Þjóðviljinn - 11.03.1962, Blaðsíða 6
þlÓÐVlLJINN
6lc«fanðl: Bam«)nlns&rflokknr alþýBa — Sðsiallstaflokknrlnn. — Rltatlórars
liasnús KJartansson (áb.). Magnús Torfl Ólafsson. Slgurður Quðmundsson. —
FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjórl: Quðgslr
Magnússon. — Rltstjórn. afgreíðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
■lml 17-500 (5 línur). Askrlftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
PrantsmlðJa Þjóðvlljans bi.
Hernámssiðgæði
^lltaf er íslenzku þjóðfélagi að fara fram. Sú tíð er
liðin að þjófnaður þætti eitt af undrum veraldar
á Islandi, að þeir menn virtust sjúklega þjófhræddir
sem læstu húsum sínum og hirzlum, að svik væri eitt-
hyað sem gerðist í hinum stóru og spilltu útlöndum.
Okkur hefur sannarlega farið fram og aldrei eins
ört og síðustu áratugina, og nú er svo komið að við
erum orðnir jafnokar þeira sem fremstir standa; jafn-
vel upphæðir þær sem hér er stolið og rænt myndu
sóma sér hjá hvaða stórþjóð sem er. Og það eru eng-
ir útigangsmenn í þjóðfélaginu sem stunda þessa iðju,
heldur þeir æðstu og voldugustu, menn sem hlotið'
hafa sérstaka háskólamenntun til þess að vernda lög-
in, eintómir framkvæmdastjórar og fomstumenn í
samvinnurekstri og einkarekstri, og aðalleiðtoginn er
æðsti ráðamaður þjóðarinnar í efnahagsmálum, sjálf-
ur seðiabankastjóri landsins, maðurinn sem hefur
nú jafnvel fengið vald til þess íað ákveða gengi ís-
lenzkrar krónu. Með þvílíku afreki höfum við raun-
ar skotizt langt fram úr öllum nálægum þjóðum; að-
eins í Suður-Ameríku og sumstaðar í Bandaríkjunum
myndi unnt að finna hliðstæður ef vel væri leitað.
övernig stendur á þessari öru framþróun í þjófnaði
og svikum, hvað kemur til að kunnir fyrirmenn í
þjóðfélaginu sitja á sakabekk, og það er talað um að
einn hafi stolið níu milljónum króna, aðrir hafi svik-
ið undan gjaldeyri sem nam rúmum sex milljónum
króna, að þeir hafi stimdað smygl í stórum stíl, bók-
haldsfalsanir, svik og pretti. Skýringin er augljós, öll
jþessi iðja er stunduð í skjóli hemámsins og er bein
afleiðing þess. Olíufélagið h.f., þar sem blandað er sam-
an fjármagni samvinnuhreyfingarinnar og einkaauð-
valdsins, hafði um langt skeið einkarétt á viðskiptum
við hernámsliðið á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði.
Það fékk tekjur sínar greiddar í dollurum — og eftir-
litið með dollurunum var í höndum Vilhjálms Þórs.
Svikin voru framkvæmd með virkri og vel borgaðri
aðstoð yfirmannanna á Keflavíkurflugvelli, þeir föls-
uðu skýrslur þegar þurfti að smygla vamingi til
landsins; í aðalstöðvum Standard Oil í Bandaríkjun-
um var einnig aðstoðað dyggilega við svikin, pening-
arnir voru færðir af einum leynireikningnum á ann-
an, þar til þeir voru komnir í kauphallirnar í
Wall Street og alla leið til Sviss. Þetta stærsta svika-
mál í sögu íslands var skipulagt sameiginlega af
hernámsliði og hermöngurum, og í því birtist hernáms-
siðgæðið eins og í brennigleri. Fínir menn í hópi her-
námssinna segja stundum að þeir vilji ekki láta
ameríkaníséra okkur; en það er verið að ameríkaní-
séra okkur dag hvern, kasta fyrir borð gömlum og úr-
eltum hugmyndum um heiðarleik og siðgæði og sóma-
samlega hegðun, þar til hinir æðstu borgarar birtast
iallt í einu sem útfarnir afreksmenn. Það er hernámið
sjálft sem situr á sakabekk í olíumálinu.
