Þjóðviljinn - 07.12.1962, Blaðsíða 7
ÞJOÐyiLJINN
Föstudagur 7. desember 1962
SÍÐA 7
Alþjóðamál og alþjóðleg
afstaða flokksins
13. þing Sameiningarflokks
alþýðu, Sósíalistaflokksins lýs-
ir fyllsta 'stuðningi flokksins
við baráttuna fyrir friði, þjóð-
frelsi og sósíalisma, hvar sem
er í heiminum.
Flokkurinn leggur á-
herzlu á
að varðveizla heimsfriðarins er
sameiginlegt höfuðmálefni
alls mannkyns, ofar stjóm-
málalegum markmiðum.
að krafan um stöðvun kjam-
orkusprenginga og skipulega
afvopnun, þ.e. veröld án
vopna, er krafa um, að
mannkynið megi lifa áfram
á jörðinni,
að um þessa kröfu verða allir
ábyrgir, og heiðarlegir menn
að sameinast, hvar í flokki
sem þeir standa og hversu
mjög sem þá kann að greina
á í öðrum málum.
Flokkurinn áréttar
að varanleg trygging friðar ei
bá fyrst hugsanleg, er réttur
hverrar þjóðar til óskerts
fullveldis og hagnýtingar
auðlinda sinna í eigin þágu
verður viðurkenndur í orði
og « borði sem lögmál i sam-
skiptum ríkja,
að fullur sigur í þjóðfrelsisbar-
áttu nýlendna og hálfný-
lendna gegn arðránsaðstöðu
auðhringa Vestur-Evrópu og
Bandarikjanna er skilyrði
tryggs friðar í heiminum.
Flokkurinn minnir
enn á
að raunhæf barátta fyrir var-
anlegum friði hlýtur jafn-
framt að beinast gegn þjóð-
félagslegum orsökum styrj-
alda,
að þjóðfélagshættir auðvalds-
skipulagsins, sem gera taum-
laust kapphlaup um gróðann
að lögmálsbundnu hreyfiafli
þjóðfélagsþróunarinnar og
fela í sér ósættanlegar stríð-
andi hagsmunaandstæður,
eru sem dæmin sanna, sízt
að heimshreyíing sósíalismans
hlýtur að líta á varðveizlu
heimsfriðarins sem æðsta
verkefni sitt nú og gera sér
ljóst, að öllu varðar t .
hindra það, að fjörbrot auð-
valdsskipulagsins leiði eyð-
ingu kjamorkustyrjaldar yf-
ir heimsbyggðina,
að styrkur sósíalismans er
styrkur friðarins.
13. flokksþing Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokks-
ins, heitir á Islendinga alla að
leitast við hver og einn að gera
sér grein fyrir þeirri þróun, sem
fram fer í heiminum þessi ár,
varast moldviðri áróðursins, en
beita eigin skynsemi til for-
dómalausrar, rökstuddrar skoð-
anamyndunar.
Ljóst er, að höfuðþættir í al-
þjóðlegri framvindu síðustu ára
og stöðu heimsmálanna nú eru
þessir:
IRíki sósíalismans eflast
• jafnt og þétt, efnahagslega
og stjórnmálalega. Ráðstjómar-
ríkin eru þegar komin fram úr
helztu auðvaldsríkjunum á
ýmsum mikilvægustu sviðum
vísinda og tækni, og á
næstu árum er þess að vænta,
að ríki sósíalismans neyði auð-
valdsríkin til harðrar sam-
keppni um lífskjör alþýðu.
t fl,es,turp,sQsíalistísku ríki.un_
um hefur jafnframt átt sér
stað augljós þróun frá harð-
neskjulegum aðferðum fyrsta
skeiðs alræðis öreiganna til
mildari beitingar ríkisvaldsins
og aukins frjálsræðis einstak-
linganna í samræmi við dýr-
þátturinn í utanríkispólitík
helztu auðvaldsríkja Evrópu og
N-Ameríku verið sá, að tryggja
auðhringunum örugga aðstöðu
til arðráns í hinum vannærðu
heimshlutum.
