Þjóðviljinn - 11.03.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1962, Blaðsíða 2
r 1 dag er sunnudagrui'inn 11. marz. Thaia. Tungl í hásuðri kl. 17.21. Árdegisháflæði kl. 8.57. Síðdegisháflæði kl. 2J.ZI. Næturvarzla vikuna 10.—16. marz er í Vesturbæjarapóteki, — sími 2229°- ftlKÍK flugio Loftleiðir 1 dag er Snorri Sturluson vænt- aniegur frá N.Y. kl.. 5.30, fer. til Luxemborgar kl. 7.00, vænta.nlegur aiftur kl. 23.00, fer til N.Y. kl. 0.30. Éiríkur rauði er væntanlegur frá N.Y ki. 8.00, fer til Oslo, Kaup- mannahafnar og Helsingfors kl. 9.30. • • skipin Eimskipafélag Islands Brúarfos,s fór frá Álborg í gær til Dublin og N.Y. Dettifoss fer frá Reykjavík á morgun til N.Y. Fjallíoss fer frá Reykjavík á morgun til Siglufjarða.r og Akur- eyrar. Goðafoss fór frá Dublin 2. þ.m. til N.Y. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn 13. þ.m. til Lei-tih og Reykjaviíkur. Laga.rfoss fór frá Keflavík í gær til Fáskrúðsfjiarð- ar og Norðfjarðar og, þaðan • til Egersund, Hamborgar, Rostock og Ventspils. Reykjafoa^ fer frá H&fnarfirði i kvöld til Vestmanna- eyja og þaðan til Hull, Rotter- dam, Hamborgar, Rostock og Gautaborgar. Selfoss fór frá N.Y. 2. þ.m., væntaniegur til R- víkur á morgun. Tröllafoss' kom tii Huil 10. þ.m., fer þaðan til Norðfjarðar og Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Sauðárkrók 6. þ.m. til Ölafsfjarðar, Siglufjarðar, Hjalteyrar. Hriseyjar, Dalmíkur og RaUfarhiafnar og þaðan til Sví- þjóðar. Zeehaan fór frá Leith 8. þ.m.. til Reykjavíkur. Jökiar Drangaiö'kull iestar á Norður- landl Ihöfnum. Langjökull kemur til Murmansk í dag. Vatnajökull er á leið til Grimsby, fer þaðan til London, Rotterdam, Cuxhaven þg Hamborgar. Skipadeild SlS Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arféll fór frá Gufunesi í gær á- leiðis til Sas van Ghent, Vlaard- ingen og Bremerhaven. Jökulfell , er i Grimsby. Dísarfell átti áð í fara frá Rotterdam í gær áleiðis tii Bremerhaven. Litlafell er i : oliuflutningum í Faxaflóa. Helga- felL' átti að fara i gær frá Brem- erhaven áleiðis til Fáskrúðsfjarð- i. ar. Hamrafeli fer væntanlega í dag frá Batumi áleiðis til Rvík- ur. ííafskip Laxá er í sementnflutningum á horður- og austurlandi. félogslíf Prentarakonur _ Munið laðalfundinn annað kvöld kl. 8.30 í félagsheimili prentara. Kristín Guðmundsdóttir 'hýbýia- fræðingúr flytur erindi með skugg&myndum. Aðalfundur Blaðamannafé- lags íslands verður haldinn su.nnu.daginn 18. marz. Fundarstaður auglýstur síð- ar. söfnln Bókasafn Dagsbrúnar, Freyju- ; vötu 27, er opið sem hér segir: • Föstudaga kl. 8—10 að kvöldi Laugardaga og sunnudaga kl 4—7 síðdegis. Safnið er öllum opið alþlngi : Efri doild á i ,• Tekjuskattur og eigna.rfckattur, frv. 3. umr. Innhefmta' öpfnb'érra gjalda, frv. 3. umr. Kofhrækt, frv. 2. umr. Neðri deild á mánudag kl. 1.30. Skuldabréfalán Sameinuðu þjóð- anna, frv. 1. umr. Aflatrygginga- sjóður siávarútvegsins, frv. 1. umr. Sildarútvegsnefnd, frv. 1. umr. Aðstoð við fatiaða, frv. 3. umr. Kirkjubyggingarsjóður, frv. 2. Wmr. Heilbrigðissamiþykktir, frv. 2. umr. Skóiakostnaður, frv 2 umr. Landshöfn Keflavíkur- kaupstaðar og Njarðvíkurhrepps frv. 2. umr. Siðlevsi Morgunblaðs- ins í kgarnorkumálum Þjóðviljinn hefur vakið at- hygli á hinni siðlausu og of- stækisfullu , afstöðu Morgun- blaðsins. .ti'l. kjarnorkutilrauna. í haust þþgar Sovétríkin gerðu