Pnnþá hrekkur íslenzkur almenningur við þegar hon-
^ um berast slrkar fregnir. En þeir menn sem stjórna
þjóðfélaginu kippa sér ekki upp við smámuni. Það
hefur verið vitað í meira en tvö ár að Vilhjálmur Þór
befði á nýjan leik gerzt sekur um hin herfilegustu
lögbrot og svik, en engu að síður heldur hann enn
sínu tigna embætti og hefur meiri völd en nokkru
sinni áður. Trúlega hafa stjórnarvöldin áhyggjur af
iþví einu hvaða orðu eigi að sæma hann daginn sem
hann verður dæmdur, því hann er nú þegar búinn
að fá þær allar. Málsóknin í olíumálinu er leifar frá
liðinni tíð; nútíðin birtist í því að hinir seku munu
allir halda aðstöðu sinni og völdum í landinu, ef her-
námssiðgæðið á enn að fá að halda áfram að sýkja ís-
lenzkt þjóðfélag. — m.
HVAÐ GERA
ÞEIR í
FISKIDEILDINNI?
Ingimar Óskarsson við smá-
sjána þar sem hann „les“ kvarn-
ir og skráir æviskeið þorsksins.
Það er sagt að maðurinn fari
með leyndarmál sín í gröfina.
Má vera að rétt sé. Megi treysta
þeirri fuilyrðingu stendur vesa-
lings þorskurinn manninum ver
að vígi. Leyndarmál þorsksins
koma í Ijós þegar hann er dauð-
ur. í áratugi hefur maður setið
hér meðal vor Reykvíkinga við
að lesa og skrá leyndarmál
þorska sem fyrir töngu voru
seldir og étnir. Jafnvel hin
mestu Ieyndarmál, eins og t.d.
hvað þ«(rskamamma hafi oft átt
vingott við karlinn sinn liggja
opin fyrir þessum manni.
Án er ógaafu nema heiman
hafi. Og vesalings 'þorskurinn
geymir í sjálfum sér þann grip
sem kjaftar frá þegar hann er
dauður.
Hvað er það í þorskinum sem
kjaftar frá? Það eru kvarn-
irnar. Það er stundum sagt um
terggáfaða menn að þeir séu
dæmalausir þorskhausar og
kvarnirnar hringli í hausum
þeirra. En haldi einhver því
fram að kvamirnar hringli í
höfði þorsksins, iþá er það ó-
makleg aðdróttun og bein lygi.
1 spjallinu undanfarið hafa
fiskifræðingarnir stöku sinnum
minnzt á „kvarnalestur", og þeg
ar Jón Jónsson sagði okkur
frá þórskinum benti hann á að
fróðlegt myndi reynast að líta
inn til aðstoðarmannsins Ingi-
mars . Óskarssonar og kynnast
,,lestrarlagi“ hans. Og nú erum
við komnir inn til Ingimarsi.
þar sem hann situr við smá-
sjána með hvítan smámola.
— Hvað fremur þú hér, Ingi-
mar?
— Ég geri hér ekkert annað
en ákvarða aldur á þorski og
ýsu ... Já, ég byrjaði á þessu
hjá Árna Friðrikssyni og hef
unnið við það síðan.
— Hvernig „ákvarðið“ þið
aldur þorsksins?
— Við lesum hann af kvörn-
unum,
—•. Hvemig er hægt að lesa
aldurinn af kvörnunum?
— Fyrst þegar ég byrjaði var
notuð sú aðferð að slípa kvörn-
ina. Eftir að ég kom hingað
var því hætt. Lesturinn er auð-
veldastur með því að taka
kvörnina í sundur þar sem hún-
er breiðust, þar er miðja henn-
ar, og lesa hana óslípaða.
Kvarnimar myndast í vökva
í höfði þorsksins. Það sezt lag
á þær bæði vetur og sumar,
það myndast hringir eins og
t.d. í tré. Á vetrum er fæða
þorsksins blönduð kalki, en á
sumrin er í henni meira af
lífrænum efnum. Litur laganna
í kvörnunum er því ljósari á
vetrum, dekkri á sumrum. A
því byggist að hægt er að lesa
aldur fisksins af kvörnunum.
— Er ekki vandasamt og
seinlegt að lesa kvarnir?
— Jú, hver hringur getur ver-
ið tættur sundur af mörgum
smáþráðum og þess vegna þarf
mikla æfingu til þess að verða
INGIMAR ÓSKARSSON LJÓSTRAR UPP LEYNDARMÁLUM
UM UPPELDI, ÁSTIR OG ÆVISKEIÐ ÞORSKSINS
ÆVISKRÁR ÞORSKSINS
leikinn í að lesa þessa hringi
örugglega; það tekur a.m.k. ár
að verða leikinn í þessu.
Því norðlægari sem fiskurinn
er því auðveldara er að Iesa
aldur hans.
rt Nú ertu að skopast að.
mér?