Stjórnarfarslegt sjálfstæði
hinna vannærðu þjóða hefur
enn sjaldan nægt til að leysa
þær af klafa auðhringanna.
Nýlenduherrarnir beita öllum
ráðum til að halda í efnahags- '
leg tök í fyrri nýlendum og
hálfnýlendum. Hin nýja ný-
lendustefna vegsamar sjálfstæði
þjóðanna í orði, en neytir allra
bragða til að tryggja það, að
innlend stjórnarvöld fyrri ný-
lendna séu auðhringunum und-
irgefin og hefjist ekki handa
með raunhæfar aðgerðir til út-
rýmingar á örbirgð, fáfræði og
sjúkdómum með þjóð sinni.
í rómönsku Ameríku, einu
auðugasta svæði jarðar, þar
sem Bandaríkin hafa um ára-
tugi beitt þessari tegund ný-
lendustefnu, er meðalaldur
manna nú lægri en var í ríki
hinna fornu Rómverja. Það er
gegn þessari glæpsamlegu kúg-
un nýlendustefnunnar nýju,
sem þjóðfrelsisbarátta þjóða
Asíu, Afríku og rómönsku
Ameríku beinist fyrst og fremst
í dag.
Og það er styrkur og áhrifa-
vald sósíalismans í heiminum,
sem styður að sigri þeirra i
þeirri baráttu, sem áður virtist
vonlaus. Ljós sönnun þessa eru
frækilegir sigrar byltingarinnar
á Kúbu, og víst er, að ekki
fögnuðu Alsírbúar í ár ný-
fengnu frelsi, ef frönsku ný-
lenduherrarnir og vopnabræður
„Gamla nýlendukerfið er að kalla liðið undir lok, og stöðugt fjölgar þeim fyrrverandi nýlendu-
þjóðum, sem öðlazt hafa stjórnarfarslegt sjálfstæði.” Myndin er frá Bamako, höfuðborg Afríku-
ríkisins Malí. Menn ganga til starfa við trumbuslátt að því að bæta og fegra borg sína.
til þess íallnir að tryggja
mannkyni frið og líf,
að raunhæfar vonir um útrým-
ingu styrjalda og frekari
þróun hljóta að vera bundn-
ar við afnám þessara þjóðfé-
lagshátta,
að baráttan fyrir samvirku,
stéttlausu þjóðfélagi sósíai-
ismans, sem einbeitir vísind-
unum til að losa manninn af
klafa hungurs, fáfræði og
sjúkdóma, er jafnframt bar-
áttan fyrir íriðvænlegri
heimi.
keypta lærdóma af sögu liðinna
ára.
2Gamla nýlendukerfið er
• að kalla liðið undir lok og
stöðugt fjölgar þeim fyrrver-
andi nýlenduþjóðum, er öðlazt
hafa stjórnarfarslegt sjálfstæði.
Flest hinna nýju ríkja hafa
tekið upp hlutleysisstefnu og
hafa áhrif hlutlausra ríkja á
alþjóðavettvangi farið stöðugt
vaxandi og þau átt mikinn þátt
í að hamla gegn spennu og
styrjaldarhættu kalda stríðsins.
Lengi hefur einn veigamesti
þeirra í Atlanzhafsbandalaginu
fengju að móta heiminn i sinni
mynd.