tilraunir sínar varð Morgun- blaðið gagntekið af siðferði- legri fordæmijigu, en nú þeg- ar Bandaríkin eru að undir- búa kjarnorkuvopnatilraunir í andrúmsloftinu telur Morg- unblaðið þær eðlilegar og sjálfsagðar og fagnaðarríkar. Morgunblaðið reyndi á dögun- um að réttlæta afstöðu sína með því að spyrja hvort Þjóð- viljinn hafi gleymt því „að á sl. hausti neituðu forustumenn kommúnistaflokksins á Al- þingi íslendinga að- taka þátt í mótmselum gegn hinum. hrikalegu kjarnorkusprenging- um Rússá yfir Norður-íshafi“. - Þegar rætt var urn kjarn- orkutilraúnir á þingi í haust tflutti Alþýðubandalagið svo- hljóðandi tillögu: „Alþingi áiyktar að mót- mæla eindregið öllum kjarn- orkusprengingum, þar með talið sprcngingum Sovétríkj- anna á risakjarnorkusprengju, og skorar á kjarnorkuveldin að hætta nú jiegar kjarnorliu- sprengingum sínum“. Þessi tillaga var FELLD af öllum. þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Ástæðan var sú að þeir vildu ekki mótmæla ÖLLUM kjarnorku- vopnatilraunum — held'ur AÐ- EINS t-ilraunum Sovétríkj- anna!! Á sama fundi FELLDU allir þingmenn stjórnarflokkanna beggja svohljóðandi tillögu Alþýðubandalagsins: „Alþingi lýsir ennfremur yfir því, að það muni aldrei leyfa staðsetningu neinskonar kjarnavopna á Islandi né að slíkum vopnum verði nokk- urn tíma beitt frá stöðvum hér á landi.“ Svo alger er hrifning stjórn- arflokkanna af bandarískum helsprengjum að þeir geta ekki einu sinni hugsað sér að Islandi verði hlíft við nálægð þeirra. Þá er „My Fair Lady“ komin á svið í Þjóðleikhús- inu og ýmsir farnir að láta ljós sitt skína í sambandi við þessa sýningu. Frétta- maður Þjóðviljans fyigdist með æfingu á leiknum á fimnitudagskvöld og er óhætt að segja, að hvað ytra borð- ið snertir hefur ekki glæsi- legri sýning verið sett hér á svið. Leiktjöld eru bæði mik- il, í sniðum og falleg og bún- ingar mjög glæsilegir, en sem , kunnugt er þá eru bæði leik- tjöld og búningar fengnir að láni frá Danmörku. Æfingin stóð langt fram á nótt, enda enginn hægðarleikur að fá hraða og samstillingu í leik- inn. Sven, Bidsted, Benedikt og Rohan, þurftu margt að at- huga, hver í sínu lagi og saman. Á minni myndinni er Sven kominn upp á svið og kallar einhverjar ráðlegging- ar niður í gryfju hljómlist- armannanna, en á hinni myndinni spegilmynd Völu Kristjánsson í búnings- herbergi henrsar — myndin er tekin þegar hún hefur kastað lörfunum og íklæðzt dýrindis skníða. Magnús Árnason sextugur Sextugur er á morgun Magnús Árnason. Ha-nn er Siglfirðingur, sonur sæmd- arhjónanna Önnu Páls- dóttur og Árna Magnússonar frá Nesi í Rípurhreppi, bróð- ur hetjunnar Jóns Ósmanns, sem margir kannast við af afspurn. — Magnús Árnason er mörgum að góðu kunnur sem ágætur verkmaður að hverju sem hann gengur og úrvals vinnufélagi, sem öll- um vill gott gera. Megi hann, glaður og. reifur, lengi lifa. J. R. Sumander var kominn í verstu klípu. Skyndilega var orð- ið dimmt niðri og hann fylltist ótta. Þórður gat ekki hugsað til þess, að Sumander yrði skilinn eftir einn og yfirgefinn niður við hafsbotn þótt hann hefði ger.t svo mikið á hluta þeirra. Hann lét færa flekann á þann stað þar sem hann áleit að flakið lægi undir. Síðan stakk hann sér niður í djúpið klæddur kafarabúningi. Hann fann flakið fljótlega með aðstoð ljóskastarans. ■■r'UiBBBMaaBti 2) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.