— Nei. Þegar lífsskilyrði
fisksins eru lík allt árið verður
minni ski'lsmunur milli sumar-
og vetrarhringanna. Það er
vafasamt að hægt væri að lesa
kvarnir þorsks sem væri alinn
upp í vatnsbúri. Við tölum því
um norrænar gerðir kvarná;
hringimir í þeim eru mjórri
og skarpari. Verður vöxtur
fisksins minni þegar hringirnir
em mjóir.
— Eitthvað hef ég heyrt um
að þið notið hreistrið til að sjá
aldurinn, — hvers vegna lesið
þið ekki aldurinn af. hreistri
iþorsksins?
— Það er vegna þess að varla
er hægt að ákvarða aldur
íþorsks af hreistrinu nema fram-
an af ævi hans, en þegar ald-
urinn færist yfir verður hreistr-
ið óglöggt. Þess vegna -er ald-
ur þorska lesinn af kvörnunum,
annaðhvort vetrar- eða sumar-
hringum.
Sumarhringirnir byrja mis-
munandi snemma að myndast,
eftir því hvar þorskurinn elst
upp. Um mánaðamótin júní-
júlf sést örugglega, að sumar-
belti er byrjað að myndast, að-
alvaxtartími fyrir sumarhringi
eru júlí- og ágústmánuðir. Vetr-
arhringirnir byrja oftast í sept-
ember og geta. vaxið fram í
apríl-maí, og fer það eftir fæðu
og hi.tastigi. Hrygning byrjar í
marz-apríl og þá eru vetrar-
hringirnir myndaðir, en þó get-
ur því skeikað nokkuð eftir því
hvar þorskurinn hefur alizt upp.
— Hvenær teljið þið fiskinn
þá hafa fyllt árið?
— Aldurinn er miðaður við
áramót, þótt fiskurinn fæðist
ekki fyrr en í marz, og þó að
kominn sé vetrarbaugur í des-
ember telst það ekki með fyrr
en eftir áramót.
Nú eru nokkur ár síðan farið
var að lesa meira út úr kvörn-
unum en aldurinn einan. Það er
líka hægt að sjá á kvörnunum
við hvaða skilyrði þorskurinn
hefur aiizt upp. Það er hægt
vegna þess að sumarbaugarnir
verða miklu stærri en vertar-
báugarnir, vegna nægrar fæðu
á .sumrin — og sá þroski kem-
ur fram á vexti fisksins sjálfs
jafnframt hringunum í kvörn-
inni. Vöxtur hringanna í kvörn-
inni og fisksins sjáifs eru því
hlutfallslega jafnir.
í öðru lagi má sjá hvort
hann er alinn upp í heitum
eða köldum ’sjó — vöxturinn er
miklu hægari í köldum sjó.
Loks er svo farið að lesa af
kvörnunum. hve oft fiskurinn
hefur hrygnt. Baugamir í
kvörnunum verða þá mjórri og
við köllum þá gotbauga til að-
greiningar frá vaxtarbaugunum.
Gotbaugarnir eru reglulegir og
Kvarnarhlutir úr 10 ára gömlum þorski, veiddum við Suðvestuij-
iand. Dökku hringirnir myndast á sumrin og kallast sumarhring-
ir, ljósu hringirnir kallast vetrarWringir. Tveir yztu dökku hring-
frnir eru það sem nefndir eru gotbaugar og sýna að þorskurinn
sem kvðrnin er úr hefur hrygnt þrisvar.
EVRÓPSKIR HÖFUNDAR
HALDA MNG í FLÓRENS
FLÓRENS — Dagana II.—15.
marz verður haldið hér í Flórens
þing evrópskra {rithöfunda og
munu sitja það um 300 rithöf-
undar frá flestum löndum Evrópu
þ.á.m. sjö nóbelsverðlaunahafar:
Halldór Kiljan Laxness, Ivo
Andric, Francois Mauriac, Salva-
tore Quasimodo, Hermann Hesse,
T. S. Eliot og Bertrand Russel.
Auk Kiljans sækir Thox Vil-
hjálmsson þ;ngið frá íslandi.
Til ráðstefnunnar er boðað af
Evrópska rithöfundasambandinu
(Comunitá eurapea degli scrittori)
sem stofnað var fyrir tveimur
árum fyrir frumkvæði ítalska
rithöfundarins G. B. Angioletti.
Sambandið 'hefur haft aðalstöðv-
ar sínar í Napoli, en þær hafa
nú verið flutt til Flórens.
iHelzta mál á dagskrá þingsins
verður „samband rithöfunda við
kviikmyndir og sjónvarp“ og
liggur skýrsla fyrir því um það.
