Þjóðviljinn - 12.01.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVILJINN Óteefandl: Samelnlneárflokkur alþýBu - Sðslallstaflokkurlnn. - Rltstlóran Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl ólafsson. Slgurður OuSmundsson. - Fréttarit8tJórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgelr Z ^itst^6rP\ aÍKreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bími 17-500 (5 línur). Askrlftarverð kr. 50.00 á mán. - Lausasöluverð kr 3 00 __ PrentsmiðJa Þjóðviljans h.f. Vinnuþiælkuniii Jþað voru mjög athyglisverð tíðindi að Alþingi fslend- inga sikyldi samþykkja einróma tillögu Alþýðu- bandalagsins um að tryggja raunverulegan átta stunda vinnudag á íslandi með óskertu kaupi. Það var einn- ig mjög eftirtektarvert >að forsætisráðherra gerði þetta atriði að meginuppistöðu í nýársboðskap sínum og hét öllu fögru um stuðning við málið. Þessi viðbrögð sýna að það er nú almennt viðurkemnd staðreynd að vinmu- þrælkunin á íslandi er algerlega ósæmileg, og sú við- urkenning ein saman er mjög mikilvæg. Þött athafn- irnar verði að skera úr um það hver hugur fylgir máli, eru orðin til alls fyrst. þegar rætt er um lífskjör manna eru það ekki aðeins árslaunin og kaupmáttur þeirra sem skiptir máli, heldur og sá tími sem notaður er til þess að vinna fyrir launum. Hér á íslandi er svo ástatt að tímakaup- ið er miklu lægra en í nokkru nálægu landi, en menn reyna að bæta úr því með þrotlausum þrældómi í eft- irvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. Skýrslur hag- stofunnar sýna að það hefur verið algengt árið 1960 að menn ynnu 2 — 4 tíma aukalega dag hvern allan ársins hring og tryggðu sér þannig 50% hærri tekjur en þeir fengu fyrir dagvinnustundirnar einar saman; og ekki mun minna ihafa verið stritað á síðasta ári. Til þess að ná þolanlegu árskaupi hafa menn því orð- ið að fórna einum veigamesta þætti daglegs lífs, hæfi- legum frístundum sem hægt væri að nota til þess að njóta menningar og heilbrigðra skemmtana. Hvarvetna 'í nálægum löndum þykir vinnutími verkafólks og að- staða þess til tómstunda'iðkana mælikvarði á það hver lífskjörin eru og menningarstig þjóðfélagsins, og víða er kominn til framkvæmda mun styttri vinnu- tími en átta stundir á dag. En á sama tíma heldur vinnutíminn áfram að lengjast á íslandi, og hér er ríg- haldið í frumstæða vinnuþrælkun sem er ósæmileg í menningarþj óðf élagi. þjóðviljinn hefur bent á þá staðreynd að í ummæl- um forsætisráðherra um áramót hafi falizt viður- ikenning á því að almennt verkamannakaup þyrfti að hækka um a.m.k. 50%. Síðan hefur Morgunblaðið reynt að draga nokkuð úr ummælum ráðherra síns, eins og vænta mátti af blaði sem ekki hefur enn lært að telja meira en upp að þremur þegar rætt er um prósent- ur og kauphæbkanir. Engu að síður er þetta rö'krétt ályktun af opinberum skýrslum um árskaup verka- manna annarsvegar og tímakaupið hins vegar. Og þessi tala er raunar hvergi nærri eins há og hún kann að virðast á pappírnum. Enginn þarf að láta sér detta í hug að verkamenn sem vinna að staðaldri 10—12 tíma á dag haldi óskertum afköstum og starfsþreki; þótt atvinnurekendur borgi 50% ofan á dagvinnukaup- ið fyrir störf sem