3Auðvaldsríkjunum hefur
• um sinn tekizt að komast
hjá djúptækum viðskiptakrepp-
um og stórfelldu og almennu
atvinnuleysi og þá m.a. vegna
síaukinnar vígbúnaðarfram-
leiðslu. 1 Bandaríkjunum er
allri áróðurstækni nútímans
beitt með góðum árangri til að
rugla og svæfa dómgreind
manna og tryggja fullkomin yf-
irráð auðmannanna yfir hugs-
un fólksins og félagslegum at-
höfnum þess. Þannig verður
lýðræðið skrípamynd, og í stað
aukinnar menntunar og menn-
ingar alþýðu dafnar hvers kon-
ar afsiðun og ómenning í slóð
taumlausrar auðdýrkunar.
Síðustu ár hafa lífsviðhorf
dollarasiðferðisins einnig átt
nokkru gengi að fagna í ýms-
um ríkjum Vestur-Evrópu. Ráð-
andi auðmannastétt sér augljós-
an hag sinn í því að verja stór-
kostlegum fjárfúlgum til að
einbeita öllum áróðurstækjum í
því skyni að móta hugi alþýð-
unnar. Reynt er að brjóta niður
samtök verkalýðsins með því
að sljóvga skilning einstak-
linganna á mætti og gildi sam-
takanna og æra fólk frá allri
skynsamlegri íhugun
Þessi máttur áróðursins er
einn skýrasti drátturinn í á-
sýnd nútímaauðvaldsþjóðfélags
og gerir hið marglofaða lýð-
ræði oft á tíðum lítið meira en
form eitt. 1 Frakklandi og
Þýzkalandi á sér auk þess stað
greinileg þróun til einræðis og
fasisma, en einmitt þessi ríki
hafa forystu um að steypa mest-
um hluta Vestur-Evrópu saman
í eina stjórnmálalega heild til
tryggingar yfirráðum auðstétt-
arinnar heima fyrir, til að
styrkja sig gagnvart sósíalist-
ísku ríkjunum og síðast en ekki
sízt til samræmdra aðgerða í
því skyni að tryggja áfram
efnahagsleg undirtök í nýlend-
um og nýfrjálsum ríkjum.
En jafnframt því sem auð-
mannastéttin neytir allra ráða
til að tryggja valdaaðstöðu sína
neyðir óttinn við sósíalismann
valdhafana oft til nokkurs und-
anhalds í baráttunni gegn við-
leitni fólksins til að halda uppi
bærilegum lífskjörum.
Sameiningarflokkur alþýðu,
Sósíalistaflokkurinn, minnir á,
að hagsmunir alþýðu allra landa
eru sameiginlegir og bönd sósi-
alistískrar alþjóðahyggju tengja
flokkinn hugsjónalega sósíalist-
ískum verkalýðsflokkum ann-
arra landa.
Flokkurinn minnir jafnframt
á, að eins og segir í stefnuskrá
flokksins er hann „óháður öll-
um öðrum en meðlimum sínum
íslenzkri alþýðu“.
Fámenni þjóðarinnar hlýtur
að setja mark sitt á afstöðu
sósíalistísks flokks á Islandi til
alþjóðlegs samstarfs. Víða um
heim er baráttan fyrir þjóð-
frelsi og sósíalisma samtvinn-
uð. Hvergi er slíkt þó sjálf-
sagðara en hér.
Það er styrkur hinnar sósíalist-
ísku hreyfingar á Islandi, sem
sker úr um það, hvort íslend- *''
ingar varðveita og efla á kom-
andi árum efnahagslegt, póli-
tískt og menningarlegt sjálf-
stæði sitt, eða hvort niðjar okk-
ar á næstu öld verða síðasta
kynslóð íslenzkra manna.
Og það er árangurinn í þjóð-
frelsisbaráttunni fyrir óháðu og
raunverulega fullvalda þjóð-
ríki á Islandi, sem sker úr um
það, hvort hugsjón frumherja
sósíalismans á Islandi um sam-
virkt, stéttlaust samfélag ís-
lenzkra manna — byggt á þús-
und ára menningararfleifð
feðra okkar — veiður veruleiki
eða gleymd hugarsýn.