Ritari sambandsins, Giancarlo
Vigarelii, skýrði blaðamönnum
hér frá þinginu og gerði jafn-
framt grein fyrir starfsemi og
markmiðum sambandsins. Hann
sagði m.a.: „Ráðizt hefur verið
á Evrópska rithöfundasamband-
ið og það sakað um að vera
pólitískur félagsskapur. Sé það
pólitík að efna til samvinnu allra
Evrópuþjóða um menningarmál,
þá er ... ■ féiagsskapur okkar póli-
tískur. Við játum einnig á okk-
ur afskipti af stjórnmálum, ef
það, er pólitík að vinna gegn
stríði".
Frá því sambandið var stofn-
að hefur félögum þess fjölgað
úr tveknur ihundruðum í eitt
þúsund og það. hefur staðið fyrir verður kosinn á þinginu í Flór-
margskonar samskiptum rithöf- ens og er búizt við að það verði
unda og annarra menntarnanna í ítalski höfundurinn • Giuseppe
Evrópu. Nýr forseti- sambandsins Ungaretti.
■ "■iiii '11mi , ' i'i i
mjórri en vaxtarbaugarnir og
minna í þeim um þræði sem
o£t eru í vaxtarbaugunum.
Þorskurinn byrjar örlítið að
verða kynþroska 3ja ára( en að-
eins mjög lítill hluti stofnsins.
Meginhlutinn verður kynþroska
á aldrinum 8—10 ára. Þó hef
ég séð kvarnir úr 14 ára þorski
sem þá hafði hrygnt í fyrsta
skipti.
— Hvernig fáið þið allt þetta
kvarnasafn?
— Kvarnimar fáum við frá
mönnum í verstöðvunum, serh
valdir hafa verið til þess að
annast kvarnatöku fyrir okkur.
Þeim hefur verið kennt að taka
kvarnir, „kvama“, mæla stærð
fisksins og greina kyn hans.
Þeir senda okkur síðan kvarn-
ir og tilgreina veiðitíma, ver-
stöð, Iengd, kyn og kynþroska,
— Fáið þið kvarnir víða að?
— Aðallega frá Vestmanna-
eyjum og Keflavík. Við fengum
þær líka frá Akranesi áður, og
erum aS reyna að fá þær þaðan
aftur. Auk þess eru teknar
kvarnir í leiðöngrum fiskideild-
arinnar og þá alloft úr ung-
fiski inni í fjörðum, þar sem
aðrir mega ekki veiða.
— Hvers vegna veiðið þið
þar?
— Það er ekki rétt að tala
um veiði í þess orðs merk-
ingu, því það er aðeins gert til
þess að fá hugmynd um á
hvaða aldri ungfiskurinn- er á
'hinum ýmsu stöðum.
— Af hve gömlum fiski bú-
izt þið v-ið að fá mest af í vet-
ur?
— Eins og Jón Jónsson hefur
áður sagt þér eru árgangamir
rnjög missterkir. Það var mikið
af 6 ára þorski í fyrra og von-
azt eftir miklu af honum
núna; þess er vænzt að hann
verði ráðandi í aflamagninu.
Sá árgangur sem var ráðandi
í aflanum í fyrra og hitteðfyrra
er 12 ára nú, og hefur því hall-^
að undan fæti fyrir honum og'
hann ekki til frambúðar, en sá
árgangur var töluvert sterkur.
Það er áætlað að það verði
6.6% af honum í vetraraflanum.
En ef hann verður við Græn-
land getur það ruglað rímið.
— Getið þið þekkt græn-
lenzkan þorsk frá íslenzkum?
— Jú, það er hægt af því
að vöxturinn er minni á þorski
sem elzt upp við Grænland en
ísland. Svo finnst mér að það
sé annar blær á kvömunum
úr þorski frá Grænlandi. Blær-
inn á brotsárinu L kvörnum úr
grænlenzkum þorski minnir á
jökulblik. Það er samt ekki
alltaf hægt að þekkja græn-
lenzkan þorsk frá íslenzkum.
En ef 10—12 ára fiskur hefur
marga, t.d. 5, gotbauga þá er
hann naumast íslenzkur.
— Þið búizt við mestu af 7
ára þorski í vetur — en er ekki
mikið af miklu eldri þorski í
sjónum?
— Hér veiðist nú yfirleitt
ekki eldri þorskur en 12 ára,
nema einn og einn á stangli.
— Getur þorskurinn ekki orð-
ið eldri?
.— Jú, jú. Fyrstu árin efti-r
1950 var ekkert sjaldgæft að
fá örlítið af kvörnu.m úr 14—16
ára gömlum þorski.
