Þjóðviljinn - 08.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1962, Blaðsíða 12
Ný bók eftir Jóhannes Helga Hinhvítusegl t)t er komin ný bók cftir Jó- hanncs Hclga, „Hin hvítu segl“, cndurminningar Andrésar P. Matthíassonar sjómanns. Bókin er í stóru broti, Jón Engilberts hefur gert skreyting- ar í hana, en Atli Már teiknað kápuna. Líklega munu margir telja ,.Hin hvítu segl“ með sérstæð- ustu sjómannabókum sem út hafa komið hérlendis. Andrés P. Matthíasson hefur sótt sjó irá unglingsaldri, fyrst 'nér heima á nær öllum jerðum skipa en síðar á erlendum farskipum, m.a. stórum seglskipum sem nú eru úr sögunni. Sigldi Andrés um flest heimshöf, kynntist fjöl- mörgum og hefur frá mörgu að segja. Aðalfundur Fé- lags íslenzkra Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn nýlega. I stjórn voru kosnir: Sigurður Sigurðsson formaður, Hörður Ágústsson ritari og Val- týr Pétursson gjaldkeri. I sýn- i:igarnefnd félagsins voru kosn- ir eftirtaldir menn: Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðs- son, Magnús Á. Árnason og Guðmundur Benediktsson. Full- trúar á aðalfund Bandalags ís- lenzkra listamanna voru kjörnir þeir Sigurður Sigurðsson, Jó- hannes Jóhannesson, Karl Kvar- an, Kjartan Guðjónsson og Hörður Ágústsson. Kosið í Sjó- um helgina Stjómarkjöri í Sjómannafélagi Reykjavíkur verður haldið áfram nú um helgina. 1 dag, laugardag, er kosið kl. 10—12 árdegis og 2—9 síðdegis, en á morgun, sunnudag, kl. 2—7 síðdegis. Kos- ið er í skrifstofu félagsins, Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sjómcnn! Notið tækifærið og kjósið í dag eða á morgun. Hrist- um af okkur oki landliðsherr- anna. X B. Hækkaðar álðgur sam- dráttur í framkvæmdum • Á fundi borgarstjórnar í fyrradag var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1963 til fyrri umræðu eins og frá var sagt hér í blaðinu í gær en samkvæmt frum- varpinu að henni eiga útsvör og álögur á almenning að stórhækka jafnframt því sem verklegar framkvæmdir munu dragast saman. Geir Ilallgrímsson borgarstjóri flutti alllanga greinargerð fyrir írumvarpinu og rakti tölulega breytingar á einstökum liðum tjárhagsáætlunarinnar frá síð- asta ári. Var helztu niðurstöðu- talna frumvarpsins getið hér í blaðinu í gær. Að lokinni framsöguræðu borg- arstjóra tók Guðmundur Vigfús- son til máls og drap á nokkur helztu atriði fjárhagsáætlunar- arinnar en sagði jafnframt að fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn myndu ræða nánar um einstaka liði hennar við síð- ari umræðu og flytja þá breyt- ingartillögur og ályktunartillög- ur. Guðmundur benti á, að sam- kvæmt fjárhagsáætluninni ættu útsvör nú að hækka um 53.5 milljónir króna eða nær 27% og sýndi þetta stóra stökk, að stjómarvöldin væru algerlega búin að missa tökin á þróun- mni í efnahagsmálum landsins. Afieiðing viðreisnarinnar hefði orðið sú, að kaupmátt- ur tímakaups vcrkamanna hefur Iækkað um 20% síðan 1959 eða á aðeins þrem ár- um en á sama tíma hefðu niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar Reykjavíkur hækkað úr 254,8 millj. í 409 milljónir eða um 154.2 milljónir. Er það 60% hækkun. Framlag borgarinnar til verkiegra framkvæmda hefur hins veg- ar aðcins aukizt um 50% frá 1959. Þá rakti Guðmundur hvemig borgarstjómarmeirihlutinn hef- Saga íslenzkra ornbókmennta Komið er út fyTsta hefti Sögu íslenzkra fornbók- mennta eftir Einar Ólaf Sveinsson prófessor, og er það nóvemberbók Almenna bókafélagsins. Desemberbók fé- lagsins er rit um