Þjóðviljinn - 28.03.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.03.1962, Blaðsíða 11
„Veriu öldungis rólegur, við erum ajltaf að gera eitthvað eins og þú kallar það. Á morgun segir eitthvert dagblaðið að við séum á ákveðinni síóð og annað blað segir að við séum ekki á neinni slóð. En við erum að vinna, — ég get fullvissað þig um það. Ég tek þetta segulband með mér. Þakka þér fyrir að þú útvegaðir það.“ Við risum allir á fætur. „Ég skal aka þér heim, Eirík- ur,“ sagði Kristján. Eiríkur svaraði ekki, hann bauð víst ekki einu sinni góða nótt þegar hann fór. dágóðut’ píanóleikari og hann hefur ferðazt mikið erlendis. Það mætti segja mér að hann væri eftirsóttur í samkvæmislífi bæj- arins. Hann kann vel að skylm- ast og var einu sinni Noregs- meistari í skylmingum.“ Innst í huga mínum bærðist einhver minning. Það var eitt- hvað fleira sem Preben Ring- stad kunni fyrir sér. Það var einhver m.inning sem var í þann veginn að lyfta sér upp í með- vitu.ndina, — en mér tókst ekki að hand.sama hana og svb sökk hún aftur niður í gleymskuna. „Ef ég ætti að lýsa skapgerð hans,“ hélt hlutiausa röddin á- fram, jiþá myndi ég segja að hún væri dálítið reikul. Hann hefur býsna margt, svona næst- um því, en ekkert til fullnustu. Hæfileikar hans eru ekki nógu hversdagslegir til þess að hann geti látið sér lynda venjulega vinnu. Á hinn bóginn eru þeir hinir sömu hæfileikar ekki nógu miklir til að veita honum full- nægingu. Hann hefur fengið margar góðar ,.gjafir“, eins og móðir mín myndi segja. en eng- in þejrra er nógu góð. Hann er og verður hringlari.“ Dósentinn leit ósjáífrátt á klukkuna, — það var auðséð 'að fyrirlestrinum var lokið. Hann fór dálítið í taugarnar á mér, en það leit út fýrir að Karl- Jörgen væri ánægður. ,|Getur verið nokkur ástæða til að veitá frú Karenu eftirför, vegna þess sem P. M. Horge kallaði stefnumót hennar?“ sagði hann. ),Það er yfirleitt algerlega á- stæðulaust að láta, veita kven- fólki. eftirför," sagði Eiríkur æstur.“ Það er hreint út sagt við- bióðslegt. Ég tala nú ekki um Karenu. Auk þess, — ef dæma Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna". 17.40 Prambuirðarkennsla i dönigku og ensku. 18.00 CTtvarpsslaiga barnanna: „Leitin að loftsteininum". 20.00 Varnaðarorð: Priðþjófur Hraundal eftirlitsmaður tal- ar um meðferð rafmagns- tækja á sveitabýlum. 20.05 Harmonikulög: Picosarnir tveir leika. 20.20 Kvöldvakla: a) Lestur forn- • rita: Eyrbyggja saga. XIV. (Helgi Hjörvar rithöfundur). b) fslenzk tónlist: Lög eftir Sigfús Einarsson. c) Dr. Sig- urður Nordal prófeKsior les gamlar og nýjar bjóðsögur; II: Sagnir af sýnum og draumum. 21.15 Föstulguðsiþjónusta í út- varpssal (Prestur: Séra Em- il Björnsson. Organleiklari: Jón G. Þórarinsson. — I lok- in les séra Sigurður Stefáns- son vifiJglubiskup úr passíu- sálmum (32). 22.10 Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá. 22.30 Nseturhljómleiikar: Prá tón- listarhátiðinni í Liége í Belgiu í sept. s.l. (Sinfóniu- ihljómsveit borgarinnar leik- ur og, kór belgiska útvarps- ina syngur.). 23.55 Dagskrárlolc. ; , - i ; j. j- má eftir allskonar skáldsögum, ætti það að vera eiginmaður- inn sem léti gera svona lagað. Hvers vegna í fjandanum ætti Sveinn að gera það?“ „Ég er sammála Eiríki,“ sagði ég. „Það er sérlega andstyggi- ■legt þar sem Karen er annars vegar. Karen er bezta og elsku- legasta kona sem nokkurn tíma hefur gengið um götur þessarar borgar. Henni dytti aldrei svo mikið sem í hug að líta á ann- an karlmann, hvað þá ...“ Ég fann að ég var líka farinn að æsa mig upp. „Hvernig getur þú vitað það?“ sagði Karl-Jörgen í skyndi. Ég fann að ég kafroðnaði, en mér stóð alveg á sama. |.,Gott og vel,“ sagði ég. „Ég slcal segja þér það, þú færð víst að heyra það fyrr eða síð- ar hVort sem er. Ég veit það vegna þess, að ég var hrifinn af Karenu löngu áður en hún hitti Eirík, og hún hefur aldrei nokkurn tíma — við höfum aldrei... ég ... ég þekki hana betur en flestir aðrir ...