Þjóðviljinn - 25.03.1962, Page 7
pIÚÐVILJIHH
fitcafandl: Bamalnlngarflokknr albfSa - SÍBlaUitaflokknrtnn. - Rltatjóran
Maanús KJartansson <áb.). Maanús Torft Olafsson. BlgurSur QuBmundsson. -
Fréttarltstjórar: íyar H. Jðnsson, Jðn BJarnason. - Auílýslngastjórl: QuBíSlr
Maanússon. — Rltstjðrn. afarelBsla. auglýslngar. prentsmiBJa: SkðlavðrBust. 1».
■<»i 17-500 (5 linur). AskrlftarverS kr. 55.00 'á mán. — LausasöluverS kr. 3.00.
FrsntsmlBJa PJðBvUíanj hJ.
’f
Hervæðing íslands
oú var löngum kenning stjórnarflokkanna að erlent
^ hernámslið væri hér einvörðungu til varnar, hér
væru ekki og yrðu aldrei heimiluð árásarvopn. í sam-
ræmi við það var hið upphaflega hernámsliö að
verulegu leyti landher, nokkur þúsund hræður með
fáeina ryðgaða skriðdreka, og auðvitað var ekki hægt
að nota fótgöngulið og skriðdreka á íslandi til árása
á nokkra þjóð! Hins vegar var öllum hugsandi mönn-
um ljóst aö þessi vist landhers á íslandi var fárán-
leg blekking; tilgangur hans var sá einn að rökstyðja
þá upplognu kenningu að ísland þyrfti á einhverri
vernd að halda meðan hernámið var treyst í sessi.
f skjóli þess vann bandaríski herinn síðan að því að
koma hér upp hinum veigamestu árásarstöðvum;
auk Keflavíkurflugvallar var komið upp radarstöðv-
um á fjórum landshornum, gerðar voru áætlanir um
nýjan flugvöll á Suðurlandi, herskipahöfn í Njarð-
vík og kafbátalægi í Hvalfirði. Þaö varð fslending-
um til mikils láns að öll þessi áform röskuðust þeg-
ar Alþingi gerði ályktun sína um uppsögn hernáms-
samningsins 1956 og vinstristjómin hét að fram-
kvæma þá ályktun. Bandaríska herstjórnin hætti þá
við þessar ráðagerðir sínar en einbeitti sér í staðinn
að því að hervæða Grænland. Var þetta mjög mikil-
vægur árangur, þótt Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn svikju síðan fyrirheit sín um algera
brottför hersins.
]|/feð valdatöku þeirra flokka sem nú fara með stjórn
hafa viðhorfin í hernámsmálinu gerbreytzt.
Bandaríska herstjórnin hefur kallað landher sinn
heim ásamt skriðdrekunum; hún telur ekki þörf á
því lengur að eyða fjármuntim sínum í jafn tilgangs-
lausar blekkingar og þær að halda því fram að ein-
hver hætta sé á árás á ísland. Nú er ísland í stað-
inn orðið „hlekkur í varnarkerfi” Bandaríkjanna;
það er viðurkennt opinskátt að herstöðvarnar hér séu
ekki okkar vegna. Jafnframt hefur bandaríski flot-
inn fengið ísland til umráða, og hann hefur flutt
•hingað deild þá sem stiórnar kafbátaflotanum á
norðanverðu Atlanzhafi. ísland er þannig orðið ná-
tengt árásartækjum þeim sem bandaríska herstjórn-
in hefur lagt mesta áherzlu á að undanfömu. Það
er einnig kunnugt að bandarísk stjórnarvöld hafa
nú um skeið lagt æ fastar að ríkisstjórn íslands að
afhenda Hvalfjörð, þannig að kafbátarnir geti haft
þar birgðir og fasta bækistöð.