unnin eru í eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu skulu þeir ekki ætla sér þá dul að þeir fái 50% aukningu á vinnuafköstum. Reynsla annarra þjóða sýnir að með skynsamlegu vmnufyrir- komulagi, góðri hagnýtingu véla og nútímatækni, er auðvelt að ná á 8 tímum sömu afköstum og á miklu lengri tíma áður með gamla laginu. íslenzkir atvinnu- rekendur 'hljóta einnig að geta lært að stjóma sínum málum á þann hátt. Og þá yrði það engin raunveru- leg útgjaldaaukning fyrir þá, 'þótt verkafólk fengi óskert árskaup fyrir samningsbundna dagvinnu eina saman. Því má segja að afnám vinnuþrælkunar sé utan við hin almennu átök um skiptingu þjóðarteknanna á Is- landi, þótt lausn á þeim vanda myndi að sjálfsögðu hafa áhrif á önnur deilumál verklýðssamtaka og at- vinnurekertda. —■ m. b) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. .ianúar 1962 Föstudagur 12. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (yj HANNIBAL VALDIMARSSON: ánægja að kynnast hverjum fyrir sig. DanspariO Max'garet Gordon og Billy Forsyth. Stjórnandi fiokksins og far- sæll leiðtogi er Andrew Mac- phersön, syipstór Ðg yirð.uleg- ur óperusöngvari nokkuð við aldur, mikill á velli og skemmt- inn í ræðu og stýrir öllu með st.vrkum höndum. Sjálfur syng- ur hann fræga og fallega þjóð- vísu, „Lord Randal“ — þar segir frá lávarðinum unga sem kemur fölur og fár heim af veiðum og toiður móður sína að búa sér mjúka sæng. Áður en hann deyr skiptir hann eignum sínum á milli móð- ur sinnar, systur og bróður, en ánafnar ástmey sinni ekki annað en eldsloga helvítis — það var hún sem byrlaði hon- um eitur. Þróttmikil og inni- leg túlkun söngvarans þótti mér einna tilkomumest atrið- anna allra. Svo yfirgripsmikil og fjöl- þætt er sýninein að ógerningur er að lýsa í stuttu máli, enda verður það ekki reynt af minni hálfu. Söngvarnir eru í fyrir- rúmi, einsöngvar og hópsöngv- ar, enda eiga Skotar rrnkla gnótt fagurra þjóðlaga og al- þýðlegra ljóða o; eru mörg tengd ófriði og þrálátum landa- mæraskærum Skota og Eng- lendinga forðum. og Stúörtun- um, konungsættinni skozku. Eins og vænta mátti helgaði flokkurinn þjóðskáldi sínu Rob- ert Burns nokkuð af tímanum, en hugþekk meðferð einsöngv- aranna á ljóðasyrpu hins óvið- jafnanlega skálds var sá þátt- Hann sýnir fram á hvernig unnt er að SKOZKIR GESTIR: bæta kjörin með öðrum um kauphækkunum, ef vilji er fyrir hendi hjá Söng- og dansflokkur Stjórnandi: Andrew Macpherson Um síðustu helgi kom hingað glæsilegur flokkur söngvara Qg" dansfólks frá Skotlandi, ná- grönnum okkar í suðri, og nefnist ,,Caledonia!“ hinu forna latneska heiti landsins. Gestirn- ir sýndu tvö kvöld í Þjóðleik- húsinu og unnu hug og hylli áhorfenda, var fagnað með kostum og kynjum. „Caled- onia!