“ „Eiginkona Cæsars,“ sagði Kristján. Það lá við að mig langaði til að gefa bróður mínum á hann. „Læknar," sagði ég. „Þið berið ekki virðingu fyrir neinu. Ykk- ur dettur ekki í hug, að til séu konur sem lifa eftir gömlum hugsjónum og leikreglum." „Dyggð einnar konu fer aðeins eftir því. í hve ríkum mæli hún verður fyrir freistingum," sagði Kristján. „Farðu til...“ byrjaði ég, en svo áttaði ég mig. Mér datt allt í einu í hug, að , kannski kynni Kristján líka aðferð Sókratesar. Ef spurni.ngin v'ar borin fram á réttan hátt, hlaut rétta svarið að koma. „Mér þykir leitt að við skul- um ræða um konuna þína á bennan hátt,“ sagði Karl-Jörg- en við Eirík. :.En þú veiz.t. áð síðasta kvöldið, sem Sveinn lifði,. sagði hann að einhver þyrfti að hafa gætur á henni. Það hefur verið framið morð og Preben Ringstad er kominn inn á svi- ið.“ |.,Það gerir ekkert til,“ sagði Eiríkur þreytulega. „Ég vona að þú hafir fengið einhverja hug- mynd um hana.“ „Já, svaraði Karl-Jörgen. „Það hef ég fengið. En eitt verð ég að spyrja þig um. Var hún eyðslusöm?" „Ne.ý“ sagði Eiríkur. „Ekki í hlutfalli við tekjur mínar, — því fast- alltaf Ég hugsaði um Karenu mína, svo látlausa og rólega. Um granna, hringlausa fingur henn- ar. Um einföldu perlufestina sem hún var álltaf með. Ég ætlaði að fara að segja eitthvað, en hætti við það. Sókrates sjálfur hefði ekki getað togað upp úr mér fleira. „Jaeja," sagði Kari-Jörgen. „Ég býstviðað þetta sé nóg í kvöld.“ Hann reis á fætur. ,.En hvað...“ sagði ég. (,,Ég á við... ætlarðu ekki að gera eitthvað?" ý i iPitrif fór -svo Hún hafði fjarii. ai\ þóít Kun æcaiTéga hmsc hefur Ég opnaði gluggana og fór að tæma öskubakka og bera fram flöskur og glös. Kunnugleg hljóð bárust aftur inn af göt- unni, bíll var ræstur og það marraði og urgaði í járnbraut- arvögnum. Svo settist ég niður með ein- manalega whiskylögg. Til að reka burt óttann,“ var mamma mín vön að segja. Aldrei slíku vant fannst- mér ég þurfa eitt- hvað til að reka burt óttann. Ég reyndi að rifja upp fyrir mér viðburði dagsins. En það sem stöðugt var að brjótast í mér, var þessi ó- ljósa ' ' minning um eitthvað, sem Preben Ringstad hafði gert.. „Góður píanóleikari.“ hafði Kristján sagt. „Og eitt.sinn var hann Noregsmeistari í skylming- um.“ Ég gat ekki komið því fyrir mig. Auk þess var ég eitt- hvað hræddur. Ég reykti sígarettu til enda, svo tók ég upp símann og hringdi í Karl-Jörgen. „Þú verður að afsaka, Karl- Jörgen, þér finnst þetta sjálfsagt átroðningur. En ég er alltaf að hugsa um þetta. Sveinn sagði að einhver þyrfti að gæta Karenan og... Sveinn var drepinn. Held- urðu ekki... ætti ekki einhver að hafa gætur á henni?“ „Við gefum henni auga, vin- u.r.“ sagði Karl-Jörgen með sinni rólegu röddu. „Auk þess er mað- urinn hennar heima í nótt. Góða nótt, Marteinn." „Góða nótt,‘ sagði ég. Það var ókristilega hugsað, en samt sem áður, — einhverra hluta vegna þótti mér ósköp lít- ið öryggi í þvi að Eiríkur gætti hennar. Sem snöggvast flaug mér í húg að það væri kannski alls ekki öruggt að hún væri ein með Eiríki. SKÓLINN bvrjaði mánudaginn 18. ágúst og 5. enskudeild upp- hóf síðasta skólaár sitt. Að vori vrðu þau rússar, tækju próf og hyrfu úr skólanum fyrir fullt og allt. Bernskan og leikurinn vrðu. úr sögunni að eilífu: Og ef til vill höfðu þau þegar óljós- an grun, angurvært hugboð um að eitthvað sem til þessa hafði verið traust og öruggt, þrungið draumum og ævintýrum, væri nú að hverfa að eilífu. Ég hafði kviðið fyrir að hitta bau aftur. Þau höfðu lesið blöðin, þau höfðu rætt málin, — og þau höfðu áreiðanlega dregið álykt- anir. Kennarinn þeirra.' sem beim fannst sjálfsagt allra skikk- anlegasti náungi. hafði fundið mvrtan mann. Kennarinn beirra hafði síðastur mannji talað við myrta