helztu trúarbrögð mannkyns í útgáfu 3igurbjamar Einarssonar biskups. Einar Ól. Sveinsson. Framkvæmdastjóri AB, Bald- vin Tryggvason, kynnti þessar lokabækur félagsins á árinu fyr- ir fréttamönnum í gær. Kvaðst hann vilja fullyrða að ekki hefðu öðru sinni komið út tvær jafn- merkar bækur hjá AB. öld eftir Einar Ólaf er fyrsta íslenzkar bókmenntir í forn- bindi af þremur, sem eiga að fjalla um íslenzkar bókmennt- ir frá upphafi framyfir lok þjóð- veldisins. Bindið sem út er komið er 560 blaðsíður og skiptist í þrjá þætti. 1 inngangi er fjallað um upphaf íslenzks þjóðfélags og íslenzkra bókmennta og rúnir á víkingaöld. Annar þátturinn, „Yfirlit um kveðskap“, greinir frá fomum rótum íslenzks kveð- skapar, tegundum hans og flutn- ingi, bragfræði, orðfæri og nátt- úrulýsingum. Lengsti þáttur bókarinnar, 355 blaðsíður, fjallar um Eddu- kvæði, þar sem rætt er um aldur þeirra, heimkynni, varð- veizlu, trú og trúarbaráttu, og loks um hvert einstakt kvæði. Bókin Helztu trúarbrögð heims fjallar um kristindóm, gyðing- dóm, múhameðstrú, búddadóm, kínverska speki og hindú^sið. Þetta er myndabók, upphaflega sérprentun úr bandaríska ritinu Life, og hefur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup séð um ís- ienzka textann I þessa útgáfu. ur tekið þátt í að eyðileggja árangur kaupgjaldsbaráttu verka- lýðsins á undanfömum árum jafnóðum með hækkun á út- svömm svo og þjónustu og gjöld- um og minnti í því sambandi á hinar tíðu gjaldskrárhækkanir fyrirtækja borgarinnar er í mörgum tilfellum hefðu verið ónauðsynlegar. Væri þetta liður i sókn afturhaldsins á hendur launastéttunum og ætti að sýna þeim, að launahækkanir væru tilgangslausar. Guðmundur ræddi þessu næst nokkuð um fjármálastjóm borg- arinnar. Benti hann á, að lítil merki væri sjáanleg um spamað i rekstri. Samkvæmt fjárhags- áætluninni ætti skrifstofukostn- aður hjá 9 borgarfyrirtækjum að hækka samtals um 3 milljónir 674 þúsund krónur frá yfirstand- andi ári, þar af á skrifstofukostn- aður Rafmagnsveitunnar einnar ssman að hækka um 1 milljón 328 þúsund krónur og á sú mikla hækkun að leggjast beint á almenning í hækkuðu raf- magnsverði. Verklegar framkvæmdlr í ólestri Guðmundur sagði, að verkleg- ar framkvæmdir hjá Reykjavík- urborg væru að meira og minna leyti í ólestri, enda stæði skipu- lags- og verkfræðideildin uppi mannalaus, þar sem borgar- stjómarmeirihlutinn hefði hrak- ið starfslið hennar burt með ó- rðlegheitum í kjarasamningum. Væri þetta eitt af verstu verkum borgfstjómarmeirihlutans, því vel skipulagt tæknikerfi væri grundvallarskilyrði fyrir góðum rekstri borgarfélagsins. Benti Guðmundur í þessu sambandi á ófremdarástandið í gatnagerðar- málunum. Jafnframt sýndi Guð- mundur framá, að samkvæmt fjárhagsáætluninni vantaði 12—13 milljónir króna til þess að staðið væri við gatnagerðar- áætlunina, er samþykkt var á þessu ári. Framkvæmd þeirrar áætlunar svifi í lausu lofti þar sem tillögum Alþýðubandalags- ins um að afla fjár til fram- kvæmdar hennar með sérstöku gatnagerðargjaldi á fasteignir i miðbænum hefði ekki verið sinnt heldur ætti að afla þeirra með útsvörum á almenning. Samdráttur í bygginga- framkvæmdum Að lokum drap Guðmundur á framlag til skólabygginga og Byggingarsjóðs. Sagði hann, að það væri algerlega óraunhæft eins og ástandið í skólabygginga- málunum væri, að hækka fram- lagið aðeins um 7%. Þó kastaði fyrst tólfunum, að framlagið til Byggingarsjóðs ætti ekkert að hækka, en það þýddi að færri íbúðir væru byggðar