Þjóðviljinn - 18.03.1962, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.03.1962, Qupperneq 5
/ í sovézka tímaritinu Nýr tími birtist ný- lega grein eftir ítalska kvikmyndastjórann Lucliino yisconti. Hann hefur m.a. gert kvik- myndina „Rocco og bræður hans“. í greininni lýsir Visconti viðhorfi sínu til listarinnar og þar sem oss finnst að skoðanir hans eigi er- indi hér á landi sem annars staðar getum vér ekki látið hjá líða að birta hluta greinarinnar. Á list að vera bjartsýn eða bölsýn? iÞessi spurning og deila sú er hún hefur vakið er hégómi. Ef maður einangrar einhverja mannlega tilfinningu og miðar síðan allt við hana eina þá hefur maður svipt veruleikann þeim mörgu royndum sem hann getur tek- ið á sig, þá hefur maður rangfœrt veruleikann. Og þar sem listin er — eftir því sem við bezt vitum — endurspegl- un verúleikans þá hefur mað- ur fyrirfrám eyðilagt mögu- leikann til þess að gera skap- andi listaverk. ÍListin er endurspeglun lífs- ins og þar af leiðandi eins- konar form fyrir þekkingu. En raunveruleg bekking er jafn- framt tséki til að breyta þelm veruleika sem nú er viS lýði. Listræn þekking verður því — ef hún á að vera raunhæf — að hjálpa til að breyta heim- inum sem við lifum í. List verður í stuttu máli að vera gagnrýn. Bækur, leikrit., málverk og kvikmyndir sem láta alla hluti vera eins og þeir eru og leitast ekki með gagnrýni. við að rannsaka hið raunverulega hafa ekkert þekkingargildi. Slík verk geta ekki skilið hvað þá metið veruleikann og eru þess vegna engin sönn endurspeglun af honurn. Og verk sem endur- speglar ekki veruleikann hefuv ekkert listrænt gildi. TVENNSKONAR KREDDUR „Bjartsýnismennirnir“ og „bölsýnisménnimir“ tilheyra tveim andstæðum kreddum. En eitt hafa þeir sameiginlegt: þeir rangfæra báðir veruleik- ann. Það er því algjörlega til- gangslaust að rannsaka villu- rök þeirra. Ég fyrir mitt leyli er andsnúinn hinni „notkunar- legu“ afstöðu til listarinnar. Samkvæmt mínum skilningi ' verður listamaðurinn til að forðast að verk hans úrkynjist í heilfoera brúkunarkúnst að vera í fyrsta lagi maður með- al manna og í öðru lagi mað- ur með þroskaða félagslega og byltingarlega ábyrgðartilfinn- ingu. Hann verður í stúttu máli að vera pólitískur og op-1 inber forystumaður sem er' reiðubúinn að nota list sína til þess að hafa áhrif á mann- kynssöguna. Verk hans verða að höfða til milljónanna. Listamaður sem lítur á sjálf- an sig einungis sem mann sem hefur á sínu valdi form og tækni og Mtur á hið formlega sem markmið í sjálfu sér hei'- ur sjálfviljugur staðsett sig fyrir utan meginstrauma sam- félagsins. Hann gefur leyfi sitt til þess að hann sé notaður sem hátalari í hvaða tilgangi sem er. Ég tel að ef listamenn okkar tíma eru ólíkir lista- mönnum fyrri tíma (ég .á hér við itímann fyrir hina sósíal- istísku byltingu) þá er það fyi'st og fremst fólgið í því að kringumstæður okkar tíma, menningarstig nútímans, hin fræðilega þekking og tæknilega hæfni krefjast skýr- ari skilnings á hlutverki lista- mannanna í samfélaginu og' framvindu mannkynsins. SÖSÍALISTlSK HEIMSSKOÐUN Ég hygg að þetta gildi bæði um listamenn í sósíalistísku þjóðfélagi og kapítalistísku. Þetta þýðir að raunhæf sósí- alistísk heimsskoðun er hvar- vetna forsenda skapandi listar. Þegar ég tala um sósíáiist- íska heimsskoðun á ég ekki vjð viðfangsefni listamann- anna heldur efnislega, sögu- lega og siðfræðilega heim- speki. Sósíalistíska heimsskoð- unin gerir listamönnunum fært að endurgjalda mannleg- ar tilfinningar, frá örvæntingu Og innri baráttu til gleði og og fullkomins samræmis, og flókin þjóðfélagsleg fyrirbæri. En það sem máli skiptir er að sósfalistíska heimsskoðunin á alltaf að vera til staðar, á alltaf að vera sjálf lífstaugin i listaverkinu en ekki hræsnis- full formúla eða vörumerki. Það er einungis eðlilegt og rétt að listamaður í auðvaids- löndunum leggi áherzlu á and- stöðu sína við hið ríkjandi kerfi en hann eyðileggur verk sitt ef hann lætur þessa and- stöðu sína úrkynjast í eyði- leggjandi örvæntingu og missír trúna á lífið og mennina. Einnig er rétt að enda þótt engar ósamrýmanlegar and- stæður finnist í hinu sósíalist- íska þjóðfélagi, þá getur lista- maður sem lifir í slíku sam- félagi ekki skapað neitt sem gildi hefur fylgist hann ekki vel með þeim pólitísku og sið- ferðilegu vandamálum sem þjóðin verður að horfast í augu við, ef hann notfærir sér ekki hina ótæmandi upp- sprettu innblásturs: líf