Þjóðviljinn - 10.04.1962, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 10.04.1962, Qupperneq 2
v 2) ~ ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. apríl 1962 í dag er þriðjudagurinn 10. april. Esekíel. Tungl í hásuðri kl. 17.49. Árdegisháflæði kl. 9.24. Síðdegisháflæði ki. 21.54. Næturvarzla vikuna-7.—13. apríl er í Ingólfsapóteki, sími 11330. S.júkrabifreióin í Hafnarfirði Sími: 1-13-30. skipin SÖBgskemmianir Karlakérs Reykjevíkur gengisskrAning 1 Sterling-spund 121.09 1 bandaríkjadollar 43.06 1 kanadadollar 41.18 100 danskar krónur 625.53 100 603,82 Sænsk kr. 83Ö.30T 100 finnsk mörk 1-3-,■40 100 frjanskur frankl 878.64 100 belgískur frankar 86,50 100 Svissn. frankar 994.65 100 gyllini 1.191.36 100 tékkneskar krónur 598.00 100 V-þýzk mörk 1.079.04 1000 lírur 69.38 100 Austurr. schiliingar 166,60 100 pesetar 71,80 Mlnningarsjóður Landspítalans. Minningarspjöld sjóðsins fást & eftirtöldum stöðum: Verzl. Ocúlus, Austurstræti 7. Verzl. Vík, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann íorstöðukonu, Landakotsspítalan- reykto íkki í RÚMINO! Eimskinaí^'ig íslands Brúarfoss fer frá N.Y. 13. þ.m. til Reykjavíkur. Dettifoss kom til Reykjavíkur 7. þ.m. frá N.Y. Fjallfoss fer frá Hamborg 11 þ. m. til Antwerpen, Hull og R- víkur. Goðafoss fór frá Hafn- arfirði 7. þ.m. til Rotterdam og Hamborgar. Gullfoss fer frá Reykjavík 11. þ.m. til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fer frá Hangö í dag til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Gautaborg 7. þ:m. til austur- og norðurlands- hafna cg Reykjavíkur. Selfoss fór frá Keflavík 7. þ.m. til Dubl- in og N.Y. Tröllafoss fór frá Siglufirði 3. þ.m. til N.Y. Tungu- foss kom til Reykjavíkur 3. þ. m. frá Kristiansand. Zeehaan fer frá Keflavík í dag til Grimsby, Hull og Leith. Laxá lestaði í Hu.ll í gær til Seyðisfjarðar, Reyðarfjarðar og Reykjavíkur. Skipaútgcrð ríkisins Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja fer frá Reykjavík í dag vestur um land til Akur- eyrar. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Þyrill er á Norð- urlandshöfnum. Skjaldbreið fer frá Re.ykjavík f dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Jöklar Drangajökull lestar á Faxaflóa- höfnum. Langjökull fer frá Vest- mannaeyjum í dag áleiðis til Grimsby. Vatnajökull er í Murmansk. Skipadeild SÍS Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arfell er á Hvammstanga. Jökul- fell fór 6. þ.m. frá Reykjavík til N.Y. Dísarfell losar á Aust- fjörðum. Litlafell er væntan- legt til Reykjavíkur í dag. Helgafell er á Reyðarfirði. Hamrafell fór 2. þ.m. frá Islandi til Batumi. Bonafide lestar í Gufunesi 9. þ.m. fluqið Loftleiðir í dag er Eiríkur rauði væntan- legur frá N.Y. kl. 9.00, fer til Luxemborgar kl. 10.30, kemur til baka frá Luxemborg kl. 24.00, heldur áfram til N.Y. kl. 1.30. V Flugfélag Islands MiIIjlandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 í dag. Væntanlegur aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Sauðárkróks og Vestmannaeyia. Á morgun er á- ætlað að fliúga til Akureyrar, Húsavíku.rv Isafjarðar og Vest- mannaeyja. Sigríður Geirs í hinum vistlegu húsakynnum hhárgreiðslustofu Austurbæjar að Laugavegi 13. (Ljósm. Oddur Ólafsson.) Visfleg hárgreiðslustofa Fyrir nokkru''JfIutti Hár- greiðslustofa Austurbæjar frá Brautarholti 22 að Laugavegi 13 þar sem hárgreiðslustofan hefur fengið rúmgóð og vist- leg húsakynni til umráða. Var fréttamönnum boðið að skoða stofuna í gær í tilefni af þessari breytjngu. Hárgreiðslustofa Austur- bæjar er rekin af Maríu Guðmundsdóttur, er stofn- setti hana um áramótin 1960 —1961 en meðeigandi er Pál- ína Guðmundsdóttir, sem er nemandi hjá Maríu. María lærði hárgreiðslu hjá Ingu Guömundsdóttur og síðar hjá Ásdísi Freymóðsdóttur í Lórelei. Lauk hún námi fyrir 3'/2 ári og vann í Lórelei þar til hún .stofnaði eigin stofu. María sagði fréttamönnun- urrij að hún hefði beðið dálít- ið með að kynna stofnunina eftir því, að Sigríður Geirs kæmi heim, en María greiddi henni áður en hún fór út til Ameríku og hefur einnig annazt hárgreiðslu