Þjóðviljinn - 16.06.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1962, Blaðsíða 5
Leikfélag' Kópavogs Saklausi eftir Arnold og Bach Leikstjóri: Lánis Pálsson Magnús B. Kristinsson, Sigríður Einarsdóttir og B.jiirn Magnússon í hlutverkum sínum. » Jóhanna Axelsdóttir,. Sigurbjörg Magnúsdóttir og Helga Harðafdóttir. (lijósih. Gísli Gestssonj. Það hefur dregizt allt of lengi að geta „Saklausa svall- 'arans“ í Kópavogi, en sá aikunni broslegi náúngi skaut þar upp kollinum í fyrsta s:nn íyrir há’.fum niánuði... þeim til 'bersýnilegrar ánægju sem heyrðu og sáu. Leikfélag Kópa- vogs er skipað tómstundaleik- urum einum 02 ber þess gre'ni- ieg merki — það hefur aðeins starfað í fimm ár og tíðast af dugnaði og lifand; þrótti, en ekki sett markið hátt að sama skapi. Hreinræktaðir farsar, einföld barnaleikrit og saka- málasögur eru helztu víðfangs- efni þess frá öndverðu, en nú virðist sannarlega mál til þess komið að hið unga mannmarga íélag snú; sér öðru hvoru að þrqskavænlegri og stærri verk- efnum. Ég hef áður ög oftlega haid- ið bví fram að skrípaleikir Arno’.ds cg Bachs.og beirra líka haíi eitt sinn verið hre.'n plága á iandi hér og óhófleg. iðkun Iþeirra forðum stefnt framtið jslenzkrar leiklistar í beinan voða; þau mál er algerlega ó- Iþarft að ræða að sinní. Mér kemur ekki heldur til hugar að reyna að segja frá uppistöðu og efni ,-Saklausa svallarans“, enda ógerningur, þar er um að ræða margháttaðan og lítt hugstæðan misskilning að gömlum sið og endalausar flækjur, en hinu ekki að neita að þeíta margþvælda glens er einna skapfe'.Iilegast og öfga- lausast þeirra h'.átursleikja hinna þýzku lagsbræðra sem borið hefur fyrir min augu. Og þess má geta að „Saklausi svallarinn“ var ekki rneðal iþess auðke.vpta gamans sem hamlaði listrænum þroska Leik- félags Reykjavíkur á sínum tíma og veitti því um leið fé í fjárhirzluna —• Emil Thor- qddsen þýddj það handa nem- endum Menntaskólans ár;ð 1932, en ,.Svallarinn“ hefur lif- að allgóðu lífi ae s’íðan hjá leik- félögum áhugamanna í dreifð- um byggðum, ungmennafélög- um, kvenfélögum og stúkum, átt gér langa og eflaust nokk- uð misjafna sögu. Lárus Pálsson er leikstjóri og það kemur manni óneitan- lega dálítið undarlega fyrir sjónir — það var ekki sízt fyr- ir markvissa .framsókn hans og forustu að grínleikir þessir hurfu loks af sviðinu í Iðnó íyrir tve'múr áratúgum. Engu að siður leggur Lárus sanna alúð við starf sitt. nær góðum árangri og' tekst að skapa skemmtilega sýningu þótt við alþekkta örðugleika sé að etja. Leikendurnir ólærðu hafa margt og' gagnlegt af honum lært, enda kunnað vel að meta le'ðsögn hans, borið virðingu fyrir hinum mikilhæfa bjóð- kunna leikstjóra. Nokkur mis- mæli og hik, rangar áherzlur . og viðvaningslegar hreyflngar fylgja jafnan túlkun áhuga- manna, en þessi sýning er snurðulausari og jafnbetri en ég mínnist úr Kópavogi, fram- ganga leikendanna frjálsmann- legri og öruggari en áður, fram- .sögnin markvissari og skýrari; og benda mætti á einstök at- r.'