— En hversvegna ekki nú?
— Fiskurinn hafði meiri frið
í sjónum þá og gat hrygnt oft-
ar. Þetta ér mjög eðlilegt þegar
athu.gað er hve veiðisóknin er
mikíl nú.
— Hve gamall getur þorskur-
inn orðið?
— Elzti þorskur sem ég veit
til að veiðzt hafi í norðurhöf-
um veiddist við Noreg, 26 ára
gamatl. Elzti þorskur sem ég
hef fengið kvarnir úr var 24ra
ára, veiddur við Homafjörð.
Lengsti þorskurinn sem þér
hefur veiðzt veiddist líka út af
Hornafirði. Hann var 154 cm og
mun hafa verið eitthvað yfir 20
ára gamall. •
,,ElliheimiH“ þorskanna kvað
vera út af Hornafirði; því ér
haldið fram að þeir safnist
þangað þegar þeir eru orðnir
gamlir.
— Lest þú ekiki kvarnir
■nema úr þorski?
— Síðari árin hef ég einnig
lesið ýsukvarnir, aldurshring-
ina en ekki gotbaugana; það er
afar örðugt að lésa þá á ýsu-
kvörnum, því ýsukvamirnar
vilja kristallast. Nú orðið er
hinsvegar hverfandi lítið af
þorskkvörnum sem ekki er hægt
að lesa.
— iHve mikið er árlega lesið
af þorskkvömum?
— Fyrst framan af voru að-
eins þorskkvarnir lesnar og þá
komst ég upp í 16.000 á ári. I
fyrra var dálítið með af ýsu-
kvörnum og þá las ég 12.000.
Auk þess hafa svo verið endur-
ákvarðaðar allar kvarnir frá því
farið var að safna þeim hér,
— safn frá dögum Bjarna Sæm-
undssonar, en í þá daga hafði
hann aðeins slæm tæki til að
ákvarða aldurinn.
— En þú ert nú ekki við eina
fjölina felldur, Ingimar, hvað
gerirðu fleira?
— Nú orðlð hef ég ekkert
annað starf hér en kvarnalestur,
nema lítilsháttar að fást við
skeldýr.
Við skulum geyma þar til
síðar að fræðast af Ingimar um
skeldýrin. Athuganir á þeim
eru ekki nerna lítið brot af því
sem þessi fágæti maður hefur
fengizt við um dagana og því
skulum við næst reyna að
fregna eitthvað fleira hjá hon-
um en um skeljamar einar.
J. B.
Sýning Helgu Weisshcppel
Helga hefur ekki sýnt áður,
nema í Mokkakaffi fyrir tæpu
ári. Nú sýnir hún vatnslita-
myndir og eru það að mestu
leyti hugmyndir. Frá því hún
sýndi síðast í Mokkakaffi hefur
henni fleytt fram.
Vatnslitamyndirnar eru flest-
ar litlar og gerðar frá litrænu
sjónarmiði og með djörfum lit-
um. Þessar litlu myndir minna
oft á blóm eða sjávargróður og
geri ég ráð fyrir að höfundur
þeirra hafi hugsað sér eitthvað
slíkt við gerð þeirra. Því vil
ég geta þessarar fyrstu sýning-
ar Helgu að mér finnst hún
hafa sýnt þann dugnað og
þreytuleysi í starfsemi sinni,
sem óvenjulegt er. Á skömmum
tíma er hún búin að fá sinn
persónlega litaskala og sitt
tjáningarform: Tilraunir hennar
og vinna hefur borið árangur.
Hún hefur hugarflug í ríkum
mæli. Ég hefði kosið að hún
hefði skilið nokkrar mvndir
sem standast ekki frá þessari
sýningu.
Hún á þó eflaust margt eftir
ólært og þarf að láta sig meiru
varða byggingu á fletinum; og
mun þá útkoma litanna sem
hún vill leggja aðaláherzlu. á
verða önr.ur og sterkari. Af því
þetta er hennar fyrsta sýning
getur verið hyggilegast að gefa
henni heilræði en þau eru ekki
nema það sem ætlazt er til af
henni í framtíðinni, að hún
haldi áfram að vera ströng við
sjálfa sig, jafnvel ennþá strang-
ari nú eftir að hún kemur frá
merkum kennara í Vínarborg,
Kokoscka, heldur en áður. Ég
óska henni góðs gengis á þelrri
erfiðu braut sem hún hefur vá'l-
ið sér..
' 'T-T?rrrr • ■—»
D.
£) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. marz 1962
Sunnudagur 11. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —
m