hennar þennan tíma, sem hún hefur verið heima núna. Kynnti Sigríður hárgreiðslustofuna fyrir fréttamönnunum. Eins og áður segir hefur hárgreiðslustofan nú mjög rúmgóð húsakynni og hefur María hug á að fá snyrti- dömu til þess að setjast að í húsnæðinu og starfa í sam- bandi við hárgreiðslustofuna. Getur það verið mjög þægi- legt fyrir konur að geta fengið bæði hárgreiðslu og snyrtingu í einu. HÁBÆR, veitingahús með nýju sniði opnað í gcer Veizluhúsið HABÆR var opnað í gær að Skólaviiröu- stíg 45. Mun það vera fyrsta veitingahúsið hér á landi, sem einvörðungu er ætlað að hýsa minni veizlur, gestaboð Og lokaða fundi. Húsakynnum að Skólavörðu- stíg 45 hefur verið um bylt og þau innréttuð í samræmi við ströngustu kröfur; minnir húsnæðið nú frekar á góð einkahíbýiil 'en veitingahús, enda ætlun eigenda Hábæjar að taka eingöngu að sér lok- uð samkvæmi og fundj fyrir einstakiinga, fyrirtæki og fé- lög, þar sem menn geta verið algjörlega út af fyrir sig, án minnstu truflunar. Salarkynni eru á 2 hæðum. Á efri hæð er vínstúka, setu- stofa og borðsalur, þar sem rúmast 36 manns. Á efri hæð er salur fyrir fundi og sam- kvæmi, sem tekur 16 manns, og fyigir honum setustofa. Eldhús, búr og vinnslustofa eru í kjallara. Sveinn Kjarval hefur teikn- að innréttingar o.g séð um smíði, en húsgögn eru frá Húsbúnaði hf. Er allt einkar snoturt, án íburðar. Veitingastaðir sem Hábær eru víða starfandi erlendis og þykja ómissandi. Eigandi og veitingamaður er Kristján Sigurðsson, sem numið hefur veitingahúsarekstur í Sviss, en yfirmatreiðslumaður Hall- björn Þórarinsson. Munu þeir Kristján og Hallbjöm leggja áherzlu á framreiðsiu á fyrsta flokks mat eftir óskum við- skiptavinanna. Þess má ennfremur geta, að Hábæjareldhúsið tekur að sér að útbúa hverskonar veizlur .fyrir menn í heima- húsum og sendir út heita rétti, „kalt borð“, smurt brauð o.g snittur. • Haraldur Sigurðsson leystur frá starfi Karlakór Reykjavíkur efnir til fimm samsöngva í Aust- urbæjarbíói fyrir styrktarfé- laga sína og verður fyrsti samsöngurinn á morgun mið- vikudag kl. 7 síðdegis. Á söngskránni verða bæði íslenzk og erlend lög. Ein- söngvarar með kórnum að þessu sinni, verða þau frú Sigurveig Hjaltested, óperu- söngkona, og Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Þau syngja einnig saman nokkra óperudúetta. Söngstjóri er Sigurður Þórðarson og undir- leikari Fritz Weisshappel. Karlakór Reykjavíkur hef- u.r nú eftir 35 ára starf, lagt útí það stóra átak, að festa lcaup á góðu húsnæði fyrir starfsemi sína. Standa vonir til að kórinn geti flutt í þetta nýja félagsheimili sitt þegar kemur fram á sumarið og þannig hafið starfsemi sína í eigin húsnæði með haustinu. öll undanfarin ár hefur hann fengið inni í Austur- bæjarskólanum og Iðnskólan- um og hafa skólastjórar og húsverðir beggja skólanna sýnt kórnum sérstaka velvild í þessum efnum sem kórinn þakkar af heilum hug. Að loknum þessum sam- söngvum mun Karlakór Reykjavíkur syngja íslenzk og erlend lög inn á plötur fyrir grammafónplötufirmað Monitor í New York, en það er sama félagið og kórinn söng fyrir 1960 og hafa þær plötur verið til sölu víða um heim og einnig hjá Fálkanum h.f. í Reykjavík. __________ í danska blaðinu Land og Folk á sunnudag er skýrt frá því að Haraldur Sigurðsson, prófessor í píanóleik við Kgl. danska tónlistarháskólann, hafi verið leystur frá störfum af aldurs sökum. Benson líkaði ekki tónnirm í svari konu sinnar. Hann sagði: „Þessi viðskipti eru í fullkomnu lagi og ég varð að bregðast flljótt við“. „Það er sama, mér geðjast ekki að þessu og ég vil ekki að firmanafnið sé notað í þín- um persónulegu viðskiptum. Benson yppti öxlum. Hann • Miðhús, ný verzl- un á Vesturgötu. Miðhús er nafn á nýrri verzlun sem opnuð hefur ver- ið að Vesturgötu 15. Verzl- unin hefur einkum á boð- stólum barna- og unglinga- fatnað. gat ekkert sagt, því af vissum ástæðum heíntaði hon- um ekki að nota sitt eigið nafn. — Þórður fékk nú skeyti frá yfirboðurum sínum þess efnis að það væri svo gott sem búið að selja „Stariight".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.