ði sem takast furðulega vel. Nærri ótrúlega marglr hafa komið við sögu Leikfélags Kópavogs á fimm árum, og langflestir stigið þar fyrstu spor sín á sviði, sumir aðeins farið með eitt hlutverk, aðrir fleiri. Magnús B, Kristinsson hefur verið e;nn helzti máttar- stólpi félagsins frá upphafi, og leikur að þessu sinni hinn heimskæna verksmiðjueíganda sem flækjunum veldur og deyr aldrei ráðalaus þótt öllu virð- ist -siglt í strand. Magnús leik- ur. sem fyrr af ósviknum þrótti og er oft skemmtilegur og kim- ínn, en frásögn og hreyfing- ar of einhæfar og minna' helzti mikið á fyrri hlutverk hans; það er eins og bessi dugmikli og geðfeldi leikari þurfi á end- urnýjun að halda. Með hlut- verk frúarinnar fer Arnhildur Jónsdóttir skynsamlega og fremur snoturlega, en er ekki nógu tilþrifamikil og fyndin, á ýmislegt eftir að læra. Þrætu- eplið, dóttur hjónanna. leikur Sigurbjörg Magnúsdóttir og ihefur mikið þroskazt síðan hún var sögumaður i ,,Rauðhettu“ fyrir skemmstu, lagleg og fjör- mikil stúlka búln þokka æsk- unnar. Beztur er þó hlutur sak- lausa svallarans sjálfs. það er Björns Maanússonar, þótt dá- lítið sé túlkun hans misgóð sem eðlilegt er af ungum og lítt vönum áhugaleikara — hann hefur einnig’ -ótvíræðum fram- förum tekið, mjög skýr í máli,. framgangan látlaus og kímn:'n notaleg og ratar til áheyrenda; og vel tekst honum að 'breytast úr feimnum og klaufalegum verzlunarmanni í smábæ í ör- uggan veraldarmann á ytrá borði. Sýnilegá athygli vakti Rósa B. Karlsdóttir í góðu gervi glæsllegrar kvik- myndadísar sem nýtur ein- stæðfar hylli í smábænum þýzka. fríð og fönguleg stúlká. sköruleg í framgöngu og taií og skortir hvorki öryggi né leikgleði. en hefur ekki lelkið áður og ber þess að sjálfsögðu nokkur merki; þar hefur félag- inu bæzt efnilegur liðsmaður að því ætla má. Árni Kárason er hinn hressilegasti sem unn- usti filmstjörnunnar, leikurinn ekki hnökralaus, en öruggari og þróttmeiri en ég minnist frá fyrr.i sýnlngum. Hinsvegar virðist Pétur Sveinsson ekki á réttum stað í sporum kvenna- gullsins. hins auðuga iðjuleys- iugja. túlkun hans er sviplítil og ekk: sannfærandi. Lo.ks er Sigríður Einarsdóttir vinnu- Stúlka og Helga Harðardóttir og Jóhanna Axelsdóttir vin- stúlkur heimasætunnar og -gera allar skyldu sína í þeim smáu og fá'brotnu hlutverkum. Sviðsmyndin, það er stofa verksmiðjueigandans, er verk; Jónasar Bjarnasonar, einföld í sniðum en has’egá gerð o? smekklega, betri leiktjöld hafa tæplega sézt í Kópavogi. O? á þýðingu Emils Thoroddsen er ánægja að hlýða. Á. H.j. Þing framhaldsskóiakennara Níunda þing L.S.F.K. liófst í Gagnfræðaskólanum við Lind- argötu' fimmtudaginn 14. júní kh 20.30. Til þings voru þá komnir 66 fulltrúar víða að af landinu. Þingfcrseti var kjörinn Kristj- án Benediktsson, Reykjavik. en varaforsetar Gunnar Benedikts- son, Hveragerði og Sverrir Páls- son, Akureyri. Þingritarar voru kjörnlr ívar Björnsson og Lýður Björnssqn, Reykjavík, og Jón Böðvarsson, Kópavogi. Friðbjörn Benónýsson. forrnað- ur, flutti skýrslu stjórnar og drag á^ hglztu verkefni pa !ff. sambandsins á siðasta kjörtíma- ■ in. bili. i Halldóra Eggertsdóttir, gja’.cÞ keri, lagð; fram reikninga 'L.S. F.K. Að skýrslum loknum töl- uðu formenn qndirbúningsnefnda þingsins; Ingólfur A. Þorkelssoa fylgdi úr hlaði tillögum um kennaramenntun og kennslu- réttindi. Hörður Bergmann lagðí fram drög að fjárhagsáætlun fyr- r naestu tvö ár. Haraldur Stein- þórsson lagði fram tillögur iaunamálanefndar. Allar þessar nefndir lögðu fram íjölritaðar skýrslur. gem ræddar voru í gær. Telja m': víst, að aðalmál þingsins vúríú kennaramenntunin óg k.fáfarifá"- Skrlfstafa MÁLS og MENNINGAR Laugavegi 18. 3. hœS verður opin í dag fil kL 10 í kvöld til að taka á móti óskrift- um aS afmœlisútgófunni. MÁ L og MENNING í Laugai'dagur 16. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.