Þjóðviljinn - 29.12.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1961, Blaðsíða 1
Föstiidagur 29. tlesember 1961 — 26. árgangur — 299. tölublað Þeir byggja Mikil síldveiði var í fyrrinótt, suöur af Eldey, 20—30.000 tunn- ur mun ekki ofáætlað. Vcður var gott og fcngu flestaliir bátar afla. Við Jökulinn voru 4 bátar, en fengu ekkert. Miklir örðu.gleikar eru nú á löndun, t.d. reru ekki allir Kefla- víkurbátar vegna óvissu um hvort afli þeirra kæmist í vinnslu. 1 Keflavík er nú sólar- hrings löndunarbið, í Hafnarfirði verður ekki tekið við fyrr en eftir áramót og Reykjavíkurbát- ar sit.ja fyrir löndun hér. Mjög margir bátar munu hafa leitað til Eyja. Allur' aflinn er smásíld, sem fór í bræðslu. ® Keykjavík Til Reykjavíkur áttu að komá 12 bátar með samtals rúml. 10.000 tunnur, en þeir eru þess- ir: Helga með 1700. Pétu.r Sig- urðsson með 1400, Björn Jónsson T000, Leifúr EirikSsön með - 950 tunnur. Svanur RE með 800, Ásgeir og Hafþór með 750 tunn- ur hvor, Reynir og Bjarnarey með 700 tunnu.r hvort, Víðir SU með 550 tunnur og Rifsnes með 400 tunnur. Mesta írost í des- ember síðan 1920 Mest frost í fyrrinótt mældist hér í bæ 16,8 stig, en þaff er næstmesta frost sem mælzt hefur í Reykja- vík síffan Veffurstofa íslands tók til starfa árið 1920. Mest frost mældist í janúar 1956 17,1 stig. Veðurstofan tiáði blaðinu í gær, að þegar hann legðist í irost og stillur, mætti búast við að veðrið yrði þrálátt. Veðurspáin hér suðvestanlands?>þar sem veðurskeyti vantáði frá i gærmorgun hijóðaði uppá norð- anátt með 10—20 stiga frosti, svo að ekki er útlit fyrir að úr rætist. Mest frost í fyrrinótt, mun hafa verið 20 stig á Þingvöllum. þó er það ekki alveg óyggjandi, Mikojan þiggur boð frá Touré MOSKVU 28/12 — Mikojan að- stoðarforsætisráðherra Sovétríkj- anna :hefur þegið boð frá Sekou Touré, forseta Gíneu, að koma þangað í opinbera heimsókn í janúar. Förin verður farin í því skyni að treysta samvinnu Gíneu og Sovétríkjanna, segir sovézka fréttastofan Tass. Undanfarið hafa vestrænar fréttastofur sagt frá ágreiningi sem upp væri kominn milli landanna og var hann byggður á því að stjórn Gíneu fór fram á það fyrr í mánuðinum að sov- ézki sendiherrann í Conakry væri kallaður heim. Sú skýi'ing var gefin á þeim tilmælum að þau væru „af persónulegum á- stæðum“. Grímsstöðum á Fjölium. Árið 1918, sem var mesti frostavetur aldarinnar, íór frost- ið niður í 38 stig á Grímsstöð- um og er það mesta frost, sem hér hefur mælzt. Árið 1918 var ekki fullkomin veðurathugana- stöð í Reykjavik, en þá var hér yfir 20 stiga gaddur. Á Vifils- stöðum var hins vegar 1. flokks athuganastöð og þar mældist mest frost 29 stig. ísjakar á siglingaleið Landhelgisgæzlan tilkynnti i gær um þrjá varasama ísjaka á sigiingaleið fyrir Vestfjörðum. Stærsti jakinn, 23 metra hár, var réttvísandi 305 gráður 5,4 sjómílur frá Barða; hann sást ★ Frostið hér sunnaniands í ★ gær skildi eftir þessi ★ merki á rekkverki vél- ★ bátsins Arnfirðings II. ic sem var að landa hér 900 ★ tunnum síldar. Veðurstof- ★ an spáir áframhaldandi ★ frosthörkum. — (Ljósm. ★ Þjóð. A. K.)..... iengst 7 mílur í radar. Annar, 8 metra hár, var réttvísandi 282 gráður 4 sjómilur frá Sauða- nesi; hann sást illa í radar, lengst 3 mílur. Þriðji jakinn var r *» 4ra metra har; hann var 0,35 sjóm. undan NV horni Barðans. Ermfremur er laust íshrafl og einstakir smájakar á siglingaleið í nágrenninu. Eldur í vélbáti f fyrrakvöld kom upp elduE í véibátnum Sæfara GK 224, sem var á leið í róður, en hann hef- ur stundað handfæraveiðar við suðvesturland. Eldurinn kom upp i vélarrúmi bátSins. Áhöfninni var bjargað yfir í vélbátinn Ester. Togarinn Sigurður Bjarnason dró Sæfara til Reykjavíkur og er hann nokkuð mikið skemmdur. • Akranes Ágæt veiði var hjá Akranes- bátum, en þangað komu 12 bátar með tæpl. 10.000 tunnur. Hæstur var Höfrungur II með 1700 tunn- ur, Haraldur var með 1500, Sig- urður AK með 1300, Sæfari og Höírungur með 900 tunnur hvor og Reynir með 650 tunnur. Aðrir voru með 4—500 tunnur og munu hafa legið úti með þann afla og beðið kvöldsins. ! ! • Keflavík Keflavíkurbátar reru ekki all- ir vegna óvissunnar um löndun. Þeir sem voru úti munu allir hafa fengið afla. Jón Finnsson fór til Eyja með 800 tunnur, en til Keflavíkur var von á Jóni Guðmundssyni með 550 tunnur og Manna með 3—400 tunnur. 1 Sandgerði Sandgerðisbátar voru allir á sjó, en fæstir koma til löndunar þangað, heldur munu þeir hafa leitað til Eyja. Þó var von á Mumma með 600 tunnur og átti að reyna að vinna eitthvað af því í frost. • Helga RE 49 kemur drekk- hlaðin til Reykjavíkur í gærdag. Hún var með 1700 tunnur. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ...v : 4 mmmm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.