetu bílsins. Mr. Coe kvaðst vera búinn að ferðast til 42 landa, sem fulltrúi verksmiðjanna, en þó væri hann ékki "búinn að heim- sækja helming þeirra landa, þar sem Land-Rover væri í notkun. Bíllinn hefur re.vnzt jafnvel, hvort heldur er í fjalllendi, Mr. George Coe frumskógum, eyðimörkum, eða sem landbúnaðarbíll. TVÆR GERÐIR Sú gerð bílsinSj sem hingað er aðallega flutt, er með 7 manna húsi úr rvð- og tæring- arfríum léttmálmi, hann er með yfirstærð af hjólbörðum og hægt að velja á milli benzín- og diesel vélar. Dieselbíllinn er dýrari í innkaupi, um 140.000 kr., en benzínbíll kostar um 120.000 kr. Fáanlegir eru líka bílar með 11 manna húsi, mjög hentugir til mannflutninga á erfiðum fjallvegum, en lögi'jafinn hefur ekki viljað viðurkenna þá sem landbúnaðarbíla, þar sem þeir eru lengri en hæfilegt þykir um slík farartæki. UMBOÐIÐ Heildverzlunin Hekla hefur í 12 ár annazt umboð fyrir Rover-verksmiðjurnar, og lýsti Framhald á 10. síðu. og hér er hann á niðurleið annarsstaðar, í skafli. Skclfing farþeganna fer vaxandi, en stjórnin er ör- ugg og bíllinn stöðugur. Hér ekur hann utaní moldarhrúgu með giæfralegum halla, að því er okkur blaðamönnunum virtist, en bíllinn þolir minnst tvöfaldan þennan lialla. Reikningslcga séð, á honum ekki að hvolfa fyrr • ' / cn við 52ja gráðu hliðarhalla. i Jóla- vandamál i Þetta eru ..mestu Mamm- onsjól, sem verig hafa hér á landi“ segir Alþýðublaðið á aðfangadag og vitnar í Jón Vídalín um illar afleiðingar þvílíks jólahalds, en þeirri þulu lýkur á ofdrykkju og of- neyzlu. Morgunblaðið segir sama dag: „Við íslendingar höldum að þessu sinni jól við betri aðstæður en nokkru sinni áður. Almenn velmegun og velsæld ríkir í landi okk- ar... En það kaupa- og gjafa-æði, sem víða tíðkast í sambandi við jólin, er víðs fjarri því að geta talizt skap- legt og eðlilegt... Sjálfur jólaboðskapurinn, boðskapur hins fórnandi kærleika er kominn í skuggann fyrir græðgislegri skemmtanafýsn og óhóflegum íburði.“ Þannig blasa vandamál jólanna við þeim mönnum sem stjórna málgögnum ríkisstjórnarinnar. En skyldu ekki ýmsir eiga við önnur vandamál að etja? Skömmu fyrir jól var til- k.vnnt að samningar hefðu tekizt milli verkamanna og at- vinnurekenda um fyrirkomu- lag á vikukaupgreiðslum. Áð- ur höfðu færustu reiknings- meistarar þjóðarinnar rann- sakað gaumgæfilega hversu margir helgidagar væru í ár- inu að meðaltali til þess að tryggt væri að vikukaup- greiðslur gæfu ekki einum eyri meira en tímakaup- greiðslur. Og hin vísindalega niðurstaða varð sú að verka- maður skuli hafa í vikukaup kr. 1052,41, en það jafngildir kr. 54.725.32 á ári, ef mönn- um fellur aldrei verk úr hendi. Skyldu hafa verið mik- il mammonsjól á heimilum verkamanna sem fá kaup sitt skammtað á þennan hátt? Ætli ritstjórum stjórnarblað- anna myndi finnast það mik- il velmegun og velsæld að eiga að lifa af rúmum 50 þúsundum króna á ári? Myndi vera mikið eftir í kaupa- og giafa-æði, græðgis- lega skemmtanafýsn og óhóf- legan íburð, þegar búið er að borga soðningu með sölu- skatti, húsnæði, ljós, hita og aðrar heimilisþarfir af 1000 kr. á viku? Ekki skal dregið í efa að ly'singar stjórnarblaðanna séu réttar, en þær eiga aðeins við um hluta þjóðarinnar. Ekkert er samt auðveldara en að lækna fýsn þá og græðgi, sem stjórnarblöðin hafa mestar á- hyggjur af í fari atvinnu- rekenda og fjárplógsmanna um þessi jól. Það þarf aðeins að framkvæma „boðskap hins íórnandi kærleika“ næst þeg- ar skrifað verður undir samn- inga við verkamenn um tíma- kaup og vikugreiðslur. — Austri. Laugardaginn 16. des. kynnti heiídverzlunin Hekla, Mr. Ge- orge Coe fyrir fréttamönnum útvárps og blaða, en hann; er fulltrúi Rover bílasmiðjanna brezku og ferðast á þeirra vegum, sem ráðunautur um- boða víða um heim. Rover bílasmiðjurnar fram- leiða m.a. hina heimsþekktu Land-Rover jeppa, sem í dag eru í fremstu röð slíkra bíla, en framleiðsla þeirra hófst ár- ið 1948. Nú eru þeir í notkun svo að segja um allan heim og hafa reynzt frábærlega vel við hin ólíkustu skilyrði. MIKIL HÆFM Fimmtudagur 28. desember 1961 — ÞJÖÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.