Þjóðviljinn - 28.03.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.03.1962, Blaðsíða 9
15ÁRA AFMÆLIKSÍ Knattspyrnusamband íslands varð 15 ára á mánudaginn var, og af því tilefni hafði stjórn sambandsins „opið hús“ í veitingahúsinu Glaumbæ. Komu þangað margir áhuga- menn og velunnarar knatt- spyrnunnar. Formaður Knattspyrnusam- bandsins, Björgvin Schram, á- varpaði gesti og bauð þá vel- komna. Björgvin kvaðst ekki ætla að rekja sögu Knatt- spyrnusambandsins í þessi 15 ár, það yrði gert síðar, en hann kvaðst vilja þakka öll- um þeim mörgu sem veitt hafa sambandinu stuðning á liðnum unglingsárum þess. Sérstaklega kvaðst hann vilja þakka Knattspyrnuráði Reykjavikur sem stæði undir megin-þunga knattspyrnumót- anna í landinu, og væri það mikið verk. Hefði ráðið tekið þetta hlutverk sitt mjög al- varlega og þó oft átt við erfiðleika að etja. Hann þakk- aði dómurum, knattspyrnufé- lögum, vallastarfsfólki og í- þrc/.tafréttamörnn'um. Við þá síðastnefndu sagði Björgvin, að samstarfið hefði ef til vill getað verið betra, og mætti þar sjálfsagt báðum um kenna, en víst væri það að sambandsstjórnin hefði fullan hug og vilja að hafa sem bezta samvinnu við þá. Þá gat Björgvin þess, að starf Knattspyrnusambandsins væri í tveim aðalþáttum: starf- ið innanlands og samskiptin við útlönd. Síðan Knattspyrnu- sambandið var stofnað 1947 hafa farið fram 29 landsleik- ir; sá fyrsti sem íslendingar þreyttu fór fram 1946, en um þann landsleik sá ÍSÍ og Knattspyrnuráð Reykjavíkur. Var sá leikur við Dani. Sam- tals hafa því verið háðir 30 Framhald á 10. síðu. Háværat kgöiur tim að banna atviimuhneiaíeika NEW YORK 27/3 — Háværar kröfur um að banna atvinnuhnefaleika með lögum eru komnar upp í Bandaríkjunum eftir að ,Emile Griffith gekk af keppinaut sínum um heimsmeistaratignina í velt- ervikt, Benny Kid Paret, hálfdauðum í viðureign á sunnudaginn. Grifith fékk æði í 12. lotu og barði Paret hálfmeðvitund- arlausan fimmtán til tuttugu bylmingshögg í höfuðið. Paret var áður svo illa leikinn, að hann gat ekki borið hönd fyr- ir höfuð sér. Dómarinn reyndi að stöðva barsmíðina, en réði ekkert við trylltan hnefaleik- arann. Hatursmenn Paret liggur milli heims og helju í Roosevelt sjúkrahús- inu í New York með brotna höfuðkúpu, heilablæðingar og heilahristing. Læknar telja lík- urnar á að hann lifi af ekki nema emn á móti þúsund. Par- et er Kúbumaður, 25 ára gam- all. Griffith og Paret hafa átzt við tvisvar áður. Fyrst sigraði Griffith með rothöggi en í annað sinn náði Paret-heims- meistaratigninni eftir að hon- um var dæmdur s;gur á stig- um með litlum mun. Síðan hefur Griffith hatað keppinaut sinn. Þegar verið var að vigta hnefaieikarana fyrir keppnina á sunnudaginn munaði engif að Griffith réðist á Paret. Þeg- ar Paret var orðinn svo sljór eftir tó'lf lotu barsmíð, að hann fékk ekki lengur vafið sig, fékk hatur Griffiths út- rás í einhverjum hroðalegustu misþyrmingum sem sézt hafa á bandarískum hnefaleikapalli. Konan liorfði á Milljónir Bandaríkjamanna fylgdust í sjónvarpi með því hvernig Griffith barði Paret íi höfuðið þangað til það var orðið eins og ólöguleg kjöt- þjósa. Meðal áhorfenda var kona Parets. Þau eiga þriggja ára gamlán. son. Konan hefur ekki vikið frá rúmstokk Parets þar sem hann liggur meðvitundarlaus í sjúkrahúsinu. Læknar telja að í dag komi í ljós hvort hann lifir af, én jafnvel þó svo verði búast þeir við að hann