Ptjórnarflokkarnir hafa margsinnis verið að því
^ spurðir hvernig beir myndu snúast við kröfun-
um um árásarvopn á íslandi, en þeir hafa ekki gefið
nein skýr svör. En forustumenn þeirra hafa æ oftar
að undanförnu komizt svo að orði að nauðsynlegt
væri að styrkja ..varnirnar' enn. Þegar svo er ástatt
er það auðvitað engin tilviljun að einn af forustu-
mönnum Heimdallar og Varðbefgs er látinn bera
fram þá kröfu opinskátt í málgagni forsætisráðherr-
ans að eldflaugum og vetnissprengium verði komið
fyrir á íslandi. Með því er verið að þreifa fyrir sér
um það hversu langt sé óhætt að ganga, og komi
það í liós að hernámssinnar láta sér ekki lengur
bregða þótt land þeirra sé gert að bækistöð fyrir mik-
ilvirkustu tortímingarvopn nútímans, mun fram-
kvæmdanna ekki langt að bíða. Frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um almannavarnir bendir í sömu átt; ef fs-
land er gert að augljósu og óhjákvæmilegu skotmarki
í styrjöld. þarf að hafa einhverja tilbm-ði til þess að
halda bví fram að stefna stjórnarvaldanna jaíngildi
ekki sjálfsmorði fslendinga.
fjannig bendir allt til þess að nú sé mikill háski á
■ ferðum. Aldrei hefur verið brýnna en nú að her-
námsandstæðingar treysti samtök sín sem bezt, og að
hófsamlegt og hugsandi fólk innan hernámsflokk-
anna láti að sér kveða svo að eftir verði tekið. — m.
ÞINGAÐ UM LANDBÚNAÐ
MOSKVU, frá fréttaritara —
Enn hefur miðstjórn Kommún-
istaflokksins komið saman til
að ræða vandamál tandbúnað-
arins. Það er eðlilegt: skattar,
húsaleiga og annað þessháttar
tekur lítinn hluta af tekjum
manna í Sovét, en matvæli aft-
ur á móti mikinn. Þau eru of
dýr yfirleitt, og af sumum teg-
undum er ekki framleitt nóg.
Ástandið í landbúnaðinum hef-
ur því í dag úrslitaáhrif á lífs-
kjör manna í landinu c.g bróu.n
þes-sara lífskjara. og þessvegna
— beint og óbeint — sterk á-
hrif á það hvermg heimurinn
metur sósíalistískt haskerfi.
Hér er ekki rúm til að rekja
enn einu sinni forsögu land
búnaðar í Rússlandi. Ég vil þó
aðeins minna á það, að við
sovétskipulag hefur iðnaður
tekið miklu hraðari framförum
en landbúnaður, bæði var betur
hlynnt að honum, og skipu-
lagsmal hans reyndust sýnu
auðleystari en landbúnaðar.
Ennfremur: í landbúnaði hafa
á ýmsum árum verið framdar
stórar syndir gegn hagfræði-
legri skynsemi. Samt tókst á
árunum eftir 1953 að koma mál-
•um þessarar atvinnugreinar á
góðan rekspöl: síðan iþá hefur
kornframleiðslan aukiz.t um
66%, kjötframleiðslan um 50%,
mjólkurframleiðslan um 70%.
Kúm fiölgaði um 11,1 millj.
<upp í 36,3 millj.).
Hinsvegar hafði í fyrra skap-
azt alvarlegt ástand í mörgum
greinum — fólkinu fjölgar og
þá einkum í borgum, kaup-
geta hafði vaxið, þarfirnar
miklar. Hinsvegar höfðu árin
1959—’60 gefið litla sem enga
framleiðsluaukningu, og aukn-
ing kjötframleiðslunnar hafði t.
d. reynzt hermdargjöf, því meira
hafði verið skorið niður en
mátti. í janúarlok 1961 kom
miðstjórn saman til að ræða
málin. Þá voru ábyrgðarmenn
landbúnaðarmála harðlega gagn-
rýndir og margir settir af fyrir
dáðleysi eða svindl; rætt var
um ráðstafanir til endurbóta á
stjórn landbúnaðarins, um auk-
in fjárframlög, sérstaklega til
áveitna og áburðarframleiðslu.
Á árinu voru einnig haldnar
margar héraðsráðstefnur um
jaessi mál — þar kom líka á
dagskrá skynsamlegri hagnýt-
ing ræktaðs lands. Sá mið-
stjórnarfundur, sem starfað
hefur þessa daga, hefur einkum
rætt þrjú mál: endurskipulagn-
ingu, hagnýtingu landsins og
aukna aðstoð ríkisins við land-
búnað.
Krústjoff hélt framsöguræðu.
