Þjóðviljinn - 08.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 8. desember 1962
CHARLOTTE
ARMSTRONG:
GEGGJUN
vissara að gera aðvart. Þá gseti
Nell ekki leikið sakleysingja
gagnvart henni.
Augu hans voru farin að venj-
ast myrkrinu núna. Hann gat
séð að rúmið sem fjær var, var
óhreyft. Litla stúlkan hlaut að
sofa í hinu rúminu.
f>að var undarlegt að hún
skyldi ekki vakna meðan hann
slóst við villidýrið. Það hafði
ekki gengið hljóðlega fyrir sig.
Rúmið var undarlega flatt.
Hárin risu á höfði hans.
Hann Iseddist innar í herbergi
númer 809. Hún var auðvitað
ósköp lítil stúlka og það fór
ekki mikið fyrir henni í rúmi.
Hvað vissi hann svo sem um
það? Hann — já. hann hafði
víst aldrei séð sofandi barn.
Hann vissi ekki hvort þau voru
fyrirferðarmikil undir ábreiðun-
um Það var engin lítil stúlka
í rúminu.
Hann leit á gluggann og hann
sundlaði. Svo heyrði hann eitt-
hvert þrusk niðri við gólfið.
Hann kraup niður í bilinu
miili rúmanna. Hann fálmaði í
blindni. Eitthvað hreyfðist þama.
Hann hefði viljað kveikja Ijós
en þorði það ekki. Hann fann
litla, kalda.. . . var það öxl?
Já því að hann þreifaði líka
á mjúkri fléttu. Hann þreifaði
eftir andlitinu heitum vörunum
og hlýjum anda, en þess í stað
varð fyrir honum eitthvert tau.
Æ. þessi bölvuð. viðbjóðslega,
andstyggilega . . . hún hefur
bundið og keflað telpuna. Æ.
vesaMnourinn litli . . .
— Bunný.. . hvíslaði hann.
— Bunný Jones . Æ Bunný,
auminginn litli. Hlustaðu nú á.
Ég vildi sízt af öllu gera þér
mein. Hendur hans komu við
ökla hennar. Þeir voru bundnir
saman. Úlnliðirnir líka. Og sjálf-
sagt hafði sokk verið troðið upp
í hana.
— Datztu út úr rúminu? M,ér
þykir þetta svo leitt. en nú
verðurðu að vera alveg graf-
kyrr
En hamingjan góða hvernig
átti hún að geta verið graf-
kyrr. ef hann leysti hana o.g
tæki tuskuna útúr henni. Það
væri óhjákvæmilegt að hún færi
að gráta. Það vissi hann. Því-
líka sjálfsstjóm hafði hún ekki
til að bera. Hún fseri að gráta,
— myndi reka upp öskur um
leið og hún gæti það
En það mátti hún ekki. Ann-
ars kæmist hann aldrei burt
héðan.
Hvað átti hann þá að gera?
Hugsanirnar liðu um heila hans
eins °g skelkaðir gullfiskar í
keri.
Atti hann að taka hana með
sér eins og hún var? Taka hana
með sér . . já. og hlaupa fram-
hjá konunum tveimur við hinar
dyrnar með barnið á öxlinni. Þá
yrði hann áreiðanlega dæmdur
fyrir tilraun til að nema hana
á brott.
Nei það var tiigangslaust.
Hann settist á hækjur. Hann
reyndi að hugga litlu telpuna
með þvi að strjúka henni um
hárið. Hann hugsaði með köldu
raunsæi: „Nú er illa komið fyr-
ir þér, Jed Towers.“
En svo komst aftur hraði á
hugsanir hans og i hálfgildings
skelfingu hugsaði hann: ,.nei . . .
nei, ég verð bæðj að bjarga
baminu og komast burt héðan
sjálfur."
BjargaSu sjálfum þér, Jed
Towers. Það gerir enginn ann-
ar. Hans eigin orð birtust hon-
um eins og leiðarstjarna, eins
og varða.