geti legið meðvitundarlaus allt að ár vegna heilaskemmdanna sem högg Griffiths ollu. Rannsókn hafin Rockefeller, fylkisstjóri í New York, hefur skipað hnefa- leikanefnd fylkisins að rann- saka viðureignina milli Griff- iths og Parets nákvæmlega og gefa sér síðan skýrslu. Lög- reglan er einnig að rannsaka málið, og búast má við að Griffiths fái þunga dóma ef Paret lætur lífið. „Þvílíkt og annað eins á ekki neitt skylt við íþróttir“, segir blaðið New York Daily Mirror. „Hnefaleika hefði átt að strika út úr tölu íþrótta fyrir löngu“. Fleiri blöð taka svipað til orða. Þegar Emile Griffith var sagt hvernig hann hefði leikið Paret, féll honum allur ketill í eld. — Eg vildi óska, að ég hefði aldrei komið nálægt hnefaleik- um, sagði hann. Ein þeirra sem ekki vilja banna hnefaleika er kona Benny Parets. Hún sagði við fréttamenn, að hún liti á þá sem hvern annan háskalegan atvinnuveg. — Hefði maðurinn minn ekki verið barinn niður núna, hefði hann haldið áfram að keppa. Þetta er atvinna hans til að framfleyta mér og barn inu okkar. veronr i Hið árlega handknattleiks- mót skólanna fer fram í næstu viku. Er mót þetta eitt fjöl- mennasta sem fram fer á land- inu. Á undan.förnum .árum hafa lið frá Keflavík, Hafnarfirði og Akranesi sótt mót þetta, og er gert ráð fyrir að lið frá þessum stöðum komi einn- ig til þátttöku í þessu móti. Vegna þess hvað mikil þátt- taka er í rnótinu, er það fyrir- komulag viðhaft, að það lið er úr sem tapar leik, og kemur þar og til húsnæðisleysi fyrir leikina. Keppt er í þrern aldurs- flokkum karla: Fyrsta fl., öðr- um fl. og þriðja fl. A og B. Einnig er keppt í kvenna- flokki. Hér fara á eftir nöfn þeirra skóla og bekkja sem mega senda lið í keppni þessa: Fyrsti fl.: Menntaskólinn í Reykjavík, Háskólinn, Vélskól- inn, Loftskeytaskólinn, Verzl- unarskólinn .(úr 4.-6. bekk).' <$> Kennaraskólinn (úr 3.—4. bekk), Iðnskólinn (3.—4. b.). Annar fl: Menntaskólinn í Reykjavík (3. bekkur), Verzl- unarskólinn (úr 2.—3. bekk), Iðnskólinn (úr 1.—2. bekk), Kennaraskólinn (úr 1.—2. bekk.). Þriðji fl. A.: Gagnfræðaskól- arnir (úr 3.—4. bekk), Verzl- unarskólinn (úr 1.’ tíekk), Þriðji fl. B.: Allir unglinga- skólar (úr 1. og 2. bekk). Tilkynningar um þátttöku í mótinu þurfa að hafa borirt til Einars Bollasonar 5. bekk B. Menntaskólánum i Reykja- vík fyrir hádegi 3. apríl. Þátt- tökugjald fyrir hverja sveit er 75 krónur. Mótið fer fram að Hálogalandi. Þeir sem sigruðu í fyrra voru: 1. fl. Iðnskólinn Hafnar- firði, 2. fl. Menntaskólinn í Reykjavík. 3 fl. A. Flenzborg, 3. fl. B. Réttarholtsskólinn, og í kvennaflokki sigraði Flenz- borg. Svipmyndir úr knattspyrn' unni á liðnum órum ( Framarar urðu Islandsmcistarar í knattspyrnu áríð sem Kmití j spyrnusamband íslands var stcfnað 1947. Kér sjást íneistaraf.nir. Sumarið 1953 háðu Islendingar og Danir landsleik á Melavcllin- um. Myndin er frá ieiknum, Iielgi Daníelsson reyrrir árangursr1 laust að verja. Og önnur mynd frá landsleik á Mclavellinum. Að þessu sinui? va'ru andstæðingarnir Norðmenn og leikurinn iháður 1954. Loks mynd frá síðasta landsleik Islcndinga í knattspyrnu, þeirn sem háður var við cnska áhugamannalandsliðið í Lundúnum £ sl. haustá. Fyrirliðar á leikvelli takast í hendur fyrir lcikin<y Helgi Jónsson er til hægri. ' . ■ j 1 Miðvikudagur 28. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN).—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.