Hann ræddi um þá alvarlegu
staðreynd, að þrátt fyrir fram-
farir á ýmsum sviðum, og þótt
í fvrra hefði tekizt að auka
bústofninn allverulega (naut-
gripu.m fjölgaði um 6,3 millj.,
kúm ufn 1.5 millj.), þá er út-
koman samt sú, að ekki hefur
■verið 'Staðið við svi Ara áætlun-
Ina í landbúnaöi þaö sem af er.
Samkvæmt áætlun skyldi
framleitt árið 1961:
korn 9,4 milljarð. púða (en
Eftir ARNA
BERGMANN
framleitt var á árinu 8,4)
Kjöt 11,8 millj. tonn (en
framleitt var á árinu 8,8)
mjólk 78.4 millj. tonn (en
framleitt var á árinu 62,5)
Krústjoff lagði ríka áherzlu á
nauðsyn þess að ná sem allra
fyrst tilfinnanlegum árangri í
matvælaframleiðslu. Ef við
ekki leysum það verkefni, sagði
hann, þá komum við landinu í
mjög alvarlega erfiðleika og
stórepillum fyrir uppbyggingu
kommúnismans.
Hagnýting
landsins
Síðan ræðir Krústjoff um þær
leiðir sem færar eru til úr-
bóta.
.;. landbúnaðurinn þarf meira en milljón nýr.ra dráttarvéla.
í sovézkum landbúnaði hefur
tif skamms tíma ríkt sáðskipta-
•kerfi sem Williams nokkur er
höfundur að. Samkvæmt því
skal frjósemi jarðvegsins haldið
við á „náttúrlegan“ hátt — á-
burður er lítið notaður, en því
meiri áherzla lögð á að hvíla
jörðina, sá grasi eða hvíla hana
alveg. Krústjoff skýrir tilorðn-
ingu þessa kerfis með þeimskil-
yrðum sem.landbúnaður í Rúss-
landi þróaðist við: Williams bjó
þetta kerfi til fyrir land þar
sem sama og enginn efnaiðn-
aður var, engin framleiðsla á
steinefnaáburði, engar land-
•búnaðarvélaverksmiðjur — en
hinsvegar mikið landrými og
ekki ýkja þéttsetið fólki.
Stalín tók svo þetta kerfi upp
á arma sína, vegna þess, telur
Kriistjoff, að - það krafðist lít-
illar fjárfestingar í landbúnaði,
— það gerir ráð fýrir minni
vélanotkun, og sáralítilli á-
■burðarnotkun, miðað við þaul-
ræktunarbúskap. Síðan var
þessu kerfi dreift með öllum
mögulegum og ómögulegum
3 KM BRÚ MILL9 KALABRIUSKAGA OG
SIKILEYJAR VERÐUR SENN SMÍÐUÐ
MESSXNA — Xengi hefur það
verið draumpr ítala að tengja
Sikiley og ÍKalabriu með risa-
stórri (brú. X>að er ekki sízt á
vorin, sem straumur / fólks
liggur til Sikileyjar, því þá er
veðráttan þar mjög ákjósan-
leg, Alldr samgöngur myndu
örvast ef |brú ,Væri byggð. Og
nú er þessi draumur að verða
að veruleika. Brúin verður ná-
lægt þeim stað, þar sem þagan
segir að Oddyseifur hafi með
miklum naumindum komizt
undan sjóskrýmslunum Skiliu
og Karybdis. ,
Fyrirtæki eitt í Pennsylvan-
íu í Bandaríkjunum hefur gert
ítölsku stjórninni iúlboð um að
reisa brúna. Kostnaður er á-
ætlaður 124 milljónir h'ra, en
það mun 'nema nærri hundjrað
milljöröum fsl. króna.
Brúin verður 3028 metrar á
lengd, og mun teygja sig yfir
sundið með þrem tignarlegum
bogaundirstöðum. Tvær um-
ferðarhæðjr verða á brúnni,
hvor um sig 8 metrar á breidd.
Neðri ibrautin verður fyrir
járnbrautir, en efri hæðin fyr-
ir bílaumferð. Undirbúningur
verksins er vel á veg kominn.
Háðnir hafa vdrið 5000 verka-
menn Jfrá S.ikiley og Kalabríu-
skaga til að vinna að þessu |
stóra verki.