Notaðu þá heilann! Barninu
verður ekki gert meira mein en
þegar er orðið. Konan þarna
frammi hefur taumhald á Nell.
Og sjálfur ætlaði hann að gera
aðvart niðri. Og hvaða máli
skiptu fimm mínútur . . . fimm
mínútur .. .
Hann kraup á gólfinu í myrkr.
inu og heyrði hávaða stórborg-
arinnar. heyrði gnýinn rísa og
hniga eins og öldur á hafi. jafn
eirðarlaust, jafn síbreytilega og
þó stöðugt. Og hann sá sjálfan
sig eins og spón sem fleygt
hafði verið út í þetta haf. rek-
ast á annan spón. snúast í
hring og skiljast aftur. og svo
var hann allt í einu sundmaður
sem tók sundtök og reyndi að
bjarga sér burt.
Þegar hann væri kominn
burt. hver fengi þá nokkru
sinni að vita um þetta? Hann
sæi aldrei þetta ókunnuga fólk
framar.
Hann beygði sig fram og
hvíslaði: — Ég er hræddur um
að þú farir að gráta ef ég tek
frá munninum á þér og ég'skil
það ósköp vel. Ég er bara
hræddur um að þú getir ekki
'stillt þig um það Því að við
megum ekki gera neinn hávaða
núna. Nú fer ég niður og næ
í hjálp. Sæki hann pabba þinn.
Hann þreifaði eftir litla hjart-
anu sem barðist svo ótt. — Ég
skal sækja hann pabba þinn,
bfaði hann. — Þú þarft bara
að vera kyrr svolitla stund enn.
Þá er allt búið. Hann lyfti henni
ekki upp í rúmið. því að hún
var betur falin þama niðri.
— ýg er vinur þinn, sagði hann
út í bláinn og notaði orð sem
hann hafði einhvern tíma lesið
■ drengjabók.
Hann reis á fætur og gekk
hljóðlaust til dyra.
15. KAFLI
— Ég sá, sagði ungfrú Ball-
ew með þeirri nákvæmni sem
henni var eiginleg, — að barnið
sat uppi i rúminu og einhver
vera nálgaðist sem byrjaði sýni-
lega að berjast við hana Svo
hætti gráturinn snögglega . Og
hér ættuð því að skilja, að ég
á rétt á skýringu, sagði hún í
skyndi. — Ég trúi bví ekki. bætti
hún við með ákafa til að reyna
að leyna því að rödd hennar
fór að titra. — að fullorðin
manneskja geti nokkurn tima
beitt bam ofbeldi. Hvað gerðuð
bér eiginlega?
Ntll var syfjuleg.
— Svarið mér. sagði ungfrú
Ballew reiðilega — Ef það vor-
uð ekki þér. hver var það þá?
— Þér sögðust hafa séð .
Það var ko.minn ósvífnissvipur á
andlit stúlkunnar, frekja sem
hún varð að sigrast á.
Ungfrú Ballew sagði kulda-
’ega: — Já. ég sá einhvem að-
hafast eitthvað sem kom mér úr
jafnvægi. Ég ráðlegg yður að
hleypa mér inn undir eins svo
ég geti séð þetta bam (En nú
var hún aftur orðin hrædd.
Hana sundlaði af skelfingu).
Dyr — vinstra megin við hana
og hægra megin við stúlkuna —
opnuðust og lokuðust aftur i
skyndi. Karlmaður var kominn
fram á ganginn og framhjá ung-
frú Ballew, næstum áður en hún
gat snúið til höfðinu. Með löng-
um, einbeittum skrefum hvarf
hann fyrir hornið.
Þetta gerðist svo snöggt. svo
óvænt, svo laumulega, að henni
fannst sem hún hefði séð hann
ranghvolfa augunum í flýtinum.
— Hver var þetta? Fæturnir
voru alveg að svíkja hana.