en áður. Ábyrg borgarstjórn hefði þvert á móti þurft að auka framlag- ið til íbúðabygginga borgarinn- ar vegna samdráttar í íbúða- byggingum undanfarin ár. „ Heilabúið " á fímmtu hæð Þeir Flugfélagsmenn segja sjálfir að „heili“ farpantana- og söludeildar félagsins sé á fimmtu hæð í Lækjargötu 2, stórhýsi Nýja bíós þar sem áður var Iðnaðarbankinn. Og þarna í „heilabúinu“ fann myndasmiðurinn þessa föngu- legu stúlku og tækið, sem hún situr við, einfalt að sjá eins og ritvél en hið mesta þarfa- þing þegar nánar er að gætt. Stúlkan heitir Arnfríður Ing- varsdóttir og þingið er svo- nefnt TELEX-tæki, sendi- og móttökutæki sem er í sam- bandi við söluskrifstofur Flugfélags Islands erlendis, svo og önnur flugfélög og margar ferðaskrifstofur. Söluskrifstofa F.I., sem und- anfarin 17 ár hefur verið í Lækjargötu 4, er sem sagt flutt í stór og vistleg húsa- kynni í næstu byggingu. Hef- ur breyting þessi í för með sér bættar aðstæður fyrir starfsemina og ætti að stór- bæta þjónustu við innlenda og erlenda íarþega og aðra viðskiptamenn Flugfélagsins. I söluskrifstofunni í Lækj- argöfcu vinna að jafnaði 8—10 manns og er Birgir Ölafsson skrifstofustjóri. Á götuhæð er afgreiðslusalur, þar sem seldir eru farseðlar, bæði með flug- vélum F.l og vélum annarra félaga hvert sem er í heim- inum. Á 2. hæð verður upp- lýsingaþjónusta fyrir farþega og aðra sem til skrifstofunn- ar leita og þar mun farþega- afgreiðsla einnig fara fram eftir því sem þörf gerist. Á 5. hæð hússins er svo farþega- pantanadeild félagsins stað- sett, „heilinn“ sem fyrr seg- ir. Hækkun SVR far- gjalda samþykkt Á borgarstjórnarfundinum í fyrradag var tillagan um hækk- un gjaldskrár Strætisvagna Reykjavíkur til umræðu og af- greiðsiu .Hefur tillögu þessari áður verið lýst hér í blaðinu en bún felur í sér 25—36% hækkun fargjalda fullorðinna innanbæj- ar og allt upp í 60% hækkun fargjalda á Lögbergsleiðinni. • Hér gefur að líta skemmtilega mynd frá Canal Grande í Feneyjum, en spumingin er, hver siglir hér einhvern eftirmiðdag á útmánuðum í þessari glaðværu borg. • Verður það þú, lesandi góður? • En þá er líka vissara að gera þegar skil í Skyndi- happdrætti Þjóðviljans til þess að hreppa þriðja aukavinninginn, sem er 25 til 30 daga ferð til Evr- ópu. • Það verður dregið eftir tvo daga. • í dag er skrifstofa happdrættisins opin á Þórs- götu 1, frá kl. 10 til 12 og 1 til 4. Dregíð eftir 2 dar ! FuIItrúar Alþýðubandalagsins fluttu tillögu er miðaði að því að draga nokkuð úr hækkun- inni á farmiðagjöldum og á far- gjöldum á Lögbcrgsleiðinni en hún var felld af mcirihluta borg- nrstjórnar og hækkunartillögurn- ar samþykktar óbreyttar. Samkvæmt þessu hækka nú cinstök fargjöld fullorðinna upp í kr 3.00 eða 33.33% og fyrir 50 krónur fást nú aðeins 22ja miða spjöld í stað 30 miða áður. Er það 36% hækkun. Barna- miðar hækka einnig um 20—25%, eða í kr. 1.25 cinstakur miðí og kr. 10 10 miða spjaldið. Sex sækja um prófessorsemb. Umsóknarfrestur um prófess- orsembætti í bókmenntum við heimsspekideild Háskólans rann út s.l. miðvikudag, 5. þ.m. Um- sækjendur eru: Bjarni Einars- son, cand mag., kennari, Reykja- vik, Bjami Guðnason, mag art^ menntaskólakennari, Reykjavík, dr. Bjöm Sigfússon, háskóla- bókavörður, Reykjavík, dr. Finn- bogi Guðmundsson, menntaskóla- kennari, Hafnarfirði. dr. Har- aldur Matthíasson. ’ ■-ntaskóla- kennar, Laugarvatn. eg Hermann Pálsson, cand mag., lektor Edin- borg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.