>1%
i f
ráðum um allt land. Afleið-
ingin er sú, að geysimikið af
ræktuðu landi er í lengri tíma
(víst enn iengri en sjálfur
Williams gerði ráð fyrir) tekið
í hvíld eða undir gras og ann-
an lítt arðberandi gróður. í
Rússneska sambandslýðveldinu
voru 42 millj. hektara í grasa-
manna höndum í fyrra.
Krústjoff leggur til að hafn-
ar verði á ný til vegs kenning-
ar Prjamsjmíkofs, vísindamanns
sem á sínum tíma hélt því
fram að Rússlandi bæri að
stefna að „intensívum11 land-
•búnaði — efla sem mest véla-
kost og áburðarnotkun, rækta
þurftarfrekar 'en arðbærar jurt-
ir. Brýna nauðsyn beri til þess
að taka miklu stærri hluta
ræktaðs lands undir maís, Syik-
urrófur, belgjurtir, sem séplönt-
ur ríkar að fóðureiningum, en
•takmarka sem mest grasrækt.
Aðeins á þann veg megi leysa
fóðurvandamál kvikfjárræktar-
innar, en það er kannske allra
verkefna brýnast — (á mið-
stjórnarfundi í fyrra var minnzt
á alvarlegan fjárfelli í Kákasus,
Kazakstan og víðar).
Krústjoff gerir ekki ráð fyr-
ir því, að hægt verði á einu
ári að koma öllu sem þarf af
þessum arðbæru jurtum ofaní
jörðina. Til þess þarf meira af
sérstökum sáningar- og upp-
skeruvélum, meira af áburði en
hægt verður að láta af hendi.
En hann gerir samt ráð fyrir
því, að á þessu ári verði hægt
að skerða grasaríkið um 22
milljónir hektara. Þetta er
stórt skref, og er nú mikið und-
ir því komið að ekki standi á
áburði og öðru því, sem til
þarf.
Skipulags-
mál
Landbúnaði er svo stjórnað í
Sovétríkjunum, að næstum því
ótrúléga mikið er undir stjóm-
,endum komið — bæði • stjórn-
endum .á héraðsmælikvarða og
formönnum einstakra ríkis- og
samyrkjubúa. Það er víst ekkert
einsdæmi áð bú sem rekin eru
við svipuð skilyrði skili furðu-
lega mismiklum arði: eitt sel-
ur tvisvar, þrisvar eða jafnvel
fimm sinnum meira af' afui’ðum
en annað.
Krústjoff kom því eðlilega
að skipulagsmálum og hafði til-
lögur fram að færa. Efni þeirra
er það, að stjórn landbúnaðar-
ins verði virkari, takmarkist
ekki við áskoranir, skýrslugerð,
pappírsf>T.’irskipanir. Verði
stofnuð framleiðsluráð í hverri
sveit og valdir skipuleggjandi
leiðbeinendur sem eru í beinu
sambandi við búin, taki bein-
línis þátt { Skipulagningu fram-
leiðslunnar.
Þnð var mikið rætt um þessi
framleiðsluráð á miðstjórnar-
fundinum, hvernig þau skuli
skipuð, hve víðtæk réttindi
Iþeirra skuli vera o.s.frv. En
það er mjög erfitt fyrir ósér-
fróðan mann að gera sér grein
fyrir því, hve árangursrík þeirra
starfsemi getur orðið. Tilgang-
ur þessárar nýbreytni er sá að
beita skipulagningu og auknu
eftirliti með stjórn einstakra
búa til að ná upp hinum lé-
Iegri búum sem nú eru mjög
þungur baggi á afkastagetu
ilandbúnaðarins. Krústjoff tal-
aði um þetta vandamál frá
sjónarmiði ríkisforystunnar, tal-
aði um skipulagningu ofanfrá.
En það er önnur hlið á þessu
máli: hvernig hægt er að efla
sjá'lft fólkið, samyrkjubændur,
bústarfsmenn, til virkari og
árangursríkari þátttöku í
skipulagsmálum, stjórn fram-
leiöslunnar. Þau mál verða að
líkindum rædd á öðrum vett-
vanai: senn verður kallað sam-
an þing saimyrkjubænda. Ei'tt
af höfuðverkefnum þess verður
að ganga frá nýrri reglugerð
um samyrkjubúskap, en sú
gamla er nú orðin 27 ára gömul
og úrelt margfaldlega.