“ er einn afspringur þjóð- dansahreyfingarinnar sem mjög hefur eflzt og hafizt til vegs með fjölmörgum þjóðum á síð- ari árum, en markmið hennar er ekki það eitt að geyma og kanna gamlar minjar, heldur öllu framar að fága og full- komna list alþýðu og hefja á hærra stig, kynna ljóð hehnar, tónlist og dansa, ávaxta og margfalda dýran þjóðlegan arf; þar er . f ,rauninnj oftlega , .uiji, nýsköpun að ræða. Mig brest- ur alla þekkingu til að dæma um list hinna skozku gesta, en þykist vita að kvæði þeirra, lög og dansar séu frá ýmsum tim- um og sum með talsverðum nú- tíðarbrag, en jafnan reist á gamalli hefð, samin í alþýðleg, um anda og stíl þjóðlegra erfða. Elztur er „Sverðdans- inn“ að því ætla má, sérstæð- ur og framandi og vekur ó- skipta athygli — dansendurnir tveir leggja sverðin i kross á gólfið og stíga siðan einkenni- leg dansspor á milli þeirra, en snerta aldrei hina björtu branda. Hið margfræga þjóð- lega hljóðfæri Skota sekkjapíp- an kemur auðvitað allmikið við sög'u og þó vonum minna; oft- leikið undir á dragspil eða pí- anó. Sekkjapipuleikarinn heit- ir William Robertson og harm- onikuleikarinn Joseph Burke, og eru auðheyrilega kunnáttu- menn og snillingar hvor í sinni grein. Þjóðdansar og alþýðusöngvar eru tæpast eftirlæti allra. enda þarf ærnar gáfur, einbeitni og örugga smekkvísi til að gera þá að skírri list. En það hefur Andrew Macpherson sannarlega tekizt og fólki hans, það er ó- blandin nautn að kynnast þeim ágæta árangri sem hér er náð. Allir eru meðlimir hópsins góðir söngvarar og fimir og öruggir dansarar, þótt sumir beri af, og auðgert að dást að fjölhæfni þeirra, gagngerðri þjálfun og leikni; hin þrótt- mikla og fallega túlkun söngva og dansa toer ljóst vitni um einlæga ást á því menningar- hlutverki sem þeir hafa tek- izt á hendur. Allir eru þeir búnir ríkum þokka, framgang- an frjálsmannleg, geðfeld og traust; glæsilegur hópur í lit- ríkum þjóðbúningum og um leið sérstæðir einstaklingar og ur sem flest okkar munu hafa skilið og notið bezt. Þar mátti kynnast Ijúfum ástarsöngvum, glettnum gamanvísum, eldlegri herhvöt og þeim eilífu sann- indum að „allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gull- ið, þrátt fyrir allt“. Og eyjun- um norðan Skotlands sem komu nokkuð við sögu íslands fyrrum er ekki aleymt held- ur. þaðan eru ættaðir sumir hinna ágætustu dansa og þjóð- laga. Listamennirnir sungu ein- söngva hver a.f öðrum, en mest kvað að Hildu Stewart Qg Clif- ford Norton, mikilhæfum söngv- urum. Margaret Gordon og Billy Forsyth heita aðaldansarar ,.Caledoniu!“, bæði ráða yfir glæsilegri tækni og eru sýni- lega þjálfuð í klassískum dansi. Margaret Gordon er kornung dansmær, lág vexti en með eld í æðum, Billy Forsyth gervileg- ur og fjaðurmagnaður og með- al annars líelzta dansskáld flokksins; eindansar þeirra o.g tvídansar vöktu geysilega hrifningu. Um suma hópdans- ana var ekki minna vert, en ræll og „fling“ eru helztu dans- ar Skota; sumir söngdansar, aðrir ekki, en jafnan fjöri þrungnir og skipulagðir af hugkvæmni og hnitmiðaðri ná- Framhald á 10. síðu. UM ÁRAMÓT ráðstöfunum en bein- þeim sem með völdin fara. Fyrri hluti grein- ar Hannibals birtist í gær. Þjóðartekjurnar höfðu aukizt um 35% á seinustu 3 árum, og kaupið hér á landi varð eftir hækkunina í fyrrasumar miklu lægra en á öllum hinum Norð- urlöndunum að Færeyjum með- töldum. Árið 1961 var mesta aflaár í sögu þjóðarinnar. Ekkert af þessu virtist ríkis- stjórnin sjá. — Hún sá það eitt, að verkalýðssamtökin höfðu náð samningum um hækkað kaup. Og út af því fylltist hún heift- aræði. Þessi kjarabót