Það var eins og unga stúlk-
an væri ð sleppa sér af reiði.
—- Segið mér það undir eins!
hrópaði ungfrú Ballew o.g rétti
út höndina til að hrista þenn-
an undarlega kvenmann.
Um leið og hún snerti stúlk-
una féll hún alveg saman.
— Ó . . . ó, sagði hún. — Ó .. .
og studdi handleggnum að dyra-
stafnum og huldi andlitið upp
við hann. — Ó. ég var svo
hrædd! Ó, þakka yður fyrir. Þér
hafið frelsað mig.
— Hvað þá?
— Það var þessi . . maður!
sagði Nell svo lágt að varla
heyrðist.
— Já. en hann hlýtur að hafa
komið útúr næsta herbergi .. .
já. nú skil ég að hann kom
þaðan Úr herbergi bamsins.
— Já. já. volaði Nell. Skilj-
ið þér þetta þá? Hann var
þarna inni allan tímann. Hann
sagði. að ef ég kæmi yður
ekki burt . . ó.
— Guð minn góður, sagði ung-
frú Ballew veikum rómi.
— Hann sagðist ætla að . ..
Nell studdi sig upp að hurðinni
eins og hún væri í sárustu
neyð.
Ungfrú Ballew rétti út hönd-
ina og studdi sig upp við vegg-
inn, hana sundlaði svo mikið.
— Hann ruddist hingað inn.
Hann var svo hræðilegur, hróp-
aði Nell. — Og svo sterkur. Nú
gægðist hún fram undan hand-
leggnum. — Ég vissi ekki hvað
ég átti að gera.
Það var dauðaþögn 1 gangin-
um og ungfrú Ballew rejmdi að
herða sig upp, svo að hún ylti
ekki um koll. Maður heyrði sagt
frá svona löguðu, maður las um
það og maður óttaðist það alla
ævi, en það var ekki oft sem
raun ... en bessi hræðilegi mað- j
ur var raunverulegur.
— Ég gat ekki gert neitt. j
Voluleg rödd stúlkunnar rauf
þögnina. — Ég gat það ekki . . .
ég er ekki svo sterk.
— Já. en nú kemst hann und-
an, stundi ungfrú Ballew. Gegn-
um skelfingarþokuna heyrði hún
dyrnar að brunastiganum opn-
ast og lokast. Þetta var voða-
legt, hugsaði hún. Þetta var
hneyksli! Að annað eins og þetta
skyldi geta komið fyrlr ... á
heiðarlegu gistihúsi . . . það mátti
ekki láta óátalið! Reiðin léði
henni þrek. hún beit á vörina.
herti upp hugann og gekk inn
! herbergið framhjá stúlkunni.
Hún hagræddi þreknum
kroppnum á rúminu o.g tók sim-
ann.
Við skiptiborðið niðri færði
Roehelle Parker bróstsykurs-
molann til í munninum. — Já . .
— Það er ungfrú Ballew sem
talar, sagði æst rödd. — Ég er
í herbergi númer — hvaða núm-
er er þetta? hrópaði hún til
stúlkunnar. — Hvaða númer er
á þessu herbergi?
— Númer 807. sagði stúlkan
rólega.
— Herbergi númer 807. Það
var karlmaður rétt í þessu að
flýja héðan.
— Hvað þá?
— Hann flýði. . . hljóp . . .
hann hljóp burt, Ungfrú Ballew
neyddist til að útskýra athuga-
semdir sinar nánar. — Hann
hafði illt í hyggju. Þér verðið
að ná í hann. Það verður að
gera hann ábyrgan fyrir gerð-
um sínum. Það verður að leiða
hann fyrir fórnardýr sitt og
rannsaka málið í þaula. Þetta
er glæpsamlegt og það verður
að ná í hann.
. — Andartak sagði Rochelle.