ASsfoS viS
landbunaS
Krústjöff ræddi um skort á
landbúnaðarvélum — skort sem
verður mjög tilfinnanlegur nú,
þar eð áætluð endurskipulagn-
ing landsins krefst stóraukins
vólakosts. Það er, sagði hann
ekki ástæða tll „að sofa á
Iárviðarsveigum“ þegar aðeins
einn fjórði hluti kúa á ríkis-
foúum er vélmjólkaður, mjög
lítið um vélanotkun við kart-
öflu- og sykurrófuuppskeru,
hverskonar fermingu og afferm-
ingu. Hann sagði, að landbún-
aðurinn hefði nú til umráða
1.168.000 traktora en þyrfti
2.636.000, 503 þúsund alhliða
kornuppskeruvélar en þyrfti 845
þús„ 790 þús. vörubíla en þyrfti
1.6 millj. ef vel ætti að vera
og öllum uppskerustörfum væri
lokið á réttum tíma.
Krústjoff bar í þessu sam-
bandi fram tillögur um að:
— efla þær landbúnaðarvéla-
verksmiðjur sem til eru með
öllum ráðum, bættum véla-
kosti. bættri nýtingu tækni-
legs útbúnaðar þeirra
— reisa a.m.k. þrjár stórar
verksmiðjur og það á mettíma;
skal ein þeirra framleiða drátt-
arvélar, önnur útbúnað til vél-
væðingar í kvikfjárrækt, þriðja
aðrar landbúnaðarvélar. Þ.etta
skal ganga með forgangshi’aði,
og verður fé til þessara byag-
inga tekið af einhverjum öðr-
um framkvæmdum (í iðnaði?)
— legsja áhérzlu á að fram-
leiða stórvirkari vélar en nú
eru geröar (til að spara hrá-
efni).
— lækka verð á vélum til
búanna. 1961 fengu búin 900
milli. rúblna í lækkuðu verði
á vélum, benzini og í skattfríð-
indu.m. En í ár hafa þau þeg-
ar fengið 250 millj. r. í verð-
lækkunum á byggingarvörum og
málmum, ennfremur 210 millj.
í bei.num framlögum (til við-
bótar því sem áætlað var). Tel-
ur Krústjoff nauðsynlegt að
halda áfram endurskoðun á
verðpólitík ríkisins í landbún-
aði.
Krústjoff minntist á Banda-
ríkin: kapítalistar státuðu mik-
ið af hárri framleiðni sem þar
hefur ver:ð náð á stórbúum.
Hann minnti á að þessi fram-
leiðni er dýru verði kevpt —
hún hefur kostað g'jaldþrót og
sára fátækt hundruð þúsunda
smábænda sem hafa flosnað
upp af landi sínu. Oe Bandarík-
ín gera ráðstafanir til að
minnka jarðyrkiusvæði, m.’nnka
matvælaframleiðslu sína -—
ekki af því að enginn sé til
að éta þessar offramleiðslu-
birgðir heldur af bví, að gróð-
ann má ekk; skerða. Þessi er
hin kapítal/stíska hlið málsins
En þetta þýðir ekki, sagði
Krústjoff. að við höfum ekk-
ert af Ameríkönum að læra,
eins og sumir félagar halda.
Nei, vig burfum að kynna okk-
ur sem rækilegast re>mslu
þeirra í skipulagn'ngu fram-
leiðslunnar.
Krústjoff lauk máli sínu á
því að hvetja menn til starfa.
Hann. nefndi tölur um helztu
áfanga sem barf að ná í so.v-
ézkúm landbúnaði. og sagði að
sú byrði sem lögð væri á
starfsfólk sveitanna væri því
fullkomlega v.'ðráðanleg. Hann
lagði enn áherzlu á það hve
þýðingarmikið það sé fyrir
uppbyggingu kommúnismans
að ná skjótum og tilfinnanleg-
um árangri í matvælafram-
leiðslu.
Miðstjórnarfundur'nn stóð
fimm daga. Það sem þar var
sagt og samþykkt er mjög at-
hyglisvert því hér er um að
ræð-a nýjan áfanga í þýðing-
armiklu máli: að fá með bættri
skipulagningu óg traustum
tæknilegum grundvelli upp
verulega breidd í f ramle’ ðni
sovézks landbúnaðar, fullnægja
kröfum nútímans í þessari vold-
ugu grein atvinnulífsins.