láglauna- fólksins skyldi eyðilögð þegar í stað. Og þá steypti hún sér lit í sína aðra gengislækkun á 16 mánuðum. Enn var svo látið heita sem þetta væri gert til að styrkja grundvöll sjávar- útvegsins. En nú er að fullu sannað, að útvegurinn fókk ekk- ert áf gengishagnaðinum, en drjúgum þyngdar byrðar í aukn- um rekstui'skostnaði. Það varð ríkissjóður, sem hirti gengishagnaðinn — ekki þó til þess knúinn af sárri þörf, heldur til að loka hann inni í Seðlabankanum, eins og fjár- málaráðherrann hefur nú játað og staerir sig raunar af um ára- mótin. ast kjarabóta og fylgja fram kröíum sínum eins og mismun- andi andstaða leyfir. Einróma ályktun Alþýðusambandið boðaði til ráðstefnu í september í haust, til að hugleiða og ræða við- horf verkafólks til gengislækk- unarinnar í sumar. Kom þá skýrt í ljós, það sem raunar var áður vitað, að allir voru einhuga um að afmá aftur hið fyrsta með öilu þá kjararýrnun, sem gengislækkunin olli. Einbeittur vilji allra, sem ráð- stefnu þessa sóttu markáðist af niðurlagi ályktunar, sém þar var gerð, og hljóðaði svo; „Nú hefur enn á ný verið ráðizt svo freklega á lífskjör launastéttanna, að ekki verður réttingu. Svo og að beita áhrif- um verkalýðssamtakanna til þess, að Alþingi og ríkisstjórn verði við kröfum íélaganna til að tryggja varanleik kjarabót- anna. Ráðstefnan felur miðstjórn A.S.Í. undirbúning þessarar bar- áttu í samráði við forystumenn í verkalýðsfélögunum, sem hv\n kveður sér til ráðuneytis.“ Stjórnin á völina Síðan þessi ráðstefna var haldin, hefur miðstjói’n Alþýðu- sambandsins unnið það verk, sem henni var falið. Þykir enn koma til álita, að reyna fyrst til hlítar, hvort rík- isstjórnin sé til viðtals um aðr- ar leiðir verkafólki til kjara- bóta, en kaup-hækkunarleiðina. Mundi ríkisstjórnin ekki fá- anleg til að nema úr gildi bann við greiðslu verðlagsbóta á laun, og tryggja, að samningafrelsi og sjálfsákvörðunarréttur verka- lýðsfélaganna verði ekki skert af löggjafarvaldinu? Mundi ekki ríkisstjórnin vera fáanleg til að lögfesta 8 stunda vinnu sem hámarksvinnutíma í þeirn atvinnugreinum, sem fært þykir, og takmarka yfir- vinnu sem allra mest að öðru leyti —allt-þettá án skerðingar heildartekna? Yfirvinnu barna og unglinga innan 16 ára um- fram 8 stundir á dag mundu menn sjálfsagt verða sammála um að banna með öllu. Ef ríkisstjórn vor vildi svo tryggja varanleik þessara kjara- bóta, er mér nær að halda, að verkalýðshreyfingin væri fáan- leg til að falla frá kauphækkun- arkröfum að sinni — a. m. k. þar til 4% hækkunin kemur Ráðstefna Alþyðusambandsins um kjaramálin síðastliðið haust. Þar var cinróma lyst yfir ásetningi um að endurheimta kaupmátt launa eins og hann var eftir samningana í sumar áður en kjörin voru skert á ný með lækkun gengisins. Ríkisstjórn, sem framfylgja vill slíkri stefnu, væri í ævar- andi strúði við verkalýðssamtök- in, og hefði við það eitt ærið að starfa. Samningar verkalýðssamtak- anna í sumar við samvinnu- hreyfinguna voru viö það mið- aðir að skapa tveggja ára vinnufrið. En þeim friði tókst ríkisstjórninni að granda í einu vetfangi. Verlcafólk unir ekki kjörum sínum og krefst leiðréttingar. Togarasjómenn hafa enga