Hún studdi á hnappinn sem
kallaði Pat Perrin leynilögreglu-
mann hótelsins. i símann svo
litið bar á. Hann kom næstum
samstundis
— Já — Það er hertærgi
númer 807. Pat.
—■ Já, hvað er að?
— Það var karlmaður héma
inni. sagði ungfrú Ballew; það
var næstum eins og hún segði
..grenjandi ljón“ — Hann er
að komast undan núna.
— Hvemig leit hann út?
— Hvemig leit hann út?
hrópaði kennslúkonan til stúlk-
unnar sem stóð hreyfingarlaus.
Stúlkan opnaði munninn og
vætti varirnar. — Hann .
hann var rauðhærður.
— Rauðhærður, sagði ungfrú
Ballew við Perrin. en hún var
efablandin því að henni fannst
hún ekki hafa séð rautt hár.
— Mjög dökkrautt. sagði Nell.
— brún augu. freknur.
— Dökkrautt hár, brún augu.
freknur, hávaxinn. Það sá ég að
Munið Jélaggafasióð
sféru barnanna
Tekið verður á móti gjöfum í sjóðinn eins og undanfar-
in ár í skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skólavörðu-
stíg 18, sími 15941.
Styrktarfélag vangefinna.__________________
VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER— 1
VALVER
Laugavegi 48.
Við aðstoðum
VALVER
Sendum
gleðja börnin.
Ávallt úrval
af Ieikföngum.
og í póstkröfu I
um land allt.
VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER— 1
ilsTp
Jón Helgason:
ÍSLENZKT
MANNLÍF
Nýtt bindi — hið fjórða í röðinni — er
komið út af íslenzku mannlífi, hinum
listrænu frásögnum Jóns Helgasonar af
islenzkum örlögum og eftirminnilegum
atburðum, myndskreytt af Halldóri Pét-
urssyni, listmálara.
Bækur þessar eru hver í sínu lagi aX-
gerlega sjálfstætt verk efnislega, þótt
sameiginlegur heildartitill tengi þær
saman. í hverju bindi eru 10—12 sjálf-
stæðir þættir og allar eru bækumar
prýddar myndum og uppdráttum Hali-
dórs Péturssonar.
íslenzkt mannlíf hefur fengið góða
dóma jafnt almennings sem gagnrýn-
enda. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður hefur m.a. látið eftirfarandi o.rð
falla um höfundinn og ritverk hans:
„ ... Þessi höfundur fer listamanns-
höndum um efni sitt, byggir eins og
listamaður af þeim efnivið, sem hann
dregur saman sem vísindamaður.“
Ný bók eftir metsöluhöfundinn Alistair
MacLean, höfund bókanna Byssurnar í
Navarone og Nóttin langa.
ÓDYSSE/FUR
Æsispennandi bók, sem segir frá sjó-
\ hernaðinum í síðustu heimsstyrjöld og
gerist að langmestu leyti á hafinu norð-
sn og norðaustan við ísland.
Ódysseifur er bókin, sem aflaði höf-
undi sínum heimsfrægðar á fáum mán-
uðum og hratt öllum fyrri sölumetum.
Hvarvetna um heim hefur þessi bók
hlotið frábærar viðtökur og einróma lof.
.Þér leggið hana ekki frá yður fyrr en að
lestrinum loknum.“ — Hakon Stangerup.
,.Þér so.fnið ekki, fyrr en undir morgun.
Maður verður að ljúka lestrinum — og
iðrast þess ekki.“ — Tom Kristensen.
„Bezta bók um sjóhernaðinn, sem ég
hef lesið.“ — Stig Alhgren.
„Bók, sem tekur mann heljartökum.“
— E. B. Garside.
..Afburða snjal’.ar og ógleymanlegar lýs-
ingar.“ — Observer.
IÐUNN
— Skeggjagötu 1.
Simi 12923.
AXMINSTERTEPPI
Verzlunin Laugaveg 45,B - sími 24636 Skipholti 21 - sími 24676
____*--- - —■ —