Þjóðviljinn - 21.02.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.02.1962, Blaðsíða 12
í síðustu viku hófust fram- kvæmdir við breytingar á hús- næði Þjóðviljans að Skólavörðu- stíg 19, sem eru undanfari þess að sett verði upp ný og fullkomin prentvél, annar vélakostur prent- smiðjunnar endurbættur og blað- ið stækkað og endurbætt. Hafa þe'ssar breytingar staðið til um nokkurt skeið og verið unnið að undirbúningi þeirra. Prentsmiðjá Þjóðviijans, blað- prentsmiðjan, er í kjallara húss- ins, en nú á að flytja setjarasal og umbrotssal upp á fyrstu hæð, þar sem áður var bókaprentsmiðj- an, sem flutti í sumar að Berg- þórugötu 3. Ennfremur hafa er- lendar fréttir verið til húsa á þeirri hæð. Fyrsta verkefni breyt- inganna er að innrétta hið nýja húsnæði prentsmiðjunnar til þess að hægt verðj að flytja hana úr kjallaranum og rýma þar til fyr- ir nýju prentvélinni, sem er vænt- anleg til landsins á næstunni. Er nú búið að flytja úr öllu hús- næði á fyrstu hæðinni og verið að rífa þar niður milliveggi og breyta innréttingu. Var mynd sú, sem hér fylgir, tekin, er Skafti Einarsson verkamaður var að brjcta niður skorsteininn í hús- inu áður en farið var að rífa milliveggina. — Tók ljósmyndari blaðsins hana fyrir heigina. Það er Þjóðviljanum ánægju- efni að geta fært lesendum sínum þessar fréttir að framkvæmdir séu hafnar við breytingar á hús- næði blaðsins og prentsmiðjunn- ar, því að bær eru fyrirboði þess að blaðið verði bætt og eflt. Til þessara framkvæmda allra þarf blaðið hins vegar á að halda öfl- ugum stuðningi allra vina sinna og velunnara og það treystir því að sá stuðningur bregðist ekki. Hann hefur hingað til aldrei bragðist þegar mest hefur legið á. þlÓÐVILIINH Miöviku-dagur 21. febrúar 1962 — 27. árgangur — 42. tölublað NEW VORK 20 2 — Banclaríska vikublaðiö Newsweek segir að njósnaflugmaöurinn Francis G. Pcwers haíi ótilneyildur verið reyndur með lygamæli, efjtir að Riissar létu hann lauí.an nú fyr- ír skemmstu. Blaöið heldur því ennfremur fram, að Powers hafi verið gefið 'inn svonefnt sannleikslyf — Pent- hotal-sodium. Tilgangurinn með með inngjöfinni var sá, að ef til vill myndi hann undir áhrifum lyfsins muna eftir játningum, sem hann hefði gefið við réttar- höldin í Sovétríkjunúm. Blaðið telur, að Powers hafi ekki veitt sovézkum yfirvöldum verulegar upplýsingar, sem þeir gátu ekki aílað sér með því að rannsaka flakið af U-2 ilugvélinni. Eftir því að daema. sem Pow- ers helur tjáð ieyniþjónustuimi bandaríeku, 'hefur flugvólin, sem hann notaði til njcsna, ekki verið skotin niðu.r með eldilaug held- ur einhverju öðru vopni. ALGEIRSBORG 20 2 — 1 dag sá- ust engin merki þess í Alsír að fasistasamtökin OAS hyggðust reyna að efna til uppreisnar vegna samninga frönsku stjórn- arinnar við útlagastjórn Serkja um frið í Aisír og sjálfstæði til handa Ianösbúum. Eigi að síður héldu OAS-mann áí'ram hiyðjuverkum og morðárás- um. Voru níu menn drepnir og sjö særðir. Þjóðarráð Þjóðfrelsishreyfingar Alsírbúa kemur saman í Tripólí n.k. fimmtudag til að ta'ka af- Etöðu til samkomulagsins, sem fulltrúar rfkisstjórrianna náðu. Útlagastjórnin hélt í dag margra klukkustunda fund í Tún- iFj og voru þar rædd einstök at- riði samkomulagsins. Ekki var birt nein yfirlýsing eftir fundinn. Þjóðarráð Serkja er einskonar þjóðþing Serkja í Alsír og æðsta ; stpfnun Þjóðfrelsishreyfingarinn- j ar. Á morgun fara fulltrúarnir frá Túnis til Tripólís þar sem hinn sögulegi fundur mun fara fram. Fréttaritarar í Túnis voru al- mennt þeirrar skoðunai' í dag, að þjóðarráðið myndi samþykkja eamkomulag samninganefndanna, en ýmsir héldu að deilur kynnu þó að verða um það. Talið er ."ennilegt að íundir ráðsins verði opnir, og að niðurstoður hans verði Ijósar í vikulokin. 1i. etémsprengja Bandaríkjsmanna WA.SHINGTON 20/2 — Band.a- ríslca kjamorkumálanefndin til- kynnti í' gærkvöld að tvær kjarnorkusprengjur hefðu verið sprengdar í tilraunaskyni í gær. Báðar tilraunirnar voru að venju framkvæmdar í neðanjarð- arbyrgjunum undir tilraunasvæð- inu. í Nevanda-eyðimörkinni. — Sprengju.r þessar, sem eru nr. 15 og 16 í yfirstandandi tilraunum Bandaríkjanna, voru ekki sagðar miklar að styrkleika. Frekari upplýsingar voru ekki gefnar. I gær Uom til fyrstu umræðu í neðri deiid frumvarp það til laga um yreytingar á almanna- tryggingalögunum, er Gunnar Jó- hannsscn og Lúðvík Jósepsson flytja, og hafði Gunnar framsögu. Gunnar gat þess að frumvarp þetta væri samhljóða frumvarpi því, er Margrét Sigurðardóttir flutti á síðasta þingi, en hlaut iþá eldci afgreiðslu úr mefnd. Er höfuðefni frumvarpsins að leið- rétta þann mikla órétt sem ein- stæðar mæður hafa orðið fyrir i sambandi við greiðslu fjölskyldu- bóta og segir svo ujm það í fmm- varpinu: „Fjölskyldubætur skulu greiddar með öllum börnum inn- an 16 ára aldurs. FjöLskyldubæt- ur greiðist foreldrum barnsinp, en séu þau ekki samvistum, þá því foreldri, sem foreldraréttinn hefur. Samlcvæmt núgildandi lög- um hafa fjölskyldubætur hins. vegar aðeins verið greiddar „eöli- leg.ri“ fjölslcyldu, þ.e. til hjóna, sem búa saman og ala sameigin- lega u.pp böm sín. Benti Gunnar á hvílíkt óróttlæti væri falið í bessu ákvæði þar sem meö því væru allar einstæðar mæður, er mest þyrftu á hiálo að halda til iþess að koma bömum sínum upp, sviptar fjölskylduuopb. Væri i frumvaroinu stefnt að leiðrétt- ingu á jjessum annmarka á lög- unum. Kvaðst hann treýsta bví að þingmenn samþykktu fmm- varoi.ð. Fleiri tóku ekki til móJs og var fmm.varninu vísað til ann- arrar umræöii n» heilbrigðis- og fólagsmálanefndar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.