leiðrétting fengið og boða verkföll, éða ganga smám sam- an af skipunum til annarra starfa. Bátasjómenn telja rofna á sér samninga og krefjast lagfær- ingar. Opinberir starfsmenn, sér- fræðimenntaðir menn , svo og ýmsar aðrar starfsstéttir krefj- við unað. Ráðstefnan telur því óhjá- kvæmilegt að vinna upp aftur þann kaupmátt launa, sem tókst að ná með seinustu samning- um, enda telur hún það algert lágmark þeirra lífskjara, sem verkafólk geti komilzt af með. Það er og álit ráðstefnunnar, að undir þeim launakjörum geti íslenzkt atvinnulíf í hcild risið af eigin rammleik. Ráðstefnan telur því rétt, að kaupgjaldsákvæðum samninga verði strax sagt upp, og að leit- að verði eftir leiðréttingu á þeim með það fyrir augum, að kaupmáttur launanna verði eigi Iægri en hann var 1. júlí s.l. og ákvæði sett í samningana, er tryggi varanleik kaupmáttarins. Ef annað dugir ekki, teluy ráð- stefnan óhjákvæmilegt, að afli samtakanna verði 1 þegar beitt til að knýja fram þessa leið- Mundi ríkisstjórnin til dæmis vilja lækka útlánsvexti í það, sem þeir voru í árslok 1959 og tryggja það jafnframt, að vaxta- lækkunin til atvinnuveganna komi öll fram í hækkuðum launum? Ef til vill tæki ríkisstjórnin nú í mál, að fella niður sölu- skatta af öllum nauðsynjavör- um, og lækka þannig verðlag- ið. Vafalaust er ríkisstjórnin fús til að lýsa því yfir, að niður- greiðslur á aðalneyzluvörum al- mennings verði eigi rýrðar frá því sem nú er. Mundi n'kisstjómin ekki vilja sjá um, að aðflutningsgjöld og vátryggingagjöld sem talin eru miklu hærri.hér en í nálægum .löndum, verði lækkuð, og það tryggt, að sú lækkun komi öll fram í lækkuðu vöruverði? tiil framkvæmda á miðju þessu ári. Þetta er að vísu ekki í fullu umboði sagt, en svo vel þykist ég þekkja vilja verkamanna til kjarabóta í öðru formi en bein- um lcauphækkunum — ef fáan- legar em — að það kæmi mér mjög á óvart, ef þeir gætu ekki fallizt á eitthvað þessu líkt sem umræðugrundvöll. Nyr tónn Forsætisráðherrann (Bjami Benediktsson) ræddi mjög um verkalýðshreyfinguna í ávarpi sínu um áramótin og í nokkuð meiri sáttfýsistón en oft áður. — „En dálítið virtist mér hann samt andvígur kaupgreiðslum til almcnnings,“ eins og Steinn Framhald á 10. síðu. VÐHORF Síðari hluti Verkalýðshreyfingin er reiðubúin til að leita nýrra leiða umbjóðend- um sínum til hagsbóta, segir Hannibal Valdi- & marsson, forseti Al- þýðusambands íslands, í síðari hluta greinar sinnar um kjarabarátt- una á síðasta ári og horfurnar við áramótin. VinnufriSi grandaÓ Ríkisstjórninni var sagt það afdráttarlaust strax eftir gengi-s- lækkunina í sumar, að hverju ranglætisverki hennar gegn verkalýðshreyfingunni mundi verða mætt með skráníngu kaupsins í samræmi við þá dýr- tíð og verðbólgu, sem henni þóknaðist að skapa hverju sinni. Og um það þarf ekki að efast, að þetta verður gert. — Ríkis- stjórn, sem ætlar sér að mæta hverri kauphækkun með geng- isfellingu, er á villigötum. Hún heldur ekki trausti nokkurs manns. Enda væri slíkt óðs manns æði. — Þetta mun ríkis- stjórnin líka vera farin að sjá, og mátti gjarna heyra það á áramótaávarpi Bjarna Bene- diktssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.