Því er það, að barátta flokks-
ins fyrir sósíalisma og fyrir
þjóðfrelsi hljóta að fylgjast að.
Flokkurinn gerir sér ljósa
grein fyrir því, hvað við liggur,
að hann ræki sem bezt forystu-
„Ljós sönnun (um) . . . áhrif&vald sósíalismans í hciminum . . .
eru frækilegir sigrar byltingarinnar á Kúbu . . . Og víst er að
ekki fögnuðu Alsírbúar í ár nýfengnu frelsi, ef frönsku nýlendu-
herrarnir og vopnabræður þeirra í Atlanzliafsbandalaginu fengju
að móta heiminn í sinni mynd.” Myndin er af Fidel Castro
(t.h.) og Ben Bella (í miðið) í Havana i haust. Dorticos Kúbu-
forseti er til vinstri.
hlutverk sitt í átökunum um
framtíð íslenzku þjóðarinnar.
Mikilvægi þess hlýtur að móta
baráttuaðferðir flokksins og
marka honum sérstöðu meðai
sósíalistískra verkalýðsflokka
heimsins.
Flokkurinn vill læra af sigr-
um og mistökum sósíalistískra
verkalýðsflokka og þjóðfrelsis-
hreyfinga, hvar sem er í heim-
inum, og fylgjast með starfi
þeirra, svo sem aðstæður leyfa.
Flokkurinn leggur áherzlu á,
að leiðina til sósíalisma á Is-
landi verð.a íslenzkir sósíalistar
sjálfir að marka og feta við
þær sérstöku sögulegu og þjóð-
félagslegu forsendur, sem okk-
ur eru búnar. 1 því efni ber að
varast oftraust á erlendum fyr-
irmyndum, enda þótt ákveðin
sameiginleg undirstöðu-einkenni
gildi um mótun sérhvers sósíal-
istísks þjóðfélags.
Flokkurinn telur, að íslenzk-
um sósíalistum sé rétt og skylt
að fræða almenning um baráttu
og framkvæmd sósíalismans er-
lendis, þá sigra, sem þar hafa
unnizt og þær framfarir, sem
orðið hafa — og vega þannig
gegn hatursáróðri andstæðing-
anna.
Jafnframt beri íslenzkum sós-
íalistum að gagnrýna það, sem
þeim virðist rangt atferli hjá
stjórnum . sósíalistískra ríkja,
hvert þeirra sem í hlut á, Sós-
íalisminn stendur nú föstum fót-
um, og eðlilegt er að sósíalistar
skiptist opinberlega á skoðun-
um um tiltekna atburði eða
þætti í framkvæmd sósíalism-
ans í einstökum ríkjum. Skyn-
samleg gagnrýni er jákvæð.
Leggja verður áherzlu á, að
við mat á þróun mála í ríkjum
sósíalismans hljóta sósíalistar
sem endranær að beita aðferð
óhlutdrægrar sagnfræðilegrar
rannsóknar á marxistískum
grundvelli.
Flokkurinn í heild kveður
ekki upp dóma í ágreinings-
málum erlendra sósíalista, en
heitir á alla íslenzka sósíal-
ista að fylgjast vandlega með
þróun sósíalismans í veröldinni,
leggja sjálfstætt og raunsætt
mat á framvindu síðustu ára,
skiptast á skoðunum, en láta
hugsanlegan ágreining í mati á
erlendum atburðum á engan
hátt hindra þá órjúfandi sam-
stöðu, sem er skilyrði sigurs
í baráttunni fyrir þjóðfrelsi og
sósíalisma á Islandi.
Umsóknir
um styrk
úr elli- og ekknastyrktarsjóði Trésmiðafélags Reykjavík-
ur þurfa að berast skrifstofu félagsins fyrir 12. þ. m.
1 umsókn þarf að tilgreina fjölskyldustærð svo og tekjur
og efnahag umsækjanda,
STJÓRNIN.
*.
i
t
4
t
i