millj. manna í stéttlausu þjóðfélagi Spurningin er þess vegna ekki um hvort listaverk sé „bjartsýnt" eða „bölsýnt". Það sem máli skiptir er hinn hug- myndafræðilegi grundvöllur þess, hið þjóðfélagslega og mannlega viðhorf. Á yfirborðinu getur lista- verk verið í hæsta máta bjart- sýnt en erkiafturhaldssamt hvað snertir innihald og sjón- armið. Um þetta má nefna mörg dæmi meðal Hollywood- kvikmynda og hins svonefnda „rósrauða nýrealisma" á Italíu. Aftur á móti geta persónur í listaverkum verið bölsýnar í hegðun sinni og það aðeins lagt frekari áherzlu á ástríðu- þrungnar óskir þeirra til að brjótast út úr umhverfi myrk- urs og einstæðingsskapar sem þær hafa einangrazt í vegna hlutlægra og huglægra orsaka. Þetta á við margar hinar beztu kvikmyndir eftirstríðs- áranna í Japan. Þetta er það sem ég reyndi sjálfur að gera — hversu vel það hefur tek- izt veit ég ekki — í mínum eigin myndum: „Jörðin skelf- ur“, „Víma skynjananna" og „Rocco og bræður hans“. ; ; : ; : i’ Enn eitt stórhneyksli í uppsíglingu á Ítnlíu RÓM — Hér er í uppsiglingu enn eitt stórhneyksliö: Komið hefur verið upp um stóran vændis- og eiturlyfja- hring og bendir allt til þess aö háttsettir stjórnmála- foringjar séu við hann riðnir. Mál þetta er flókið og hefur marga anga, en upptök þess eru þau að fyrir skömmu handtók lögreglan í Róm unga stúlku, Nýtt FERMINGAFÖT Frá „SPÖRTU“ nýkomin. Fermingaskyrtur . . Fermingafrakkar Fjölbreytt úrval. TERYLENE FRAKKAR „Terrya-frakkinn „Terry“-frakkinn klæðir alla. Lítið inn og sannfærist. L H. LLER AUSTURSTRÆTI 17. Milly Benedetti, sem starfaði í einni deild ítalska stjórnarráðs- ins. Nábúar hennar höfðu grun um að íbúð hennar væri svall- bæli. Reyndist það rétt vera. Þegar lögreglan réðst þar inn, voru þar fyrir léttklæddir gestir af báðum kynjum og í íbúðinni fundust birgðir eiturlyfja. Kom á daginn að ungfrú Benedetti hafði lengi látið ungar vændis- konur hafa not af íbúð sinni og annast milligöngu fyrir þær. Starf sitt í stjórnarráðinu hafði hún algerlega vanrækt, en það var látið óátalið af yfir.boðurum hennar, enda sumir hverjir sagð- ir tíðir gestir á „heimili“ hennar. Ungfrúin situr nú í fangelsi, með- an mál hennar er rannsakað. Við rannsókn þess hefur ým- islegt komið í Ijós. Hún leiddi tn.a. til þess að lögreglan fór að að hafa auga méð manni að nafni Carlo Tozzi í Flórens. Tozzi þessi hefur verið framar- lega í hreyfingu ítalskra nýfas- Ista. Eitt af verkum hans í þágu nýfasista var að stofna „verka- lýðsfélag" fyrir ungar stúlkur í ýmsum starfsgreinum, bæði vinnukonur og dansmeyjar. „Verkalýðsfélagið“ hafði aðal- stöðvar í Flórens, en nú er kom- ið á daginn að „kjarabarátta" þess heíur verið með nokkuð sérstökum hætti: Skrifstofan í Flórens var miðstoð fyrir síma- vændi. Tozzi útvegaði ríkum saurlífisseggjum bæði í Flórens og ''öfti sif'ir M sus-i öðrum borgum ungar stúlkur ÚS „félagi" sínu sem létu fala blíðu sína. Á skrifstofunni fann lög-* reglan lista yfir stúlkurnar á4 samt verðskrám og einnig dul-J málsskeyti frá viðskiptavinum á þessa leið: „Sendið mér tvö blöð af árgangnum 1946“, sem þýða átti að stúlkurnar væru sextáni ára gamlar. Tozzi situr nú einn« ig í fangelsi, en margt bendir tií þess að hann hafi aðeins verið lítið hjól í stórri vél. Þó hefur einnig verið handtekiii í Flórens kona af ungverskuni ættum sem rak þar gistihús seni í rauninni voru ólifnaðarbæli. Ná« in tengsl voru milli hennar of| „verkalýðsfélags“ Tozzis. Þarna er enn einn angi málsins, því að vitað er að sú ungverska vaí handtekin eftir kæru frá ungrt franskri vændiskonu sem nú sita ur í haldi í Róm eftir að hafa rænt 1200 dollurum af einunt viðskiptavini sínum, en þessl franska er aftur á móti grunuð um að hafa verið viðriðin eit* urlyfjasmygl. I því er höfuðJ paurinn greifynja nokkur, Vannu^ telli að nafni, sem einnig va# handtekin fyrir nokkrum dögurrn Eiturlyfjahringur sem hún veittj forstöðu smyglaði eiturlyfjum j land í Napoli, sennilega frái Tyrklandi, og dreifði þeim síðatj' um Ítalíu og til Austurríkis,- Franska stúlkan sem kærði hana var einnig tíður gestur í íbúð Benedetti. Þannig lokast hringw urinn, en margt er þó enn óljósí í þessu máli. Hitt er talið vistt að ýmsir háttsettir menn séu» við það riðnir, þótt telja megS víst -af fenginni reynslu að reynfc verði að hilma yfir þátt þeirra. Sunnudagur 18. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5]

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.