Einn PSálmur eítir Pallagrím
Sdlmurinn
um „Sjóiö'
Má þar af máli þekkja
Málfríður, hver hann er
maður sá mest nam blekkja
mína Ladyju Fair,
Egill, sem orðs síns snilli
ánægður kynnir svo,
að vart beri bil á milli
til Bernharðar gamla Shaw.
Menn gerðu söngvasögu
og sungu um Spánargrund.
En til að bæta bögu
brýnt var að nota hund.
í hunds fylgd hin ljósa lafði
ljúflega sló í gegn.
En Berharður bara hafði
blávatnað slétturegn.
Grundin er góð á Spáni,
gegnvot' á sléttunne.
Bernharð var brezkur kjáni.
brúkandi háð og spé.
Lagvís með loðna rófu
í lund kemst hann Snati minn.
Þó svíarnir syngi um tófu,
sem á þó fínna skinn.
En þegar hundaheppnin
hleðst niðrá blanka menn
um hundana herðist keppnin,
Higgins má bakka senn.
Dúlittli, dándismaður
draga má þungan kross,
kvænist nú kampaglaður,
kellu þó vild ’ann hross.
Konur, sem krúttin ala,
kviksetja orð og mál.
En lærist sú list að tala
ladyin öðlast sál.
Þó að tornæmir túlar
tali enn flátt og hartj.
hörkusterk höndin púlar,
helvíti er „platið smart“.
Hundana grundin geymir
gæsalöppunum á.
Málfríði menning dreymir
mögnuðum penna frá.
Gerist sú skáldmælt skvísa
skattyrt með orða rausn.
Egill senn upp má rísa
yrkjandi höfuðlausn.
Lesirðu svona söngva
og sýnist þeir vera bull,
berðu örvænting öngva
oft felur leirinn gull.
Og þó menn syngi á sviði
syrgjandi tungumorð
glaumur af glöðum kliði
gleypir þar sérhvert orð.
Sál mína sífellt hryggir,
hve „Sjóa“ fátækt er land.
En e£ að þú Egil styggir
óperan fer í strand.
Málfríði má þó bjóða
með í þann kirkjudans.
Hennar er listin Ijóða.
Æ, líkni hún Rósinkranz.
Nb. Sjó í gæsalöppum ku
þýða show á engelsku.
SVARA MEÐ SPRENGJUM
Fjölskyldur tveggja mótmæl-
endapresta í bandarísiku
•milljónaborginni Los Angeles
urðu fyrir sprengjuárásum fyrir
nokkru. Prestskonurnar voru
einar heima með böm sín þeg-
ar sprengjur sprungu nær sam-
tímis við hús beggja, brutu rúð-
ur og gerðu annan usla. Heimil-
isfeðumir voru báðir fjarver-
andi, þátttakendur í sjónvarps-
umræðum um samtök ofstækis-
fullra hægrimanna, sem láta nú
mjög til sín taka í Bandáríkj-
unum.
Báðir prestarnir áfeUdust of-
stækisfélög eins og John Birch-
Ifélagið, Krossferðin gegn komm-
únismanum, Mínútumennina og
aðra sh'ka hópa, og enginn er
í vafa um að einhverjir áhang-
endur þeirra hafa tekið upp
þykkjuna og komið sprengjun-
i um fyrir við heimUi prestanna.
Óvíða kveður meira að banda-
rísku nýfasistasamtökunum en
í Suður-Kaliforníu þar sem Los
Angeles er helzta borg.
Myndin var tekin af öðrum
prestshjónunum, séra Brooks
Walker únítarapresti og konu
ihans, eftir sprengjuárásina.
Kona hins prestsins, séra Johns
G. Simmons við kirkju lúters-
trúarmanna í Norður-Holly-
wood, slapp naumlega við stór-
óverka eða bana þegar sprengju-
brot flugu í kringum hana þar
sem hún var heima og gætti
þriggja barna sinna ungra.
Prestarnir lýstu báðir yfir, að
eftir árásimar væru þeir stað-
ráðnari en nokkru sinni fyrr að
vara fólik við hatursboðskap
nýfasistanna. Ekki hefur yfir-
völdunum bekizt að hafa uppi á
órásarmönnunum.
J6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. marz 1962
Sunnúdagur 25. marz 1962 — ÞJÓÐVLLJINN
(71