manninn. Lögreglan hafði ekkert ákveðið að byggja á. Andlitin þrjátíu störðu á mig með nýjum og óvenjulegum á- huga. Ég lét eins og ekkert væri. Ég gaf þeim stundatöflu, sagði þeim hvaða nýjar bækur þau þyrftu að kaupa og hélt þessa skyldu- prédikun sem tilheyrir í upphafi nýs skólaárs. Að ég vonaði að þetta yrði ánægjulegt skólaár og það væri þýðingarrhikið að þau Krabhinn verður sigraður Framhald af, 7. síðu í maga eða legi. Lyfið tio-tef hefur verið notað með nokkr- um árangri vi<Vw» toiáctjarahþæ ^ Omain er notað fe Enn sem komið er hofúm vio þó ekki nema tiltölulega fá lyf til umráða. En mestu máli skiptir að nokkur eru þó fund- in og gera gagn. Lœkna má krabhamein — Er maður læknaður af krabbameini ef öll merki um illkynjað æxli eru horfin eftir meðferð þá sem þér hafið lýst? — Sem skurðlæknir og æxla- fræðingur, sem hef haft undir höndum nokkur hundruð krabbameinssjúklinga, get ég sagt; Lækning krabbameins í ýmsum myndum með skurðað- gerðum og geislalækningum er staðreynd. Fjöldi fólks sem hafði margvísleg krabbamein og var meira að segja komið með meinvarp hefur lifað áratugum saman eftir læknisaðgerð og er enn við beztu heilsu. Hvað lyr- in snertir hafa þau læknað þó ~ nokkurn fjölda, enda þótt skammt sé umliðið síðan þau komu til sögunnar. Við fylgj- umst með fólki sem er laust við öll sjúkdómseinkenni þótt liðin séu fjögur ár eða fimm síðan beitt var við það lyf- lækningum við krabbameini. Er hægt að telja að þetta fólk hafi læknazt? Já, skilyrðislaust. Það þarfnast engrar frekari meðferðar. Samt get ég auðvitað ekki ábyrgzt að sjúkdómurinn taki sig ekki upp hjá einhverj- um þeirra. Einmitt þess vegna er fylgzt með krabbameinssjúk- lingum, hver sem verið hefur veikur af krabbameini á að koma til eftirlits með ákveðnu millibili. I lokin langar mig enn til að leggja áherzlu á þetta: Það er ■ rétt að krabbamein ér hættú legur og viðsjáll sjúkdómuv.i eru afbrigði af krabbameinjí tegundum æxla, og við stönd*: um sterkt að vígi gagjivarfi nokkrum öðrum tegundum. Okkur tekst að lækna fyllilegat um þriðjung sjúklinga meí magakrabba sem skornir ertg upp. Hefjist meðferð á krabbar meini í leghálsi nógu •shemma# ná 80°/Cl af sjúklingunum fulW um bata. Af sjúklingum meí§ húðkrabba fá nú 95% fulla bóL Og hundraðstala þeirra senp tekst að lækna hælckar ár fn§ éri. Það er unnt að læknít krabbamein — vísindin haf® sannað það og reynslan sýnti Fullur sigur á þessum sjúk* dómi er enn langt undan, enS. er mörgum þýðingarmikluní spurningum ósvarað, og vísr indamenn á mörgum og ólíkurfc, sviðum þurfa að sameina krafta* sína til mikilla átaka. En vií erum á réttri leið. Ég er samp færður um að við sigrurf krabbameinið. © Sammncíaviðræð- ur stzandaðaz Tilkynnt var í Londof snemma í síðustu viku, á& samningaviðræður þær sent að undanförnu hafa staðií milli Englendinga og Sovébí manna um fiskveiðar hinnS fyrrnefndu 'í landhelgi. hinnfi siðarnefndu, hefðu nú strandí að og brezku fulltrúarnif væru komnir heim. Ekkerf væri ákveðið um framhalá viðræðnanna. Fimmtugsafmæli Fimmtugur er í dag, mið vikudaginn 28. marz. Óiaful Tryggvason matreiðslumaðurv Kaplakrika við Hafnarfjörð. Jarðarför eiginkonu minnar SIGURLILJU BJARNADÖTTUR fer fram frá Fpssvogskirkju föstudaginn 30. marz kl. 10.30 f. h. Blóm afþókkuð, en þeim sem vildu minnast. hennar er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja og annari’a vándamanna Jónmundur Einarsson. LANDS- RAÐSTEFNA Landsráðstefna Alþýðubandalagsins með full- trúum frá ölium kjördæmum landsins hefst í félagsheimilinu í Kopavogi 30. marz kl. 8.30. Ráöstefnan veröur sett meö ræöu formanns Al- þyöubandalagsins, Hannibals Valdimarssonar. \ . Reykjavlk, 24. marz 1962. . S V. i Miðstjórn og þingflokkur Alþýðubandalagsins. Miðvikudagúr 28. marz 1962 ÞJÓÐVILJINN — Q"J] h.jivö T—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.